Þjóðviljinn - 19.01.1980, Side 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardag«r 19. janúar 1980.
AF LESENDABREFUM
Af öllum hinum fjölmörgu starfsstéttum
hins íslenska þjóðfélags, hefur aðeins ein séð
ástæðu til að setja sér svo kallaðar siðareglur.
Þetta eru blaðamenn. Ef draga ætti einhverja
ályktun af þessari staðreynd þá væri sú að
sjálfsögðu rökréttust, að í hópi blaðamanna
hefði siðleysið keyrt svo úr hóf i f ram, að ekki
væri á öðru stætt en að setja blekbullurum ein-
hverjar siðaskorður svo að þeir legðust ekki í
eitt alsherjar siðleysissvall.
Hér skal ósagt látið á hvaða siðgæðisstigi
blaðamenn eru yf irleitt, en hins sakar ekki að
geta, að engan hef ég hitt, sem undraðist þetta
siðgæðaframtak blaðamanna, og má víst af
því draga nokkurn lærdóm.
Allir hefðu til dæmis orðið undrandi, ef skó-
smiðir, vegavinnumenn, brúarsmiðir, heild-
salar, pulsugerðarmenn og osta hefðu sett sér
siðareglur, en öllum þótti sjálfsagt að blaða-
menn settu sér einhver mörk, sennilega að
fenginni reynslu.
Astæðan til þess, að ég er að orða þetta hér,
er sú, að undanfarið hefur talsverð umræða
átt sér stað um málið og sýnist sitt hverjum.
Persónulega er ég þeirrar skoðunar, eftir ára-
tuga viðkynningu af blaðamönnum, að þeir
séu hvorki meiri né minni skíthælar en annað
fólk, bara svona eins og gerist og gengur.
Hinsvegar er það bjargföst skoðun mín, að
annar hópur ætti hið bráðasta að setja sér ein-
hverjar siðareglur, en það eru ritstjórar, sem
bera ábyrgðá nafnlausum lesendabréf um, og
mættu þeiref til vill vera með í hópnum, sem
þurfa að fást við að koma slíku efni fyrir
almenningssjónir. Það er staðreynd að allt
það sem birtist naf nlaust í blöðum er á ábyrgð
ritstjóranna og er jafnvel hægt að ganga svo
langt að túlka slik skrif sem skoðun ritstjóra á
mönnum og málefnum.
Hvað er til dæmis auðveldara en það — fyrir
ritstjóra Vísis — ef hann þarf að ná sér niðri á
bakara — en að skrifa í blaðið lesandabréf,
einhvern veginn svona:
Reið kona í Vesturbænum skrifar:
Ég hef í mörg ár verslað við bakarann á
Túngötu 42 og verð að segja að mér hefur
alltaf líkað það vel, þósjaldan hafi fengist þar
mikið af brauði eða kökum. Nú er aftur á móti
annað bakarí beint á móti á Túngötu 41 og af
því hef ég svo slæma reynslu að ég ætla að
vara alla viðað versla ekki við það.
Eða ef ritstjóri Morgunblaðsins þarf að ná
sér niðri á f isksala. Hvað er þá auðveldara en
að skrifa svona bréf nafnlaust í Velvakanda:
Langþreytt húsmóðir í Vesturbænum
skrifar:
Oft hefur mér nú verið nóg boðið en aldrei
eins og núna. Eru engin takmörk fyrir því
hvernig fisksalar mega haga sér? Mér finnst
fisksalinn á Túngötu 42 ætti að nota öðruvísi
mannasiði þegar hann er að afgreiða en hann
gerir. I gær kom ég inní þessa fiskbúð og
ætlaði að kaupa nokkrar gellur. Fisksalinn,
sem var að gera að þorski, sagðist ekki eiga
neinar andsk. gellur (orðrétt) og bætti meira
að segja við að ég gæti (eins og hann sagði)
étið þorsk eins og aðrir.
Ég var í pelsi og þegar hann tók innanúr
þorskinum sletti hann slorinu yfir mig alla
svoleiðis að ég verð sennilega að láta hreinsa
hann fyrir jólin, fyrir offjár. Mér fannst ég
eiga fullan réttá því að vilja f rekar gellur og
ég sagði fisksalanum það, en mjög kurteis-
lega. Þá sagði hann (ég hef mörg vitni að því)
,,sjálf getur þú verið andsk. gella". Ég er ekki
móðgunarg jörn, en það er hægt að ganga f ram
af manni. Ég snöggreiddist og þó ég sé ekki
vön að nota stór orð, þá sagði ég í þetta skipti:
„afsakið". Þá sló fisksalinn mig utanundir
með þorskinum, sem hann hélt ennþá á. Þó ég
haf i ekki skrifað fyr, þá hef ur þetta oft komið
f yrir áður bæði mig og hinar konurnar hérna í
hverfinu. Ég ákvað að versla ekki við fisk-
salann þennan daginn og ætlaði útúr fisk-
búðinni, en þá rann ég um koll í slorinu á gólf-
inu og þar sem ég lá þarna ósjálfbjarga,
fleygði hann í mig tveim kúttmögum. Ég þarf
víst ekki að segja hvernig pelsinn var orðinn.
Ég komst samt út og um leið og ég lokaði hurð-
inni, sem er mestan part úr gleri, skall heljar-
stór þorsklifur á rúðunni. Hana hefði ég
fengið í höf uðið, ef ég hefði ekki verið búin að
loka hurðinni.
