Þjóðviljinn - 04.01.1980, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 4. janúar 1980
Föstudagur 4. janúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
Hörður
Bergmann:
á dagskrá
„Megináhersla á hækkun eöa varðveislu
svonefnds kaupmáttar greypir
falshugmyndir í vitund alþýðu, torveldar
skilning á þvi að samneyslan er einn
mikilvœgastiþáttur lifskjaranna og seinkar
skilgreiningu á nýjum markmiðum".
Hentistefna Alþýðu-
bandalagsins í nýju
Þeir sem hafa ásakað Alþýðu-
bandalagið fyrir hentistefnu og
svik við málstað verkalýðsins á
undanfórnum árum eru að likind-
um hæstánægðir meö þá stefnu
sem flokkurinn tók i stjórnar-
myndunarviðræðunum i desem-
ber. Nú á semsagt ekki að fara út
i makk og undanslátt heldur
standa fast á krófunum. Tillögum
Framsóknarflokksins var hafnað,
eins og lesendum Þjóðviljans ætti
að vera vel kunnugt. Og manni
skilst að tillögur Alþýðufíokksins
hafi ekki komið til umræðu, enda
lagðar fram sama dag og Alþýðu-
bandalagið lagði fram yfirlýsingu
þar sem segir m.a.: „Alþýöu-
flokkurinn hefur þegar sýnt það i
verki, að hann vill ekki vinstra-
samstarf."
1 upphafi viðræðnanna lögðu
fulltrúar Alþýðubandalagsins
l'ram almennt orðað plagg til að
„kynna — áhersluatriði" eins og
þar segir. Úr þvi hefur eftir-
farandi einkum verði hampað:
„Stefnan i efnahags- og kjara-
málum verði við það miðuð
a) aö sérstök áhersla verði lögð a
að auka kaupmátt lægstu launa
b) að elli- og örorkulifeyrir hækki
c) aöaimenn laun séu verðtryggð
d) að stuðlað verði að jöfnun rétt-
inda launafólks, m.a. i lifeyris-
málum, húsnæðismálum og á
sviði vinnuverndar og vinnuað-
búnaðar."
Þau ráð, sem bent er á, til aö
gera þetta framkvæmanlegt, eru
það almennt orðuð að þau geta
tæpast talist umræðugrundvöllur,
Lesendur Þjóðviljans þekkja
lykilorðin: „ — gert stórátak til
aukinnar verðmætasköpunar
með hagræðingu i atvinnulifi,
skipulegri fjárfestingarstjórn og
niðurskurði milliliðaeyðslu i sam-
ræmi við fyrri tiiló'gur Aíþýðu-
bandalagsins."
Þeir sem hafa áhuga á að
kanna möguleika á að fram-
kvæma til lögur sem þessar verða
að fá upplýst hvað átt er við með
„lægstu laun". Það hefur for-
maður flokksins skilgreint sem
390 þúsund fyrir dagvinnu
(Morgunbl. 22.12). I tillögunum
virðist þvi felast það, að kaup-
máttur verði aukinn hjá þorra
launþega og þeir hæstlaunuðu
haldi sinu cg samhliöa verði gerö-
ar urbætur á þeim sviðum sem
veröbólgan hefur gert erfiðust úr-
lausnar.
Vonandi finnst fleiri en mér
timabært orðið að velta fyrir sér
spurningunni um hentistefnu
Alþýðubandalagsins frá öðrum
sjónarhóli en getið var hér i upp-
hafi. Hafa verður i huga að til-
lögurnar á að framkvæma i þjóð-
ljósi
félagi þar sem aukning þjóðar-
framleiðslu hefur verið að nálg-
ast núllpúnktinn og viðskiptakjör
farið versnandi. A næsta ári verð-
um við að veiða minni fisk meö
meiritilkostnaði. Ekki þarf þvl að
undrast þótt einhverjum finnist
umræddar tillögur einkennast af
yfirborðsmennsku. Og sé nánar
að þeim hugað má raunar greina i
þeim ákveðnar hættur fyrir fram-
gang vinstri stefnu og sósialisma:
1. Kröfugerð án viðhlitandi
skýringa á hvaða skilyrðum þarf
að fullnægja til þess að hún geti
talist raunhæf er til þess eins fall-
in að varpa ryki i augu almenn-
ings og torvelda honum skilning á
þjóðfélaginu og möguleikum á að
breyta þvi.
