Þjóðviljinn - 19.01.1980, Síða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVÍLJINN Laugardagur 19. janúar 1980.
Laugardagur 19. janúar 1980. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
Heimsókn í verbúð Meitilsins
í Þorlákshöfn
i mötuneytinu. Fyrstu vikurnar fúr nær allt kaupið I matarpeninga
Hvað ætli lang-
afí hefði sagt?
A slöustu öld var Þorlákshöfn
ein af stærstu verstöðvum lands-
ins en fáir höfðu þar fasta búsetu.
Nú hefur þetta snúist við. Þor-
lákshöfn er orðin álitlegt þorp
meðfastaðeitt þúsund ibúum og
flestir.sem starfa þar til sjús og
lands. búa á staðnum sjálfum. Þú
er þar ennþá margt um aðkomu-
fúlk á vertið, fúlk sem nú er farið
að kalla farandverkafúlk. Blaða-
maður og ljúsmyndari Þjúöviij-
ans voru á ferðinni þar eystra
fyrir skömmu og litu þá við i ver-
búð Meitiisins en þar búa I vetur
um 30 manns og þar af 19 útlend-
ingar af fjúrum þjúðernum. 1
þessari grein er einkum spjallað
við útlendingana en þeir eru 9
stúlkur frá Astraliu, 6 stúlkur frá
Nýja Sjálandi, 3 frá Suður Afriku
og 1 irskur karlmaður. Sfðar mun
verða rætt við íslenskar stúlkur i
þessari verbúö.
Kvennærbuxur í
langri röð
Frystihús Meitilsins eb til húsa I
stúrri hvitblárri byggingu á hafn-
arbakkanum og þar upp á efstu
hæö er verbúöin. Viö göngum upp
kaldranalegar^ stigagang sem
leynir engu um aö við erum
staddir I frystihúsi. Klukkan er að
veröa 7 aö kvöldi miðvikudagsins
16. janúar og vinnudegi er um það
bil aö ljúka. Efst uppi standa dyr
upp á hálfa gátt og viö göngum
hikandi innfyrir. Langur gangur
meö dyr á báöar hendur blasir
við. Viöa eru stigvél og bláir
sloppar á þessum gangi og viö
heyrum hljóö i sturtu, hlátra og
sköll, og upphrópanir á engilsax-
neska tungu.
Við erum hálffeimnir enda ger-
um viö okkur ljóst aö viö erum aö
ryðjast óboðnir inn i einkahibýli.
Við sjáum sem snöggvast inn i
snyrtiherbergi á vinstri hönd og
þaö er ekki um aö villast. Þar
hanga kvennærbuxur I langri röö
uppi á snúru og augnatillit okkar
verður undirfuröulegt.
Hvað ætli langafi
hefði sagt?
Brátt verður á vegi okkar
hressileg og brosmild stúlka sem
viö komumst brátt aö raun um aö
heitir Suzanne Daws og er alla
leiö frá Jóhannesarborg i Suður
Afriku. Viö berum upp erindiö um
að fá aö hafa blaöaviötal og þaö
er meira en velkomiö. Hún visar
okkur inn í herbergi sitt og þar
eru þrjár aðrar stúlkur eöa nánar
tiltekiö þær Charmaine Bester og
Linda Whyte frá Höföaborg i
Suöur Afriku og Jill Johnstone frá
Melbourne i Ástraliu. Þær búa
saman i allstóru Herbergi og hafa
útsýn yfir gjörvallan Eyrar-
bakkabug og Selvogsgrunn út um
gluggann. Ætli honum Helga
Jónssynilangafa minum sem reri
ótal vertiðir frá Þorlákshöfn á
siöustu öld heföi ekki þótt furðu-
legt aö hafa fanggæslu alla leið
frá hinum enda heimsins?
Þénustan minni en búist
var við.
Og hvers vegna eru þær komn-
ar hingaö á hjara veraldar ? Svar
iö er einfalt: Til þess aöþéna pen
inga. Og hvernig gengur? Þvi
miður. Viö höfum ekki verið
nægilega heppnar, segja þær.
