Þjóðviljinn - 04.01.1980, Blaðsíða 7
Föstudagúr 4. janúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
Guðmundsson
Finnur
In memoriam
Mér er minnisstætt þegar ég sá
Finn Guðmundsson i fyrsta sinni
og svo mun um fleiri, þvi þessi
friði, ljóshærði risi hlaut að vekja
eftirtekt hvar sem hann fór. Ég
hafði átt þvi láni að fagha, að
kynnast nokkuð föður hans,
Guðmundi G. Bárðarsyni^ jarð-
fræðingi. Þar var ekki fríðleika
fyrir að fara. en Guðmundur átti
vissulega eld i sál. Og það lærði
ég löngu siðar, er samstarf mitt
við son hans hófst, að sá hafði
fengið þennan eld i arf, og einnig,
aö hann var ekki aðeins mikill að
vallarsýn. Hann var stór i sniðum
i hvivetna, sérstæöur og mikil-
hæfur persónuleiki.
Við Finnur vorum ráðnir sam-
timis, árið 1947, að nýrri stofnun,
Náttúrugripasafni (siðar
Náttúrufræðistofnun) Islands.
Þar unnum við saman i rúma tvo
áratúgi, þar til ég hvarf að öðru
starfi, en Finnur vann þar áfram,
nær einn áratuginn enn, þar til
starfsævi hans lauk. Hafi nokkur
maður nokkru sinni verið sinu
starfi og 'sinni stofnup trúr var
það Finnur Guðmundsson. Hann
var vakinn og sofinn við að bæta
hag og auka veg þessarar stofn-
unar, sem átti erfitt uppdráttar,
einkum iraman af, er hún hrakt-
ist, ýmist með vinnustofur sinar
eða safnmuni alla, úr einu hús-
næðinu i annað, úr byggingu
Landsbókasafns i hús á Grettis-
götu, þaðan i kjallara aðalbygg-
ingar Háskólans, siðan i turn
Þjóðminjasafnsins, þá niður á
jarðhæð sama húss og loks inn á
Hlemm, þar sem fengust vel
viðunandi vinnustofur og
geymsluhúsnæði, en aðstaða til
sýningar safngripa er enn með
öllu óviðunandi. Finni er það
öðrum fremur að þakka, að
Náttúrufræðistofnunin er þó orðin
það sem hún nú er. Hann var fylg-
inn sér i öllu, sem hann tók sér
fyrir hendur,og gat komið hinum
ótrúlegustu hlutum i kring. Mála-
miðlun var litt að hans skapi.
Vinnuþjarkur var hann svo lengi
sem heilsa hans leyföi, en vand-
virkniskröfur hans, einkum til
sjálfs sin, jöðruðu við öfgar, og
drógu verulega úr þeim afköstum
á ritvellinum, sem vænta mátti af
manni, sem var prýðilega ritfær
og fjölfróðari i sinni fræðigrein,
dýrafræði, en nokkur hérlendra
samtiðarmanna hans, áð auki vel
að sér i grasafræði og kunni vel
skil á jarðfræði. Hann var einnig
vel lesinn i islenzkum bókmennt-
um og bókasafnari af lifi og sál.
A góðu dægri var Finnur hrókur
alls fagnaðar og óborganlegur
frásagnameistari þegar svo bar
undir. Skipti frá litlu hvort hann
þræddi dyggilega veg sann-
leikans eða fetaði stigu nokkuð til
hliðari sannfæringarkrafturinn
var slikur, að bæði áheyrendur og
hann sjálfur trúðu á meðan talað
var.
Finnur var einlægur „vinur
vorrar gömlu móður” og vildi veg
hennar sem mestan. Það er
dæmigert, að i þeim visinda-
leiðangri til Austur-Grænlands,
er hann stjórnaði, sat hann eitt
kvöld i Meistaravik yfir ölkrús
með erlendum, mig minnir
sænskum, verkfræðingi. Bók-
menntir bar þar á góma og kom
þá i ljós, að verkfræðingurinn
kunni engin skil á þvi, að tsland
ætti frambærilega rithöfunda.
Finnur hressti upp á hróður ætt-
lands sins að bragði með þvi að
veðja við verkfræðinginn kassa af
viskýi um það, að islenzkur rit-
höfundur yrði orðinn nóbelsverð-
launahafi áður en áriö væri á
enda. Hann fékk flöskurnar með
góðum skilum fyrir áramót.