2. Miðist tillögur af þvi tagi sem
hér um ræðir við óbreytt þjóð-
skipulag verða þær aö teljast
marklausar og einkar vel til þess
fallnar að auka verðbólgu.
3. Kauphækkanir sem renna út i
verðlagið og ekki leiöa til aukn-
ingará kaupmætti (sbr. reynslan
af siðasta áratug), bitna á þeim
lakast settu i þjóðfélaginu s.s.
ellilifeyrisþegum og námsfólki og
leiða þvi i raun til ójafnaðar. Hér
er enn komið að tilgangsleysi
kauphækkana sem samið er um i
óbreyttu kerfi.
4. Með þvi að gera hækkun eða
varðveislu svonefnds kaupmáttar
að lykilorði, og grundvallaratriði
istefnusinniogstarfi er Alþbl. að.
greypa i vitund alþýðu falshug-
myndir sem verslunarauðvaldinu
eru þóknanlegar, þ.e.a.s. vel-
liðan og hamingju öðlast menn
með þvi að kaupa. Meginvið-
fangsefni sósialfsks flokks er þá
orðið það að tryggja að sem flest-
ir geti keypt sem mest. Þetta tor-
veldar almenningi að sjálfsögðu
skilning á þvi að samneyslan
(þjónusta og framkvæmdir á veg-
um rikis og sveitarfélaga) er einn
mikilvægasti þáttur lifskjaranna
og seinkar nauðsynlegri skil-
greiningu á nýjum markmiðum
sem taka mið af ,breyttum að-
stæðum i þjóðfélaginu og um-
heiminum.
5. Almenn viðtæk kröfugerð án
þess að gera upp við sig, hvað á
að hafa forgang þegar til kast-
anna kemur leiðir til yfirborðs-
kenndra og vélrænna vinnu-
bragða, úrræða- og stefnuleysis.
Nú kynnu einhverjir að vilja
velta þvi fyrir sér hvað þvi veldur
að Alþýðubandalagið hefur hafn-
að i þessum farvegi. Hér verður
ekki reynt að fara nánar út i þá
sálma. Meginskýringanna er að
likindum að leita i viðleitni
flokksins til að hafa samstöðu
með verkalýðshreyfingunni hvað
sem tautar og raular. En viðhorf
og vinnubrögð af þvi tagi sem hér
hefur verið lýst veröa ekki lengur
afsökuð með þvi að verkalýðs-
hreyfingin sé komin skammt á
veg með að endurmeta markmið,
skipulag og inntak baráttu sinn-
ar.
Tengslin við verkalýðshreyfing-
una valda sjálfsagt mestu um þaö
aö Alþbl. notaði fyrsta tækifæri til
að draga sig útúr stjórnarmynd-
unarviðræðunum. Enda á
flokkurinn ekki annarra kosta
völ ef hann ætlar að styðja þær
kröfur sem verða settar fram i
væntanlegum kjarasamningum.
Og hjá þvi kemst hann vist ekki
miðað við sögu sina og stöðu,
hvort sem grunnkaupshækkan-
irnareiga að verða 18eða 39% svo
tekið sé mið af BSRB eða „leið-
réttingar" og kröfur i 22 liöum
eins og ASI hefur mótað.
Nú skal ósagt látið að áfram-
haldandi viðræður um vinstri
stjórn hefu getað leitt til ein-
hverra þjóðfélagsbreytinga. Aö
minnsta kosti hefur fyrri stjórn-
um af þvi tagi ekki einu sinni tek-
ist að þjóðnýta lyfjaverslunina
enda þótt rikiö borgi þau lyf sem
notuðeruilandinuaðmestu fram
leiði stóran hluta þeirra og veiti
innflutningsleyfi fyrir öðrum.
Hinsvegar hefði verið hollt og
þarflegt fyrir Alþýðubandalagið
að fara nánar i saumana á tillög-
um sinum og gera betur grein
fyrir hvernig þær gætu komið til
framkvæmda. Alþýðuflokkurinn
gerði sæmilega grein fyrir þvi
hvernig hann vildi tryggja hag
hinna lægstlaunuðu og nefndi
m.a. hækkun skattfrelsismarka,
auknar stighækkandi fjöiskyldu-
bætur, hækkun á ellilifeyri og
tekjutryggingu, umbætur i hús-
næðismálum, lögleiðingu frum-
varps um eftirlaun aldraðra og
samræmt lifeyrisréttindakerfi
fyrir alla landsmenn.
Framsókn sagðist lika ætla að
verja lægri laun og standa að
svipuðum félagslegum umbótum.
