Þjóðviljinn - 04.01.1980, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 04.01.1980, Blaðsíða 15
ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15 Crystal Gayle gestur Prúðuleikaranna Hinir sívinsælu Prúðuleikarar verða á skjánum í kvöld og hefst þátturinn kl. 20.40 að loknum fréttum og veð- urf regnum. Gestur Prúðuleikar- anna í þessum þætti verður Crystal Gayle. Fullyrða má að fáir Sjónvarp kl. 20-40 skemmtiþættir hafi náð jafnalmennum vinsæld- um ungra sem aldraðra og þessar síkátu og skemmtilegu fígúrur, Prúðuleikararnir. Vilmundur Gylfason, dóms- málaráöherra gerir I kvöld grein fyrir kynbótum möppu- dýranna. Guömundur Þórarinsson. Einu sinni hótaöi hann aö stefna Vilmundi. Kastljós: Hvað var í möppunum VÍlmundur? Sjónvarp 21.05: ásamt hallæri Fiugleiða h.Í. t kvöld kl. 21.05 hefst Kast- ljós I sjónvarpinu i umsjá Helga E. Helgasonar frétta- manns. Helgi sagöi i gær aö tvö mál yröu til umræöu i þættinum. Þaö fyrra væri Flugleiöir h.f. og erfiöleikar fyrirtækisins um þessar mundir, meö tilheyrandi upp- sögnum starfsfólks. Hitt máliö mætti svo kalla — Hvaö var I möppunum Vil- mundur? Þar koma fram þeír Vilmundur Gylfason dóms- málaráöherra og Guömundur Víðsjá í 1 kvöld veröur þátturinn Viösjá á dagskrá strax aö loknum kvöldfréttum. Þessi nýi þáttur eöa fréttaauki, sem fréttastofa hljóövarpsins hef- ur tekiö upp, hefur heppnast afar vel þaö sem af er. Þarna hafa veriö tekin fyrir mál, sem ofarlega eru á baugi hveriu sinni, og fjallaö itar- legar um þau en hægt er aö gera i fréttatima, og haía fréttamenn hljóövarpsins ver- Þórarinsson alþingismaður. Flestum væri i fersku minni hvaö Vilmundur sagöi um „kerfið” og þá ekki sist dóms- málakerfið áöur en hann sjálfur varö dómsmálaráö- herra. Þá hafa þeir Guömund- ur oft á tiöum deilt hart um þessi mál. Þess vegna teldu menn nú timabært aö spyrja Vilmund eftir nokkra setu i stól dómsmálaráöherra hvaö heföi veriö i möppunum marg- frægu. Helga til aöstoöar i Kastljósi i kvöld verða Alfheiöur Inga- dóttir og Sæmundur Guövins- son blaöamenn. kvöld iö naskir á aö hitta naglann á höfuðið og fariö viöa um. Nú um stundir eru mörg mál Útvarp kl. 19.20 og þaö stórmál ofarlega á baugi hér á landi, þannig aö vist má telja aö þátturinn i kvöld veröi skemmtilegur. frá 121 Hringið í síma 8 13 33 kl. 9-5 alla virka daga eða skrifið Þjóðviljanum Siðumúla 6, 105 Reykjavik lesendum Áramótaskaupin með besta móti „Áróður- • >5 mn reyndist vera sann- leikurinn Nú eru mál Flugleiöa h.f. I brennidepli sem eölilegt er. Glúmur hringdi i okkur i gær og baö um aö eftirfarandi yröi komiö á framfæri. — Nú, vegna þeirrar stööu, sem komin er upp hjá Flug- leiöum, einum af þremur „máttarstólpum” frjáls fram- taks i landinu, eins og ihaldiö nefndi þaö i fyrra, langar mig aöeins að minna á tillöguflutn- ing Ólafs Ragnars Grímssonar á alþingi i fyrra um rannsókn á starfsemi þessa fyrirtækis og Eimskips h.f. Þá hrópaði ihaldiö á torgum: lygi, lygi, og áróöur. Nú hefur komið i ljós, aö allt, sem ólafur sagöi þá, var rétt. Þá sögöu for- ráöamenn Flugleiða h.f. aö Ólafur færi meö tóm ósannindi og ræki niöurrifsstarfsemi gegn Flugleiöum. Auövitaö vissu þeir aö allt sem ólafur sagöi var rétt, en þeir þoröu bara ekki að viöurkenna þaö þá, I þeirri von aö ástandiö myndi skána. Nú gátu þeir ekki þagaö lengur, enda jaörar nú viö gjaldþrot hjá þessum máttarstólpa frjáls framtaks á tslandi. Og hvert er þá leitaö? Auövitaö til rlkisins. Nú koma þessir herrar, sem ekki mega heyra ríkisrekstur nefndan, og mjálma um hjálp, eftir aö áhættuspil þeirra innan hinnar „skefjalausu” sam- keppni hefur mistekist. Réttast væri aö taka Flug- félagsarminn undan Flugleiö- um h.f. og láta Loftleiöaarminn rúlla, þeir sem aö honum standa hafa til þess unniö. Þjóðsagan Einu sinni var kerling til alt- aris. Presturinn haföi ekki góö- an augastað á kerlingu og er sagt hann gjöröi þaö af hrekk, en sumir segja hann gjöröi þaö af ógáti, aö hann gaf kerlingu brennivin i kaleiknum. En kerl- ing lét sér ekki bilt veröa og sagöi þaö sem slöan er aö orö- taki haft: „Og beiskur ertu nú, drottinn minn.” Kerling hélt þaö væri fyrir sinna synda sakir aö messuviniö væri svo beiskt. Einu sinni voru tvær kerling- ar á bæ og hófst önnur þeirra upp úr eins manns hljóði um jólaleytiö eftir lestur og sagöi við hina kerlinguna: „Hvab hét hún móöir hans Jesús?” „Og hún hét Máriá,” sagöi hin. „Og ekki hét hún Máriá.” „Og hvaö hét hún þá?” sagöi hin. „Og veistu ekki hvab hún móöir hans Jesús hét? hún hét Finna.” „Finna?” sagöi hin. „Vist hét hún Finna, heyrðir þú ekki hvaö sungið var i sálminum: 1 þvi húsi ungan svein og hans móöir finna, hét hún þá ekki Finna?” Karl- ingin lét aldrei af sinu máli, aö hún hefbi heitið Finna, og séu þær ekki dauðar eru þær að deila um þetta enn i dag. Þá er hafin hin árlega umræða manna á meðal og í blöðum umáramóta- skaupin í Ríkisútvarpinu. Hér fer á eftir bréf frá ,,Húsmóður í Austurbæn- um": Það er alltof sjaldan sem þakkað er fyrir það sem vel er gert i útvarpi eða sjónvarpi. Þess í stað eru allir tilbúnir að skammast og rífast yfir því sem þeir telja miður fara. Ég get ekki á mér setiö að þakka bæöi útvarpi og sjónvarpi fyrir skaupin á gamlárskvöld og nýársnótt. Þaö var vel til fundið hjá útvarpinu aö hefja ekki út- sendingu á sinu skaupi fyrr en skaupinu i sjónvarpinu var lok- ið. Þessir tveir þættir voru báðir góöir þótt ólikir væru hvaö texta snertir. Ef eitthvað var, þá þótti mér skaup útvarpsins betra, háöið beittara og flutningur þess meö besta móti. Þökk sé Rikisútvarpinu fyrir góöa skemmtun.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.