Haustvertíöin i Þorlákshöfn hef-
ur veriö i lakara lagi og oftast
nær ekki unnið nema til kl. 5 á
dagirtn i frystihúsinu. Þær vilja
meiri vinnu til aö geta þénaö sem
allra mest þvi aö þær eru á
heimshornaflakki og þurfa lfka
aö komast heim til sin fyrr eöa
siðar. Og þaö er dýrt. Frysti-
húsavinna á Islandi er einungis
ætluð til fjármögnunar fyrir
frekari feröalög.
—- Meö hvaöa kjörum eruö þið
ráönar hingaö?
— Viö erum ráönar á vegum
ráðningarskrifstofu I London,
fáum ókeypis feröir þaöan og til
baka aftur svo fremi sem við
verðum út allttimabiliö eöa fram
i mal. Viö vinnum eftir þvi
bónuskerfi sem hér gildir en þvi
miöur hefur afraksturinn ekki
verið eins mikill og viö bjugg-
umst viö. Bæöi hefur ekki fiskast
nógu vel og svo tók þaö okkur
tima aö ná upp hraöa og góöri
nýtingu ibónusnum. Þaö er fyrst
núna sem viö erum komnar á
strik.
— Hvaö hafiö þiö mikiö eftir
vikuna?
— Þegar búið er að taka af
okkur 25% af launum i skatta og
þær máltiöir sem viö boröum i
mötuneytinu komumst viö upp i
40 þúsund krónur á viku þegar
best lætur. Viö höfum heyrt aö
þénustan sé betri fyrir noröan.
— Hvaö reikniö þiö meöaö eiga
eftir i vor?
— 1 upphafi höföum viö gert
okkur vonir um aö eiga 2000 pund
eftir veturinn en þau veröa
sennilega einhvers staöar á bil-
inu 1000-1500 þegar upp er staðið.
Hvorki þvotta- né
eldunaraðstaða
— Hvernig likar ykkur aöbún-
aöurinn hér I verbúðinni.
— Viö teljum hann mun lakari
en okkur haföi verið lofað. Hér ér
t.d. engin aöstaöa til að þvo þvott
af okkur. Þaö er aö visu kona i
frystihúsinu sem þvær þvotta en
hún er ekki um helgar og við vilj-
■■ ■
George Brown frá Dublin og Sævar frá Reykjavik i herbergi sinu I verbúðinni. Þar
búa þeir ásamt tveimur öðrum.
A baðherberginu fer daglega fram handþvottur viö frumstæðustu aðstæður I
vaski. Þar héngu m.a. 8 kvennærbuxur i röö eins og s já má.
Útlendu stúlkurnar I Þorlákshöfn: t fremstu röð sitja frá vinstri: Wendy Crockett Astrallu, Vicki
Falkenberg Astraliu, Jeanette Murphy Astraliu og Jenny Wust Astrailu. t miðröð eru f.v.: Margaret
Campell N-Sjálandi, Nicola Kelly N-Sjálandi, Lynette Grosser Astraliu, Claire Lawrence Astrailu,
Enid Pascoe Astrallu og Leone Bonella Astraliu. t efstu röö eru f.v.: Suzanne Daws S-Afriku, De-
borah O’Leary N-Sjálandi, Linda Whyte S-Afrlku, Jean Gundersen N-Sjálandi, Jill Johnstone Astraliu
og Charmaine Bester S-Afrlku.
um ekki nota nema einn klæönaö I
vinnuna vegna fiskfýlunnar sem
kemur af honum. Viö erum þvi
öllum stundum aö handþvo af
okkur i vaski. Þá finnst okkur
fæðið i mötuneytinu of dýrt. Helst
vildum viö elda ofan i okkur
sjálfar en hér er engin eldunar-
aðstaöa.
islendingar
elskulegir
— Hafiö þiö unnið i fiski áöur?
— Nei, aldrei snert við honum.
