Þjóðviljinn - 02.02.1980, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 02.02.1980, Blaðsíða 15
Laugardagur 2. febrúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15 Or bíómynd kvöldsins. Á slódum Laugardagsbtómyndin aö þessu sinni er bandarisk frá árinu 1966. Hún hefur fengiö islenska nafniö A slóöum njósnara (Where the Spies Are.) Aöalhlutverk eru i höndum David Niven, Francoise Dor- leac og Noel Harrisson. Miöaldra enskur læknir sem aldrei áöur hefur komið njósnara nálægt njósnastörfum, tekst á hendur verkefni, fyrir bresku leyniþjónustuna og er sendur til Beirút. Þýöandi myndarinnar er Kristmann Eiösson. Sjónvarp kl. 22.00 Ekki er aö sjá svo sterkan ættarsvip meö þeim Katli Larsen leik- ara og bróöur langalangalang afa hans Napóleoni Bonaparte. Á bróður Napóleons fyrir langa-Ianga-langafa „Viö fáum feögin fræknu úr vinsælasta sjónvarpsmynda- flokknum þessa dagana, þau Steindór Hjörleifsson og Ragnheiöi Steindórsdóttur leikara til aö ræöa viö okkur” sagöi Guöjón Friðriksson einn af umsjónarmönnum þáttarins í vikulokin sem veröur aö vanda á dag- skránni i dag kl. 13.30. Þá veröur einnig aö sögn Guöjóns rætt viö Ketil Larsen sem einnig er leikari en ekki veröur rætt um leikferil Ket- ils heldur ættir. Langalangalangafi Ketils var enginn annar en Jósep Bonaparti bróðir Napóleons. Jósep var Spánarkonungur þann tima sem Napóleon réöi yfir Frakklandi, en eftir aö Napóleon missti völdin i Frakklandi varö Jósep einnig aö far a fr á s tjór n, og fluttu þá börn hans viða, þar af einn sonurinn til Danmerkur en þar er Ketill einmitt fæddur. Útvarp kl. 13.30 Fleira gott fólk kemur til viðtals, auk þess sem fariö veröur i leiki viö hlustendur. —>g Yfirheyrsla|| Sunnudaginn 3. febrúar kl. 14.20 veröur fluttur 5. þátturinn úr flokknum „Stjórnmál og glæplr”. Hann nefnist „Yfir- heyrslan i Havana, sjálfsmynd af rlkjandi stétt”. Höfundur er Hans Magnús Enzensberger, en útvarpsgerö er eftir Viggo Clausen. Margrét Jónsdóttir geröi þýöinguna, en Jónas Jón- asson er stjórnandi. Meöal flytjenda má nefna þá Robert Arnfinnsson, Erling Gislason, Þorstein Gunnarsson, Steindór Hjörleifsson, Baldvin Halldórsson og Hjalti Rögnvaldsson. Þátturinn er tæpar 100 múnútur aö lengd. t april 1961 gengu kúbanskir útlagar á iand i Svinaflóa á Kúbu. Taliö var aö bandariska leyniþjónustan CIA heföi staö- iö á bak viö þessar aögeröir, sem vitanlega beindust aö þvi aö fella Castro og stjórn hans. Innrásin fór út um þúfur og marg- ir útlagar féllu eöa voru handteknir. Fangarnir voru yfir- heyröir i stóru leikhúsi I Havana, og var bæöi sjónvarpaö og útvarpaö frá réttarhöldunum. Enzensberger byggir verk sitt á rúmlega 100 siöna skýrslu sem rituð var meöan á yfir- heyrslunum stóö. Hringið í síma 8 13 33 kl. 9-5 alla virka daga eða skrifið Þjóðviljanum Síðumúla 6, 105 Reykjavík ffrá lesendum Úr 5 ára andófi við íslenskt dómskerfi Þingfréttir útvarps Markús Þorgeirsson sendir Eitt alskemmtilegasta og mest spennandi efni útvarps- ins okkar i gegnum árin hefur veriö aö finna á dagskránni klukkan 9.45 á morgnana. Hér er um aö ræöa þingfréttir. Léttur fiöringur hrislast um mann þegar frumvörpin, þingsályktunartillögurnar og nefndarstörfin ber á góma á öldum ljósvakans. En nú er af sem áöur var. Einhverjir tveir unglingar, hverja ég kann ekki aö