Þjóðviljinn - 02.02.1980, Blaðsíða 16
DIQÐVUHNN
Laugardagur 2. febrúar 1980
Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til
föstudaga, kl. 9 — 12 f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum.
Utan þess tima er hægt að ná I blaðamenn og aðra starfs-
menn blaðsins I þessum simum: Ritstjórn 81382, 81257 og
81285, afgreiðsla 81527 og Blaðaprent 81348.
U 81333
Kvöldsimi
er 81348
— Nú ert þú ógift. Er það ekki
ókostur?
— Það hefur aldrei verið mér
neinn fjötur um fót og ég hef alls
staðar veriö fullkomlega gjald-
geng þótt ég hefði ekki karlmann
mér við hlið.
— Þú ert mikil tungumála-
manneskja. Verður það ekki að
teljast þér til framdrdttar?
— Ég tel það mér miklu frekar
til gildis að ég var i mörg ár
leiösögumaður um lsland og
áhugamál mitt hefur verið
islensk saga.
Vigdfs Finnbogadóttir er fædd
áriö 1930, dóttir Finnboga Rúts
Þorvaldssonar prófessors i' verk-
fræði og Sigriöar Eirlksdóttur
sem lengi var formaður
Hjúkrunarfélags íslands. Hún er
með háskólapróf I frönskum
bókmenntum, ensku og uppeldis-
og kennslufræðum. Hún stundaði
i 2 ár nám I leiklistarfræðum i
Danmörku með leikbókmenntir
sem sérgrein. Kennari var hún
við Menntaskólann i Reykjavik
1962—1968 og deildarstjóri I
frönsku i Menntaskólanum við
Hamrahlið 1968—1972, en siðan
leikhússtjóri I Iðnó. Vigdls var
sjónvarpskennari i frönsku 1971
ogsá um Vöku I 2 ár ásamt þrem-
ur mönnum öðrum. Hún hefur
veriö stundakennari við
Háskólann I frönskum leikbók-
menntum slðan 1971 og var um
nokkurra ára skeiö ritstjóri
leikskrár Þjóðleikhússins og um
leiö bókavörður þess. Hún á 7 ára
gamla kjördóttur.
— GFr
Enn fjölgar
forsetafram-
bjóðendum:
Oli Jó úr
djúpinu i
næstu viku?
Ólafur Jóhannesson mun
aö öllum iikíndum bætast i
hóp forsetaframb jóðend-
anna uppúr miöri næstu
viku.
Allt f rá þvi það fór aö kvis-
ast að dr. Kristján Eldjárn
hygöist ekki gefa kost á sér
til aö gegna forsetaembætt-
inu áfram, hefur nafn ólafs
Jóhannessonar legið i loft-
inu. Hann svaraði lengi
spurningum blaðamanna um
þetta meðóræðum tilsvörum
(eins og honum er svo vel
lagið) — stundum mátti
túlka þau sem já en stundum
sem nei.
Olafur mun nú hafa tekiö
endanlega ákvörðun og mun
vera að hugsa sér til hreyf-
ings. Hann hugðist ekki gera
framboð sitt opinbertfyrr en
lengra væri liðið á voriö, en
eftir þvi sem nöfnum fram-
bjóðenda fjölgar, minnka
likurnar á að eitt til viðbótar
veki nægilega athygli. Yfir-
lýsingar frá honum mun þvi
að vænta seinnipart næstu
viku.
Alma Þórarinsson lækn-
ir hefur tekiö ákvörðun um
að gefa ekki kost á sér, en
maður hennar Hjalti
Þórarinsson yfirlæknir mun
nú hugsa máliö og taka
ákvörðun innan skamms.
F orsetakosningar:
Vigdís gefur
kost á sér
„Þeir, sem ég tek mest mark á
og þykir vænst um 1 samtiðinni,
hafa staðið aö þessu framboöi
minu,” sagöi Vigdis Finnboga-
dóttir leikhússtjóri i samtaii við
Þjóöviljann i gær,en hún hefur nú
ákveðið aö gefa kost á sér i
forsetakosningum i sumar.
