Þjóðviljinn - 09.01.1980, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 09.01.1980, Blaðsíða 9
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagurinn 9. janúar 1980. Elmar Loftsson Getið þið sagt okkur eitthvað um þennan Laxness? Er það ekki okkar maður sem er tekinn við á fréttastofu útvarpsins? Getum við ekki hresst lýðrœðisblöðin í kommúnistaslagnum? Elmar Loftsson hefur blaðað i skjalasafni bandariska utanrikisráðuneytisins i Washington og fundið margt fróðlegt um umsvif bandariskra sendiráðsmanna á íslandi á árunum 1947—49. Ekki sist er það mikils um vert að fá lýsingu á njósnum um íslenska sósialista, á samböndum sendiráðs- manna inn á fjölmiðla og þar fram eftir götum. Arin upp úr síðustu heims- styrjöld eru timabil mikillar sóknar Bandarikjanna á hinu al- þjóðlega sviði. A meðan mörg önnur tækniþróuð lönd voru i rUstum eftir styrjöldina höfðu Bandarikin haft möguleika á aö þróa iðnaö sinn og uppbyggingu i friöi. Endurskipulag og uppbygging Evrópu gaf Bandarikjunum forystuhlutverk sem hafði viö- tæk áhrif á utanrikisstefnu lands- ins. oe diplömatiska starfsemi. Striöið hafði gefiö herforingjun- um alveg nýjan valdasess i stjórnmálum. Þvivar þaö að eftir aö herforingjar Bandarikjanna voru búnir að ákveða aö varnar- lina landsins lægi fyrir austan Is- land, þá var þaö lika oröið alveg eölilegt fyrir Bandarikjin aö láta þýðingarmikil mál á tslandi til sin taka. Ég ætla hér á eftir aö rekja nokkur atriði, sem gefa góða mynd af umsvifum bandariska sendiráðsins á Islandi á árunum 1947—1949 og sem sýna að starf- semi sendiráösins gekk oft úr fyr- ir þau mörk, sem eölilegt er, aö erlend sendiráö starfi innan. Mörgu er enn haldið leyndu Skjalasafn bandariska utanrik- isráðuneytisins I „National Archives” I Washington er geysi- stórtsafn og það tekur mann tölu- verðan tima að læra aö nota safn- landi var veigamikill þáttur i starfi sendiráðsins. Þetta verk- efni greip inn i mörg svið is- lenskra menningarmála og stiórnmála. Ekki var bara um að ræða að spilla eða koma i veg fyrir verslun milli Islands og kommúnistarikjanna, heldur lika að koma bandariskum hugsunar- hætti inn i islensku þjóðina, — eða eins og segiri einu bréfi sendi- ráðsins til utanrikisráöuneytis- ins: „En að ala sannan banda- rikjasinnaðan hugsunarhátt upp i þjóðinni held ég að sé fyrst og fremst verkefni til langs tima og meira háð þvi hvernig við komum fram en hvað við segjum.” Sendiráðið haföi miklar ^hyggjur af þvi hve margir islenskir menningafrömuðir voru kommiínistar. I þvfsambandi gat sendiráðiö þess nú aö frá blaöa- mennskusjónarmiöi væri Þjóð- viljinn besta blað landsins og hefði mest af ritfæru fólki! Þá var Kiljan hættulegur 1. april 1948 gerði bandariska utanrikisráöuneytiö fyrirspurn hjá ræðismannsskrifstofu sinni i Winnipeg um islenskan rithöfund að nafni Halldór Kiljan Laxness. Þar segir aö maöurinn hafi dval- isti Kanada áðurfyrr, skrifað þar i blöð og fariö hörðum og háðuleg- um orðum um kapitalismann i Bandarikjunum. Utanrikisráðu- neytið vildi nú fá allar upplýsing- „Það er verkefni til langs tima að ala upp sannan bandarisksinnaðan hugsunarhátt hjá þjóðinni.” ar sem hægt var að fá um þennan hættulega