Þjóðviljinn - 04.01.1980, Blaðsíða 6
6 SÍDA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 4. janúar 1980
Guðmundur G. Þórarínsson:
Athugasemd við
leiðara Þjóðvilj-
. 29. des. sl.
DIOÐVIUINN
Málgagn sósialisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóöfrelsis
FréUastJArl: Vilborg Haröardóttir
UBi)öBarmtöur SunnudagablaOt: Ingólfur Margeirsson
Kekslrarsljon l
Auglysingastjori
Afgreiftslustjori
Hlaftamenn . Alfh
son.Ingibjorg H«
Krlendar fréttlr
lþrótlafróttama
Afliverju þom þeir ekki?
ansþ
1 ritstjórnargrein Þjóðviljans
þ. 29. des. sl. kemur fram skýr-
ing Þjóðviljans á þvi, hvers
vegna viðræður um myndun
vinstri stjórnar fóru út um
þúfur.
Ritstjórinn segir i leiðaran-
um, að viðræðurnar hafi strand-
að á þvi að Alþýðubandalagið
hafi ekki viljað fallast á kaup-
máttarlækkunartillögur
Framsóknarflokks og Alþýöu-
flokks.
Þótt ég sé þeirrar skoðunar,
að fieira en málefnalegur
ágreiningur hafi valdið þvi, að
upp úr viðræðunum slitnaði, get
ég gefið ritstjóranum rétt i þvi,
að.eftir að mat þjóðhagsstofn-
unar á áhrifum tillagna
Framsóknarflokksins lá fyrir,
varð ljóst, að Alþýöubandalagið
taldi sig ekki geta fallist á þær.
Hins vegar hallar ritstjórinn
svo réttu máli, þegar kemur að
talnalegu mati tillagnanna, að
ó§kiljanlegt er.
Mat Þjóðhagsstofn-
unar
á tillögum
Fra msóknarflokksins
ÞjóSiagsstofnun telur, eftir
að hafa keyrt tillögur
Framsóknarflokksins gegnum
tölvu sina, að veröbólguþróun
áranna 1980 og 1981 verði sem
hér segir, ef tillögunum er
beitt:
Verðbólga
Hækkun frá
1980 fyrraári
febn/mars........ 63—64%
mai/júni......... 59—61%
ágúst/sept....... 51—53%
nóv./des........... 40—41%
árslok....'...... 37—38%
Nú, enhvaðum það. Þetta var
mat Þjóðhagsstofnunar á efna-
hagstillögum framsóknar-
manna. Þessar niðurstöður
tölvunnar voru nokkuð aðrar en
framsóknarmenn höfðu vænst
og væru þeir þv! reiðubúnir til
aðendurskoða sinar tillögur.en
svo langt komust stjórnar-
myndunarviðræðurnar aldrei.
Nú veröa þessar tillögur að
mati ritstjóra Þjóðviljans til
þess að viðræðurnar stranda.
Þaöer rétt að tillögurnar fela i
sér nokkra kaupmáttarrýrnun
ofan lægstu launa, þ.e. frá 1.
des. launum, en halda kaup-
mætti síðasta ársfjórðungs 1979.
A ágreiningi um þetta atriði
getur Alþýöubandalagið að
sjálfsögðu slitið viðræðunum og
gerði það, en engin ástæða er til
aðgreina rangt frá um hvað til-
lögurnar fjölluöu.
Ritstjóri Þjóðviljans hefur
vafalaust öll gögn undir hönd-
um.
20—30% kauplækkun?
1 leiðara Þjóðviljans segir
orðrétt:
„Tillaga Sjálfstæðisflokksins i
kosningabaráttunni var að
lækka kaupið um ca 20% með
leiftursókn. Tillaga
Framsóknarflokksins var að
ná sama marki i 6—8 áföng-
um.”
Siðast í leiðaranum segir
slðan orðrétt:
„En þá spurningu mættu
inenn gjarnan hugleiða um
áramótin, hvers vegna Sjálf-
stæðisflokkur, Framsóknar-
flokkur og Alþýðuflokkur,
sem allireru sammála um að
knýja fram 20—30%
kauplækkun, þora ekki að
taka höndum saman um
stjórn landsins”.
