Þjóðviljinn - 24.01.1980, Síða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 24. janúar 1980
DlOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóðfrelsis
Útgefandi: Otgáfufélag Þjó&viljans
Framkvsemdastjóri: Ei&ur Bergmann
Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson.
Fréttastjóri: Viiborg Har&ardóttir
Umsjónarma&ur Sunnudagsbla&s: Ingólfur Margeirsson,-
Rekstrarstjóri: Olfar Þormóösson
AfgreiÐslustjóri: Valþór Hlööversson
Blaöamenn: Alfhei&ur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guöjón Friöriks-
son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson.
Þingfréttir: Þorsteinn Magnússon.
tþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elfsson
Utiit og hönnun: Gu&jón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson
Handirta- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar.
Safnvöröur: Eyjólfur Arnason
Auglýsingar: Sigri&ur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Olafsson
Skrifstofa: Gu&rún Gu&var&ardóttir.
Afgreiösla: Kristin Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára Siguröar-
dóttir.
Sfmavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigríöur Kristjánsdóttir.
Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir
Hósmóðir: Jóna Sigur&ardóttir
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
Otkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Gu&mundsson.
Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Sföumúla 6, Reykjavfk.slmt 8 13 33.
Prentun: Blaöaprent hf.
Málefna-
ágreiningur
Tíminn segir í gær að Alþýðubandalagið hafi ekki
viljað fallast á raunhæfar breytingar á tillögum sínum
og það hafi leitttil slita vinstri viðræðna. Þetta er rangt
vegna þess að millivegshugmyndir Steingríms Her-
mannssonar fengu engar undirtektir hjá Alþýðuf lokki og
gátu því ekki orðið grundvöllur frekari viðræðna.
Alþýðuf lokkurinn hefur ekki veriðá leiðinni inn í vinstri
stjórn og hann getur ekki gengið til slíks samstarfs af
pólitiskum, málefnalegum og sálfræðilegum ástæðum.
Engum blandast hugur um þetta lengur. Málefnaágrein-
ingurinn við Framsóknarf lokkinn er einnig mikill enda
raunveruleg vinstri stjórn ekki á óskalista forystumanna
hans.
• Alþýðubandalagið lagði áherslu á 7% framleiðni-
aukningu í fiskiðnaði og framleiðniátak f iðnaði til þess
að hamla gegn verðbólgu og gengislækkun. A það hefur
verið bent af ýmsum aðilum svo sem í nýlegri skýrslu
frá Efnahags- og framfarastofnuninni í París, OECD,
að ekki dugir að beita niðurskurðaraðgerðum gegn verð-
bólgu. Framsóknarmenn töldu ekki vera hægt að gera
ráð fyrir meiri framleiðniaukningu en kæmi af sjálfu
sér án nokkurs skipulegs átaks, en Alþýðuf lokksmenn
töldu ekki einu sinni treystandi á það.
• Alþýðubandalagið lagði til að þjónustugjöld ýmissa
aðila; verslunarálagning, flutningsgjöld og vátrygg-
ingarkostnaður yrðu lækkuð en þessu var hafnað af
báðum flokkum á þessari forsendu að þetta væri óraun-
hæft vegna þess að þessir aðilar berðust í bökkum nú
þegar. Það er hinsvegar á það að líta að með afnámi
launaskatts til ríkisins, 10% vaxtalækkun á árinu og
fleiri aðgerðum hefði útgjaldasamdráttur veigamestu
fyrirtækja okkar orðið 10-12%, og því full ástæða til að
ætla að ýmis atvinnurekstur gæti gefið nokkuð eftir og
lagt sitt fram til verðbólgubaráttunnar ef pólitískur vilji
væri fyrir því að knýja það fram.
• Alþýðuflokkurinn hafnaði algjörlega vaxtalækkun en
Framsóknarflokkurinn taldi hana ekki færa fyrr en
verðbólgu hefði verið náð niður. Nú er það staðreynd að
grunnvextir hafa frá '77 hækkað um 100% og verðbólga
vaxið ört í stað hins gagnstæða. A sama tíma hefur
vaxtakostnaður fyrirtækja vaxið um 50 til 250% og er
orðinn stærsti útgjaldaliður f jölmargra fyrirtækja fyrir
utan laun. Alþýðubandalagið telur að það sé betra að
vera með 27% meðalvexti í 30% verðbólgu eins og tillög-
ur Alþýðubandalagsins hef ðu þýtt heldur en að vera með
37% meðalvexti eins og nú er í 60% verðbólgu. Hag spari-
f járeigenda hefði verið betur borgið með þessum hætti,
svigrúm til launagreiðslna aukist í atvinnurekstri og auk
þess mun það vera svo að vaxtaprósentan ráði fremur
sparnaðarformi en heildarsparnaði. Það eru fyrst og
fremst tekjur manna og f járfestingaráform sem ráða
heildarsparnaði þjóðarinnar en ekki vaxtaprósentan,
eins og sýnir sig í því að eftirspurn eftir lánum hefur
farið vaxandi þrátt fyrir hátt vaxtastig.