En nú gat Alþbl. ekki gengið til
samstarfs um slika hluti. Það
verður væntanlega að styðja allar
kaupkröfur i væntanlegum kjara-
samningum. Þess vegna verður
að afhenda Sjálfstæðisflokknum
völdin. Og senda svo frá sér harð-
orð mótmæli þegar hann fer að
nota þau. Vandalitið og hagkvæm
lausn fyrir flokkinn. En hvernig
reynist hún alþýðunni — hvað fel-
ur hún i sér fyrir þá hópa sem
minnst mega sin i kapitalisku
þjóðfélagi á leið inn i kreppu?
Dregiö í happdrœtti Krabbameinsfélagsins
Ég benti á að
þröngur hópur
eigenda gæti
haldid áfram
gróðaöflun
sinni
erlendis en
þjódin sæti
eftir med
samgöngu-
kerfid vid um
heiminn og
stærstan hluta
innanlands-
kerfisins í rúst
I fyrra haust flutti ólafur
Ragnar Grimsson alþingis-
maöur tillögu á alþingi þess
efnis að kjörin yrði nefnd til
að kanna rekstur Flugleiða
h.f. og Eimskipafélagsins
h.f. Þegar svo þessi tillaga
kom til umræðu á alþingi 7.
desember 1978 eða fyrir rétt
rúmu ári síðan, flutti ólafur
ræðu/ sem vægt sagt olli
fjaðrafoki hér á landi. Til-
löguflutningur hans varð
m.a. til þess að umræðuþátt-
ur var fluttur í sjónvarpinu,
þar sem fram komu ásamt
ólafi/ óttarr Möller forstjóri
Eimskips sem þá var, og
Sigurður Helgason forstjöri
Flugleiða.
I þessum þætti og raunar i viðtöl-
um við Morgunblaöið sagði Siguröur
Helgason það allt ósannindi og
áróður, sem Ólafur flutti sem rök
fyrir máli slnu. Þingmenn Sjálf-
stæöisflokksins og Morgunblaðið
tóku undir og réðust af heift að Ólafi
Ragnari fyrir ræðuna. Morgunblaðið
benti á sem frægt var, að Flugleiðir
h.f. ásamt Eimskip og SH væru horn-
steinar frjáls framtaks á tslandi og
aö þessum hornsteinum væri nú veg-
ið af ósanngirni og farið með rangt
mál.
Nú Jiefur aftur á móti komið i ljós
að allt þaö sem Olafur Ragnar sagði
var rétt og satt. Hann spáði fyrir um
þær ógöngur sem Flugleiöir h.f. eru
nú komnar i. Vegna þessa ræddi
Þjóðviljinn við Olaf Ragnar um þetta
mál.
Tillagan verður
endurflutt
— Jú svo sannarlega fékk ég að
heyra það frá forráðamönnum
Flugleiða, svo og Sjálfstæðisflokkn-
um og Morgunblaðinu. Sagt var að
allt það sem ég sagði væri úti hött og
ekkert nema árás á fyrirtækið og
einkaframtakið i landinu.
Voru það einu viðbrögðin sem þú
fékkst við ræðunni?
— Nei alls ekki. Mér bárust
fjölmörg bréf, nafnlaus flest hver,
frá starfsfólki Flugleiða h.f. sem
greinilega höfðu náin kynni af þvi
sem þar var að gerast. Þessi bréf
staðfestu það sem ég hafði haldið
fram.
Aftur á móti notaði ég þau bréf
sama og ekki neitt opinberlega, mér
þotti það ekki rétt, en það lýsti vel
ástandinu innan fyrirtækisins. 1
þessum bréfum kom i ljós óeining og
óstjórn innan fyrirtækisins, sem hafa
Grípa verður í
taumana strax
/cœjM&m
ifcfíAMWP
M
-^m^^gmm-
V
' .:-.-. •, ; - .'
f Í ¦--•.•. '
rB^^fiW9w*5W»p£?« ÆjeB?%yr:'.''-<- ¦.¦'.''' •:"':•>.•: &
0™* .IR \% ^ pmmW
¦MtL^UIMú^auMmV-
m*ém BmL
raunar magnast enn eftir að
Sigurður Helgason tók einn við
stjórnartaumunum. Þetta var eitt af
þvi sem ég benti á i ræðu minni á
alþingi og tók fram að mér þætti
ótrúlegt að fyrirtækið væri f stakk
búið til að takast á við þau hrikalegu
vandamál sem við blöstu eins og
ástandið innan þess var og er.