Þetta er kannske kvabb útaf smámunum, en
mér finnst samt rétt að benda öðrum hús-
mæðrum hérna í vesturbænum á það að það er
kominn annar fisksali beint á móti hinum,á
Túngötu 41 og allir eru sammála um það að
hann sé kurteisari en hinn. (Prófarkalesari
ath! Þetta á að vera svona).
Mörgum finnst óviðeigandi af ritstjórum
dagblaðanna að notfæra sér nafnleynd til að
koma svona ef ni á f ramfæri. Og enginn blaða-
maður mun nokkru sinni gleyma sálminum
góða, sem lesendabréfablaðakonan söng svo
oft fyrir ritstjórann sinn:
Lag: „Þú guð sem stýrir o.s.frv...."
Þú stórum blaða stýrir her
og stjórnar skoðun minni.
í straumi bréfa birtu mér
eitt brot af meining þinni.
Ritstjóri svarar:
Aðalprinsipp eitt ég hef
þó allri synd ég hafni,
að birta aldrei aðsent bréf
nema undir fölsku nafni.
Reiður húsbóndi í Vesturbænum
6972-8364-007
Einar G. Baldvinsson sýnir
að Kjarvalsstöðum
1 Vestursal Kjarvalsstafia opnar Einar G. Baldvinsson listmálari
yfirlitssýningu á verkum sinum I dag. Sýningin veröur opin daglega kl.
14-22. Henni lýkur sunnudaginn 27. janúar.
A myndinni hér fyrir ofan er Einar meö eitt af verkunum á sýning-
unni.
— ih
Myrkir músikdagar
Kammersveitin í
Bústadakirkju
Næst á dagskrá hjá Myrkum
músikdögum eru tónleikar
Kammersveitar Reykjavikur i
Bús taöakir kju kl. 17.00 á
morgun. Stjórnandi er Páli P.
Pálsson, einleikari Helga
Ingólfsdóttir og einsöngvari
Ruth L. Magnússon.
Fyrsta verkiö á efnisskránni
er Brot, eftir Karólinu Eiríks-
dóttur, sem nýlega hefur lokiö
meistaraprófi I tónsmíöum i
Bandarikjunum og starfar hér
nú sem tónlistarkennari.
Karólína lauk viö aö semja Brot I
des. sl. og er verkiö nú frumflutt
— Þá veröur i fyrsta sinn
hérlendis flutt verkiö Zeit eftir
danska tónskáldiö Vagn Holmboe
og syngur Ruth L. Magnússon
Bandarísk
veggspjöld
1 dag veröur opnuö sýning á
Kjarvalsstööum á bandarískum
veggspjöidum og nefnist hún
,,Poster Art USA”. Hér er um aö
ræöa bandariska farandsýningu,
sem fariö hefur vlöa um lönd og
vakiö mikla athygii. Hingað tii
lands kemur hún fyrir tilstilli
Menningastofnunar Bandarikj-
anna.
A sýningunni eru 34 verk eftir
23 listamenn, þ.á m. marga af
fremstu listamönnum Ba..4arikj-
anna svo sem Joseph Alberts,
Roy Lichtenstein, Georgia
O’Keeffe, Alexander Calder, Saul
Steinberg, Willem de K Kooning,
Louise Nevelson, Robert
Rauschenberg, Jasper Johns,
Mark Rothko og Milton Glaser.
Sýningin er i anddyri Kjarvals-
staöa og veröur opin kl. 14-22 dag-
lega til 10. febrúar.
Kammers veit Reykjavikur.
einsöng i þvi. Holmeboe er eitt
virtasta tónskáld á Noröurlönd-
um ogvarö70áraásl. ári. Hefur
nokkrum sinnum komiö hingað
Atriöi úr sýningu Leikfélags Keflavlkur á leikriti Hilmars Jónssonar,
Útkail 1 klúbbinn.
Utkall í klúbbinn
siöan fyrir jól. Leikritiö birtist á
prenti nýveriö, I siöasta hefti
timaritsins Lystræninginn.
_________________— ih
Háskóla-
tónleikar
Þriöju Háskólatónleikar
vetrarins veröa haldnir i dag kl.
17 I Félagsstofnun stúdenta viö
Hringbraut. Aögangur er öllum
heimill og kostar 1500 krónur.
Aö þessu sinni syngur Agústa
Ágústsdóttir viö undirleik Jónas-
ar Ingimundarsonar. Agústa
Ágústsdóttir hefur á undanförn-
um árum haldið fjölda tónleika
viös vegar um landiö og Jónas
Ingimundarson er löngu vel
þekktur fyrir pianóleik sinn.
A tónleikunum veröur frum-
fluttur nýsaminn lagaflokkur eft-
ir Atla Heimi Sveinsson sem hann
nefnir Smásöngva. A efnis-
skránni eru einnig sönglög eftir
Skúla Halldórsson, Hallgrim
Helgason, Jón Þórarinsson,
Þórarin Guömundsson og Franz
Schubert.
sýnt í Kópavogi
Sunnudaginn 20. jan. kl. 20.00
sýnir Leikfélag Keflavikur leik-
ritiö Otkall i klúbbinn eftir Hilm-
ar Jónsson i Félagsheimili Kópa-
vogs.
Útkall I klúbbinn hefur veriö
sýnt i Stapa viö góöar undirtektir
til lands i boöi Norræna hússins
og samiö verk fyrir Hamra-
hliöarkórinn viö ljóö Halldórs
Framhald á bls. 13