• Alþýðubandalagiðtelur að beita eigi ríkissjóði til þess
að vinna gegn verðbólgu og við þær aðstæður sem nú
ríkja sé skynsamlegra að nota hann í þessu skyni í stað
þess að greiða niður nær því að f ullu gamlar skuldir við
Seðlabanka frá árunum 1975 og 1976. Gagnvart þessari
tillögu var Alþýðuf lokkurinn neikvæður og Framsóknar-
menn vildu ekki ganga eins langt og Alþýðubandalagið.
Það var hins vegar meginatriði í tillögum flokksins að
ríkissjóður yrði rekinn hallalaus á árinu 1980, skuldir við
Seðlabankann yrðu greiddar niður um 5.6 miljarða og
greiðsluafgangar ríkissjóðs yrði 10.8 miljarðar á árinu.
Allar fullyrðingar Alþýðuflokks og Framsóknarflokks
um bullandi hallarekstur rikissjóðs samkvæmt tillögum
Alþýðubandalagsins eru áróðurslummur, einsog ráða
má af síöara áliti Þjóðhagsstofnunar um tillögurnar.
• Þannig mætti telja ágreiningsefnin áfram, svo sem
varðandi veltuskattá hluta fyrirtækja í landinu, ráðstaf-
anir í málefnum landbúnaðarins, framlög til félagslegra
framkvæmda og fleira. Um það meginsjónarmið
Alþýðubandalagsins að viðhaldið skyldi verðtryggingu
launa var heldur ekki samkomulag, og vilja Fram-
sóknarflokkur og Alþýðuflokkur báðir binda sjálfvirka
kaupmáttarskerðingu í stjórnarsáttmála, þótt vandséð
sé hvernig á að koma henni í framkvæmd þegar allir
kjarasamningar eru lausir og flokkarnir telja sig ekki
geta sett kjaraskerðingarlög í andstöðu við meginþorra
launafólks.
—ekh
klippt
Í Halli á
I ríkissjóði?
ITíminn vitnar i forystugrein
i umsögn Þjóöhags s tofnunar
um tillögur Alþýöubandalags-
ins frá 19. janúar þar sem seg-
ir að þær muni leiöa til alvar-
legs halla á rikissjóöi. Hins
vegar láist Timanum aö vitna
til siðari umsagnar stofnunar-
innar sem fram kom 20. janúar
eftir að forystumenn Alþýðu-
bandalagsins höfðu leiörétt
ýmsar mistúlkanir stofnunar-
innar og visað til föðurhúsanna
ýmsum pólitiskum hugleiðing-
um og véfréttarútleggingum
forstjóra Þjóöhagsstofnunar.
■
I
■
I
i
i
■
1
■
i
■
i
■
i
■
i
■
i
■
i
■
i
■
i
■
i
Stada ríkissjóðs 1980
1 2 3 4 5
Dæmi 1980
Dæmi Frv. Frv.
Frv.1980 Frv.1980 um breytingar lOl.þings 102.þings
101-þing 102. þing skv. tillögum +breyt. + breyt.
Tekjur .... 330,3 323,1 +5,0 335,3 328,1
Gjöld ,.. .321,4 314,6 + 13,5 334,9 328,1
Rekstrarjöfnuöur ... . 8,9 8,5 4- 8,5 0.4 0,0
Jöfnuöur lána utan Seölabanka og jöfnuöur viðskiptareikninga 5,4 4,9 + 5,0 10,4 9,9
Greiösluafkoma 14,3 13,4 -i-3,5 10,8 9,9
Aætluö endurgreiösla lána viö Seölabanka 14,1 13,1 + 8,5 5,6 4,6
11. dálki eru niðurstöðutölur fjárlagafrumvarps Tómasar Árnasonar. 3. og 4. dálkur sýna breytingar
við það samkvæmt tillögum Alþýðubandalagsins (3. dálkur) og niðurstöður miðaö viö það (4. dálk-
ur). 2. og 5. dálkur sýna fjárlagafrumvarp Sighvats Björgvinssonar og niðurstööur breytinga við þaö
I samræmi við tillögur Alþýðubandalagsins.
Litill munur
Taflan hér aö ofan sýnir
stöðu rikissjóös á árinu 1980
samkvæmt tillögum Alþýöu-
bandalagsins og er birt i
umsögn Þjóðhagsstofnunar.
