Þjóðviljinn - 29.01.1980, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 29.01.1980, Blaðsíða 16
DJOÐVIUINN Þriðjudagur 29. janúar 1980 Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til föstudaga, kl. 9 — 12 f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum. Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfs- menn blaðsins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81257 og 81285, afgreiðsla 81527 og Blaðaprent 81348. ^ 81333 Kvöldsimi er 81348 r Odýrara í Þjódleik- hús en Iðnó Aðgöngumiðar að Þjóðleik- húsinu hækkuðu fyrir fáeinum dögum. Algengasta miðaverð er nú 3600 kr., hækkar úr 3100 kr. Þjóðleikhúsið hafði sótt um að fá að hækka verð aðgöngumiða i 4000 kr., en Leikfélag Reykjavik- ur selur aðgöngumiða á þvi verði. „Við miðuðum oft við áskrift- arverð dagblaða, en höfum dreg- ist langt aftur úr þvi>i’ sagði Ivar H. Jónsson skrifstofustjóri Þjóðleikhússins i gær. — eös. jTæplega i il%hækkunj Ívísitölu j ! vegna hækkana á - lopinberri þjónustu \ Hækkanir þær sem urðu I á verði opinberrar þjónustu ■ i si. viku valda tæplega 1%| hækkun á framfærsluvisi-■ tölu og verðbótavis itölu. Þaö I er heldur minni hækkun en “ reiknað hafði verið með !■ áætiunum um áhrif hækkana ■ á opinberri þjónustu á visi-_ töluna 1. febrúar nk. „ Aætlað var að hækkanir ■ ■ hjá þvi opinbera hefðu i för | J með sér 1,3% hækkun visi- ■ Itölu framfærslukostnaðar. | Hækkunin nemur hinsvegar ■ ■ 0.9%,Visitalan var 1911 stig i ■ | nóvemberbyr jun 1979, en I ■ hækkar um 17 stig vegna J ■ hækkana á opinberri þjón- | ■ ustu. Ýmsar aðrar verð- ■ Ihækkanir valda svo meiri | visitöluhækkun. „ í Hitaveituhækkunin nemur ■ 1 0.33% hækkun visitölu, raf- ■ ■ magns hækkunin 0,18%, J 3 hækkun strætisvagnafar-1 ■ gjalda 0.14%, hækkun hjá ■ IPósti og sima 0.19% og | hækkun á verði aðgöngu- ■ Z miða að Þjóðleikhúsinu 1 1 0.05%, eða samtals ^0.9% ■ hækkun. — eös Ný lög um hluta- félög Hinn 1. janúar 1980 gengu í gildi ný lög um hlutafélög nr. 32 frá 12. mai 1978, en jafnframt féllu úr gildi fyrstu islensku hlutafélagalögin frá 1921. I nýju lögunum eru fjölmargar breytingar og nýmæli, t.d. um stofnun hlutafélaga, hlutafé, stjórnun hlutafélaga, endurskoð- un, ársreikninga, arðsúthlutun, varasjóðsskyldu, félagsslit og loks skráningu hlutafélaga, sem verður nú á einum stað fyrir allt landið. Hlutafélagaskrá, sem heyrir undir viðskiptaráðherra, hefur nú aðsetur hjá borgarfó- getaembættinu, Skólavörðustig 11, Reykjavik. Lögin taka til allra hlutafélaga hér á landi, nema annað sé á- kveöið i lögum, og með vissum undantekningum til hlutafélaga sem stofnuö hafa verið fyrir gildistöku laganna. I lögunum eru fjölmörg ákvæöi sem mæla fyrir um til- kynningar til hlutafélagaskrár, strax eða innan ákveðins frests, og getur vanræksla á tilkynning- arskyldu haft ýmis óheppileg réttaráhrif, t.d. leitt til þess aö félag öðlist ekki réttaraðild eða þvi beri aö slita. 101 árs gömul kona tók fyrstu skóflustunguna Ragnhildur Guðbrandsdóttir scm er á 102. aldursári og jafn- framt elsti ibúi Kópavogskaup- staðar, tók sl. laugardag fyrstu skóflustunguna aö byggingu Hjúkrunarheimilis aldraðra l Kópavogi. Byggingin sem verður 1410 fer- metrar að stærð hefur verið val- inn staður við Kópa vogsbraut skammt frá Hafnarfjarðarvegi. Það eru 10 félagasamtök i Kópa- vogi sem hafa haft meö höndum undirbúning fyrir byggingu Hjúkrunarheimilisins, sem mun vcra fyrsta sérhannaða heimili sinnar tegundar hér á landi. Alls er gert ráð fyrir að 38 vistmenn geti dvalist á heimilinu hverju sinni, bæði i einsaklings- og tveggja manna herbergjum. Gert er ráð fyrir að byggingar- framkvæmdum og frágangi verði að fullu lokið á næsta ári. Eins og áður Sagði eru það 10 félagasamtök i Kópavogi sem hafa haft á höndum allan undir- búning að þessu verki, og hafa þau staðið fyrir almennri fjár- söfnun meðal Kópavogsbúa, vegna þessarar byggingar frá þvi sl. haust. Alls hafa safnast rúm- lega 50 miljónir, en söfnunin mið- ast við að hvert heimili i Kópa- vogi leggi til hliðar upphæð sem jafngildir hálfu strætisvagna- fargjaldi á dag. 1 kaffisamsæti sem byggingar- aðilar héldu eftir að fyrsta skóflu- stungan hafði verið tekin, bárust ýmsar góðar gjafir frá félögum og