Og þú ert ákve&inn i að endurflytja
tillöguna?
— Já, ég er það auðvitað og geri
það um leiðog alþingi kemur saman.
Hafi verið ástæða til að flytja þessa
tillögu i fyrra, þá er hún ekki siður
fyrir hendi nú.
Allt hefur komið fram.
Þegar tillaga min kom til
umræðu a alþingi flutti ég ýtarlega
ræðu, sem þótti nú heldur löng, tók
um það bil 2 klukkustundir i flutn-
ingi, þar sem ég gerði grein fyrir þvi
sem mér þótti liggja i augum uppi
varðandi Flugleiðir h.f. Það voru 5
meginþættir sem ég tók fyrir.
Sá fyrsti snerti það,að nútima-
samgöngur væru svo mikilvægur
þáttur i þjóðfélagi samtimans, bæði
nvað varðar atvinnuvegi, lifskjör
lólks og öll samskipti við umheiminn
að stjórnvöld, bæði alþingi og rikis-
stjórn,yrðu að tryggja þjóöinni þaö
að þessar samgöngur væru öruggar.
Það yrði aö skilja á milli alvarlegs
áhættureksturs eins og N-Atlants-
hafsflugið væri og þeirra samgangna
sem þjóðin af öryggisástæðum yrði
að hafa við önnur lönd og þá ekki
siður innanlands. fog benti á að
áhættuflugið hjá Flugleiðum h.f.
væri orðið slikur þáttur i rekstri
fyrirtækisins að það stofnaði
öryggisþættinum i hættu.
Annar meginþátturinn i tillögu-
gerðinni og framsöguræðunni var að
gera grein fyrir hvernig áhættufiugið
stofnaði öryggisþættinum i hættu.
(Sjá rammagreinina Úr þingræðu i
desember 1978 hér til hliðar).
Þar benti ég á að hætta væri á þvi
að einmitt flugið yfir N-Atlantshaf
myndi skila svo miklu tapi að fyrir-
tækið yrði gjaldþrota og þar með
yrði allur flugfloti landsmanna
lagður i riist. 1 þessu sambandi benti
ég á hvernig Evrópuflugið, inn-
anlandsflugið og Atlantshafsflugið
væri samtengt i þessu eina fyrir-
tæki. Nú virðist þetta allt vera að
koma fram, þótt ekki skuli fullyrt
neitt um það nú, hvort Flugleiðir eru
beinlinis gjaldþrota.
Að taka gróðann
annarsstaðar frá
t þriðja þættinum benti ég á,
hvernig forsvarsmenn Flugleiða h.f.
sérstaklega undir forystu Sigurðar
Helgasonar hafa lagt á það ofur-
kapp, að hefja rekstur og afla sér
tengsla i flugrekstri útum allan
heim. Þar hafa risið upp bæði dóttur-
fyrirtæki og Flugleiðir h.f. tengst
svonefndum hlutdeildarfyrirtækjum,
þar sem Cargolux og Air Bahama
eru kannski þekktustu dæmin.
Ennfremur eignarhlutafélög eins og
Hekla Holdings, sem er fyrst og
fremst pappirsfyrirtæki, stofnað til
aö auðvelda fjármagnstilflutning
millifyrirtækjanna, og sem Sigurður
Helgason stjórnar aleinn. Flugleiða-
samsteypan hefur undir hans forystu
lagt ofurkapp á það að byggja upp
slik alþjóöleg fyrirtæki og einkum I
löndum eins og Luxembúrg og
Bahameyjum, sem eru svonefnd
skattfri lönd, þ.e. fyrirtæki greiða
þar enga skatta og þar sem menn
geta tekið gróðann út án þess að
greiða af honum nokkra skatta.
íog spáði þvi i þessari ræðu að á
sama tima og Flugleiðaþátturinn i
þessari samsteypu, það er sá þáttur-
inn sem að Islendingum sneri, gæti
hrunið, þá gæti þröngur hópur
eigenda staðið eftir með alþjóðlegu
fyrirtækin eins og Air Bahama,
Cargolux, og önnur slík i fullum
gangi. Þeir gætu haldið áfram sinni
gróðaöflun þar, en þjóöin sæti eftir
meö samgöngukerfið við umheiminn
og stærstan hluta innanlandskerfis-
ins i rúst.
