Þjóðviljinn - 29.01.1980, Page 5

Þjóðviljinn - 29.01.1980, Page 5
Þriðjudagur 29. janúar 1980 ÞJÖDVILJINN — SÍÐA 5 Sparnaðarráð- stafanir járnfrúarinnar hafa ekki bjargað ríkisfjármálumf en þær koma illa við breskar konur Thatcher: hún haföi lofað dag- heimilum fyrir öll börn eftir tiu ár. Aðilar s tálverkfallsins hanga f lausu lofti og Margaret segir : A ég að gera eitthvað?.Nei takk, ætli þessir gaurar komist ekki niður á jörðina sjálfir. Konurnar yfirgefa Margaret Thatcher Margaret Thatcher hefur fet- að í fótspor ýmissa pólitfskra foringja: hún reynir að breiöa yfir vandkvæði heima fyrir með þvi að hafa hátt út á við. Gn ekki eru allir landar hennar jafn- hrif nir af þeirri viöleitni. Það er verkfall i stáliðnaðinum, það á aðloka verksmiðjum og námum og þá segja menn sem svo: „Það er meira en dapurlegt að virða fyrir sér stjórn, sem nýtir allt sem eftirer af diplómatfskri getu Breta til að koma á friði I Ródesiu en gerir ekkert til að skapa atvinnu í Wales”. Skoðanakannanir sýna, að vinsældir frú Thatcher hafa skroppið mjög saman I Bretlandi, enda þótt ekki sé nema rúmlega hálft ár sföan hiin vann sinn mikla kosninga- sigur. Og það kemur einnig fram, að það eru ekki sist konur sem hafa snúið við henni baki. Til þess eru ærnar ástæður. Niðurskurður A sjöunda áratugnum hafði verið komið upp svo viðtæku kerfi af dagvistunarstofnunum í Bretlandi að möguleikar kvenna á að ganga út á vinnu- markaðinn jukust stórlega. En ámiðjum siðasta áratug hófust siðan þær viðnáms- og sparn- aðaraðgerðir sem svo heita, sem hafa ekki sist komið niður á heilsugæslu, gömlu fólki og barnastofnunum. Fjármálaráðherra Verka- mannaflokksins, Denis Hea- ley, skapaði fordæmi í þessum efnum, og eftirmaöur hans i stjórn frú Thatcher, sir Geoffrey Howe, heldur galvask- ur áfram á sömu braut. Hafi breskar konur vonast til þess, að kona i forsætisráðherrastóli mundi betur gæta þeirra hags en einhver karlhlunkur, þá hafa þær heldur betur misreiknað sig. Þvi rikiö dregur saman seglin og bæjarfélögin einnig, og alls staðar eru það fyrst og fremst konur sem missa atvinn- una, þær eru þrjár af hverjum þeim fjórum sem verða fyrir barðinu á niöurskurðarráðstöf- ununum. Þegar Margaret Thatcher vann i menntamálaráðuneytinu ávaldadögum Edwards Heaths lofaði hún þvi að innan tiu ára skykii búið að Utvega ókeypis dagvist fyrir öll börn, þriggja og fjögurra ára gömul, sem foreldrar á annaö borð vildu i slikum stofnunum hafa. En nú er hUn orðin forsætisráðherra og framlög til dagheimila hafa verið lækkuð Ur sex miljónum punda niður i fjórar miljónir. Það eru aðeins 18% af fjögurra áragömlum börnum i Bretlandi sem ganga i leikskóla, en i Vestur-Þýskalandi er pláss fyrir 70% jafngamalla barna. Þetta eitt sker þegar að miklum mun niður möguleika mæðra til að taka sér þótt ekki væri nema hálfs dags vinnu. FRÉTTA- SKÝRING Konurnar fyrst! Sparnaður bæjarfélaganna kemur niður á skólum, sjúkra- húsum, eliiheimilum og jafnvei tómstundaheimilum fyrir gamalt fólk. Alls staðar eruþað konur sem missa störf sem