Þjóðviljinn - 04.01.1980, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 04.01.1980, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 4. janúar 1980 Umboðsmenn Þjóðviljans AKKANES: Jóna Kristin ólafsdóttir Garöabraut 4 , 93-1894. AKUREYRI: Haraldur Bogason Norðurgötu 36. 96-24079. BORGARNES: Sigurður B. Guðbrandsson Borgarbraut 43, 93-7190. BOLUNGARVÍK: Jón Gunnarsson Hafnargötu 110 , 94-7345. BLÖNDUÓS: Anna Guðmarsdóttir, Hvassafelli, 95-4316. DALVIK: Guöný Asóifsdóttir Heimavistinni, 96-61384. DJÚPIVOGUR: Oddný D. Stefánsdóttir Garði, um simstöð. EGILSSTAÐIR: Páll Pétursson Arskógum 13, 97-1350 (heima) og 97-1210(vinnust.). ESKIFJÖRÐUR: Hrafnkell Jónsson Fossgötu 5, 97-6160. EYRARBAKKI: Pétur Gislason Læknabústaðnum, 99-3135. FASKRUÐSFJÖRÐUR: Björgvin Baldusrson Hliðargötu 45 , 97-5283. GARÐABÆR: Helena Jónsdóttir Holtsbúð 12 , 44 584. GARÐUR GERÐAHREPPI: Maria Guðfinnsdóttir Meibraut 14, 92-7153. GRINDAVIK: Ragnar Agústsson Vikurbraut 34. GRUNDARFJÖRÐUR: Guðlaug Pétursdóttir, Fagurhólstúni 3, 93-8703. HAFNARFJÖRÐUR: Hulda Sigurðardóttir Klettshrauni 4, 52887 v., 50981 h. HELLA: Guðmundur Albertsson Útskálum 1, 99-5541. HELLISSANDUR: Skúli Alexandersson Snæfellsási 1, 93-6619. HRISEY: Guðjón Björnsson Sólvallagötu 3, 96-61739, 96-61706 heima. HÚSAVIK: Björgvin Arnason Baughóli 15, 96-41267. HVAMMSTANGI: Eyjólfur R. Eyjólfsson Strandgötu 7, 95-4235. HVERAGERÐI: Þórgunnur Björnsdóttir Þórsmörk 9, 9942l3;5‘ HVOLSVÖLLUR: Helga Gestsdóttir Norðurgörðum 4, 99-5203. HÖFN HORNAFIRÐI: Björn Júliusson Hafnarbraut 19 , 97-8394. ISAFJÖRÐUR: Gígja Tómasdóttir Fjaröarstræti 2 , 94-3822. KEFLAVÍK: Eygló Kristjánsdóttir Dvergasteini, 92-1458. MOSFELLSSVEIT: Stefán Ólafsson Arnartanga 70, 66293 NJARÐVIK: Sigurbjörg Kristjánsdóttir Brekkustig 29, 92-3424 vinnust.,hs. 2807. NESKAUPSTAÐUR: Ingibjörg Finnsdóttir Hólsgötu 8, 97-7239. ÓLAFSFJÖRÐUR: Agnar Viglundsson Kirkjuvegi 18, 96-62297 heima, -62168 vinnust. ÓLAFSVIK: Rúnar Benjaminsson Túnbrekku 5, 93-6395. PATREKSFJÖRÐUR: Björg Bjarnadóttir Sigtúni 11, 94-1230. RAUFARHÖFN: Sigurveig Björnsdóttir Asgarði 5, 96-51194. REYÐARFJÖRÐUR: Arni Eliasson Túngötu 5 , 97-4265. SANDGERÐI: GuWaug Guömundsdóttir Brekkustig 5, 92-7587. SAUÐARKRÓKUR: Birgir Bragason Hólmagrund 22, 95-5245. SELFOSS: Halldóra Gunnarsdóttir Skólavöllum 7, 99-1127. SEYÐISFJÖRÐUR: ÓlaHa óskarsdóttir Arstig 15, 2158. SIGLUFJÖRÐUR: Hlöðver Sigurösson Suðurgötu 91, 96-71143 SKAGASTRÖND: Sævar Bjarnason Bogabraut 11, 95-4626. STOKKSEYRI: Frlmann Sigurðsson Jaöri, 99-3215/3105. STYKKISHÓLM UR: Kristin óskarsdóttir Sundabakka 14, 93-8205. SUÐUREYRI: Þóra Þóröardóttir Aðalgötu 51, 94-6167. VESTMANNAEYJAR: Edda Tegeder Hrauntúni 98-1864. VOPNAFJÖRÐUR: Hámundur Björnsson Fagrahjalla 15, 97-3253. ÞORLAKSHÖFN: Þorsteinn Sigvaldason Reykjabraut 5, 99-3745. Sýningin kynnir heim barnsins, annars vegar heim sköpunar, ævintýra og lifsgleði, þann heim sem barnið skapar sjálft. Hins vegar hinn stóra og harða heim, yfirfuilan af stórum vörubilum, þröngum sandkössum, risastórum húsgögnum, malbiki og blekkingum, veröldina sem fullorðna fólkið skapar börnunum. , Eirikur Guðmundur Eyvindarson: Heimur