Þjóðviljinn - 04.01.1980, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 04.01.1980, Blaðsíða 16
Föstudagur 4. janúar 1980 Aöalslmi Þjóöviljans er 81333 ki. 9 — 20 mánudaga til föstudaga, kl. 9 — 12 f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum. Utan þess tima er hægt að ná I blaðamenn og aöra starfs- menn blaðsins i þessum simum: Ritstjórn 81382| 81527, 81257 og 81285, afgreiösla 81482 og Blaöaprent 81348. \*\ 81333 Kvöldsími er 81348 Eldsneytishækkunin og taprekstur Fiugleiða: Loftleiðaþoturnar nota dýrara bensín en Fl-vélar Eldsneytishækkunin svipuö hér og í Evrópu, en ekki mun meiri eins og Siguröur Helgason fullyrðir I sjónvarpsfréttum á miðvikudag fullyrti Sigurður Helgason, for- stjóri Flugleiða/ að elds- neyti á f lugvélar hefði þre- faldast í verði hér á landi/ en aðeins tvöfaldast i ná- grannalöndunum, og væri þetta ein skýringin á hinni lélegu afkomu félagsins. Þjóðviljinn kannaði sann- leiksgildi þessa í gær og ræddi m.a. við innkaupa- stjóra Flugleiða og olíu- félögin. Virðast fullyrð- ingar forstjórans engan veginn standast. Tvöfalt kerfi er á oliuinnkaup- um Flugleiöa og gildir annað fyrir Loftleiöaþoturnar og hitt fyrir Flugfélag íslands. Flugleiö- ir kaupa sjálfir inn eldsneyti á Loftleiöavélarnar á uppsprengdu Rotterdamveröi en kaupa elds- neyti á Flugfélagsvélarnar af Skeljungi h.f. skv. hagkvæmari samningum. Langt er þó frá þvi aö Loftleiðabensinið hafi þrefald- ast meðan annaö bensin hefur tvöfaldast eins og forstjórinn sagði. Loftleiöir keyptu frá upphafi eldsneyti á flugvélar sinar af Oliuverslun íslands, en árið 1975 Það var mikiö fjör i Laugardalshöllinni i gærkvöldi þegar tslendingar og Pólverjar léku landsleik I handbolta. Ungu strákarnir I islenska iandsliöinu gáfu hinum frægu mótherjum sinum lftiö eftir, en máttu þó sætta sig viö naumt tap 23-25. Sjá um leikinn á bls 11. Mynd: — eik. Málfrelsissjóður greiðir aðeins málskostnað og miskabœtur Sektir til ríkissjóðs eru sjóðnum óviðkomandi Á næstu dögum verður ýmsum þeim, sem VL-ing- ar fengu dæmda fyrir meiðandi ummæli um sig, stungið i skuldafangelsi vegna ógreiddra sekta til rikissjóðs og hefur það komið dagblaðinu Vísi spánskt fyrir sjónir að AAálfrelsissjóður hafi ekki greitt sektirnar fyrir við- komandi. í Sandkorni blaðsins á fimmtudag er getum að því leitt, að menn hafi fengið fé úr sjóðnum til greiðslu sektanna en ekki staðið skil á þeim. Þjóöviljinn reyndi i gær aö ná til stjórnarmanna Málfrelsissjóðs en án árangurs. Vésteinn Ólason, lektor, sem er einn af stofnendum sjóösins sagöi hins vegar aö þetta væri tómur misskilningur. Mál- frelsissjóöur hefði veriö stofnaöur til þess eins aö greiöa málskostn- aö og miskabætur sem menn væru dæmdir til aö greiða, en hins Vésteinn Ólason: Mðlfrelsissjóö- ur greiöir aöeins máiskostnaö og miskabætur. vegar væri skýrt fram tekið i reglum sjóösins, aö honum væri ekki ætlað aö greiöa sektir manna. Þær væru sjóðnum þvi ó- viökomandi og heföi enginn feng- iö fé úr honum i þeim tilgangi. Vésteinn sagöi aö sekt til rikis- sjóös væri refsing sem menn væru dæmdir i skv. lögum og þaö væri þvi spurning um hvort ekki væri veriö aö taka fram fyrir hendurnar á lögunum, ef menn byndust samtökum til þess að gjalda refsingu fyrir aöra. Alla .vega heföu menn viö stofnun sjóðsins ekki viljaö gera þaö og væri svo ennþá. Einar Bragi rithöfundur er einn þeirra sem nú á yfir höföi sér tugthúsvist vegna vangold- innar VL-sektar, og I grein sem hann reit i Þjóðviljann vegna þess i gær sagöi hann aö þó sektin væri ekki há muni hann ekki greiða hana. ,,Ef ég greiddi sektina, væri ég meö óbeinum hætti aö gera sektarjátningu, sem aldrei hefur i huga mér komiö.” „Slikt væru svik viö samvisku mina.” — AI Töpuðu hálfum miljar&jjjkr. •plíuskipift Panama kom til Reykjavikur aö 4/5 hlutura tórat •A sér cngin lordærai hér á landi, segir önundur Asgeirsson forstjóri Oh' TK' ^ • Tapíð er giíurlegt áfall. segir Sigurður Helgason íorstjóri Flugleiðay ' fjri- M *Hr*t %4A tutt droge n»fk(Upt*iu 1 *f>i» «in» «< »4 Itnttr «•» « ►«> WfjMX* ▼ fk ™ ■ A 4$ im*:**** í* .;••• ****>*:# J»*» «i>* ‘k“v* k *i rr k'.