— Hefurðu fengið margar
áskoranir, Vigdfs?
— Ég hef fengið fjölmargar
áskoranir bæði frá fólki sem ég
þekki og öörum sem ég þekki ekki
neitt. Fyrir viku siöan fékk ég t.d.
skeyti af miðunum frá áhöfn
togarans Guðbjarts frá Isafirði
þar sem skorað er á mig að bjóða
mig fram. Ég þekki ekki einn
einasta mann um borð,en þetta er
eitt fallegasta skeyti sem ég hef
fengið um ævina og eru þau þó
mörg.
— Þetta hefur m.a. oröið til
þessað þú hefur ákveðið að bjóba
þig fram?
— Já, en I raun og veru tók
ákveðinn hópur vina minna af
skarið. 1 fyrstu hélt ég að
framboð mitt hefði ekkert sér-
stakt gildi,en þeir bentu mér m jög
skelegglega á að ég væri orðin
kunn I gegnum leikhússtörf min. 1
haust var ég t.d. kosin formaður
framkvæmdastjórnar nýstofnaðs
leikhúsráðs svo að leiklistarfólk
virðist bera traust til min. Þessar
ábendingar vina minna og allar
áskoranirnar breyttu afstöðu
minni.
— Færðu þessar áskoranir
vegna þess að þú ert kona?
— Það hefur að sjálfsögðu ekki
farið fram hjá mér að ég er kven-
maöur þó að mér hætti til að
gleyma þvi! Margt af þvi fólki
sem hefur hringt I mig vill að
meðal frambjóðenda sé a.m.k.
eitt konuandlit.
— Eru það þá aðallega konur
sem hafa hvatt þig til að gefa kost
á þér?
— Nei, það eru reyndar mest
karlar. Konur I ýmsum kvenna-
samtökum hafa ekki viljaö taka
sig saman um að styðja einn
kvenframbjóðendaþvlaöþær lita
svo áaðþaðskipti ekkimáli hvort
forseti Islands er karl eða kona.
Þetta finnst mér alveg rétt af-
staða.
— Hyernig leggst kosningabar-
áttan í þig?
— Þetta framboö er ekki komið
til á þann veg að ég hafi haf 11 mér
neinn sérstakan metnað til þess
að verða forseti Islands. En það
hefur verið höfðaö til mln þannig
að þaö væri æskilegt aö ég væri
meö.
— En þú munt að sjálfsögöu
ber jast af fullum krafti fyrir kjöri
þinu?
— Hver gerir það ekki þegar Ut
i slaginn er komið?
Vigdis Finnbogadóttir á heimili s Inu á Ar agötu 21 gær (L jós m.: eik)
r
Afengisvarnarnefnd Keflavikur:
Biður lögreglustjóra að
fresta afgreiðslu á bjór
Afengisvarnanefnd Keflavfkur
efur fariö fram á þaö við lög-
iglustjórann á Keflavikurflug-
elli, að frestað verði tollaf-
reiöslu á áfengum bjór til far-
ega samkvæmt ákvæöum nýrr-
r reglugeröar, sem fjármálaráð
erra gaf út og tók gildi I fyrra-
Bréf nefndarinnar til lögreglu-
stjórans er á þessa leiö: „Með til-
liti til þess, að Afengisvarnaráð
hefur falið lögmanni aö höföa mál
til ógildingar nýrrar reglugeröar
um tollfrjálsan farangur flug-
manna, farmanna og ferða-
manna, og ennfremur með tilliti
til þess, að þessari reglugerö hef-
ur veriö andmælt á Alþingi sem
lögleysu, en enn enginn alþingis-
maður varið hana nema höfund-
urinn, og ennfremur meö skir-
skotun til þess, aö óvlst er aö höf-
undurinn sitji lengi I embætti
fjármálaráöherra, fer Afengis-
varnanefnd Keflavlkur þess á leit
viö yöur, herra lögreglustjóri á
Keflavikurflugvelli, aö þér frestið
tollafgreiðslu á áfengum bjór til
farþega samkvæmt ákvæðum
þessarar reglugeröar.”