Enn nýtt fyrirtæki
Og mér þykir það táknrænt, að nú,
þessa sömu daga og hrun N-Atlants-
hafsflugsins blasir við skuli Sigurður
Helgason forstjóri Flugleiða h.f.
boða komu sendinefndar frá
Lúxemburg til að vinna að stofnun
nýs dótturfyrirtækis, sameign-
arfyrirtækis Flugleiða h.f. og
Lúxemburgara. Það sýnir einmitt
samhengið i þessari þróunarstefnu
sem ég nefndi áðan. Þessi fyrirhug-
aða stofnun nýs fyrirtækis i
Lúxemburg vekur grunsemdir um
að með vilja sé verið að flýta
aðgerðum sem gerðu þab kleift að
halda áfram Atlantshafs- og Evrópu-
flugi undir hatti nýs fyrirtækis sem
væri algerlega utan yfirráðasvæðis
Islenskra stjórnvalda og .islensku
þjóðarinnar. Nýja fyrirtækið með
Lúxemburgarmönnum ætti að
auðvelda Sigurði Helgasyni og félög-
um að halda áfram gróðastarfsemi
þótt hundruð tslendinga missi at-
vinnuna vegna þess aö gamla Loft-
leiðaarminum i fyrirtækjasamsteyp-
unni sé slátrað.
— Hvað var það þá fyrst og fremst
sem þú vildir láta rannsaka?
— Þar má m.a. nefna hver væru
hin raunverulegu tengsl milli allra
þessara óliku þátta þessarar
fjölþjóðlegu samsteypu. ftg vildi fá
aö vita hver væru tengslin milli sér.
islenska armsins, Flugleiða h.f. og
Air Bahama, Cargolux, Hekla
Holdings og hótelania erlendis og
þeirra þátta annarra sem þarna er
að finna. Það hafa vaknað
grunsemdir um að með bókhalds-
brögöum og rekstrarsamskiptum
hafi islenski hluti samsteypunnar
verið látinn bera óeðlilegan kostnað,
á sama tima sem gróðinn hefur verið
tekinn út I þeim fyrirtækjum sem eru
skráð i -skattlau.su löndunum.
Bahamaeyjum og Lúxemburg.
Islendingar greiða
sífellt hærri fargjöld
I fjórða þætti ræðu minnar benti ég
á, að á sama tima og fargjöldin yfir
N-Atlantshafið yrðu æ ódýrari væru
íslendingar látnir greiða æ hærri
fargjöld til Evrópulanda og inn-
anlands. Sú stefna að hækka sifellt
fargjöldin á Evrópu og innanlands-
leiðum en lækka þau yfir N-Atlants-
hafið vekur óneitanlega upp
rökstuddar grunsemdir um að
Evrópuflug tslendinga og jafnvel
innanlandsflugið hafi verið notað til
að bera óeðlilegan kostnað af
almennri starfsemi fyrirtækisins. Og
með þvi móti reynt að draga úr
heildartapinu með þvi að verðleggja
fargjöldin á Evrópuleiðinni og
kannski lika innanlands of hátt, á
óeðlilegum grundvelli og sem ætti að
reikna i rikara mæli til N-Atlants-
hafsflugsins.
Nú var það svo að á þeim tima
sem ég setti þetta fram, gerðu for-
ráðamenn Flugleiða h.f. afar litið úr
tapinu á N-Atlantshafsleiöinni. Siðan
liðu ekki nema 3 mánuðir og tillagan
var enn til umræðu i þinginu, og þá
kom i ljós, að tapið 1978 var um einn
miljarður króna og nú er talað um 5
til 6 miljarða króna tap á árinu 1979.
Svona tap skapar margvíslegar
freistingar inni i fyrirtækinu til að
reyna að láta þær leiðir sem hugsan-
lega væri hægt að reka með hagnaði,
borga óeðlilegan hluta sameiginlegs
kostnaðar. Og ég er alveg sann-
færður um það, að islenskur almenn-
ingur hefur verið látinn greiða alltof
há fargjöld nú á siðari árum vegna
þessara erfiðleika Flugleiða h.f.