Nú veit ég ekki, hver áhrif til-
lagna Sjálfstæðisflokks og
Alþýðuflokks yrðu endanlega,
en fyrir liggur mat Þjóðhags-
stofnunar á tillögum
Framsóknarflokks.
Ef ritstjóri Þjóðviljans vildi
túlka tillögur framsóknar-
manna þeim eins óhagstætt og
hann gæti, gæti hann lagt saman
5—6% kaupmáttarrýrnun 1980
og 3% 1981 og fengið út 8—9%
kaupmáttarrýrnun á tveim ár-
um. Þetta væri auðvitað ekki
sanngjarnt, því tillögurnar gera
beinlínis ráð fyrir að bæta 2% á
árinu 1980 og auka kaupmátt
1981, auk sérstakra ráðstafana
til þess að verja lægstu laun.
Þarna er þvi um að ræða 3-A%
rýrnun kaupmáttar á laun ofan
lægstu launa.
1 ósanngirni pólitiskrar
þrætu, hefðu menn nú samt
kannski getað látið sig hafa það
að segja að tillögurnar hefðu í
för með sér 8-9% kjaraskerö-
ingu. Slikur málflutningur er
þvi miður oft viðhafður i stjórn-
málum. En ritstjóri Þjóðviljans
lætur sér þaö ekki nægja. Hann
segir berum orðum, að Fram-
sóknarflokkurinn ætli að knýja
fram 20-30% kauplækkun.
Málgagn sósialisma,
verkalýðshreyfingar
og málfrelsis.
Hverju þjónar svona
málflutningur? Það er enginn
vafi, aðþaðhefur skaðaö islend-
inga mjög á undanförnum
árum, hve umræða um efna-
hagsmál er óvönduð. Menn
leyfa sér aö búa til fráleitar
tölur, slá fram fullyrðingum og
núa andstæðingum sinum um
nasir staðlausum stöfum. Þetta
á sinn þátt i þvi, að fólkið er að
missa trúna á stjórnmála-
mennina.
Ósannindi ritstjóra Þjóð-
viljans eru meö slikum
eindæmum, að ófært er annað
en að mótmæla.
Ég held, að málstað verka-
lýðshreyfingar sé ekki greiði
gerður með svona óvönduðum
málflutningi. Þannig vinna
einungis þeir menn, sem
umfram allt vilja koma höggi á
andstæðinga sina og skeyta
ekkert um með hverjum hætti
þaðergert. Tilgangurinn helgar
meðalið.
ómenguð ihaldsstefna.
t leiðaranum segir orðrétt:
,,Samt sem áður lagði Fram-
sóknarflokkurinn fram i stjórn-
mvndunarviðræðunum
ómengaöa ihaldsstefnu i efna-
hagsmálum og vildi, að
kaupgjaldsvfsitalan yrði bundin
föst og færi lækkandi á þriggja
mánaða fresti”.
1 kosningabaráttunni var
stefna framsóknarmanna i
efnahagsmálum oft kölluð
„norska leiðin” vegna þess að
niðurtalningin er i flestum aðal-
atriðum i samræmi við þá
aðferð, sem norðmenn hafa
beitt i baráttunnni við verð-
bólguna með góðum árangri.
En hverjir beittu sér fyrir
þessari aðgerð í Noregi? Það
var norski verkamannaflokkur-
inn í samráði við Verkalýðs-
hreyfinguna.
Ekki er ég viss um, að rit-
stjóra Þjóðviljans tækist að
sannfæra norska verkamanna-
flokkinn og norsku verkalýðs-
hreyfinguna um að þessiraðilar
hafi i sameiningu beitt
„ómengaðri ihaldsstefnu”.
Danski jafnaðarmanna-
flókkurinn hefur neyðst til að
leggja fram tillögur um 5%
kauplækkun þar i landi vegna
erfiðleika i efnahagsmálum. Sá
flokkur er sterkari i dönsku
verkalýðshreyfingunni en
nokkur annar stjórnmála-
flokkur.
Samkvæmt kenningu ritstjóra
Þjóðviljans rekur þá danski
jafnaðarmannaflokkurinn
„ómengaða ihaldsstefnu”.
Þannig mætti lengi telja.
Enginn islenskur stjórnmála-
flokkur leggur glaður til
skerðingu kaupmáttar. Menn
gera það tilneyddir. Niðurtaln-
ingin bitnar ekki siður á fyrir-
tækjum. Hún kemur við alla. Ef
ekkert er að gert, verður verð-
bólgan um 60% á næsta ári.