mann. „Mr. Laxness er svæsinn kommúnisti og hefur á seinni ár- um fariðlitilsvirðingarorðum um Bandarikin og utanrikisstefnu þeirra i' tali og skrift. Hann er nú um þaö bil að sleppa út bók undir nafninu Atómstöðin, þar sem hann lætur i það skina að tsland eigi á hættu að tortimast i árásar- striði skipulögðu hér i landi. Þrátt fyrir sinar ofstækisfullu pólitisku skoðanir er Mr. Laxness mjög virðulegur maöur, einkar hjálpsamur ogumhugsunarsamur um aðra, en þegar hann kemur nálægt penna og pappir getur hann alveg umhverfst,” segir þar. Ekki hafðist mikið upp úr krafsinu.enþógat„virturaðili” i Þjóöræknisfélagi Islendinga i Winnipeg gefið smávegis upplýs- ingar: „Hann var á þeim árum haröur kommúnisti. Hann skrifar snilldar vel, en ritverk hans eru svo kiámfeng að nærri lætur að óeðlilegt hljóti að teljast. Liklegt er talið að i aðstöðu til ritstarfa sínna sé hann haldinn einhvers- konar geðklofningi. Sögumaöur minn bætir þvi við að þaö sé hans von aö islenska þjóðin verði ekki dæmd eftir Mr. Laxness.” •Nokkru sfðar tilkynnti sendi- þjónustan i Reykjavik utanrikis- ráðuneytinu I Washington að Atómsstöðin væri nú komin út og mundi vekja athygli. Þvi væri þaö æskilegt ef hægtværiaö koma þvi af stað að Mr. Laxness væri skattsvikari. Mörg simskeyti voru send i allar áttir til að rannsaka skattamál skáldsins og einnig tengsl hans við Sovétrikin en upp úr þvl hafðist ekkert nema vonbrigðin. Áhrif á fjölmiðla Sendiþjónustan lét sér ekki nægja að vinna gegn hættulegum mönnum eins og Kiljan. Hún vildi lika hafa áhrif á hverjir ráðnir voru hjá islenska rikisútvarpnu. Um bandaríska íhlutun innanríkis- mála á íslandi á árunum eftir stríð ið. Almennt gildir sú regla, aö skjölum má ekki halda leyndum eftir aö 25 ár eru liöin frá þvi aö atburöir þeir áttu sér staö, sem þau fjalla um, ef einhver krefst þess að fá aögang að þeim. Marg- ar undantekningar eru þd frá þessari reglu. Skjöl, sem rikis- stjórnir annarra landa vilja halda leyndum, eru ekki gerð opinber, og sama gildir um skjöl, sem bandariska leyniþjónustan eöa heryfirvöldin krefjast leyndar á. Þar að auki er skjalamagn þaö, sem bandariska utanrikisþjón- ustan framleiddi, eftir aö kalda striðiö komst i algleyming, svo umfangsmikið, aö ekki hefur unn- ist timi til að vinna úr þvi efni. Mér hefur lika verið tjáð af starfsfólki á safninu, að hlutur bandarisku leyniþjónustunnar hafi veriö svostórá þessutfmabili aö örðugt sé að fá úr þvi skorið, hverju þurfi að halda leyndu áfram og hvað megi gera opin- bert. Þvi er þaö, aö með fáum undantekningum eru engin skjöl, sem fengið hafa leyndarstimpil, frjáls aðgöngu eftir áriö 1949 og munu aö líkindum ekki veröa fyrr en eftir nokkur ár. Heimildir þær, sem ég styðst viö i þessari grein, eru flestar úr bréfa- og sim- skeytaskiptum bandariska utan- rikisráðuneytisins og fulltrúa þess á tslandi. Baráttan gegn kommúnismanum Heimildirnar gera ljóst aö barátta gegn kommúnisma á Is- „Bað sendiráöiö utanrikisráðuneytið I Washington að útvega myndir sem hægri hópar á tslandi gætu notað i andkommúniskum áróðri.” ískeyti tíl utanrikisráðuneytisins þann 29. mars 1948 lét sendiþjón- ustan þess getiö, að manni hefði veriö vikið úr