DC 10 kostar jafn mikið
og ein Kröfluvirkjun
Loks er svo að geta 5. og siöasta
þáttarins i ræðu minni, þar sem ég
gagnrýndi harðlega þá fjár-
festingarstefnu sem Flugleiðir hafa
fylgt og raunar Eimskipafélagið h.f.
lika. Hvað Flugleiðir h.f. snertir
voru það fyrst og fremst kaupin á DC
10 þotunum á sama tima og ljóst var
að DC 8 vélarnar gátu dugað i mörg
ár. Átburðarásin árið 1979 hefur sýnt
og sannað að kaupin á DC 10 vélun-
um voru alröng. Bæði voru þær of
dýrar og of stórar og reyndust að
auki gallaðar. t raun hafa forráða-
menn Flugleiða staöfest þetta sjálfir
með þvi að tilkynna aö þeir séu að
hverfa frá DC 10 vélunum yfir i DC 8
vélarnar. Þegar ég setti þetta fram
var talið að það væri úti hött að halda
áfram rekstri DC 8 vélanna
eingöngu. Eg er alveg sannfærður
um að þessi ranga fjárfestingar-
stefna á stóran þátt i erfiöleikum
fyrirtækisins nú.
Rætt við
Ólaf Ragnar
Grímsson
Um |____
Flugleiðamálid
og tillöguna sem hann flutti
fyrir rúmu ári um
könnun á rekstri fyrirtækisins
Spurningum ósvarað.
1 umræðum um málið i þinginu var
varpað fram spurningum, sem hefur
aldrei veriðsvarað, en það eru tengsl
Flugleiða h.f. við bandariska flug-
félagið Seabord and Western sem
Flugleiðir h.f. keyptu DC þoturnar
frá og sem annast alla varahluta- og
viðgerðarþjónustu. Bent hefur verið
á að SW hafi fengið afar sterka
gróðastöðu með sölu vélanna og
viðgerðar- og varahlutaþjónustunni
en þessu hefur aldrei verið svarað af
hálfu forráöamanna Flugleiða hf.
Mörgum þótti það skrýtiö að á sama
tima sem mikið framboö var á flug-
vélum i heiminum, skyldu Flugleiðir
h.f. alltaf skipta við sama banda-
riska fyrirtækið.
Þegar þetta er svo allt lagt saman,
þá hefur atburðarásin sýnt, að spá-
sögnin um örlög áhættuflugsins og
hvernig það tengdist inni hugsanlegt
tap fyrirtækisins hefur reynst rétt. t
öðru lagi að á sama tima myndu for-
ráðamenn og eigendur fyrirtækisins
leggja höfuðáherslu á að byggja upp
rekstur erlendis i tengslum við
erlenda aðila i gegnum Lúxemburg
og Bahameyjar, og i 3ja lagi að fjár-
festingastefnan væri röng, svo sem
kaupin á DC 10 vélunum. Allt hefur
þetta reynst rétt, að ógleymdri stefn-
unni i fargjaldamálunum.
Rangar upplýsingar
— Samt er það ekki fyrr en nú að
viðurkennt er af Flugleiðamönnum
að alvarlega Iiorfi?
— Já, það er rétt. Sigurður Helga-
son byrjaði að gefa út yfirlýsingar
um þetta mál 1977 og sagði þá allt
vera i lagi. Og allar upplýsingar sem
hann hefur gefið upp siðan, þar til
nú, eða i teep 3 ár hafa reynst rangar.
Þessi aðalforstjori fyrirtækisins hef-
ur hvað eftir annað orðið ber að þvi
að gefa alrangar upplýsingar um það
i hvaða átt þróunin stefndi i þessum
málum.
— Heldurðu að liann hafi ekki vit-
að betur?
— Ef hann hefur ekki vitað betur
er það auövitað vitaverð vanþekking
hjá manni i svo þýðingarmikilli
stöðu og sem ber aðra eins ábyrgð og
hefur nú alræðisvald i málefnum
félagsins. Ef hann hefur hinsvegar
vitað betur, þá hefur hann visvitandi
villt um fyrir islcnskum ráðamönn-
um og islenskum almenningi og það
sem kannski er vitaverðast, starfs-
fólki fyrirtækisins.
t þvi sambandi vil ég minna á
aö einn af mörgum vinnustaðafund-
um, sem ég fór á fyrir siðustu kosn-
, ingar, var einmitt á Flugleiðum. A
þessum fundi var húsfyllir. Þarna
var ég gagnrýndur harðlega af ýms-
um stóryrtum einstaklingum, starfs-
mönnum fyrirtækisins, fyrir minn
tillöguflutning og framsöguræðu. Ég
benti þeim á að ég hefði taiið þá,
þegar ég flutti tillöguna, að það
myndu ekki liða mörg ár þar til þessi
rekstur gæti oröið i stórfelldri hættu
og að ég væri þeirrar skoðunar nú, að
það væri jafnvel enn skemmri timi
þar til menn stæöu frammi fyrir þvi
hvort leggja ætti starfsemi Flugleiða
h.f. á N-Atlantshafsleiðinni niður.
