Þjóðviljinn - 29.01.1980, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.01.1980, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 29. januar 1980 UOBmUNN Málgagn sósialisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis L tgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: EiBur Bergmann Kitstjórar: Arni Bergmann. Einar Karl Haraldsson. Fréttastjóri: Vilborg HarÖardóttir Umsjónarmaöur Sunnudagsblaös: Ingólfur Margeirsson. Kekstrarstjóri: Úlfar Þormóösson Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, GuÖjón Friöriks- son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson. Þingfréttir: Þorsteinn Magnússon. Iþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elísson Útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson Handirta- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason Auglýsingar: Sigriöur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Ólafsson. Skrifstofa: Guörún Guövaröardöttir. Afgreiösla: Kristin Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára Siguröar- dóttir. Símavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigrlöur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Slöumúla 6, Reykjavík.slmi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. Tómasar-sprengjan og Tíminn Þórarinn Þórarinsson ritstjóri Tímans heldur því ranglega fram í forystugrein blaðs síns si. sunnudag að mikil gremja sé ríkjandi meðal Alþýðubandalagsmanna vegna vinnubragða Svavars Gestssonar í viðræðum und- ir hans stjórn um myndun vinstri stjórnar. Það væri þakkarvertef Þórarinn gæti í blaði sínu leitt fram þann mann sem hef ur hvíslað þessu í eyra hans. Eftir því sem Þjóðviljinn kemst næst ríkir almenn ánægja með stjórn- armyndunartilraun Svavars Gestssonar í Alþýðubanda- laginu og gildir það jafnt um verklagið, innihaldið og niðurstöðuna. • Fyrir Alþýðubandalaginu hef urávallt vakaðaðknýja fram'raunverulega vinstri stjórn, stjórn sem risi undir vinstra nafninu vegna stefnu sinnar. f viðræðunum sem hér um ræðir var á skýran hátt leiddur í Ijós sá málef na-1 ágreiningur sem er með Framsóknarflokki, Alþýðu- flokki og Alþýðubandalagi. Það er mjög mikilsvert að það sé landsmönnum Ijóst í hverju sá ágreiningur er fólginn, en hann séekki falinn í þokukenndri loðmullu og illskiljanlegu karpi. Hitt er svo annað mál hvort pólitísk- ur vilji er fyrir hendi að f inna þessum f lokkum einhvern þann stefnulegan samnefnara sem geti verið traustur grundvöllur stjórnarsamstarfs. Þórarinn Þórarinsson heldur því f ram að Framsóknarf lokkurinn haf i boðist til þess að f inna samnefnarann en Alþýðubandalagið skellt á nef ið á honum áður en úr því yrði. Einmitt í þessu atr- iði er frjálslega farið með sannleikann. • Mergurinn málsins er sá að Alþýðubandalagið óskaði eftir formlegum gagntillögum frá Alþýðuflokki og Framsóknarflokki, og kvaðst reiðubúið til þess að breyta sínum efnahagstillögum frá grunni, ef hinir flokkarnir gætu lagt fram tillögur er kæmu að sama v gagni, það er fælu ekki í sér skerðingu á kaupmætti al- mennra launa, hef ðu í f ör með sér að marktækur árang- ur næðist í hjöðnun verðbólgu ásamt samstilltu átaki til aðefla