starfi hjá útvarp- inu, vegna þess að hann heföi stuðst við einhliða rússneskar fréttir i sambandi við valdatöku kommúnista i Tékkóslóvakiu. Sendiþjónustan sagðist nú hafa fengið tryggingu fyrir þvi, aþ ná- kvæm skoðanaathugun færi fram á þeim manni, sem við starfinu tæki, og gat nú með ánægju getið þess, að sá maðui1 hefði áður starfaö við sendiþjónustuna og liká hjá bandariska hernum á Is- landi og væri ábyggilegur maður. Þá lét sendiþjónustan sig miklu skipta aö ná sem mestum itökum I Islenskum blöðum og fóru tölu- verðar skeytasendingar fram til aörannsaka hvernighægt væri að gefa vinveittum Islenskum blöð- um aögang að ódýrri fréttaþjón- ustu frá Associated Press. Að hafa trausta menn hjá blöð- unum var lika mikið atriði. I mars 1946 gat sendiráöið þess aö það bæri alveg sérstakt traust til eins af ritstjórum Morgunblaðs- ins og að hann heföi oft veriö sendiþjónustunni - innan handa. „Hann hefur veriö einn af þeim bestu vinum sem bandarfsk her- yfirvöld hafa haft á tslandi ‘öll striösárin. Hann hefur verið og er enn alveg einstaklega samvinnu- þýöur i að leggja mál fram i sem allra bestu ijósi, þar sem Bandarikin eiga hlut að máli.” Fyrir utan þau afskipti af islenskum fjölmiðlum sem hér hafa verið nefnd haföi bandariska Miövikudagurinn 9. janúar 1980. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Björn Franzson: Sendiráðiö sendi fagnaðar- skýrslu yfir því, að honum var vikið úr starfi hjá fréttastofu útvarpsins. Sveinn Björnsson: Forseti tslands fór lika i bandariska sendiráðiö til að láta i ljós ánægju sina yfir þvi, að nýsköpunarstjórnin væri fallin. Haiidóf Laxness: „þegar hann kemur nálægt penna iog pappir getur hann alveg um- hverfst”. sendiráðið bein afskipti af is- lenskum stjórnmálum. Sumarið 1949 baö sendiráðið utanrikis- ráðuneytið i Washington að út- vega myndir sem hægri hópar á íslandi þyrftu á að halda I and- kommúniskum áróðri. Sagöi sendiráöið að æskilegt væri að þetta myndaefni sýndi hvernig einstaklingum væri misþyrmt i Sovétrikjunum og hvernig mann- réttindi væru fótum troöin þar. Gat sendiráöiðþess að þetta væri gott sem mótárás gegn kommún- istaáróðri um kynþáttaóeirðir i Bandarikjunum. Skráning islenskra kommúnista. I janúar 1949 sendi sendiráöið bandariska utanrikisráöuneytinu lista með nöfnum 384 tslendinga sem sendiráðið taldi ik-ugglega vera kommúnista. Nokkrum mánuðum áður haföi sendiráðið farið fram á það viö utanrlkis- ráðuneytið, að það útvegaði sendiráöinu lista yfir kommún- ista á íslandi, sem heryfirvöld Bandarikjanna á lslandi höfðu áður látið gera. Það viröist þvi ljóst að bandarisk yfirvöld hafa látið skrá kommúnista á tslandi áður en sendiráðið i Reykjavik fór að fást við þá starfsemi, 1 bréfi með lista sendiráðsins er þess getið, að alls hafi sendiráðiö upp- lýsingar um u.