Þjóðviljinn - 09.01.1980, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 09.01.1980, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagurinn 9. janúar 1980. ja, hvur þremillinn... C.I.A; ('KNTKAI. IMKI.I.ICKV'K AIIKM'V HKAIKIIAHTKKS ll:t WATKRCi.ATK MANSKINS KK'HAKI) M \l\l)\ AVK AIIKNT: Meðal eínis: wVV Sprengjan sem etynsfyji. I ihiiiw tcmnismi a /s/uijd oc/ mt stillunnar 11 a\a fTíar n/)/j siirriniinhlrii'i'tiö i llvallirni Ég er skynsa$tir anarkisti \ lálal viö llantiót, rífgfnrarsaii. /m nn/ iiianaáarins Þeir berjcfíf&%£iíá Hótel Borg lUilliH 'tuftlQiirrráítQiiskiiitiiiii sininn \ iöcinkcnnisbiiniiHiiinnu Aí mdfrnVkfjftti og mikilmennum 1’cluKtLjiiinotíimctfir ira kynnuni siniiin ai aincriskuin licrinnnniini <n) ^lhuswíffjj^j/rcglaínringia bkkópera kvikmynduð jarlsynt nngt inlk ATTKNTION: DKSTROY ('OMPLETKLY AFTKR l'SK. ..tímaritið Þremill er komið á blaðsölustaði, fullt af fróðlegum skemmtilegheitum...... 5infónmhIjómsuEÍt íslands TONLEIKAR i Háskólabiói n.k. fimmtudag 10. jan. 1980 kl. 20.30. VERKEFNI: Bartok — Dansasvita Dvorak — Fiðlukonsert i a-moll opus 53. Z. Kodaly — Hárý-jános STJÓRNANDI: Janos Furst EINLEIKARI: Gyorgy Pauk. Aðgöngumiðar i bókaverslunum Lárusar Blöndal og Sigfúsar Eymundssonar. SINF ÓNÍUHL JÓMSVEIT ÍSLANDS • Blikkiðjan Asgaröí 7, Garðabæ Onnumst þakrennusmiöí og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíöi. Gerum föst verðtilboö SÍMI53468 ■ Auglýsið í Þjóðviljanum | L_ - ■■■_ - — - • mm—m m - ■ " —J Hitará viö Klifsand, Vatnshliö I baksýn. Svo sem sjá má er þarna steinbogi yfir ána, en hann mun vera horfinn nú. Guöbrandur Brynjúlfsson skrifar: HRAUNHREPPUR Hraunhreppur er vestasti hreppur Mýrasýslu og af- markast aö austan af Alftá og vestan af Hitará, þ.e.a.s. að Hitará ræöur merkjum miili Hraunhrepps og Kolbeinsstaöa- hrepps I Hnappadalssýslu frá osi aö svonefndum Klifsandi, svörtum og drungalegum móbergshrygg, sem er skammt neðan viö Hítarvatn. Þaöan eru merkin um noröausturbrúnir Kiifsands upp á fjailgaröinn vestan Hitarvatnsog liggja eftir honum i stórum dráttum svo sem vötnum hailar og aö lönd- um Hörödæia i Dalasýslu. Of langt mál yröi að lýsa hreppa- mörkum nákvæmiega á afrétt- inum og læt ég þetta nægja. Hreppurinn dregur vafalitiö nafn sitt af hinum viöáttumiklu hraunum, sem þekja mestan hluta Hítardals og einnig mikiö landflæmi milli Melsár og ár- innar Veitu, en hún sameinast Álftá skammt ofan viö Brúar- land. Álftá á upptök sin undan svonefndu Alftárhrauni og er þvi hrein lindá. I Hraunhreppi er víða mik- il náttúrufegurð einkum I Hftar- dal og er þar að finna marg- breytilega og stúrbrotna náttúru. Við sjóinn er einnig mjög fallegt, sérstaklega i Hjörsey og á ökrum. Fjalla- hringurinn er viöur og viðsýni mikið. 1 austri blasa við Eiríks- jökull, Langjökull og Ok, að ógleymdri Skarösheiöinni, Akrafjalli og Hafnarfjalli og Reykjanesfjallgarðurinn sést úr niðursveitinni i blámóðu fjarskans. 