bamsins Sagt frá merkri sýningu í Noregi Laugardaginn 17..nóv. renndi formaður Östfold Fylkes- kommune, Oddvar Olsen, sér niður eina stærstu rennibraut, sem sögur fara af þar um slóðir, og opnaði þar með sýningu, sem er einstök á sinn hátt, I Galleri F15, Noregi. Galleri F15 er ólikt þeim Kjaravalsstaðasýningarsöi- um sem tslendingar eigaaðvenj- ast. Stór herragarður, sem stendur afsiöis i skóginum, nánar tiltekiö Alby, um 3 km frá Moss, minnir mjög á heimili. Galleri F15 er þekkt um N-Evrópu fyrir listasýningar, sem hafa i 15 ár verið hefbundnar, þangað til nú. Undir sýningunni standa Norræni menningarsjóðurinn, sem leggur til 75000 norskra króna, og sveitarfélag östfold-fylkis, sem leggur til 62000 n-króna. Að sýn- ingunni standa Svein Ake Laurit- zenog Eigil Syversen menningar- ráðunautar, ásamt þrjátiu nemendum leiklistar frá norræna lýðháskólanum Kungðlv, sem leika leikrit og leiki á hverjum degi, sem allir fá aö vera meö i. Þaö er margt sem vekur athygli, en þaö sem gerir þessa sýningu sérstaka er sköpun sú og starfsemi er fram fer og alltaf eitthvað nýtt; sýningin er sköpun allan timann. Hugsiö ykkur mál- verkasýningu þar sem listin er framin á staðnum. Rennibrautin stóra liggur af svölum annarrar hæðar niður i stórt tjald fullt af klifurkúnst, sem hefur þann eiginleika að hægt er að taka klifurgrindina sundur og breyta að vild. A fyrstu hæð gallerisins er stórt herbergi meö fullt af bún- ingum og nóg smink á alla nebba. Þar fá allir útrás fyrir eigin persónusköpun og fagleg aðstoð leiklistarnemanna frá KungSlv er ekki verri. Fyrir tónlistarunn- endur er tónsmiðja þar sem hægt er að smiða hljóöfæri úr til að mynda gúrkum og hvers lags tónlistarflutningur er leyfður. Mikil listaverk eftir litla listamenn Sýninguna prýðir mikill fjöldl mynda og annarra listaverka eftir unga listamenn. Meöal þeirra eru myndir eftir krakka frá Blönduógi, Islandi. Það er I sjálfu sér efni I heila bók hver munur er á teikningum krakka á íslandi og t.a.m. Finnlandi og Danmörk. Af öðrum listaverkum eru verk finnska skúlptúr-lista- mannsins Rauni Liukko athyglis- veröust. Nær allar myndir henn- ar, gerðar úr plasti, pappa og tré, eru sjálfstæðireinstaklingar, sem hver um sig er táknrænn hluti stærri heildar er sýnir aðstæöur og hugmyndir barna. „1 umferðinni” eru litlir krakkar á leið yfir gangbraut, en yfir þeim gnæfir framhlið vörubils i' fullri stærð, ógnandi tákn hins mikla slysafjölda barna I umferöinni. Hver persóna i þessu verki er sjálfstætt listaverk eins og „Bless”; litill strákur með húfuna oni augum, uppáhalds leikföngin sin i litilli tösku og köttinn sinn, sem hann er að missa af hand- leggnum. Lítill pjakkur á stignum bll með gasgrimu á hausnum bendir á margt, meöal annars þá hættu sem krökkum stafar af umferðarmengun, en um leið er hann eftirliking hættunnar á sin- um litla bH. Sandkassi, sem i er staflað krökkum, sýnir ljóslega nauðsyn á bættari aöstæöum til sandkökubaksturs. Rauni Liukko hefur tekist aö gera styttur sinar af ævintýrapersónum hversdags- leikans ljóslifandi og spennandi, án væmni, eins og litla kallinn i heimasaumaða Batman-búningn- um, sem táknar drauminn um aö veröa stór og sterkur og geta kýlt bófa I vinnunni. 