Bréfið barst Þorgeiri Þor-
steinssyni lögreglustjóra I gær-
morgun. Ekki reyndist unnt aö ná
sambandi viö hann I gær.
Hilmar Jónsson bókavörður I
Keflavik og formaöur Afengis-
varnanefndarinnar sagöi I gær,
aö nefndin teldi að reglugeröin
stæöist ekki gagnvart lögum.
„Viö erum alveg sammála Helga
Seljan I þvI,og raunar hefur mað-
ur sem vinnur við þetta, Kristján
Pétursson tollvöröur, fullyrt aö
þetta sé lögleysa,” sagöi Hilmar.
— eös.
Húsið sem hvarf
og húsið sem kom
Til umræðu í byggingarnefnd:
eiganda strax og/ef krafist verð-
Bygginganefndhefur samþykkt
það sem meginreglu að gömul
hús skuli ekki flutt til borgarinnar
utan af landi en flutningur húsa
innan borgar og tilborgarinnar er
háður leyfum nefndarinnar. Þó
getur nefndin fallist á að húsið
Jörvi, sem flutt var ofan af Akra-
nesi i óleyfi um siðustu helgi, fái
að standa þar sem það er komið,
meðan málið fær eðlilega um-
fjöllun, enda verði ekkert gert við
húsið og það fjarlægt á kostnað
Nýja byggingareglugerðin hef-
ur vafist fyrir ýmsum, bæði em-
bættismönnum borgarinnar og
almenningi. Eigandi Jörvans bar
fyrir sig ókunnugleika varöandi
reglugerðina, en bygginganefnd
átaldi flutninginn harðlega en tók
á þessu stigi ekki afstöðu til
viðurlaga viö þessu broti.
Húsið var sett niöur á búkka á
einkalóð á Bráðræðisholti með
leyfi eigandans, en fyrir borgar-
stjórn liggur tillaga um nýtt deili-
skipulag fyrir aðflutt hús á lóðir d
þvl svæöi.
Þá var á fundi bygginganefnd-
ar s.l. fimmtudag fjallað um
„húsið sem hvarf”en það stóð við
Laugaveg 163 og var rifið skv.
ákvörðun skrifstofust jóra
borgarverkfræöings án þess aö
tilskilinleyfilægju fyrir. Inn I þaö
mál blandast deilur um þá vinnu-
reglu bygginganefndar aö fá
teikningar af fyrirhuguðum
mannvirkjum á lóðum eftir að
hús hafa verið fjarlægð og itrek-
aði bygginganefndin nauðsyn
þeirrar reglu sem m.a. Ólafur B.
Thors borgarfulltrúi hefur deilt
harkaleg á. Magnús Skúlason,
formaður bygginganefndar sagöi
Isamtalivið Þjóðviljanni gær,að
hann væri furðu lostinn yfir af-
stöðu Ólafs, — hann sem fyrrver-
andi formaöur skipulagsnefndar
borgarinnar ætti manna best að
skilja nauðsyn þess að hindra ó-
tlmabært niðurrif húsa, sem alla
jafna setti jjót skörð I götumynd-
ir. Slíkar lóðir væru oft árum
saman ófrágengnar og notaðar
sem bilastæði.
Bygginganefndin harmaði að
húsið skyldi rifið án áskilinna
leyfa og án þess aö viðunandi
grein væri gerð fyrir þeim mann-
virkjum, sem koma eiga á lóð-
inni. Telur nefndin að Reykja-
vikurborg, sem átti húsið, eigi
ekki hvað slst að sýna gott for-
dæmi 1 slíkum tilvikum og væntir
þess að slíkt endurtaki sig ekki.
— AI
Jörvinn fær að standa þar sem hann er kominn meöan málið fær eðli-
lega umfjöllun i borgarstjórn. Ljósm. —AI