innlenda atvinnuvegi og varðstöðu gegn erlendri ásælni. Þegar Ijóstvar aðekkertslíktmyndi koma fram, m.a. engin gagntillaga frá Framsóknarflokknum, þótti Alþýðubandalaginu ekki ástæða til þess að þæf a mál í til- gangsleysi, enda forystumenn flokkanna þriggja búnir aðvera á látlausum samningaf undum um sömu ágrein- ingsefni allt frá sumarkosningunum 1978. • Þegar Þórarinn Þórarinsson gerir Alþýðubanda- lagsmönnum upp óánægju með stjórnarmyndunartil- raunina gæti hann eins verið að lýsa ástandinu í eigin flokki. Þegar Alþýðuflokkurinn sýndi einu sinni sitt rétta andlit með ,,sáttagrundvelli" Benedikts Gröndals varð sprenging í Framsóknarflokknum, m.a. vegna jákvæðrar afstöðu Tómasar Arnasonar. Forystumenn flokksins og þá sérstaklega Tómas liggja undir miklu ámæli vegna þess hve langt þeir hafa viljað ganga til móts við ýmsar hugmyndir Alþýðuflokksmanna í efna- hagsmálum. Þá er Tómas Árnason mjög gagnrýndur fyrir að hafa leynt og Ijóst unnið á móti vinstri stjórnar hugmyndum allt frá upphafi stjórnarkreppunnar, ekki síst með ótímabærum einkaviðræðum sínum við Alþýðu- flokkinn um minnihlutastjórn með honum. • Tómas Árnason hefur með athöfnum sínum í stjórnarkreppunni og ýmsum tiltektum í síðustu vinstri stjórn orðið persónugervingur hægri forystunnar í Framsóknarflokknum sem ýmsir byggðaþingmenn í flokknum vilja nú setja á óæðri bás. Það hefur ekki síst mælst illa fyrir að Tómas Árnason hefur gengið Fram- sóknarmanna lengst í því að vilja lækka niðurgreiðslur á búvöru og draga úr útflutningsbótagreiðslum. Fjand- skapur hans við aliar hugmyndir um samstarf við Alþýðubandalagið kunna einnig að vera sprottnar af einkaframtakshyggju hans og kosningaósigrinum 1978 á Austurlandi, þar sem Alþýðubandalagið var fengsælt á Framsóknarmiðum. • Meira að segja í þingflokki Framsóknarflokksins eru enn menn sem kunna skil á hægri og vinstri stef nu og vilja greina þar á milli. Þeir eru í megindráttum sam- mála Alþýðubandalagsmönnum um það að vinstri stjórn á ekki að mynda utanum formið eitt eða dulbúinn mál- efnaágreining. Þeir hafa áhuga á róttækri félags- hyggjustjórn og jafnaðarmennsku í ýmsum myndum. Pólitískur refsskapur og hægri sigling forystumanna á borð við Tómas Árnason er þeim ekki að skapi. Að' þessum viðhorf um innan Framsóknarf lokksins ætti Þór- arinn Þórarinsson að huga i næstu forystugrein áður etv hannsemur fleiri f jarstæðusögur um Álþýðubandalagið og innri mál þess. —ekh klrippt Fimm innrásir Þegar blöð úti um heim eru að ræða innrásina I Afganistan gripa þau gjarna til ýmiskonar samanburðar. Eins og vænta mátti er þá algengast að rifja það upp að Ihlutun af þessu tagi sé ekki einsdæmi og eigi Bandarlkin að baki sér langan feril og ófagran I þessum efn- um. Breska blaðið Guardian var að minna lesendur sina á það á dögunum, að fyrir utan hina sovésku innrás, sem gerð var skömmu fyrir nýár voru fjórar aðrar innrásir gerðar. Vietnamar réðust inn i Kampútseu, Kinverjar réðust inn I Vietnam, Tanzania réðist inn I Úganda og Frakkar réðust inn i Miðafrlkukeisaradæmið. Blaðiö segir á þá leið, að allar hafi innrásirnar haft það yfir- lýsta markmið að steypa illum valdhöfum og setja einhverja aðeins skárri i staðinn — nema þá hin kinverska innrás i Víet- nam. 1 aðeins einu tilviki hefur hinn erlendi her verið tekinn heim aftur, m.