kennarar, eldabuskur I skóla- eldhúsum, starfsfólk á sjúkra- húsum, sem annast þvott, matseld, hreingerningar og fleira. Skriffinnar bæjar- félaganna sitja hins vegar öruggir i stólum sinum og útskýra stoltir að það þurfi ekki að segja neinum upp starfi, það séu aðeins „lausráðnir” sem verði að fara. Og þeir „laus- ráðnu” eða hálfsdagsfólkið, það eru einkum þær 1200 þúsundir kvenna sem komu inn i atvinnulffið á árunum 1961—71. Vinnuafl kvenna er sá vara- sjóður sem notaður er eftir þvi sem þurfa þykir, en án allra skuldbindinga við konurnar. Guð vilji! Jafnréttislögin, sem samþykkt voru á siöastliðnum áratug, hafa ekki komið konum að miklu haldi. Ráögjafar og samstarfsmenn Margaret Thatcher hafa i stað þess að sýna einhvernlit á að virða þau i verki látið frá sér fara ýmis- legar vangaveltur sem vanmeta hlut kvenna i atvinnulifinu og boða það að best sé að þær haldi sig heima og séu ekki að keppa um vinnu við karla. Patrick Jenkin félagsmálaráöherra hef- ur t.d. sagt að: „Ef það hefði verið ætlun guðs aö viö hefðum jafnanréttog aö við gengjum til starfa sem jafningjar, þá hefði hann raunar ekki átt að skapa karla og konur”! Margaret Thatcher hefur lækkað nokkuö Framhald á bls. 13 Frá Amnesty International F angar mán- aðarins: tslandsdeild Amnesty International hefur ákveöið aö birta i hverjum mánuöi nöfn „fanga mánaöarins” og svo þeirra aöila sem mælst er til aö skrif aö veröi til aö biöja um frelsi þeim til handa. Nú er beöið um aö menn gleymi ekki þessum þrem samviskuföngum: Fangi: Dimiter Kolev I Búlgariu Skrifa ber kurteislega oiðuð bréf, þar sem mælst er til þess að hann verði þegar látinn laus til Mr. Todor Zhivkov, Chairman of the State Council, Sofia, Bulgaria. og Mrs. Svetla Daskalova, Minister of Justice, Sofia, Bulgaria. Fangi: D.A. Santosa i Indónesiu Skrifa ber kurteislega orðuð bréf, þar sem mælst er til þess aö hann verði látinn laus eða mál hans að minnsta kosti tekið til endurskoðunar. Skrifa skal til Admiral Sudomo, Kepala Staf KOPKAMTIB, Jalan Merdeka Barat Jakarta, Indonesia. Fangi: Dr. Victor Carlos Marchesini Skrifa ber kurteislega orðuð bréf, þar sem mælst er til þess að hann verði þegar i stað látinn laus, til Excelentisimo Senor Presidente de la Republica Argentina General Jorge Rafael Videla, Casa Rosada, Balcarce 50 Buenos Aires, Capital Federal, Argentina Skrifstofuvélar h.f. kynna vélar og tækni á sviði skrifstofuvéla á sérstakri sýningu að Hótel Loft- leiðum, Kristalssal, dagana 29., 30. og 31. janúar 1980, kl. 13 til 18 alla dagana. Sýndar verða vélar, tæki og tæknibúnaður, m.a.: Omic reiknivélar, IBM ritvélar, Selex Ijósritunarvélar, Richmac búðarkassar, Citizen hljóðritar, NCR mikrolesarar, Stromberg stimpilklukkur, Roneo frimerkjavélar, Gakken- og Banda myndvarpar, ABC ritvélar, U-Bix Ijósritarar, Omron búðarkassar, Simplex stimpilklukkur, Apeco Ijós- ritunarvélar og m.fl. Veríð velkomin! SKRIFSTOFUVELAR H.F. ■J, + — -r <5" Hverfisgötu 33 ' X Sími 20560 - Pósthólf 377 O 2

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.