Hver verður kjaraskerðingin
þá? Hvert verður atvinnuleysið
þá? Það verða menn að ihuga.
Að lokum.
Auðvitað er eðlilegt, að menn
greini á i stjórnmálum. Tillaga
Framsóknarflokksins felur I sér
einhverja skerðingu kaup-
máttar ofan lægstu launa og að
sjálfsögðu getur Alþýðubanda-
lagið gert sér það að stefnu-
atriði að fallast alls ekki á neina
slika skerðingu. Við þvi er
ekkert að segja.
Hitt verða menn að temja sér,
að deila um raunverulegan
ágreining og gera þjóðinni grein
fyrirhonum, svo hún geti kosið i
samræmi við það. Það er alveg
óviðunandi að segja hlutina allt
öðru visi en þeir eru. Ég er viss
um að kjósendur Alþýðubanda-
lagsins ætlast ekki til þess af
Þjóðviljanum.
Menn sem hafa þannig rangt
við verða ekki teknir drengi-
legum fangbrögöum frekar en
draugarnir í þjóðsögunum.
Sú skylda hvilir lika á Alþýðu-
bandalaginu að skýra það út,
hvaða leiö það vill fara i barátt-
unni við verðbólguna, úr þvi það
vill ekki fallast á þá leið, sem
Framsóknarflokkurinn boðar.
Reykjavík, 29. des. 1979.
Guðm.G. Þórarinsson.
Sjálfstætt mat á tillögum Framsóknarflokksins
15 til 19% kjaraskerðing
á tveimur árum a.m.k.
1981
febr./mars 35%
maí/júní 29%
ágúst/sept 24%
nóv./des 20%
árslo k 19%
Inni i þessum tölum er reikn-
að með, að innflutt verðbólga sé
um 2% ársfjórðungslega, sem
er um meöalverðbólga helstu
viðskiptalanda okkar.
Verðbólgan lækkar nokkru
hægar en framsóknarmenn
höfðu gert ráö fyrir að mati
Þjóöhagsstofnunar.
Með þessum aðgeröum, þ.e.
tillögum framsóknarmanna,
telur Þjóðhagsstofnun, aö
kaupmáttur kauptaxta skerðist
um 5—6% áriö 1980 og 3% árið
1981
Verði hins vegar 1% bætt meö
t.d. skattalækkun (tillögurnar
gera reyndar ráð fyrir aö 2%
verði bætt), verði skerðingin
4—5% eða eins og Þjóöhags-
stofnun segir orörétt:
,,þvi sem næst jafnt og
versnandi viöskiptakjör af
völdum olíuverðshækkunar-
innar skeröa þjóöartekjur ár-
in 1979 og 1980”
Siðansegir Þjóðhagsstoftiun:
„Einnig má á það benda, að
með þessu móti héidist
kaupmáttur nálægt þvi stigi,
sem er á slðasta ársfjóröungi
1979”.
Jafnframt gera tillögur
framsóknarmanna ráð fyrir
sérstökum aögerðum til þess að
vernda hag þeirra lægst laun-
uðu með f jölskyldubótum,
skattalækkunum o.s.frv..
Jafnframt var bent á, að fremur
mætti auka kaupmátt árið 1981
en lækka hann.
Guðmundur G. Þórarinsson
iýsir i þessari grein óánægju
sinni með það hvernig Þjóðvilj-
inn og forystumenn Alþýðu-
bandalagsins hafa lesið úr mati
Þjóðhagsstofnunar á tillögum
Framsóknarflokks i launa- og
kjaramálum. Það eina sem viö
höfum gert er þó aðeins að leyfa
okkur að meta forsendur út-
reikninganna á svolitið annan
hátt en Framsóknarflokkurinn.
Ekki til þess aö ljúga einhverju
upn á flokkinn að ósekju heldur
til að ganga úr skugga um hvað
tillögurnarhefðu irauniför með
sér. Hvorumegin óskhyggjan
liggur er annarra eð meta, en
Þjóöviljinn hefur tilhneigingu til
þess að ætla að hún sé Fram-
sóknarmegin .