Það var hópur starfsmanna sem hló
að þessum fullyrðingum minum og
sagði að allt gengi nú vel og betur en
áður á Atlantshafsleiðinni. Þeir
stóðu I þeirri meiningu aö allt væri i
lagi með rekstur fyrirtækisins, vissu
sem sagt ekki um þá stórfelldu
erfiðleika sem aðeins rúmum
mánuði siðar voru opinberaðir af
forstjóra fyrirtækisins. Raunar hef-
ur hann nú sett mun fjölþættari rök
undir minn málflutning á þessum
fundi, en ég gat sjálfur.
Grípa verður í
taumana strax
Ég tel, að annað sé útilokað fyrir
alþingi og rikisstjórn en að gera það
nú upp við sig hvaða ráðstafanir
menn ætla að undirbúa sig undir til
þess að bjarga flugsamgöngum
landsins við útlönd. Sú hætta vofir nú
yfir að áframhaldandi taprekstur
geri það að verkum að islenski arm-
ur þessarar fjölþjóðasamsteypu geti
oröið gjaldþrota á sama tima og hún
heldur áfram að starfa úti i heimi og
raunar að stækka við sig frekar en
hitt, en tslendingar sitji eftir
samgöngulausir við útlönd. Einnig
er líklegt að þess veröi krafist að
tslendingar greiöi stóran hluta af
þessu tapi á sama tima sem þeir er
þarna eiga hlut að máli i gegnum
erlendu félögin geta haldið fram að
taka sinn gróða erlendis. Meöal ann-
ars þess vegna ætla ég að flytja til-
lögu mina aftur um leið og Alþingi
kemur saman á þessu ári.
Að lokum vil ég segja þetta: Vegna
spásagna á liðnum árum um þróun
flugsamgangna I heiminum hafa
menn til að mynda látið teikna nýja
flugstöðvarbyggingu á Keflavikur-
flugvelli, fyrst i tið Einars Agústs-
sonar og nú hefur málið verið endur-
vakiö i tið Benedikts Gröndals. öll-
um ætti að vera ljóst að þessar nýju
aðstæður i N-Atlantshafsfluginu gera
að engu þessa hugmynd. Hvaða vit
væri i þvi fyrir þjóð sem stendur
frammi fyrir þvi eftir örfá ár að
sinna eingóngu Evrópu- og innan-
landsflugi að ráðast I byggingu flug-
stöðvar á Keflavikurflugvelli og það
fyrir bandariskt fé, sem stæöi
kannski tóm að meginhluta?
Afleiðingar af atburðunum hjá
Flugleiðum eru miklu viðtækari en
bara innan fyrirtækisins sjálfs. Þar
má tilnefna byggingu þessarar nýju
flugstöðvar, frihöfnina á Keflavikur-
flugvelli og fleira sem stjórnvöld
verða að taka til endurskoðunar nú i
ljósi breyttra aðstæðna, Næst liggur
fyrir að alþingi og ríkisstjórn fái
tæmandi og nákvæmar upplýsingar
um það sem I raun og veru er að
gerast innan Flugleiða h.f. Þjóðin á
rétt á þvi og fulla kröfu þar um.
— S.dór.
Úr þingræðu í desember 1978
Dregið hefur verið I hausthapp-
drætti Krabbameinsfélagsins
1979. Fjórar bifreiðar, sem voru I
boði, komu á eftirtalin ndmer:
115091 Dodge Omni, 68800 Saab
99 GL, 119300 Citroen Visa Club og
46395 Toyota Starlet 1000.
Sambyggð útvarps- og segul-
bandstæki, Crown komu á: 25019,
49032, 60727, 71258, 103927, og
147200.
Krabbameinsfélagið þakkar
landsmönnum göðan stuðning
fyrr og siðar og óskar þeim far-
sældar á nýju ári. (Fréttatilk.)
i ræðu þeirri sem Ólafur Ragnar
Grímsson flutti á alþingi 7. desember
1978 þegar til umræðu kom tillaga
hans um skpðun á rekstri Flugleiða
h.f. og Eimskipafélagsins h.f. sagði
hann m.a. eftirfarandi:
„Fyrir rösku ári bjuggust forráða-
menn Flugleiða greinilega við þvi,
að þetta mikla verðstríð yrði stutt.
