Þjóðviljinn - 09.01.1980, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.01.1980, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagurinn 9. janúar 1980. DIOOVIUINN Málgagn sósialisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis (Jtgefandt: (Jtgáfufélag Þjóöviljans Framkvcmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritatjórar : Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. FrétUstjóri: Vilborg Haröardóttir Umsjónarmaöur Sunnudagsblaös: Ingólfur Margeirsson. Kekstrarstjóri: Olfar Þormóösson \ Augiýsingastjóri: Rúnar SkarphéÖinsson Afgreiöslustjóri: Valþór HlöÖversson Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar örn Stefánsson, Guöjón FriÖriks- son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Glslason, Sigurdór Sigurdórsson. Erlendar fréttir: Jón Asgeir SigurÖsson tþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Jón Ólafsson Otlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson Handiita- og prófárkalestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason Auglýslngar: SigrlOur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Olafsson Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir. - Afgreiösla: Einar Guöjónsson, Guömundur Steinsson, Kristin Péturs- dóttir. Slmavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigrlöur Kristjánsdóttir. Bristjóri: Sigrún BárÖardóttir Hósmóöir: Jóna Siguröardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttif'. (Jtkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. Ritstjórn, afgreiösla og augiýsingar: SlÖumúla 6, Reykjavfk.slmi 8 13 33. J’rentun: Blaöaprent hf. Launajöfnun og samstaöa • Launamannasamtökin í landinu ganga nú í gegnum erfiða prófraun. Á sama tíma og uppi eru hugmyndir í stjórnmálaflokkum og atvinnurekendasamtökum um stórfellda skerðingu á verðtryggingu launa eru uppi mjög mismunandi viðhorf í samtökum launafólks um það hvernig skuli stefnt að meiri launajöfnun milli starfshópa og starfsgreina. Verkalýðshreyfingin þarf því samhliða að verjast þvi að kaupmáttartrygging verði afnumin með einhverjum hætti og freista þess að fylkja liði um skynsamlega launajöfnunarstefnu og styrkja stöðu sína í komandi samningum. • Meirihluti innan Verkamannasambandsins telur ekki fært að ganga inn á þá braut að láglaunum verði eitthvað lyft með grunnkaupshækkunum, en verðbætur komi á- f ram í prósentum á öll laun. Að baki þessari skoðun ligg- ur áralöng gremja vegna þess að stórir hópar láglauna- fólks virðast alltaf sitja eftir á botninum meðan aðrir hópar geta lyft sínum launum vegna launaskriðs, yf ir- borgana og ýmissa sérákvæða í samningum. • Margir óttast að þau átök um kjarastef nu sem nú eiga sér stað innan launamannasamtakanna muni veikja stöðu þeirra í komandi samningum og atvinnurekendum verði í lófa lagiðaðspila launamannahópunum hverjum gegn öðrum. En það má líka líta á umræðurnar um kjarastefnuna sem nauðsynlega ketilhreinsun innan hreyfingarinnar áður en farið verður að kynda undir baráttunni fyrir alvöru. • Það er alveg Ijóst að þörf in á samstöðu launafólks er brýn sem fyrr. Launataxtar segja ekki alla sögu og þau verkefni er fyrir liggja í aðstöðujöfnun, félagslegum réttindum launafólks, aðbúnaði og öryggi á vinnustöð- um, lífeyrismálum, atvinnumálum og á f jöldamörgum öðrum sviðum eru svo brýn að nauðsynlegt er að verka- lýðshreyfingin geti snúið sér að þeim af sameinuðum krafti. • Verkamannasambandið hef ur nú sett launajöfnunar- kröfuna á oddinn með ákveðnari hætti en nokkru sinni fyrr. Það skirrist ekki við að taka verðbólguna í sína þjónustu til þess að koma þessu þarfa málefni í fram- kvæmd og vill jafnframt að vísitöluskerðing á laun yfir 400 þúsund krónur og uppbætur umfram verðbótavísi- tölu á laun undir 300 þúsund kr. nái til annarra sambanda launafólks. • Ekki er útilokað að samkomulag náist á grundvelli VMSI-stefnunnar innan Alþýðusambands íslands, en Bandalag starfsmanna ríkis og bæja mun halda fast við sína stefnu um minnkandi launabil en að umsömdu bili verði síðan haldið með verðbótum í prósentum yf ir allan launastigann. Það verður að telja mjög miður að stærstu heildarsamtök launafólks skuli ekki geta verið samferða í svo veigamiklu máli. I rauninni þyrfti viðtæk samstaða og