einstaklingum til byggingar Hjúkru narheimilisins. Fyrir liggur beiðni hjá Bæjar- stjórn Kópavogs um fjárveitingu að upphæð 100 miljónir til bygg- ingarframkvæmdanna og til- kynnti Björn ölafsson formaður bæjarráðs Kópavogs að ekki myndi bæjarfélagið láta sitt eftir liggja til að framkvæmdum við byggingu hins nýja Hjúkrunar- heimilis verði lokið sem fyrst. Aætlaður byggingarkostnaður heimilisins er um 300 miljónir. Formaður Byggingarstjórnar er Asgeir Jóhannesson en arkitekt Hjúkrunarheimilisins er Hilmar Þór Björnsson. -lg. Sinfónían „þjóf- startaöi” Hœkkaöi aðgangseyri áður en leyfi fékkst Áskriftarskirteini að tónleikum Sinfóniuhljómsveitar ísiands kosta nú i vetur 23.000 kr. og 15.000 kr. en kostuðu áður 20.000 kr. og 12.000 kr. Einstakir miðar kosta nú 3.500 kr og 2.500 i öftustu sætin. Verðið á miðum i öftustu sæti hefur ekki hækkað frá i fyrra, en aðrir miðar hafa hækk- að um 500 kr. „Við vorum búnir að ákveða þetta verö áður en leyfið til hækk- unar kom,” sagði Sigurður Björnsson framkvæmdastjóri Sinfóniuhljómsveitar íslands I samtali við Þjóðviljann. „Siðara misseri er að hefjast núna. Við urðum að taka ákvörðun fyrir ákveðinn tima. Hækkun okkar er innan við þau 16%, sem við feng- um leyfi fyrir, svo við fórum nokkuð nálægt þvi,” sagði Sigurð- ur. — eös. Tonnið af heitu vatni í 143 kr. llitaveitugjöld hafa nú hækkað um 20%. Hjá Hitaveitu Reykja- vikur hækkar tonniö af heita vatninu úr 119 krónum i 143 kr. og önnur gjöld samsvarandi þvi. Jóhannes Zoega Hitaveitustjóri tjáði Þjóðviljanum að sótt heföi verið um 25% hækkun hitaveitu- gjalda i september sl. og um 37% hækkun I októberlok. Póstur og simi: Fékk 13% hækkun - vildi 30% Gjaldskrá Pósts og sima var hækkuð um 13% fyrir helgi og tók hækkunin gildi á föstudaginn. Siðast sótti Póstur og simi um hækkun um miðjan desember sl. og þá um 30% hækkun. „Við reiknum með að hvert prósentustig gefi okkur 130-132 miljónir,” sagði Páll Danielsson framkvæmdastjóri Fjármála- deildar Pósts og sima. Hækkunin þýðir þá a.m.k. 1,7 miljarða i kassann hjá Pósti og sima. — eös. Hjúkrunarheimili aldraðra i Kópavogi: Asgeir Jóhannesson formaður byggingarstjórnar Hjúkrunarheimilis aldraðra í Kópavogi þakkar elsta ibúa Kópavogs frú Ragnhildi Guðbrandsdóttur sem er á 102.aldursári, eftir að hún haföi tekið fyrs tu skóflustunguna að hinu nýja Hjúkrunarheimili aldraðra sl. laugardag. — Mynd: ímynd. Alþjóölegar rannsóknir á botni úthafanna: Verður boruð tjögurra km. hola hérlendis? Mjög dýrt verkefni - alþjóðleg ráóstefna hér á landi um máliö i vor Fyrir tveimur árum var bor- uð hola á Reyðarfirði sem liður i alþjóðlegum rannsóknum á botni úthafa. Nii kemur til greina að boruö verði hérlendis mun dýpri hola en nokkru sinni áður eða um 4 km. á dýpt og mun það verkefni kosta 1—2 miljónir dollara eöa 400 til 800 miljónir króna. Þessar upplýs- ingar fékk Þjóðviljinn hjá Guð- mundi Pálmasyni jarðeðlis- fræöingi á jaröhitadeild Orku- stofnunar. Guömundur sagði að Island gæti með vissum hætti talist til sjávarbotnsins þó aö ofansjávar væri og þvi mun ódýrara að bora hér heldur en úti á hafi. Einnig kæmi mjög til greina að bora f gamlan sjávarbotn á Kýpur og skiptist dálitið i horn meðal vlsindamanna hvorn kostinn ætti að velja. Auk islenskra visindamanna eru það einkum Bandarikj- amenn, Bretar, Þjóðverjar, Danir og Kanadamenn sem standa að þessum rannsóknum. I mai n.k. verður haldinhér á landi ráðstefna um þessi mál og koma til hennar milli30 og 40 út- lendingar þar sem framhald þessara borana verður rætt. Guðmundur sagði að tslend- ingar væru ekki sjálfir búnir að móta afstöðu til borunar hér- lendis og væri það ekki sist spurning um fjármögnun verk- efnisins. Sá beini ávinningur sem viö gætum haft af þessari borun væru verðmætar upplýs- ingar um jarðhitakerfi landsins. Holan sem boruð var á Reyð- arfirði var um 1900 metrar á dýpt eða svipuð og aðrar holur sem hér hafa verið boraðar en með öðru móti að þvi leyti að upp náöist samfelldur kjarni aiveg niður I botn. Ef fariö verður út i 4 km holu taldi Guðmudur liklegast að hún yrði boruð á SV-landi þannig að hún kæmi að gagni I sambandi við jaröhitanytingu þar. — GFr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.