«<Sior w* ** k*tW^tki|5«ÍS»«Ak.r*<A» ». ............m........ ...... .. ... t< xt* «*« *• Mt f* «xtp t» K««t «*««. «««* Oa«<l«r *««**»• neiUW Íá»or5or ondreg*. — ... ---------------------Sitcarkw in&i i »**«»» “wKiX'rÆK. »a,S ekkert úr »» SjBrTr"■*****“ iíS5m!?««í'S££ sS3jU52i»*“* ”* s- ■ ’ ^ KKKgspSss Ssss&*. .*» ’•« áfeíAÍ ***** »• mmrnmt .izssssfx Þjóöviljlnn skýröl á slnnm tlma frá eldsneytisinnkaupum Flugleiöa þegar hingaö kom hálftómt skip meö rándýran farm i marsmánuði s.l. Fullyrtu forráöamenn Flugleiöa aö rangt væri eftir þeim og öörum haft i þessari frétt. Innkaupakerfin eru tvö hjá Flugleiöum og á Kefiavikur- flugvelli eru þau þrjú, þar sem erlendar flugvéiar fá eldsneyti á enn ööru veröi. — Þjv. mars 1979. hættu þeir þeim viðskiptum og fóru að kaupa inn sjálfir af fyrir- tæki sem heitir Grand Bahama Petroleum Company. Aö sögn Guðmundar Vilhjálmssonar, inn- kaupastjóra Flugleiða, reyndist þaö hagkvæmara til að byrja með, en haustið ’78 harðnaði á dalnum, þegar söluaðilinn lenti i gjaldþrotaskiptum og samning- um viö Flugleiðir var rift. Gerðist það á sama tima og gifurlegur skortur varð um allan heim á þessum dýrmæta vökvaf og siðan hafa Loftleiðaþoturnar gengið fyrir bensini keyptu af vestræn- um oliufélögum á verði sem tengt er Rotterdam-markaðinum. Guð- mundur sagði að leitaö hefði verið eftir hagkvæmari innkaupum en það hefði ekki tekist enn sem komiö er og staðfesti örn Guð- mundsson, skrifstofustjóri Oliu- verslunar Islands það að OLIS heföi ekki lengur eidsneyti af þessu tagi á boðstólum. Guðmundur sagöi aö á timabil- inu 1. október 1978 til dagsins i dag, hefði elósneytið sem Flug- leiðir kaupa inn sjálfir hækkað um 170% og á sama tima hefði eldsneyti i Evrópu hækkað allt að 150% og i Bandarikjunum um 80%. Eldsneytið sem þotur Flug- félags Islands brenna er hins veg- ar ódýrara, en það er keypt af Skeljungi h.f., sem hefur frá upp- hafi selt félaginu oliur á allar þess vélar. Böðvar Kvaran sölustjóri Skeljungs sagði i gær að flugvéla- bensin frá þeim hefði ekki hækk- að meira en i nágrannarikjunum og væri á svipúðu verði og i Evrópu. Hann sagðist ekki vita til þess að Flugleiðir hefðu haft ástæðu til þess að kvarta undan Framhald á bls. 13 Ekkibólar á nýju fiskverði: ADt í óvissu og óvíst að samkomulag náist fyrir 7. janúar; segir Ingólfur Ingólfsson Ekki bólar enn á nýju fiskverði, sem lögum sam- kvæmt átti að ákveða f yrir áramót. Fundur var hald- inn í.yfirnefnd Verðlags- ráðs sjávarútvegsins í gær. Ingólfur Ingólfsson fulltrúi FFSÍ i nefndinni sagði I samtali við Þjóðviljann i gær, að málið væri illa á vegi statt, m.a. vegna þess að nú eru fallin úr gildi þau lög sem sett voru á sl. ári um oliu- gjald, breytingu á útflutnings- gjaldi o.fl. og ekki er vitaö hvernig þessum málum verður skipað nú I ár. Þá eru nefndar- menn ekki á eitt sáttir hvernig með oliugjaldiö skuli fara. „Við höfum gert kröfu til þess aö gjaldið verði fellt niður i nú- verandi formi, en komi frekar til skipta,” sagði Ingólfur. „Það kæmi hinsvegar harkalega við út- veginn, en skiptir ekki máli fyrir kaupendur.” Ingólfur sagði að menn væru aö þreifa fyrir sér um ýmsar leiðir i sambandi við verðákvörðun. Þá kæmu einnig inn i dæmið gengismálin og þar væri einskis að vænta fyrr en þing kæmi sam- an eöa ný stjórn hefði verið mynduð. „Það er ekki innistæöa fyrir stórbreytingum á verði nema til komi gengissig”, sagði Ingólfur. Hann sagöi að sjómenn gerðu kröfu um að halda i við aðra laun- þega I landinu, þá kröfu hlytu þeir að gera. Ýmsar vangaveltur eru uppi um gildistima fiskverösins. Ætl- ast er til aö það gildi til vertiöar- loka, en Ingólfur minnti á aö ef Ingólfur Ingólfsson: Ekki inni- stæða fyrir stórbreytingum á verði nema til komi gengissig. allt fer að vonum yrði kaupbreyt- ing 1. mars n.k. og þvi væri spurning, hvort fyrirvari ætti að vera um gildistima fiskverðsins. „Það eru sem sagt margir óvissuþættir i þessu og ekkert komið á enda,” sagði Ingólfur Ingólfsson, og taldi ekki gott að segja hvort verðákvöröun yrði komin 7. jan, en þá rennur út sá viðbótarfrestur sem yfirnefndinni var veittur. _ eös

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.