þ.b. 900 kommún- ista á Islandi, en að enn hafi ekki gefist timi til að vinna úr öllu þvi efni og að sendiráðið muni gefa áframhaldandi reglulegar upp- lýsingar um nöfn, heimilisföng og atvinnu hinna skráðu. Þar eru lika i stuttu máli gefnar ýmsar aðrar upplýsingar um þessa islensku kommúnista, t.d. hvaða starfi þeir gegni innan flokksins, hverra manna þeir séu,hvort þeir séu ofstækisfullir eöa hættulegir o.sv.frv. Þá er I æði mörgum til- vikum visað til persónuskýrslna sem áður hafi verið sendar ráðu- neytinu. Slikar skýrslur með almennum upplýsingum um fólk, sem eitthvaðhafa meðsamskipti landanna að gera, eru eðlilegur hluti starfsemi sendiráða. En margt það fólk, sem á listanum stendur og gerðar höföu verið skýrslur um, geta varla hafa komið diplómatisku sambandi Is- lands og Bandarikjanna neitt viö. Ekki kemur fram hver eöa hverjir hafi gert kommúnistalista sendiráðsins, en liklegt er að margir hafi komið þar við söguf 1 einu bréfi sendiráösins til ráðu- neytisins er þess getiö, aö Mr. Valdimar Björnsson starfi nú hjá sendiráðinu og vinni aö þvi aö safna upplýsingum um kommún- ista, og er þvi liklegt, að hann hafi lika tekiö þátt i gerð listans. Ályktanir og nokkur spurningarmerki Við rannsókn á starfsemi bandariska sendiráðsins' I Reykjavik á árunum eftir striö viröist alveg ljóst, aö sendiráðið fór langt út fyrir þau mörk, sem erlend sendiráö eiga að starfa innan og sem Bandarikin á þessum árum lýstu yfir að vera stefnu þeirra i diplómatiskum viöskiptum. Ein meginregla i' al- þjóðalögum um diplómatisk viö- skipti er, að sendiþjónustur hafi ekki afskipti af utanrlkispólitlk né innanrikisstjórnmálum þess lands, sem þær starfa I (sbr. 21. grein Havannasamþykktarinnar frá 1928). Þessa grein túlkaði Bandarikjastjórn opinberlega þannig 1949: „Starfsfólki bandarisku utanríkisþjónust- unnar erbannað að taka nokkurn þátt i pólitlskum málum I þeim lixidum, stan þaö starfar, og ameriski utanrikisráöherrann hefur lýst þvi yfir, að þaö sé skil- yrðislaus skylda starfsfólks utan- rikisþjónustunnar aö forðast á ótviræðan hátt öll afskipti af innanrikismálum i þeim löndum, sem það starfar i.” (sbr. M.M. Whiteman ed. vol. 7,s 142 i Digest of International law.) Það er augljóst, aö sendiráöið I Reykjavik virti ekki þessi lög, og það er jafn greinilegt, að bandariska utanrikisráðuneytið hafði yfirumsjón með þessu háttalagi sendiráðsins. Bæði lét ráðuneytið sendiráöinu I té mynd- ir þær til nota i andkommún- iskum áróðri, sem ég gat um hér áðan, og lét þar aö auki pólitlska skráningu sendiráösins óáreitta. Hið siðarnefnda braut vitan- lega bæði i bága viö islensk lagaákvæði og ákvæði sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þau Itök sem Buttrick sendi- herra og aörir i forystu bandarisku sendiþjónustunnar á Islandi fengu i islenskum stjórn- málum á árunum eftir striö, heföu vitaskuld aldreigetaö orðið svo mikil ef ekki hefði komið til I- stöðuleysi islenskra stjórnmála- manna. Þeip hegðuöu sér oft nán- ast eins og þeir hefðu fengið em- bætti sin að láni frá bandariska sendiherranum. I heimildum minum kemur glöggt fram, aö is- lenski utanrikisráðherrann hafði algjört trúnaðarsamband viö bandariska sendiherrann og fór með öll mál i hann. Þvi var það, að stefna tslands i utanríkismálum formaðist kannski að meiri hluta i bandariska sendiráðinu, en hjá löglegum, islenskum aðilum. Utanrikisráðherra fór oft með mál I sendiherrann áður en hann tók þau upp i ríkisstjórn. Hann lagöi lika á ráöin viö sendiherr- ann um hvernig koma skyldi mál- um fram i rikisstjórninni og fór þannig á bak