Linda og Charmaine eru
röntgentæknar aö menntun,
Suzanne hefur aöallega veriö
læknaritari og Jill skrifstofu-
stúlka. Vinnan og umhverfiö hér
er okkur þvi mjög framandi.
— Finnst ykkur skemmtilegt
aö vinna i fiski?
— Nei, ekki er það nú beint en
það er ómaksins vert aö prófa
eitthvaö nýtt.
— Hvernig likar ykkur viö
Islendinga?
— Þeir eruákaflega elskulegir
og vilja allt fyrir okkur gera.
Þetta er i fyrsta skipti sem
svona hópur af útlendingum er
hér i Þorlákshöfn og fyrst i staö
var fólk feimiö að tala við okkur
en nú er þaö farið af. Við urðum
lika dálitið varar viö tortryggni
vegna þess aö viö tækjum vinn-
una af heimamönnum en þaö er
lika gjörsamlega úr sögunni.
Út að hlaupa
Viö þökkum þeim stöllum nú
fyrir spjalliö og litum inn i næsta
herbergi. Ekki eru móttökurnar
siöri þar. I herberginu búa þær
Lynette Grosser og Vicki
Falkenburg frá Nuriootpa i
Suöur-Astraliú, Jenny Wust frá
Rockhampton i Queenslandi i
Astraliu og Jean Gundersen frá
Northland i Nýja Sjálandi. •
Þær segjast ekki boröa nema
einu sinni til tvisvar i viku i
mötuneytinu en svelta þess á
milli eöa fá sér eitthvert snarl
sem þær kaupa i kaupfélaginu.
En þær mega litiö vera að þvi aö
tala viö okkur þvi aö tvær þeirra
eru uppábúnar i iþróttagalla og
ætla út aö hlaupa. Viö spyrjum
hvort þær séu ekkert þreyttar
eftir langan vinnudag en þær
gera litið úr þvi. Liklega yrðu
tslendingar sem færu að hlaupa i
myrkri og kulda eftir langan
vinnudag i þorpi eins og Þorláks-
höfn álitnir eitthvað smáskrýtn-
ir.
Vantar krárnar
Við vendum nú okkar kvæöi i
kross og heilsum upp á tvo karl-
menn sem búa i verbúðunum.
Þeir eru irinn George Brown og
Sævar Hafsteinsson frá Reykja-
vik. Þeir vinna i vélasal og i
móttöku. George Brown er frá
Dublin og er kvæntur islenskri
konu. Þau búa i Fossnesi i ölfusi
ásamt tveimur börnum hans af
fyrra hjónabandi, 13 ára og 9
ára.
George Brown er ákaflega
ánægöur með lifiö hér á íslandi
en segir þó aö mikil viöbrigöi
hafi verið að flytja úr stórborg-
inni og upp I sveit á tslandi.
Krakkarnir hans eru farnir aö
tala reiprennandi islensku og
sjálfur skiiur hann flest. Hann
er búinn að vera hér i tvö ár og
þénar meira en hann gæti gert á
írlandi fyrir sambærilegt starf.
George Brown er vanur sjó-
mennsku. Þaö eru helst krárnar
sem vantar hér, segir hann.
Löng biðröð í
sturtubað
Sævar segir aö ágætt sé aö
vera hér i verbúðinni og mun ró-
legra en þar sem eingöngu eru
tslendingar. Þeir vilja sukka og
svalla helst tii mikið. Hann er þvi
mjög ánægður með sambúðina
við útlendingana.
Sævar er vanur verbúðarlif-
inu þvi að hann hefur bæði verið á
vertiö i Höfn i Hornafirði og
Grindavik. Hann segir aö aðbún-
aðurinn á Höfn hafi veriö lang-
bestur. 1 nýju verbúöunum þar
eru þrir i herbergi og sturta á
hverju herbergi. Hér i Þorláks-
höfn er hins vegar bara eitt
sturtuherbergi meö tveimur
sturtum fyrir allan mannskap-
inn. Þaðer mjögóþægilegtþvi aö
oft getur tekið 3-4 klukkutima aö
komast að og er þá stundum
komiö fram á 11. timann á kvöld-
in.