nefna, hafa nú aö undanförnu séö um þáttinn og tekst hörmulega upp I þeim starfa. Þeir stama og hiksta á textanum, eins og 7 ára krakkar viö lestrarkennslu. Þetta vildi ég biöja hiö háa alþingi aö lagfæra sem fyrst, þjóðarinnar vegna. Þvi eins og mátækiö segir: „Morgunstund gefur guil i mund”. — Otvarpshlustandi. Þorskhausar Vilmundi skeyti Hr. dómsmálaráöherra Vilmundur Gylfason Arnarhvoli, R. Þar sem þér hafiö staöfest sem alþingismaöur aö halda stjórnarskrá lands og þjóðar meö eiginhandarundirskrift og sem slikur aö vinna og starfa i anda stjórnarskrárinnar, legg ég fyrir yöur dómsmálaráö- herra að gefnu tilefni eftirfar- andi spurningar og vænti ég þess af yðar hálfu að ég fái staðfest svör viö þeim i bréfa- eöa skeytaformi. 1. spurning: Hvar er Mána- fossmáliö til meöferöar nú i dómskerfinu, þaö hófst 28. mai 1975 fyrir sjó- og verslunar- dómi Reykjavikur. 2. spurning: Hver er for- senda þess aö rikissaksóknari Þóröur Björnsson og staö- gengill hans Bragi Steinarsson virðast ekki fara meö málið aö lögum er varöa meöferö þeirra á Mánafossmálinu. 3. spurning: Hver er for- senda þess dómsmálaráö- herra, aö ég nýt ekki sama réttar fyrir dómstólum sem fjallað hafa um Mánafossmáliö og stjórn Eimskipafélags Islands hf. fram til þessa. 4. spurning: Hvers vegna fæ ég ekki fyrirtekin þingmerkt dómsskjöl sem aðili að þessu máli i dómi. 5. spurning: Hvert get ég leitað nú i dag meö þann rétt sem ég á hér frá lagalegu sjónarmiöi að ég fæ best séö sem skipstjóralæröur maöur. Sem dæmi. Þaö hafa verið haldnir 5 sjóréttir yfir yfir- mönnum skipsins, engin sjó- kort voru lögö fram I réttar- höldunum, þvi spyr ég yöur ráðherra: hvar var Mánafoss Undarlegt tungumál 1 Þjóöviljanum i dag, 29. jan. birtist smágrein, sem heitir: „Spil dagsins.” Þar sjást þessar setningar: „Bæöi pörin spila Precision (sterkt lauf o.s.frv.) .... Og nú gaf Suöur út og þaö komment, aö visu meö sjálfum sér, aö allir punktar makkers hlytu aö vera virkir og skellti sér meö sama á 6 hjörtu. Sem og Vestur leyföi sér aö dobla. Eins og sjá má er spiliö óhnekkjandi, en litlu má muna, aö 6 spaöar standi uppréttir.” Stafsetning og geinarmerki eru eins og I greininni. Ég hef I nokkra áratugi safn- aö sýnishornum af tungumál- um og á nú á prenti 800 mál. Þessi grein um spil dagsins er ekki rituö á neinu þeirra, þess- vegna vakti hún athygli mina. Mér væri mikill akkur i aö fá aö vita á hvaöa tungumáli greinin er skrifuö. Ef til vill kemur þarna viöbót i safniö mitt. Er þetta kannski Volapúk? Annars minnir þaö mig á köflum á Islensku. Racnar úr Seli. staddur á hafinu þegar skipiö fór á hliöina hinn 8. janúar kl. 23.15 i fárviöri 12 til 14 vind- stigum eöa 76 hnútar eöa mest 87 hnútar voru á þvi svæöi þar sem skipiö var statt, sam- kvæmt staöfestu veöurkorti út- gefnu af Veöurstofu Islands, undirskrifuöu af öddu Báru Sigfúsdóttur veöurfræöingi og Hlyni Sigtryggssyni veöur- stofustjóra, en þau fá ekki aö staöfesta undirskrift sina eöa veöurlýsingar fyrir dómi. Er þetta aö fara aö lögum, dómsmálaráöherra? Með lögum skal land byggja. 1 þeim anda vænti ég svars af yðar hálfu Vilmundur Gylfa- son, dómsmálaráöherra. Hafnarfiröi, Markús B. Þorgeirsson, skipstjóri nnr. 6492-7981. Markús Þorgeirsson Vilmundur Gylfason

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.