viö meðráðherra sina. Nokkrir 'aðrir islenskir stjórnmálamenn hegðuöu sér á svipaðan hátt. Þannig ræddi for- sætisraðherra viö sendiherrcuin um áform sin að fjarlægja kommúnista úr stöðum hjá stofn- unum rikisins og nafngreindi sendiherrann þá fólk sem hann taldi æskilegt aö fjarlægja úr störfum. Forseti Islands fór líka i bandariska sendiráðið tíl að láta i ljós ánægju sina yfir að nýsköp- unarstjórnin var fallin og til- kynna að hann hefði falið Stefáni Jóhanni Stefánssyni stjórnar- myndum með þvi skilyrði, að kommúnistaf yrðu ekki teknir með i stjórn! Þannigmætti lengitelja,en það er varla ástæöa til. Það sem mestu máli skiptir i dag er að fá vitneskju um, hvenær bandaríska sendiráðiö hætti hinni ólöglegu starfsemi sinni á Islandi. Um það hefur mér ekki tekist að fá vitneskju. Hjá Islandsdeild bandariska utanrlkisráðuneytisins tjáöi yfir- maður deildarinnar, Dennis Goodman, mér, að hann kannað- ist ekkert viö pólitiskar skráning- ar á vegum sendiráðsins i Reykjavik. Ég varðþá var við aö maðurinn hafði engan skilning á þvi að ég hefði áhuga á þessum skráningum. Égspuröi hvort ekki mundi litið á þaö mjög alvarleg- um augum i dag, ef eitthvert sendiráð faigist við pólitiskar skráningar afþvltagi sem geröar voru á tslandi 1949. Við þeirri spurningu gaf Goodman mér alls ekki þau ótviræðu svör sem ég hefði viljað fá. Það er skylda islenskra yfirvalda aö vernda is- lenska þegna gegn ólöglegri starfeemi á borð viö þær pólitisku skráningar, sem ég hef hér gert grein fyrir. Þaö er eðlilegt aö beina eftirfarandi spurningu til islenska utanrikisráðuneytisins: Hefur ráðuneytiö haft vitneskju um þessa skráningarstarfsemi? Ef svo er, hefur þessu veriö mót- mælt, og hvaöa trygging hefur fengist fyrir þvi, aö starfseminni hafi verið hætt? Ef svo er ekki, hvaðvill þá ráöuneytiö gera til að fá allar upplýsingar um þessi mál og að sjá um að skrár, sem til kunna að vera hjá bandariskum yfirvöldum, veröi geröar ónot- hæfar? . Elniar Loítsson viðtallda9sins $ hólía stokkur og tvítugflöt- ungur í hverju Stóru happdrættin auglýsa grimmt I ársbyrjun sem vant er og bjóða mönnum að gerast mil- jónamæringar ef heppnin er meö. Auk stóru happdrættanna þriggja eru hér knattspyrnugetraunir i gangi og fjöldi liknarféiaga, iþrótta- og stjórnmáiasamtaka lifir aö meira eða minna leyti af árvissum tekjum af happdrætt- um, sem jafnan ber mest á I jóla- kauptiðinni idesember. Ólafur W. Stefánsson skrifstofustjóri i dómsmálaráðuneytinu er for- maður h a pp dr ættisnef nda r Happdrættis Háskóla tslands. Viö spurðum hann hvaða lög og regl- ur giltu um happdrætti hér á landi. — Þaöeru sérstök lög um stóru happdrættin þrjú og um önnur happdrætti gilda almenn lög. Stóru happdrættin hafa laga- heimildir til starfrækslu i fjölda ára meö áskilnaöi um vinninga meö mismunandi hætti, en önnur happdrætti eru háð leyfi hverju sinni. Happdrættisleyfi eru veitt félögum, sem annast menningar-, velgerðar-, hjálpar- og stjórn- málastörf og einnig skólafélög- um. Einstaklingar geta ekki gengist fyrir happdrætti i tekju- og atvinnuskyni. Vinningafjöldi eða verðmæti vinninga er siöan áskilið og hin almenna viðmiöun er að verð- mæti vinninga nemi 1/6 af