Þjóðviljinn - 02.02.1980, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 02.02.1980, Blaðsíða 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 2. febrúar 1980 AF LOGUM Ég var á leiklistarþingi um daginn, svona til að ræða stöðu og tilgang listarinnar í landinu, tala gáfulega um hlutina, reifa, rannsaka og komastað niðurstöðum, í hópvinnu að sænskri fyrirmynd. Ég var í hópi sex, og fyrir eitt- hvertslys álpaðist lítill lagabálkur uppí hend- urnar á mér undir yfirskriftinni „Lög um Þjóðleikhús”. Ég hafði að vísu áður bæði borið og barið þetta fyrirbrigði augum, en þá ekki fattað að þetta er brandarahefti svona eins og Húddí- bras, Líf, Samúel, og íslensk fyndni. Þetta kom mér í ógurlega gott skap og ég sökkti mér niður í fræðin á meðan aðrir voru að reyna að komast til botns í því hver væri hornsteinn listarinnar í landinu. Ég sá f Ijótlega að í stórum dráttum er þess- um lögum alls ekki framfylgt og raunar ekki hægt, að því er mér fávísum virðist, vegna þess að valdhafarnir í landinu fást ekki til þess að fara eftir því sem þeir hafa sjálfir lögleitt. Hér er um að ræða lagagreinar um mannaráðningar, aukið húsrými, hvað skuli flutt í leikhúsinu, sameiginlega leikmuna- vörslu, svo nokkuð sé nefnt. Þá eru flestar lagagreinarnar kryddaðar gamalkunnum fyrirvörum eins og t.d. „eftir því sem aðstæð- ur leyfa... eftir því sem við verður komið.... eftir því sem unnt er.... svo fljótt sem verða má”, o.s.frv. Þjóðleikhúsfrumvarpið var afgreitt sem lög í fyrra eftir miklar vangaveltur ogfæðingar- hríðir og var við smíði þess lítið tillit tekið til ábendinga þeirra sem verða að teljast sér- fróðir um leikhúsmál á landi hér. En látum það nú vera. Er það ekki lágmarkskrafa að viðeigandi ráðuneyti sjái til þess að hægt sé að fylgja því sem hið háa Alþingi hefur gert að landslögum? Jæja, sem þetta plagg — Lög um Þjóð- leikhús — var að velkjast þarna á milli hand- anna á mér fór ég að hugleiða hvort það væri í raun og veru nokkur vandi að vera lagasmið- ur, og í beinu framhaldi af því ákvað ég að byrja að æfa mig til vonar og vara, ef ég nú sakir vinsælda lenti á þingi. Verkef nið, sem ég ákvaðaðtaka fyrir,— að semja frumvarp um dýragarð þjóðarinnar, Þjóðdýragarðinn, og sá f Ijótlega að ekki þyrfti að breyta Þjóðleikhús- lögunum ýkja mikiðtil að nýtt snilldarverk liti dagsins Ijós Frumvarp til laga um Þjóðdýragarð 1. gr. Þjóðdýragarðurinn er eign íslensku þjóðar- innar. 2. gr. Eftir því sem við verður komið, skal svo f Ijótt sem verða má freista þess, eftir því sem að- stæður leyfa, að haf a íslensk dýr í dýragarðin- um og að meðferð dýranna verði, þegar við verður komið, til fyrirmyndar. 3. gr. Aðalhlutverk Þjóðdýragarðsins er að vera dýragarður fyrir börn og fullorðna. 4. gr. Klaufdýr í garðinum heyra undir landbúnaðarráðuneytið, hófdýr undir dóms- og kirkjumálaráðuneytið, en lagardýr félags- málaráðuneytið. 5. gr. Um allar meiri háttar ákvarðanir skal f jallað, þegar við verður komið, eftir því sem ástæður ieyfa, af þeim sem teljast að dómi sérfróðra hafa staðgóða þekkingu, að mati dómbærra manna hverju sinni. 6. gr. Að dýragarðinum skal ráða í eftirtaídar stöður: Garðvörður, gjaldkeri, 2 dýravinir og læknir, 2 gegningamenn, 2 hirðar, 12 ráðu- nautar, 4 dýrasamfélagsfræðingar og einn froskmaður, sem jaf nf ramt svari í síma fyrst um sinn. Þó skal, þegar ástæður leyfa, með nægum fyrirvara, eftir því sem við verður komið og svo fljótt sem verða má, ráða sér- staka skrifstofustúlku til símavörslu og ann- arra íhlaupaverka. 7. gr. Eigi skal ráða í þessar stöður, né framfylgja framangreindum lagagreinum, fyrr en að- stæður leyfa að dómi f jármálaráðuneytisins. 8. gr. Lög þessi öðlast, ef við verður komið, gildi, svo f Ijótt sem auðið er eftir því sem aðstæður leyfa og við verður komið. Kunni einhver önn- ur lög eða stjórnarskrárákvæði að brjóta í bága við þessi lög, þá falla þau sjalfkrafa úr gildi. Eða eins og þingmaðurinn sagði, þegar hann fylgdi frumvarpinu úr hlaði: Alfarið við útaf því ályktanir drögum; sláum bara úr og í svo ekkert verði að lögum. Flosi. Frumvarp um jöfnun húsahitunarkostnaöar: Gódar undirtektir þingmanna Sú skoðun að gera þurfi róttækar ráðstafanir til að jafna húsahitunarkostnað landsmanna hefur fengið góðar undirtektir þing- manna í umræðum um málið á Alþingi síðustu daga. Umræður þessar hafa staðið í sambandi við