1 vestri Snæfellsnes- fjallgaröurinn með tignarlega og dularfulla Snæfellsjökli, sem er meö fegurstu jöklum hér- lendis. Nær eru svo heimafjöll- in, múlarnir að austanveröu við Hitardal og Fagraskógarfjall ásamt Grettisbæli, Vatnshlið og Hltarhólmur fyrir miöjum daln- um innanverðum, sékennilegur og fallegur móbergsstapi, allur gróöri klæddur. Hraunhreppur er viðáttumikil sveitoggrösugþarsem skiptast á annarsvegar holt og kletta- belti og hinsvegar flóasund og mýraflákar með aragrúa tjarna og stöðuvatna og er silungur i sumum þeirra, til nokkurra búsnytja fyrir bændur, sem þau hlunnindi nytja. Viöa er ákaf- lega votlent og framræsla af þeim sökum og vegna holta og klapparhafta sumsstaöar erfið og kostnaöarsöm. Eyöingaröflin hafa þó látiö til sin taka hér eins og viða annarsstaöar og ber Hitardalur þess glögg merki en þar hefur í aldanna rás átt sér staö geigvænlegur uppblástur og gróðureyðing á stóru svæöi um miðbik dalsins. Land- græösla rikisins hefur, i sam- vinnu viö bændurna i Hitardal, áformað aö hefja landgræðslu á dalnum næsta sumar og er und- irbúningur þegar hafinn meö Frá Grjótá. Mýrhnúkur I baksýn. Umsjón: Magnús H. Gislason þvi aö byrjaö vará giröingu á sl. sumri umhverfis það landsvæði, sem græða á upp. (Jti fyrir ströndinni er fjöldi eyja og skerja og er Hjörsey þeirra stærst, reyndar stærsta eyja á Faxaflóa. Hún hefur ver- ið í eyöi í allmörg ár, en þar bjó áður fyrr fjöldi fólks, sem stundaði búskap og sjósókn jöfnum höndum. Samkvæmt manntali i Hraun- hreppi frá því um 1840 bjuggu um 70 manns i Hjörsey, en þá voru alls i hreppnum um 400 i- búar. Fyrsta des. sl. voru ibúar hreppsins 114 og 22 jarðir i byggö. Fjöldi jaröa hefur fallið úr ábúöá undanförnum árum og áratugum en sú þróun er aö hægjaásér og vonandi tekst aö stöðva hana og í framtiðinni aö snúa henni viö. A því ættu aö vera góðir möguleikar þvi ekki háir okkur landleysiö og sam- göngur mega teljast viöunandi eftir því sem gerist i hinum dreifðu byggöum landsins. I Hraunhreppi er stund- aður heföbundinn búskapur og afrakstur hlunninda gefur bændum nokkrar og vaxandi tekjur. Er þar einkum um lax- veiðihlunnindi i Alftá og Hítará aöræðæen auk þess hafa bænd- ur á sjávarjörðunum nokkrar tekjur af æðardún, selveiöi og reka. Um aörar atvinnugreinar en landbúnað er ekki aö ræöa enn sem komiö er, en æskilegt væri aö ibúar hreppsins heföu um fleiri atvinnugreinar aö velja, svoað þeir, sem ekki hafa áhuga né möguleika á aö stunda landbúnað, getifengiö vinnu viö annað í sinni heimabyggö, en þurfi ekki aö flytja burt í at- vinnuleit. Kæmi þar sennilega helst til greina einhverskonar þjónustu-, Urvinnslu- eöa fram- leiösluiönaður og hugsanlega þjónusta við ferðamenn. Þá má hugsa sér aö betri nýting hlunn- i inda, svo sem æöarvarps og nýj- ar búgfeinar t.d. loðdýrarækt geti veitt fleira fólki atvinnu. 1 hreppnum starfa hin hefö- bundnu félagasamtök dreifbýl- isins, svo sem ungmennafélag, kvenfélag, búnaðarfélag o.fl. Ungmennafélagiö heitir Björn Hitdælakappi eftir fornkappan- um frækna, sem bjó i Hitar- hólmi. Ungmennafélagið er stofnaö 1912 og hefur starfað aö mestu óslitið siðan. Aðstaöa til félagsstarfsemi er ágæt hér i fé- lagsheimilinu Lyngbrekku, sem Hraunhreppur og Alftanes- hreppur ásamt ungmennafélög- unum i hreppunum reistu i sam- einingu. Helst vantar þó betri aðstöðu til íþróttaiðkunar og er núna verið að athuga möguleika á byggingu iþróttavallar við fé- lagsheimilið. Ýmislegt fleira mætti að sjálfsögðu segja um sveitina og mannllfið hér. en takmarkaö pláss i blaðinu setur mér þær skorður, að þetta verö- ur að nægja. Vona ég þó, að les- endur greinarinnar verði nokkru fróðari um Hraunhrepp eftir en áður. Brúarlandi, 8. des., 1979 Guðbr. Bryn júlfsson (Heim.: Röðull)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.