samvinna að nást með öllum heildarsamtökum launa- fólks líkt og Haraldur Steinþórsson framkvæmdastjóri BSRB hef ur hvatt til í blaðagrein. Þar leggur hann m.a. tilaðASí, BSRB, FFSí, BHM og Sl B freisti þess að ná samstöðu um meginatriði rammasamnings og geri upp við viðsemjendur sína á svipuðum tima. Ekki skal lagður neinn dómur hér á hugmyndir hans um eitt allsherjar- launakerfi í landinu, en að slíkri samræmingu hlýtur að verða aðstefna þvi samkeppnin milli launafólks er það sem heldur auðskipulaginu á f loti og girðir fyrir að rétt- lætiskröfur í þjóðfélagsmálum nái fram að ganga. • Eins og Alþýðubandalagið hefur bent á er það verk- ef nið í kjaramálunum á næstunni að koma i veg f yrir það að hugmyndir um að ráðast gegn verðbólgu með al- mennri kauplækkun í landinu nái f ram að ganga. Launa- kjör á íslandi eru ekki með þeim hætti að rök séu fyrir því að skerða beri kaupmátt almennra launa. Alþýðu- bandalagið hefur því lagt til að stjórnarstefnu beri að miða við að lægstu laun i þjóðfélaginu, sem eru smánar- lega lág, verði hækkuð, almenn laun upp að 400 þúsund kr. marki verði verðtryggð að fullu og tekjutrygging aldraðra og öryrkja verði hækkuð. í þessu sambandi skal bentá að Alþýðusamband íslands hef ur ætíð verið reiðu- búið til þess að meta félagslegar aðgerðir til jafns við hækkanir peningalauna, og haf i stjórnvöld f ram að færa pólitíska og ef nahagslega stefnu sem tryggir hag launa- fólks án verðbólgukróna verður f yrirstaðan nú sem fyrr annarsstaðar en hjá samtökum launafólks. Pdippt ] Kaupþrœtu- j þreytan Höröur Bergmann námsstjóri ! birtir hvassyrta grein um I „hentistefnu Alþýöubandalags- ■ ins” i Þjóðviljanum sl. laugar- I dag, og er hún orðin nokkuö a kunn vegna endurbirtinga i | Morgunblaði og Alþýðublaöi á J hluta hennar. Grein Harðar ein- ■ kennist af þeirri kaupþrætu-og I verðbólguþreytu sem vfða gætir ■ og helgast af þvi að umræður | um ýmis mikilsverö mál kafna i ■ krónu og auratali. En svo þreyttir mega menn B ekki gerast að þeir sjái ekki ■ skóginn fyrir trjánum. Hörður I Bergmann segir að „almenn og J viðtæk kröfugerð” Alþýðu- I bandalagsins segi ósköp litið um ■ hvernig koma eigi henni i fram- | kvæmd og geti hún þvi ekki tal- ■ ist marktæk, auk þess sem hún ■ varpi ryki i augu almennings. ! Verðtrygging ! almennra launa I En hver er hún þessi almenna ■ og viðtæka kröfugerð i launa- I málum af hálfu Alþýðubanda- m lagsins. Það er rangt hjá Herði ■ Bergmann aö Alþýðubandalag- ■ ið hafi sett fram kröfur um _ kaupmáttaraukningu nú hjá I þeim sem hafa laun upp á 400 ■ þúsund kr. marki frá 1. des. ’79. I Við núverandi aðstæður gæti ■ slik krafa kallast óraunhæf ef ■ ekki væri að minnsta kosti sýnt m fram á með óyggjandi rökum aö ■ hægt væri pólitískt að koma i ' framkvæmd hugmyndum AlþJ J abandalagsins um gjörbreyttan I og afrakstursmeiri atvinnu- ■ rekstur i landinu, og lækka um | leið verðbólgustig. ■ Krafa Alþýðubandalagsins ■ hefur verið að laun upp að allt J að tvöföldum verkamannalaun- um séu verðtryggð. Það þýöir I að þau séu verðbætt að fullu a vegna áður framkominna verö- ■ lagshækkana, en ekki að kaup- J máttur þeirra sé aukinn. Þing- ■ flokkur Alþýðubandalagsins I hefur verið þvi andvigur að visi- J tölubætur væru greiddar á laun | upp allan launastigann og • margitrekað tillögur sinar um I visitöluþak á laun yfir 400 þús. m kr. marki. j Kaupmáttur \ lœgstu i launa aukist ■ Hinsvegar hefur Alþýðu- | bandalagið krafist þess að ■ kaupmáttur launa á bilinu 230 til I 300 þús. kr. i des. ’79 verði auk- JJ inn strax og hækkun þessara ■ smánarlauna veröi að hafa al- I gjöran forgang, jafnhliða þvi " sem tekjutrygging aldraðra og | öryrkja verði hækkuð. Þessir ■ hópar sem siöast eru nefndir og I fólkið i Iðjufélögunum, Sókn og i - Verkamannasambandinu að | stórum hluta standa ekki fyrir ■ þvi neyslufyllerii sem megin- I hluti þjóðarinnarerá. Þaðá nóg J með að fullnægja brýnustu lifs- ■ nauðsynjum og aflaféö hrekkur • oft á tiðum ekki til eins og mörg J dæmi sanna, sem við höfum I fyrir augunum. ! Syngjum ekki ■ með | Klippari fær með engu móti L__________________________ séð að hér sé um almenna og viðtæka kröfugerð að ræða sem ofrausn sé að ætla þjóðfélaginu að standa undir. Þvert á móti þykir honum