Það sem skiptir meginmáli i
tillögum Framsóknar er að meö
niðurtalningunni eru verölags-
bætur á laun fastbundnar, en
verðlagshækkanir ekki. Kaup-
skerðinguna sem af þessu hlýst
hlýtur þvi að verða að reikna út
frá áætluðu verðbólgustigi.
I tillögum Framsóknarflokks-
ins er lagt til, að fastbinda verö-
lagsbætur á laun, þannig að
verðtryggingin fari lækkandi og
verði 8% 1. mars n.k„ 7% 1.
júni, 6% 1. sept. og 5% 1. des.
Einar Karl
Haraldsson
svarar
Guðmundi G.
Þórarinssyni
o.s.frv., eöa um 28% samtals ár-
ið 1980.
t umsögnum Þjóðhagsstofn-
unar um tillögurnar segir m.a.
orðrétt:
„Enda er beinlinis gert ráð
fyrir þvi i þriðja iiö kjaramála-
tillagnanna, að þessi skuli vera
launabreytingin, þótt veröbóta-
visitalan að óbreyttum lögum
farifram úr þessum mörkum. ”
Útreikningar Þjóöhags-
stofnunar á tillögum Fram-
sóknarflokksins eru slöan gerðir
á þessum kauplækkunar-grund-
velli, eða eins og orðrétt segir i
umsögn stofnunarinnar:
„1 dæmi hér á eftir verður
rakið, hvernig spár um almenn-
ar verðbreytingar á næstu miss-
erum, sem fyrst og fremst eru
gerðar á grundvelli forsendna
tillagnanna um launa- og geng-
ismál, rima viö takmörkun, sem
fram er sett um verðbreytingar,
þ.e. 8, 7, 6 og 5% ársfjórðungs-
lega 1980 og lægri tölur þaðan
af”.
Útreikningar Þjóðhags-
stofnunar eru þvi fyrst og
fremst um beinar afleiðingar af
tiltekinni kauplækkun og ákveð-
inni 5-6% gengislækkun nú i
upphafi árs.
1 umsögn Þjóöhagsstofnunar
kemur þó skýrt fram að sú
kauphækkun sem varð 1.
desember, rúm l3%»og sam-
svarandi fiskverðhækkun rúm-
ist engan veginn innan 5-6%
gengislækkunar.
Niðurstaða stofnunarinnar er
að skerðing kaupmáttar yröi 5-
6% árið 1980 og 3% 1981 sam-
kvæmt tillögunum, en auðvitað
verulega meiri, ef um meiri
gengislækkun yröi að ræða og ef
áætlað yröi fyrir liklegum við-
bótarverðhækkunum erlendis
frá.
Meginniðurstaðan er þvi sú,
að tillögur Framsóknarflokks-
ins fela i sér kaupmáttariækkun
sem að öllum líkindum nemur
10-12% á árinu 1980 og 5-7% á ár-
inu 1981.
Verðbólgustigið yröi aldrei
undir 40-45% i árslok 1980, ef til-
lit er tekið til þeirrar gengis-
lækkunar sem reiknað er með af
hálfu þeirra aðila sem mestu
ráða um fiskverð og útflutnings-
gengi.
Þessar tillögur Framsóknar-
flokksins fara þvi algjörlega i
bága við grundvallartiilögur AÞ
þyðubandalagsins um hækkun
lægstu launa og verðtryggingu
almennra launa.
Tillögur Alþýðufiokksins fara
mjög i sömu átt og tillögur
Framsóknarflokksins varðandi
launamálin. 1 þeim virðist þó
gert ráð fyrir, að visitölutrygg-
ingu launa verði hætt með öllu,
en hins vegar lögð áhersla á
verðtryggingu peninga.
Af framansögðu virðist ekki
vera út i hött að tala um 20-30%
kjaraskerðingu gagnvart al-
mennum launum á tveggja ára
bili, eða u.þ.b. jafnmikilli og
ihaldið ætlaöi að ná fram með
leiftursókn á nokkrum mánuö-
um. Jafnvel þótt höfð séu uppi
góð orð um að bæta láglauna-
fólki upp þessa kjaraskerðingu
að einhverju leyti felur þaö ekki
þessi áform. Það er allavega
ljóst að ekki er ætlunin aö auka
kaupmátt lægstu launa að kröfu
Alþýðubandalagsins.
— ekh