Hún er miðuð við fjárlaga-
frumvörpTómasar Árnasonar
(101. þing) og Sighvats Björg-
vinssonar (2. dálkurf102. þing),
breytingar samkvæmt tillögum
Alþýðubandalagsins (3.dálkur)
niöurstaða samkvæmt tillögum
Alþýðubandalagsins miðað við
frumvarp Tómasar (4,dálkur)
og Sighvats (5 dálkur).
ar I aukin gjöld. Þaö kemur til
af þvi eins og sést á rekstrar-
jöfnunarliönum að áætluð
endurgreiösla á lánum viö
Seðlabanka er 8,5 miljörðum
króna minni hjá Alþýðubanda-
laginu en i fjárlagafrv. Tómas-
ar. Jöfnuður lána utan Seðla-
banka og jöfnuður viöskipta-
reikninga er 5 miljöröum króna
hagstæöari hjá Alþýðubanda-
laginu en I fjárlagafrv. Tómas-
ar, greiðsluafkoma rikissjóðs
þvi aöeins 3:5 miljörðum króna
lakari hjá Alþýðubandalaginu
en samkv. frv. Tómasar.
Rétt er að miða við frum-
varp Tómasar Arnasonar þvi
enda þótt það væri allsekki i öll-
um atriðum aö skapi Alþýðu-
bandalagsins og lagt fram
i riafni Tómasar sjálfs
hafði verið unniö að þvi á tim-
um vinstri stjórnar innar
slðustu. Breytingar frá þvi eru
samkv. 3. dálki 5 miljaröar i
!í auknar tekjur, og 13.5 miljarð- .
LiHiBHMiBBimiBaiHiiBiim n)
Góö
greiðsluafkoma
Niðurstaðan veröur sú að
rekstrarjöfnuður rikissjóðs
yrði 400 miljónir króna (dálkur
4), jöfnuður lána utan Seöla-
banka og jöfnuður viðskipta-
reikninga 10.4 miljaröar króna,
og greiðsluafkoma rikissjóðs
þvi 10.8 miljarðar króna. Áætl-
uö endurgreiðsla lána viö
Seðlabanka samkv. tillögum
Alþýðubandalagsins yrði 5.6
miljarðar króna i stað 14.1
miljarður hjá Tómasi.
Hallalaus
rikisbúskapur
Hallalaus rikisbúskapur og
mjög viðunandi greiðsluaf-
koma rikiss jóös er útkoman úr
tillögum Alþýöubandalagsins.
Þeir sem ekki vilja fara i
stjórn með Alþýðubandalaginu
geta haft i frammi óskhyggju
um bullandi halla á rikissjóöi,
skuldasöfnun rikisins ofl. en
staöreyndirnar eru engu aö
siður aðrar.
-ekh
og skorío
Afmælis Tsjékhofs
minnst meö kvik-
myndasyrpu
Hinn 29. þ.m. eru 120 ár liðin frá
fæöingu rússneska rithöfundarins
og leikskáldsins Antons P. Tsék-
hovs. 1 tilefni afmæiisins veröa
sýndar kvikmyndir, ljósmyndir
og bækur i MtR-salnum, Lauga-
vegi 178, um og eftir næstu helgi.
Kvikmyndasýningar veröa sem
hérscgir: Laugardaginn 26. janú-
ar kl. 3 siðdegis veröa sýndar 2
myndir gerðar eftir smásögum
Tsékhovs: óskilabarnog Sænska
eldspýtan. Fyrri sagan er ein af
hinum stuttu, hnitmiöuöu kimni-
sögum Tsékhovs, en hin er saka-
málasaga i gamansömum tón.
Seinni myndin er með skýringar-
textum á ensku, sú fyrri texta-
laus.
Sunnudaginn 27. jan. kl. 4 siö-
degis veröur sýnd kvikmyndin
Harmleikur á veiöum, gerð eftir
einni af hinum lengri sögum
Tsékhovs. Myndin er sýnd án
þýddra skýringatexta.
Þriðjudaginn 29. jan. kl. 20.30
verður sýnd heimildarkvikmynd
um Tsékhov (meö norsku tali) og
Vanja frændi, kvikmynd A.
Mikhalkov-Kontsalovski gerö eft-
ir hinufræga, samnefnda leikriti.
Myndin er sýnd án þýddra
skýringatexta.
í tilefni kvikmyndasýninganna
IMÍR-salnum hefurveriösettupp
sýning á ljósmyndum og bókum
um og eftir Anton P. Tsékhov. AB-
gangur aö MIR-salnum er
ókeypis og öllum heimill.
(FráMIR).
Ibúð óskast
Litil ibúð óskast til leigu. Upplýsingar
gefur auglýsingadeild Þjóðviljans, simi
81333.