Tekjur hafa veriö i lakara lagi
það sem af er vetri, segir Sævar.
Þegar búið er aö draga fæðis-
kostnaö, skyldusparnaö, félags-
gjöld o.fl. af kaupinu eru svona
48-55 þúsund krónur eftir aö
jafnaöi á viku.
Eftir baðfarir
Viö tefjum nú ekki lengur hjá
þeim félögum þvi aö við viljum
spá meira i þær áströlsku. Sum-
ar eru á sveimi um ganga harla
fáklæddar eftir baöfarir. Þær
bjóöa upp á kaffi i mötuneytinu og
kjaftar á þeim hver tuska. Svo er
öllum smalað til myndatöku i
setustofu. Ekki næst þó til
tveggja svo aö alls verða 16 með
á myndinni. Viö notum tækifæriö
til aö spjalla viö hópinn i heild.
— Hvað vissuð þið um Island
áöur en þiö komuö hingaö?
— Mjög litiö. Þaö var rétt
minnstá það i skólabókum heima
og viröist vera mjög erfitt aö
afla sér upplýsinga um landiö
nema panta sérstaklega bækur
héðan. Viö vissum eiginlega ekk-
ert nema þetta land væri til og
þaö væri eldfjallaeyja.
Enid Pascoe: Ég kom hingaö i
sumarleyfi i júni i sumar og
Texti: GFr Myndir: gel
Utan á herbergishuröum má sjá ýmsar áletranir. Þessi er á her-
bergi þeirra Jean, Jenny, Lynette og Vicki.
ákvað þá að leita mér vinnu i vet-
ur.
— Vilduð þiö vera hér aftur
næsta vetur?
— Nei, ekki i Þorlákshöfn en
frekar á einhverjum öðrum staö
á tslandi.
Vicki Falkenberg: Ég var hér
i fyrravetur lika en þá á Breið-
dalsvik. Þar fannst mér betri
aðbúnaður en hér og höfðu t.d.
sumar stúlkurnar einkaher-
bergi. Breiðdalsvik er lika fal-
legri staður.
— Getið þið s kipt um s tað meö-
an á dvöl ykkar stendur hér?
— Við höfum spurst fyrir um
það en þaö kom i ljós að alltof
mikil skriffinnska fyigir sliku.
Okkur skildist helst að við þyrft-
um aöþá fyrst aö fara til Eng-
lands og koma svo aftur.
Allur matur soöinn
— Hvernig var á jólunum
hérna?
— Það var alveg dásamlegt og
e' ..i siður um nýáriö. Viö feng-
um eldhúsiö i mötuneytinu alveg
til eigin umráöa, kokkuöum ofan i
okkur, settum upp jólatré og
höföum þaö i alla staði gott.
— Höföuð þiö samskipti viö
Þorlákshafnarbúa?
— Já, þeir voru okkur mjög
góöir. öllum hópnum var boðiö i
hús upp á kaffi, kökur og glas.
Fólkið hefur veriö okkur mjög
elskulegt.
— Hafið þið smakkaö islensk-
an mat?
— Já, hangikjötiö en þaö skipt-
ist mjög I tvö horn hvort okkur
fannst þaö gott. Sömu sögu er aö
segja um brennivinið. Sumum
okkar finnst það gott, öörum
vont.
— Hvað um almennan mat
hér?
Okkur finnst það skrýtiö aö
allur matur hér virðist vera soö-
inn og einnig er hann aö okkar
áliti frekar bragölaus.
Aldrei snert snjó áöur.
— Finnst ykkur landslagiö
hr jóstrugt?
— Já, fremur en sólarlag-
iö er dásamlegt hér i Þorláks-
höfn og einnig höfum viö séö
norðurljós sem voru stórkost-
leg. Þegar snjórinn leggst yfir
frikkar allt landið.
— Höfðuö þið kynnst snjó áð-
ur?