Já, vissulega var Finnur
Guðmundsson minnisstæður per-
sónuleiki. Dætrum hans votta ég
innilega samúð og þakka honum
af alhug langa og góða samfylgd.
Sigurður Þórarinssor
Norræntmálaár
er að hefjast
Norrænu félögin ákváðu fyrir
tveimur árum að gangast fyrir
norrænu málaári árið 1980.
Norrænt málaár er hugsað sem
tilefni og upphafsár þess að vekja
athygli Norðurlandaþjóða á
tungumáli hverrar annarrar. Hjá
Dönum, Svium og Norömönnum
gætir oft furðulegrar tregöu á þvi
að lesa mál hvers annars og ferst
hér Islendingum ekki að hneyksl-
ast svo tregir sem þeir eru til þess
að lesa færeyskar bækur. Margir
Islendingar leggja ekki I að lesa,
hvað þá tala annað erlent tungu-
mál en dönskuna sem þeir læröu i
skóla. Finnar eru löngu orðnir
hvekktir á þvi hve litinn skilning
menn hafa á þeirra sérstöðu i
málanámi, svo að ekki sé minnst
á það hve litiö menn vita um og
taka eftir enn einangraðri málum
eins og samfsku og grænlensku.
Norræn mál —
norrænn burðarás
BurðaráSTnn I norrænu -sam-
starfi er gagnkvæmur skilningur
á máli og menningu hvers annars
og þykir þvi eðlilegt og sjálfsagt
að hefjast handa við að sýna fram
á skyldleika þessara tungumála
þar sem honum er til að dreifa
eða að minnsta kosti vekja at-
hygli á og virðingu fyrir þeirri
menningu sem málin hafa aö
geyma.
Norrænar mála-
ársnefndir
A öllum Norðurlöndum hafa
verið valdar málaársnefndir.
Hlutverk þeirra er að bera fram
hugmyndir og tillögur um hvað
gera megi i tilefni málaársins. ts-
lensku málaársnefndina skipa:
Aðalsteinn Daviðsson, Guðrún
Egilson, Haraldur ólafsson,
Hjörtur Pálsson og Stefán Karls-
son. Hefur nefndin lagt fram
ýmsar tillögur um útgáfustarf-
semi, ýmsar kynningar, eflingu
samnorrænnar fréttamiðlunar og
bóksölu o.fl.
Norræna máiaárið
1980 og áfram...
Norræna málaárið hefst nú frá
Merki norræna málaársins
minnir á átta tungur i nyrstu
hluta heims — og þá á samfsku,
færeysku og grænlensku auk
finnsku og islensku, dönsku,
norsku og sænsku.
áramótum en þar sem almanaks-
árið og skólaáriö fara ekki saman
verður ársins minnst i skólum
1980-1981. Svo er það von manna
að þar með ljúki ekki áhuga á
Norðurlandamálum.heldur verði
þetta kveikja að varanlegri
áhuga.
Einar S. Einarsson, forseti Skáksambands Islands og Norðurianda
Skákkvaðning
Skáklistin skipar veglegan sess
i menningarlifi tslendinga og ts-
land háan sess meðal skákþjóða.
Engin þjóð með innan við eina
miljón Ibúa á alþjóðlegan meist-
ara i sinum röðum, hvað þá stór-
meistara, nema tslendingar, sem
eiga 2 stórm. og 4 alþlm., enda
skákin hér almenningseign.
Afreksmenn eru mikilsvirði á
sérhverju sviði. Út á við, þjóð-
inni til vegsauka. Inn á við, til að
laða aðra að, sérstaklega ungu
kynslóðina, til hollra hugðarefna.
Þróttmikið unglingastarf Skák-
sambandsins og taflfélaganna i
landinu hefur skilað glæstum
árangri, svo sem dæmin sanna.
Að auðga andann og virkja
hugarorkuna yfir skáktafli er öll-
um hollt, ekki hvað sist nú á tim-
um fjölmiöla ogstrumpa. A skák-
sviðinu rikir engin orkukreppa,
né fyrirfinnst þar kynslóðabil.