En svo hefur ekki orðið. Þaö stendur
enn og er i dag miklu grimmara en
það var fyrir ári. I raun og veru eru
engar lfkur fyrir þvi i dag, að Flug-
leiðamenn muni reynast sannspárri
nú um það, að þessu mikla verðstriði
kunni að ljúka, en þeir voru fyrir
rösku ári þegar það var að hefjast.
Við getum þess vegna ekki slegið
þvi föstu, að hér sé ekki stefnt i allal-.
varlegan ög kannske stórfelldarii
taprekstur á þessum áhættumarkaði
heldur en nokkurn hefur grunaö, —
taprekstur sem yröi unninn upp með
þvi að láta tslendinga borga hærri
fargjöld á þeim flugleiðum sem þeir
fyrst og fremst stunda.
Sú spurning vaknar óneitanlega i
hugum þeirra sem vilja meta sam-
göngukerfiþjððarinnar og þann flug-
rekstur sem Islendingar stunda,
fyrst og fremst frá öryggis- og vel-
ferðarsjónarmiðum þjóðarinnar
sjálfrar, hvort það sé rétt stefna til
lengdar að leggja allt flugkerfi
landsins undir i hinu nýja og stór-
fellda áhættuspili sem nú er háö á
hinum alþjóðlega flugmarkaði At-
lantshafsflugsins, eftir að Banda-
rikjastjórn breytti reglunum um
þann samkeppnismarkað fyrir
nokkrum misserum.
Ef Flugleiðir tapa þeim leik á
næstu árum, drekkir það tap ekki að-
eins fjárfestingum félagsins i tengsl-
um viö þennan samkeppnismarkað,
heldur einnig öllum öðrum eignum
félagsins. Allt flugkerfi landsins
kynni að brenna i þvi báli. Það er
mikil áhætta fyrir islenska þjóð og
stjórnvöld landsins að láta eins og sá
möguleiki sé ekki til, að útiloka al-
gjörlega ósigur i verðstriðinu á At-
lantshafsleiðinni sem kynni að skilja
allt flugkerfi tslendinga eftir I rúst
vegna þeirrar eignarlegu samteng-
ingar alls flugflotans sem rikjandi er
hjá Flugleiðum, bæði þeirra flug-
véla, sem notaðar eru á Atlantshafs-
leiðinni, og hinna sem notaðar eru
milli tslands og Evrópu og innan-
lands. Og kann sú hætta ekki að vera
einnig fyrir hendi, hv. þm. að undir
slikum kringumstæöum kjósi eig-
endur Flugleiöa vegna þröngra eig-
inhagsmuna aö bjarga sinu skinni
meðþviaðflytjaáhersluþungann frá
flugrekstrinum innanlands og færa
eignirnar til hinna alþjóðlegu fyrir-
tækja Air Bahama og Cargolux og
flugfélagsins i Uruguay og kannski
einnig i Sri Lanka, til þess að þeir
björguðu þó sinum eignum þótt þjóð-
in sjálf sæti uppi flugflotalaus. t jafn-
alþjóðlegri og flókinni fyrirtækja-
samsteypu sem Flugleiðir eru nii
orðnar er sá möguleiki vissulega,
fyrir hendi og það væri blinda að úti-
ioka hannmeð öllu.
Það þarf aö svara þeirri spurn-
ingu, hvort til lengdar, við hinar nýju
aðstæður sem komnar eru upp á At-
lantshafsmarkaðnum, eigi allt flug-
kerfi þjóðarinnar innanlands og við
Evrópu að vera tengt við þetta mikla
áhættuspil. Og sU spurning verður
enn brýnni þegar haft er I huga að
meginþunginn i fjárfestingum Flug-
leiða, svo sem kaupin á DC-10 þot-
unni, sem nú eru ákveðin og jafn-
gilda að verðmæti nánast heilli
Kröfluvirkjun, og nýleg tilkynning
um kaup á annarri DC-10 þotu, auk
einnig nýrrar Boeing-flugvélar á
næsta ári, hvort þessi markmið sem
félagiö kýs að setja á oddinn i sinni
fjárfestingarstefnu, eru i raun og
veru rétt. Umræöan um fargjalda-
stefnuna leiðir okkur þvi að þriðja
meginþættinum, sem spurningarnar
15 beinast að, þeirri fjárfestingar-
stefnu sem rikjandi hefur verið hjá
fyrirtækjunum tveimur á undanförn-
um árum..."
Þetta var þa kallað lygi og áróöur,
en hvað segja menn nú?