ö.o. hinn kin- verski. Hver framdi glœpinn? Þessi upptalning hins breska blaðs, minnir meðal annars á það, að hvað sem menn segja, þá reynist það ekki hið sama hver glæpinn fremur. Til dæmis urðu mjög fáir til aö mótmæla innrásinni i Úganda, nema þá Gaddafi Lybluleiðtogi. Mótmælin gegn þvi, aö Tansanluher steypti stjórn landsins urðu fá, ekki aðeins eða eingöngu vegna þess hve Idi Amin var illa þokkaður. Það skipti mestu að hvorki Sovét- ríkin né Bandarikin áttu þar hlut að máli beinlinis. Ef þau hefðu haft einhver bein afskipti af Úganda annað eða bæði, þá hefði orðiö mikið ramakvein um heimsbyggöina. Stórmál Hitt þarf s vo engan að undra þótt innrás Sovétmanna i Af- ganistan þyki margfalt stærri og alvarlegri tíðindi, en hlið- stæðir atburðir aðrir fráfyrra ári. Til þess liggja margar ástæður. Þetta er meiriháttar ihlutun: haft er fyrir satt aö það sovéska herliö sem nú er komiö til Afganistan sé fjöl- mennara en sjálfur her lands- ins og hafi hinn erlendi her m.a. verið haföur til aö afvopna nokkrar þær sveitir stjórnar- hersins sem ótryggar þóttu valdhöfum i Kabúl. I annan s taö gera Sovétríkin riki utan hernaðarbandalaga aö vett- vangi hers síns, og það hefur mikil og djúptæk áhrif á allan þriðja heíminn. Og i þriðja lagi verður Afganistan til þess aö skerpa gifurlega andstæður milli risaveldanna tveggja og ýta út i myrkur og þoku þeirri slökunarstefnu sem svo lengi hefur verið höfö á lofti bæði i Washington og Moskvu. Ósigur slökunarstefnu Endanlega er Afganistan og sú stigmögnun atburða I átt til kalds strlðs sem siðar hefur gerst ósigur þeirra sem hafa gert slökunarstefnu aö sinu trompi. Það má gera ráð fyrir þvi að hvorki þeir sem mestu ráða I Washington né heldur hin sovéska forystusveit hafi verið heil I slökunarboöskapnum. Að vlsu gátu báðir aðilar haft af slikri stefnu ávinning og ekki sist Sovétmenn: óheft vig- búnaðarkapphlaup kostar þá gifurlega mikið I almennum lifskjörum og tiltölulega miklu meira en Natórikin. En um leiö hefur meðal pólitiskra ráða- manna og herforingja ekki verið neinn skortur á þeim, sem töldu slökunarstefnu, Salt- samningana og annað þess- háttar gefa alltof litið i aðra hönd, og þeir hafa fengið að ráöa mörgu bæöi i stærri og smærri málum. Slökunarstefn- Mobutu: ólæknandi ást á ein- ræöisherrum. an er nú að blða mikinn ósigur ekki sist vegna þess.að henni hefur verið fylgt með hangandi hendi og margt þaö gert af hálfu ráðamanna sem I raun gróf undan henni._ Þeir hlutlausu Þegar Afganistan var tilum- ræðu á Allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna sagði sendi- herra Mexlkó meðal annars: „Viö erum á leiðinni inn I kalt strlð. Og þeir sem hljóta að tapa köldu striði eru þjóðir þriðja heimsins”. Þessar þjóð- ir, flestar utan hernaðar- bandalaga, tóku langflestar stöðu gegn Sovétrikjunum i þessu máli, eins og fram kom i atkvæðagreiðslum. Um leið er ..