Heilbrigði hugans og andlegt
jafnvægi verður ekki metið til
fjár, og það kostar litið að við-
halda þvi, miðað við að hjálpa
þeim sem það missa. Skák er vel
til þess fallin, og hinn félagslegi
þáttur hennar hefur ekki verið
metinn sem skyldi.
Framsýni og fyrirhyggja eru
aðalsmerki góðra skákmanna og
sama má segja að eigi við um
ráðstöfunarmenn opinbers fjár.
Ekki bera þó fjárveitingar til
skákhreyfingarinnar með sér að
svo sé, þvi gætt hefur tilhneiging-
ar til að láta f járstyrki til hennar
þorna upp i hrunadansi verðbólg-
unnar, þrátt fyrir stóraukin um-
svif og fórnfúst frlstundastarf
áhugamanna.
Sama er að segja um sam-
norræn skáksamskipti sem mikill
Framhald á bls. 13
Þjófi í Paradís í útvarpi mótmælt
Broddi Jóhannesson, Helgi
Hálfdánarson, Jóhann Gunnar
Ólafsson, Jón úr Vör og
Matthlas Jónasson hafa vegna
samþykktar útvarpsráðs um
lestur sögunnar „Þjófur I
Paradis” beðið Þjóðviljann um
birtingu eftir farandi bréfs, sem
sent var fyrra dtvarpsráði á sl.
ári. En einsog fram kom i frétt
Þjóðviljans sam-
þykkti útvarpsráð á siðasta
fundi sinum með meirihluta at-
kvæða drög að janúar-dagskrá
þar sem gert er ráð fyrir lestri
þessarar sögu Indriða G.
Þorsteinssonar. Bréfið er svo-
hijóðandi:
Að gefnu tilefni lýsum við
undirritaðir þeirri skoðun okk-
ar, að bók Indriða G. Þorsteins-
sonar rithöfundar, Þjdfur i
Paradis, sem út kom áriö 1967,
hafi fjallaö svo opinskátt um
sakamál nýlátins manns, að
ekki yrði um fyrirmyndina
villst. Við hörmum útkomu
þessarar bókar, sem hlaut að
valda nákomnum ættingjum
manns þessa harmi og sársauka
að óþörfu.
Ot yfir tæki þó, ef einnig ætti
að koma til flutningur þessa
verks I útvarp, enda teljum við
á þvi reginmun, að þeir, sem
eftir leiti, geti fengið bók keypta
i bókaverslun eða léða úr bdka-
safni og hinu, að efni hennar sé
þulið yfir miklum hluta þjóðar-
innar I svo ágengum fjölmiðli,
sem útvarpið er. Svo sár mis-
gjörð við saklaust fólk, börn
sem fulloröna, væri að okkar
dómi óverjandi. Enda þtítt
islensk lög virðist leiða hjá sér
dæmiaf þessutagi, svo að banni
viöupplestri I útvarpi verðiekki
til streitu haldiö I krafti þeirra,
teldum við slikan flutning engu
aösfðurhneykslanlegt athæfi og
brot gegn frumreglu mannúöar.
NU fer þvi fjarri, að viö bind-
um mál þetta eingöngu við
Indriða G. Þorsteinsson, rithöf-
und og þá, sem koma við sögu
hans, Þjóf f Paradis. Það er
skoðun okkar, að afktaða Rikis-
útvarpsins iþessusérstaka máli
hljdti að sinu leyti að marka
stefnu til góðs eöa ills um vel-
sæmi listamanna og fjölmiðla á
þeim vettvangi, sem ekki þykir
varlegt, að lög nái til.
Með virðingu,
Reykjavik, 20. mal 1979,
Broddi Jóhannesson,
Sporðagr. 15
Helgi Hálfdánarson, Rofabæ
31
Jóh. Gunnar Ólafsson,
Vesturberg 134
Jón úr Vör, Kársnesbr. 82,
Kóp.
Matthias Jónasson,
Þinghólsbr. 3, Kóp.
erlendar
bækur
Equality.
Keith Joseph and Janathan
Sumptlon. John Murray 1979.
A dögum Elisabethar I. stóð
rikisvaldið á Englandi að þvi að
styrkja þá i samfélaginu, sem
lifðu við hungurmörkin; reynt var
að stuöla að þvi, að fjöldi fólks
lognaðist ekki út af úr hungri.