1 einum sal gallerisins er innréttuö Ibúð visitölufjölskyld- unnar, full af hættulegum hlutum og hlutum sem ekki má snerta, huggulega setustofan, samkomu- staður fjölskyldunnar, er I flest- um tílfellum hönnuð til að þjóna sjónvarpsguönum. Á litlum módelum geta sýningargestir komið með tillögur, raðað upp sinni draumalbúö. Að vera þriggja ára Mannhæðarhátt borð, stólar, leirtau, svoog borðbúnaðurallur, i viðeigandi stærð og sam- svarandi stærö og samsvarandi þyngd, gefa hugmynd um hvilikt erfiði þaö er að fá sér að borða þegar maður er þriggja ára, garpar sem klifa Mont Blanc eru ekki einir i heiminum: Égerþriggjaára. Ég geng inn i eldhúsið. Pabbi og mamma sitja og borða. Ég geng að borðbrún- inni og tylli mér á tá til að sjá hvað er að borða. Stór pottur, ég sé ekki oni, ég teygi fram hönd- ina... en gríp I loftið tómt. Brauö ogmjólk. Mamma og pabbi sitja á stólum. Ég tek i stól, hann er þungur. Ég dreg stólinn undan boröinu, nnnng.... Erfitt. Stólbrikin nær mér I bringspalir. Ég prila upp á stólinn. Ég er flinkur að klifra. Mig langar i mjólk. Ég stend upp á stólnum. Það má ekki. Ég teygi mig i mjólkurhyrnuna, hún er full og það sullast niður á dúkinn. Fini taudúkurinn okkar. Ég sest niður. Ég fæ engan stuðning við bakiö. Égréttsvosé upp á boröiö. Ég næ ekki I brauðið. Súpa. Það er súpa i pottinum. Égfæ súpu og kjöt ogkartöflur. Skeiö meösúpu. Skeiðin kemst bara hálf upp I munninn. En ég er duglegur, ég get borðað meö alvöru skeiö. Það sullast barasoldið með munnvik- unum. Égsting gafflinum i kjötiö og sting upp I mig. Gaffallinn stingst langt oni kok. Mér svelgist á, hósta. Ég tek hnifinn og sker i kjötbitann. Hnlfurinn er langur. Hann bitur illa. Ég hamast og sarga og sarga. Hnifurinn skreHiur til og kjötbitinn flýgur á gólfið. Það er erfitt að vera þriggja ára. Uppeldisgildi Andrésar Andar og félaga Heimur teiknimyndasagna er veröld sem mörg börn og full- orðnir bfa og hrærast I. Um 25 miljónir myndablaða koma ár- lega út i Noregi. Ein af ástæöun- um fyrir þessu er að þörf manna fyrir að upplifa svintýri og skapa eitthvað sjálfirer ekki fullnægt og fær þvi útrás i teiknuðum draumi. Þetta og fleira kemur fram I kynningu sýningarinnar á hvernig hægt er að græða á krökkunum á barnaárinu, hvernig myndaseriur sýna erlendar þjóðir og menningu (t.d. afriska) iöulega frumstæöa og kjánalega. Hvaða mynd þær gefa af konum sem sætum og heimsk- um eða frekjulegum skössum með kökukefli. Hvernig gamlir fordómar eru I heiöri haföir og hvaða tækni er beitt I myndum og texta. Þetta á náttúrlega ekki við um allar teiknisögur og það er jafnvel hasgt aö segja aö allar hafi þær eitthvert uppeldisgildi, en hvers konar uppeldisgildi hafa Andrés önd & Co? 1 kvikmyndasal Galleris F15 gefur að li'ta teiknimynd, þjóöfélagslegs eðlis, um hvernig Super-Byrokratinn flýgur um og. leysir þjóöfélagsvandamálin. Efni myndarinnar leiöir hugann óneitanlega aö öðrum Super-Krötum og þeirra lausnum á sömu vandamálum. Að loknu þessu ráfi um ganga og sali gaileri'sins, er ekki úr vegi að setjast niður I matsalnum og fá sér kókó með rjóma.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.