— Um helmingur okkar haföi
aldrei séð snjó áöur og enn fleiri
aldrei snert hann, aðeins séö
hann i fjarlægð.
— Hvað geriö þiö i tómstund-
um?
i- Við glápum á sjónvarp,
prjónum og á föstudagskvöldum
höfum við „social evenings”.
— Þiö hafiö þá væntanlega
horft á áströlsku myndina And-
streymi?
— Já, segja þær allar I kór og
sumar þær áströlsku segjast
einmitt vera komnar af saka-
mönnum svipuðum þeim sem
lýst er i myndinni.
Strákarnir eru svo
fáir og ungir
— Veröiö þiö fyrir ásókn
strákanna hér i þorpinu?
— Nei, þeir eru svo fáir og
ungir að það kemur ekki til en
stundum koma aökomumenn
sem eru dálitið frekir.
— Farið þið á böll?
— Mjög litið. Inngangseyrinn
er svo hár aö við timum þvi ekki.
Þaö kostar lágmark 6000 krónur
aö komast inn. Svo líst okkur
ekki meira en svo á aðfarirnar á
þessum böllum, slagsmál og
drykkjuskap. Við förum þá frek-
ar til Reykjavikur stökusinnum.
— Hvað er ólikt meö Þorláks-
höfn og sambærilegu þorpi i ykk-
ar heimalöndum?
— Fyrst og fremst krárnar
sem eru á hverju strái heima og
einnig er meiri iþróttastarfsemi
þar.
Vildum heldur hafa
lykla sjálfar
— Hafiö þiö lyklavöld aö ver-
búöinni?
— Nei, húsinu er lokað kl. hálf
tólf á kvöldin og eftir þaö eru
gestir bannaöir. Sjálfar veröum
við aö banka upp á hjá húsverð-
inum til aö komast inn eftir þann
tima. Þetta finnst okkur minna
óþarflega mikið á heimavistar-
skóla eöa fangelsi og vildum
frekar hafa lykla sjálfar.
— Er vinnan erfiö?
— Nei, viö vissum nákvæm-
lega aö hverju við gengum meö
rtana. Okkur var sagt að hún
væri erfið og litiö um fritima.
— Nú eruö þiö fjórar saman á
herbergi. Er það ekki tauga-
tr ekkjandi.
— Nú lita þær brosandi hver á
aöra en neita þvi aö svo sé og
segjast lika hafa gert ráö fyrir
sliku þegar þær réðu sig i þessa
vinnu.
Úrvalsfólk
Við kveðjum nú þessar elsku-
legu stúlkur en áöur en viö förum
heim svifum við á Guöna Jóns-
son yfirverkstjóra til aö spyrja
hann litillega um verbúöirnar og
erlenda fólkið.
Guöni segir strax aö erlendu
stúlkurnar séu með afbrigðum
gott og stööugt vinnuafl. Þetta er
úrvalsfólk, segir hann.
Siðastliöiö sumar var flikkaö
svolitiö upp á verbúöirnar i
fyrsta skipti i þau 20 ár siöan
þær voru byggöar. Þaö voru
settar þær reglur aö hámarks-
fjöldi i herbergi ætti aö vera 4 I
staö 8 áöur. Teppi voru lögö á
gólf og lagöar nýjar rafmagns-
leiöslur og sett upp ný ljós.
Kojur voru teknar úr flestum
herbergjunum og sett rúm i
staöinn. Þá var ákveöiö aö taka
eitt herbergi undir setustofu en
þeirri framkvæmd er ekki aö
fullu lokiö.
Guðni segir að oft hafi veriö
sukksamt i þessari verbúö og
unglingar úr þorpinu mikiö leitaö
þangað vegna þess aö þeir áttu
engan annan samastað. En i vet-
ur er bragurinn töluvert öðru
visi, og þá fyrst og fremst vegna
tilkomu útlendinganna.
Aö lokum fræöir Guöni okkur á
aö máltiö i mötuneytinu kosti
rúmar 1400 krónur en kaffi 700
krónur og er fæöið þá greitt niö-
ur um helming.