útgefn- um miöum. Akveðið er hverju sinni hversu margir miðarnir eru og verð þeirra. Aðalreglan er sú, að dreg- ið er úr öllum miðum, seldum og óseldum. I raun og veru skiptir það kaupandann ekki máli, hver liggur með hina miðana. Sá sem rekur happdrættið spilar þá með sömu áhættu og vinningsvon og hver annar. — Svo eru ákveðnar reglur um það hvernig dráttur fer fram? — Jú, dráttur i venjulegum happdrættum fer fram hjá við- komandi notarius, eða borgarfó- geta, sýslumanni eða bæjarfó- geta. En i stóru happdrættunum þremur fer dráttur fram undir eftirliti sérstakrar nefndar fyrir hvert happdrætti, og þessar nefndir eru á vegum dómsmála- ráðuneytisins. — Er Háskólahappdrættið ekki eina peningahappdrættið? — Jú. Fyrir þvi eru ákvæði i lögunum um Háskólahappdrætt- ið. I löggjöf fyrir hin happdrættin er vikiö að þvi tiltölulega almenn- um orðum, hvernig vinningar skuli vera. Þannig hefur SIBS „vöruhappdrætti” og DAS hefur happdrætti um „bifreiðar, bif- hjól, báta, búnaöar, vélar, ibúð- arhús og einstakar ibúðir, hljóð- færi, búpening, flugvélar og far- miða til feröalaga,” eins og þar stendur. — Eru DAS- og SIBS-happ- drættin ekki peningahappdrætti í raun? Eru þessi ákvæði ekki hara pappírsgagn, þegar boðið er upp á bila og ibúðir fyrir upphæðir sem eru langt fyrir neðan það sem slikt fæst keypt á? — Það eru náttúrlega bara til- tekin verömæti sem þarna eru af- hent, en ekki réttur fram ákveö- inn vinningur, sjónvarpstæki, bill o.s.frv. — Eru vinningarnir þá I formi úttektar I þessum tveimur happ- drættum? — Já, ég fékk t.d. vinning i happdrætti SIBS i vetur og þá Ólafur W. Stefánsson for- maður happdrættisnefhdar HHÍ fékk ég ávisun sem hægt er að framselja i verslun. — En Háskólinn rekur semsagt eina peningahappdrættið? — Já, það segir i lögunum, að „á meðan happdrættið starfar er bannað að setja á stofn nokkurt annað peningahappdrætti hér á landi.” Reyndar er þarna smá- undantekning, sem eru svokölluð „gataspjaldahappdrætti”, sem voru tiðkuð hér i skólum áöur fyrr. — En hvað um Getraunir? — Getraunir starfa sam- kvæmt sérstökum lögum og þær eru vissulega peningahappdrætti. — Er ekki dregið með aðstoð töivu i stóru happdrættunum? — Jú, þaö hefur verið gert nú i þrjú ár. — Fylgja þvi ekki talsverðar breytingar á starfinu? — Þetta er auðvitaö allt annars konar vinna. Drátturinn fór áöur þannig fram aö númer og vinn- ingur var dregið i höndunum. Nú höfum viö stokk með átta hólfum og i hverju hólfi er tvitugflötung- ur, þar sem tölurnar 0-9 koma fyrir tvisvar sinnum, hver fyrir sig. Þessum stokki er velt 6 sinn- um og þá kemur út talnaruna, 48 tölustafir, og sú talnaruna er lykiltala, sem tölvuforrit vinnur siðan útfrá. Þessi talnaruna er þvi hinn raunverulegi dráttur og hann er handahófskenndur, eða hrein tilviljun hvað kemur upp. útdregin númer eru sett inn á seguldisk, sem geymdur er fram að næsta drætti. — Eru tslendingar mikil happ- drættisþjóð? — Ég þori ekki að segja neitt um þaö, ég hef enga hugmynd um það hvernig þetta er i öðrum löndum. Og hafi maður þaö ekki i tölum, þá þarf maður að hafa verið i viðkomandi landi til að átta sig á þvi. —eös A

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.