—.03 T það ljóst, að þær vilja ekki að ■ máli þessu sé snúið upp i alls- I herjarátök milli austurs og J vesturs sem m.a. þýða aö ■ reynt er að neyða „suðrið” til ■ að taka sér stöðu með annarri . hvorri blokkinni. Þær vilja ekki I láta dæma hlutleysisstefnuna ■ úr leik. Það sést af sumum borgara- ■ legum málgögnum, að þeim I finnst það vesældómur, J skammsýni eða eitthvaö enn ■ verra, aö túlka ekki innrásina i • Afganistan sem endanlegt 5 skipbrot hlutleysis. Þessi mál- I gögn gleyma þvi þá, hvað það ■ er, sem i raun hefur tryggt | Sovétrikjunum áhrif og nokkra ■ samúð hér og þar um þriðja | heiminn. Helst vilja þau reikna J allt til hervalds eða viöskipta- ■ tengsla, en þvi fer fjarri að I málið sé svo einfalt. Ein helsta ástæðan fyrir þvi, | aö fjölmargar þjóðir þriðja ■ heimsins eru ekkert að flýta I sér I faðmlög Vesturveldanna ■ er fortið ihlutunar verstrænna ■ stórvelda og ekki sist ■ Bandarikjanna I rikjum þriðja _ heimsins. Sú ihlutun hefur ekki I alltaf verið fólgin i þvi að senda ■ landgöngulið sjóhersins á vett- | vang eins og gert var i ■ Dóminkanska lýðveldinu. I Það sem mest hefur grafið \ undan áliti Vesturvelda i þriðja ■ heiminum er það, hve marga ■ illa þokkaða einræöisherra og ? herforingjaklikur þau hafa I stutt með ráöum og dáð. Þar ■ með hafa t.d. Bandarikin tryggt | sér fyrirfram fjandskap . þeirra andófsafla sem reyna | að koma á þolanlegri stjórn i ■ viðkomandi löndum. Og um leið . hafa þessi andófsöfl verið bein- I linis send I vinfengi við Sovét- ■ menn samkvæmt þeirri sigildu | formúlu, að „óvinur mins ■ óvinar er minn vinur”. „Okkar jj tikarsonur” i Dálkahöfundurinn Jack ! Anderson var einmitt að að I fjalla um þessa hluti i grein i I Washington Post á dögunum. _ Hann sagöi m.a.: „Okkar ólæknanlega hrifn- J ing af einræðisherrum, sem . ekki þurfa annað en þylja sann- I færandi andkommúníska linu ■ og fullvissa okkur um aö þeir | séu traustir i sessi getur leitt ■ okkur inn I enn meiri vanda I áður en langt um liöur. I . Argentinu og Chile höldum við ■ áfram að styðja kúgunar- ■ stjórnir herforingja til að . ^vernda bandarfska viðskipta- I hagsmuni. Og i Zaire en einn ■ þeirra forseta sem nýtur ■ stuðnings Bandarlkjanna, I Mobutu Sese Seko, bersýnilega , á leiðinni inn I svipað syndaflóð ■ og Somoza (fyrrum einvaldur I I Nicaragua). Hann hefur sank- j að að sér auðæfum meðan þjóö- I hans sveltur og handtekið ■ hvern þann sem dirfist að I gagnrýna einræöi hans. En ■ hann heldur kampakátur mikl- | ar veislur fyrir bandariska \ embættismenn og bisness- ■ menn. Robert Remole, fyrrum yfir- ! maður pólitísku deildarinnar | við sendiráö Bandarlkjanna i ■ Kinshasa hefur sagt mér aö I dagar Mobutus séu taldir. Lýs- , ing Remoles á ástandinu kem- ■ ur aö sjálfum kjarnanum i ■ stöðu Bandarikjanna: Mobutu er tlkarsonur, sagði I hann, en þeir sem með völd ■ fara segja alltaf, aö hann sé 1 okkar tíkarsonur. Ég er viss I um að hann verður ekki viö völd ■ mikiö lengur — og þjóð Zaire | mun gera Bandaríkin ábyrg ■ fyrir stuðningi við hann”. áb. ■ skorrið Þetta sýnir að Rússar eru blóöþyrstir heimsvaldasinnar sem ætla aö leggja undir sig heiminn. Og samt finnst mér að viö heföum áttaö gera þaöl íran sem þeir geröu I Afganistan.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.