frumvarp sem f jórir þing- menn, þeir Þorvaldur Garðar Krist jánsson, Tómas Árnason, Stefán Jónsson og Eiður Guðna- son, hafa lagt fram á Alþingi um auknar niður- greiðslur á olíu til upphit- unarhúsa. Einsog kunnugt er þá hefur hin gífurlega verðhækkun á olíu komið harðast niður á þeim f jórðungi þjóðarinnar sem kyndir hús sín með gasolíu, og er upphitunarkostnaður þessa fólks orðinn óbæri- legur. Allir þingmenn sem til máls hafa tekið, hafa lagt á þaö áherslu aö hér sé um aö ræöa mikiö réttlætis- og sanngirnis- mál. Frumvarpiö feli þó aöeins I sér bráöabirgöaráöstöfun, þvi brýnt sé aö tryggja þær fram- kvæmdir f orkumálum lands- manna er stuöli aö þvl aö olfan veröi leyst af hólmi sem orku- gjafi til húshitunar. Vantar ákvæöi um f járöfl- un Fyrsti flutningsmaöur frum- varpsins, Þorvaldur Garöar, mælti fyrir frumvarpinu sföastliöinn mánudag, en auk hans hafa tekiö til máls Tómas Arnason, Sighvatur Björgvins- son, Helgi Seljan, Eiöur Guöna- son og Geir Gunnarsson, hafa þeir allir lýst stuöningi viö þá stefnu aö brýnt sé aö jafna húsa- hitunar kos tnaö landsmanna. Geir, Tómas og Sighvatur töldu þaö þó mikinn galla á frumvarp- inu aö ekki skuli vera bent á fjár- öflunarleiöir I sjálfu frumvarp- inu til aö koma til móts viö þann mikla kostnaö sem auknar niöurgreiöslur fela f sér, eöa rúma 8 miljarða. Geir Gunnars- son sagöist undra sig mjög á þvi aö fyrrverandi fjármálaráö- herra Tómas Arnason og núv. Hin gifurlega otiuveröshækkun hefur komiö haröast niöur á þeim fjóröungi þjóöarinnar sem býr á stööum eins og Neskaupstaö, þar sem menn þurfa aö kynda hús sin meö gasoliu. formaður fjárveitinganefndar Eiöur Guönason, skyldu leggja fram frumvarp um stóraukin útgjöld rikissjóðs án þess aö minnast á þaö einu oröi I frumvarpinu eöa greinargerö þess hvernig afla ætti þessa fjármagns. Ýmsar hugmyndir voru rædd- ar um hugsanlega fjármagnsöfl- un, svo sem orkujöfnunargjald, beint framlag úr rikissjóöi og sértakur orkuskattur. Fjár- málaráöherra boöaöiiaö bráö- lega yröi þingflokknum kynntir ýmsir valkostir er miöa aö jöfn- um húsahitunarkostnaöar og jafnframt bent á leiöir til aö afla fjármagns til slfkra aögerða. Tillaga um virðis- aukaskatt Vantar þó ákvœöi umfjármögnun Bikisstjórnin hefur lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um viröisaukaskatt. Tillagan hljóöar svo: „Alþingi ályktar aö fela rfkis- stjórninni aö hefja nú þegar undirbúning aö upptöku viröis- aukaskatts er komi i staö sölu- skatts á síöasta stigi viöskipta og leggist á alla vöru og þjónustu. Undirbúningur málsins miöist viö, aö frumv. til laga um viröis- aukaskatt veröi lagt fyrir Alþingi þegar á næsta hausti og stefnt veröi aö þvi aö frumv. nái af- greiöslu á þvi þingi þannig aö 1. janúar 1982 leysi viröisaukaskatt- ur núverandi söluskatt af hólmi.” Aöaleinkenni viröisaukaskatts er aö skatturinn leggst aöeins einu sinni á sama verömæti, hversu oft sem þaö gengur milli viöskiptastiga. I greinargerö meö tillögunni kemur fram aö undan- þágur frá söluskatti eru orönar þaö vfötækar aö söluskatturinn hefur breytt um eöli frá þvi aö vera almennur neysluskattur yfir I aö vera sérskattur á munaöar- vöru. Segir I greinargeröinni aö ákvöröun um upptöku viröis- aukaskatts þurfi þvi nauösyn- lega aö fylgja ákvöröun um aö vikka skattskyldusviðiö aö þessu leyti og fella niöur allar undan- I Þágur. þ-m> Frumvarp um Lífeyrissjóð sjómanna: Full verdtrygging lífeyris Þingmenn úr öllum flokkum hafa lagt fram á Aiþingi laga- frumvarp er kveöur á um fulla verðtryggingu allra elli-, örorku- og makalffeyris greiös lna Lif- eyrissjóös sjómanna frá ársbyrj- un 1980 til ársloka 1984. Vegna þessa munu útgjöld sjóösins auk- ast mjög á árinu 1980 og áætla aö lifeyrisgreiöslur nemi á þvi ári 330 miljónum króna meö fullri verötryggingu iifeyris. í greinargerö kemur fram aö ekki er gert ráö fyrir auknum tekjum sjóösins til aö mæta út- gjaldaaukningu sem full verö- trygging hefur I för meö sér. Bent er á aö þó aö lifeyrisgreiöslur fari vaxandi þá veröi þær enn um langt skeiö tiltölulega lágar I hlutfalli viö iögjaldatekjur, og hin breyttu verötryggingarákvæöi munu þvi ekki hafa veruleg áhrif á fjárhagsstööu sjóösins næstu ár. Flutningsmenn frumvarpsins eru Pétur Sigurösson, Guömundur G. Þórarinsson, Garöar Sigurösson og Jóhanna Siguröard. Þm.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.