skuggalega mikið vera farið að bera á þvi að verið sé að gera sjálfsagða hluti frá sjónarmiði verkalýðsflokks, það er verðtryggingu almennra launa og kaupmáttaraukningu lægstu launa, að sökudólgum, og er sist þörf á að taka undir þann söng. Það er hinsvegar annað mál að með ýmsum hætti má hugsa sér að rétta hlut hinna lægst- launuðu. Það er til að mynda þekkt frá hinum kratisku sam- félögum annarsstaðar á Norðurlöndum að brúttólauna- munurhefur farið vaxandi um leið og kjarajöfnun hefur verið komiö til leiðar með ihlutun rikisvaldsins. t þessum efnum hafa kratar og Framsóknar- „einn mikilvægasta þátt lifs- kjaranna” eins og Hörður segir réttilega. Og það var einmitt Alþýðubandalagið sem barðist fyrir þvi að ekki yrði gengið á samneysluna. Aður hafði Hjörleifur Gutt- ormsson þáverandi iðnaðarráð- herra gengið fram fyrir skjöldu og komið þvi til leiðar að stór- iðju- og virkjunarframkvæmd- um væri dreift á lengri tima til þess að skapa almennum fram- kvæmdum innanlands meira svigrúm innan þeirra marka sem f járfestingu voru sett i fjár- lögum ársins 1979. Tillögur til reiðu Nú veröur þess að sjálfsögðu krafist af Alþýðubandalaginu að það hafi ráð undir hverju rifi, og um leið og það hafi hina sósialisku framtiðarsýn til reiðu á dagskrá „Megináhersla á hœkkun eða varðveislu svonefnds kaupmáttar greypir . falshugmyndir i vitund alþýðu, torveldar ' ski/ning á þvi að samneyslan er einn mikilvœgastiþáttur llfskjaranna og seinkar skilgreiningu á nýjum markmiðum ”, Hentistefna Alþýðu- bandalagsins í nýju Þeir sem hafa ásakaö Alþýöu- bandalagiö fyrir hentistefnu og svik viö málstaö verkalýösins á undanförnum árum eru aö likind- um hæstánægöir meö þá stefnu sem flokkurinn tók i stjórnar- sálma. Meginskýringanna er aö likindum aö leita I viöleitni flokksins til aö hafa samstööu meö verkalýöshreyfingunni hvaö sem tautar og raular.En viöhorf Þar sem aukning þjóöar- og vinnubrögö af þvl tagi sem hér menn verið með hugmyndir um að kaupa af verkalýshreyfing- unni visitölustig gegn kjara- jöfnunaraðgerðum, en hug- myndir þeirra um útfærsluna eru á engan hátt mótaðar og ekki ljóst hve miklu fé á til þess að verja, hvar þess skuli aflað eða hvað verkalýðshreyfingin þurfi að kosta miklu til Samneyslan og Alþýðubandalagið I þessu sambandi má ef til vill minna á félagsmálapakkann margumrædda, þvi enda þótt Alþýðuflokknum hafi ef til vill gengið betur að eigna sér árangurinn en Alþýðubandalag- inu þá er það engu að siður stað- reynd að siðarnefndi flokkurinn á allan heiðurinn af þvi að hann varð yfirleitt til. Þegar Hörður heldur þvi fram að kaupmáttar- tal Alþýðubandalagsins leiði til þess að menn gleymi samneysl- unni, er vert að minna á um hvað baráttan stóð, kringum Ólafslögin svokölluðu sl. vor. Þar var ekki sist slegist um hvort visitöluskerðing skyldi einnig ná til lægstu launa, auk þess sem deilt var um það harkalega hvað skera ætti mikiö niður þjónustu og framkvæmdir á vegum rikis og sveitarfélaga leggi það fram úrræði við að- steðjandi efnahagsvanda úr þvi það er á annað borð að ljá þvi máls að ganga til samstarfs við aðra flokka um stjórn landsins. En svo langt mega emnn ekki ganga að krefjast þess að flokk- urinn taki undir kjaraskerð- ingarsönginn. Allt frá kosningum hefur farið fram markvisst starf innan Alþýðubandalagsins að mótun heildarstefnu i efnahagsmálum. Slikt plagg hefði að sjálfsögðu verið lagt fram i vinstri stjórn- arviðræðum ef það hefði ekki veriö mat forystumanna flokks- ins að ekki þýddi að þæfa þær úr þvi að ekki væri hægt að ná samkomulagi við Alþýðuflokk og Framsóknarflokk um grund- vallarstefnu i kjaramálum. Sá kostur var valinn að halda áfram hinu innra starfi og leggja heildartillögur fram á siöari stigum. Alþýðubandalag- inu er ekkert að vanbúnaði i þeim efnum og að þvi kann að reka ef til að mynda flokkurinn tæki að sér umboð til stjórnar- myndunar. Undir það skal tekið með Herði aö betri grundvöllur er til að meta málefnastöðu Alþýðu- bandalagsins þegar heildartil- lögur af umræddu tagi liggja fyrir. En það má lika huga að verkunum sem tala sinu málFog um að gera að láta ekki sýndar- tillögur annarra flokka efla hjá sér óþarfa minnimáttarkennd. -ekh .og skoríð

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.