Þessar ráðstafanir rikisvaldsins
þóttu hin mesta óhæfa meðal
ákveðnustu púritananna-, þeir
töldu þetta vera afturhvarf til
pápisma, og stinga algjörlega i
stúf við kenningar Kalvins. Sam-
kvæmt þeirra kenningu, var fá-
tækt i rauninni ákveðin þeim sem
ekki gengu fram i náð hins
almáttka og efnaðir einstak-
lingar, sem hafist höfðu af sjálf-
um sér töldu sig vera I rauninni
einkavini guðs almáttugs. Þessi
enski púritanismi er nú aftur-
genginn i þessu riti Sir Keiths og
Sumptions. Þeir streitast við að
bera fram rök gegn þvi að rikis-
valdið leitist við að jafna kjör
borgaranna, telja það hamla hag-
vexti og teppa framkvæmdavilja
borgaranna og hið frjálsa fram-
tak. Þeir afneita réttmæti allrar
jafnaðarstefnu og þvi sem nefnt
er náungakærleikur i helgum
ritum. Þeir skirrast ekki við að
hálffaisa kenningar kristni og
kirkju og bera fram sin rök gegn
jafnaðarhyggju sem þeir telja
órökstudda og eiga sér uppruna i
tilfinningalifi og draumórum.
Þaö er einkennilegt þegar tveir
enskir millistéttarmenn hyggjast
kveða niöur eðlislægan þátt
mannsks eðlis, sem er ábyrgðin á
náunga sinum. Bók þeirra virðist
fyrst og fremst skrifuð til þess að
réttlæta þá nýju „frjálshyggju-
stefnu”, sem nú á timum virðist
einkum hafa áhrif meöal milli-
stétta og smáborgara, sem hafa
komist i smávegis álnir vegna
hagstæðrar stöðu þeirra rikja
sem hingað til hafa átt i fullu tré
við þá sem svivirðilegast eru arð-
rændir i heiminum. Þessi nýja
millistétt vill eðlilega ekki missa
þá aðstöðu sina. Þessi bók hlýtur
að höfða mjög til þeirra aðila,
sem nýtt hafa sér aðstöðuna til
gróðamyndunar og vilja gjarna
halda þeim starfa áfram og rjúfa
þær heföir sem takmarka þá
starfsemi, þar á meðal þau
kristnu áhrif sem mótað hafa
alla samhjálparlöggjöf fjöl-
margra samfélaga. Þessir mál-
svarar hins frjálsa framtaks
hyggjast koma á „einni iðandi
kös vixlara og prángara”, þar
sem frumskógamóraihnn ræður
rikjum og eitt er takmarkið,
meiri peningar. Það er eftir-
tektarvert ef bornar eru saman
kenningar þessara frjálshyggju-
postula og kenningar Burkes,
landa þeirra. Eins og kunnugt er,
er Burke talinn erki-ihaldsmaður
af gamla skólanum, sem sá fyrir
þróun borgarastéttarinnar i riti
sinu um frönsku byltinguna.
Hann sá fyrir þá hættu þegar
peningamatið væri lagt á allt og
borgarastétt á stigi hálfsiðunar
mótaði söguna. Enda minnast
þeir félagar ekki á Burk^en leita
sér stuðnings hjá Hayek, þessari
afturgöngu evrópskrar frjáls-
hyggjustefnu frá 19. öld.
Kenningar þeirra félaga eru nú
stefna núverandi stjórnar á Bret-
landseyjum, og vita allir hvert
stefnir þar. Hér á landi hafa
ýmsar vitsmunaverur tekið upp
merkið og hyggjast nú hefjast
handa um að afnema þá þróun
sem hér hefur viðgengist i samfé-
laginu um samhjálp allt frá þvi
tiundarlögin voru sett 1096. Nú
skal hið frjálsa framtak hafið til
vegs.
Eitt er það sem einkennir rit-
smiö þeirrá'félaga, sem er inntak
þess, þeir tala einungis um pen-
inga, markað og framtak i þvi að
krafsa saman sem mest fé og
telja „frelsið” vera eingöngu til
þes.s ætlað að krafsa saman fjár-
muni. Rit þetta er fróðlegt aö þvi
leyti aö það sýnir glöggt inn i
hugarheima peningaplebbanna.