Þjóðviljinn - 02.02.1980, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.02.1980, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 2. febrúar 1980 DIOBVIUINN Málgagn sósialisma, verkalýös- hreyfingar og þjóöfrelsis Ctgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Kitstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Fréttastjóri: Vilborg Haröardóttir Umsjónarmaöur Sunnudagsblaös: Ingólfur Margeirsson. Rekstrarstjóri: Úlfar Þormóösson Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Ejnar Orn Stefánsson, GuÖjón Friöriks- son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magniis H. Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson. Þingfréttir: Þorsteinn Magnússon. tþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elísson Útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson Handriia- og prófarkaleslur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason Auglýsíngar: Sigrlfiur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Olafsson. Skrifstofa: Gu&rUn GuövarBardóttir. Afgreiðsla: Kristin Pétursdóttir, Bára Halldðrsdóttir, Bára Sigurðar- dóttir. Slmavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigrlöur Kristjónsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir Hiismóöir: Jóna SigurÖardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pólsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Slöumúla 6, Reykjavfk.simi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. Heimilisböl og pólitískar kreppur • Bretar hafa fyrir satt, að stjórnmál skipi mönnum í rúm saman með undarlegum hætti. Og mætti bæta því við, að þau tvístra mönnum einnig á furðulegan hátt. • Undrun er það sem fyrst slær landsmenn þegar þeir lásu það af blöðum sínum, að nýjasta uppákoman i stjórnarmyndunarviðræðum væri tilboð sem Gunnar Thoroddsen og liðsmenn hans í Sjálfstæðisflokknum gerðu tveim öðrum f lokkum upp á eigin spýtur. I höfuð- málgagni Sjálfstæðismanna, Morgunblaðinu, var þó önnur kennd sterkari miklu, en það var reiði og svo hneykslun. Það er að sjálfsögðu ekki nema von; það eru stórtíðindi í stjórnmálaflokki þegar hluti hans fer að leika upp á eigin spýtur f jafn þýðingarmiklum viðræð- um. Fordæmin eru ekki mörg, en það þekktasta er þó einnig tengt Sjálfstæðisf lokknum; það var þegar nokkrir þingmenn hans neituðu að styðja þá Nýsköpunarstjórn sem Olafur Thors myndaði 1944. • Af leiðara Morgunblaðsins í gær má lesa, að stuðningsmenn Geirs Hallgrímssonar eru vægt sagt af- skaplega lítið hrifnir af frumkvæði Gunnars Thorodd- sens. Það er látið að því liggja að hér sé ekki að málum staðið á „drengilegan og hreinskiptinn hátt". Það er tal- að um að sú flókna staða sem upp er komin á þingi,haf i leitt til „taugaveiklunar" hjá einstökum þingmönnum. Þar segir og að miklu skipti að „menn leggi persónuleg- an metnað til hliðar og láti ekki valdabaráttu einstakra manna villa sér sýn". • Allt ber þetta tal vott um þungbært heimilisböl, sem ekki er ástæða til að aðrir séu að velta sér upp úr. En það er ýmislegt í sambandi við útskýringar Morgunblaðsins á þessum tíðindum sem vert er að athuga. Þar er sagt á þá leið, að stjórnmálabarátta á íslandi hafi löngum einkennst af „sundrungu milli flokka og manna, per- sónulegum fordómum og metnaði". Flokkar geti ekki unnið saman af ástæðum sem kannski ættu að vera löngu grafnar, eða þá að flokksforingjar eða ákveðnir menn geti ekki setið saman í ríkisstjórnum þótt f lokkar þeirra geti það. Blaðið segir að upp á síðkastið hafi þessi ein- kenni stjórnmálabaráttunnar orðið æ ríkari. • Það er ekki víst að svo sé. Ekkert af þessu er nýtt af nálinni, eins og leiðarahöfundur viðurkennir hálft f hvoru. Hinsvegar er það rétt, að einmitt Sjálfstæðis- f lokkurinn hef ur átt í alllangri forystukreppu, sem ekki er aðeins tengd vandkvæðum mannvals eða sambúðar forystumanna,heldur og sjálfu eðli hans. • Flokkurinn er einskonar samsteypa þar sem nokkrir straumar koma saman. Slíkur flokkur má ekki marka sér alltof skýra stefnu og afdráttarlausa, vegna þess að skoðanalegur samnef nari hans liggur nokkuð lágt. Þeim mun meiri þörf hef ur f lokkurinn fyrir hinn f ræga sterka mann, sem þokar ágreiningi til hliðar eða breiðir yfir hann með persónu sinni — slíkur foringi er og nauðsyn- legur vegna þess, að hvenær sem gef ur á bátinn, hvenær sem eitthvert kreppuástand ber að dyrum, hrópa þeir miðstéttarhópar, sem flokkurinn höfðar mjög til, mjög eindregið á hinn sterka landsföður. Þegar svo slíkur flokkur hefur ekki byggt upp landsföður, eða þá tveir menn eða fleiri gera tilkall til þessa hlutverks, þá er meiriháttar vandi fyrir dyrum. Allir f lokkar geta átt sér sín forystuvandamál, en reynslan bæði hér og víðar sýnir, að þau vandamál geta orðið alveg sérstaklega erfið einmitt fyrir hægrisinnaðan flokk sem nýtur f jöldafylgis. —ráb. kljppf j Deilt um j stefnumótun m Hér á dögunum var i leiöara | fjallaö um leiklistarmál og þá J meöal annars um lög um j Leiklistarráö. Rabbgrein haföi I veriöskrifuöum þetta ráö I Les- [ bók Morgunblaösins og var | henni stefnt gegn ráöi þessu og m þaö óþarft taliö. Var i þvi sam- I bandi minnt á þaö i leiöaranum, J aö hvenær sem hægrisinnar ■ heyröu talaö um eitthvaö sem I kalla mætti „stefnumótun” i [ menningarmálum þá færi um I þá stór hrollur. Fyrirvarar Svövu NU skai þaö játaö aö vissulega var þarna nokkur smuga til oröaleikja ef innræti var til staöar, vegna þess aö í Þjóö- viljaleiöaranum var ekki getiö um fyrirvara Svövu sérstak- lega. En þeir sem kæröu sig um vissu auövitaö, aö hennar fyrir- varar i þessu efni voru allt aörir en t.d. Ragnhildar Helgadóttur, sem er ein þeirra sem sér blóö- rauöan háska læöast á bak viö öll opinber afskipti af menningarmalum. Svava visaöi til þess aö oröalag eins og „stefnumótun” væri ekki heppi- legt vegna þeirrar heföar sem er á þvi oröi i islensku máli — HUnsagöimeöal annars:„Oröiö Staksteinar Morgunblaösins voruaö leika sér aö þessu máli i fyrradag. Svo er mál meö vexti, aö þegar rætt var um Leikhús- ráöslög á Alþingi þá var Svava Jakobsdóttir andvig þvl, aö þaö yröi tekiö fram, aö ráöiö skyldi „móta stefnu” i leiklistarmál- um. Siöan leggja Staksteinar saman i gömlum og gdöum orö- henglisanda og segja aö Þjóö- viljinn hafi kallaö Svövu Jakobsdóttur hægrisinna og þar fram eftir götum. „stefnumótun” getur veriö vill- andi vegna þess aö „stefna” er fagorö I listum. Viö tölum um raunsæisstefnu, rómantiska stefnu. Þess vegna er fyllilega réttlætanlegt aö minum dómi aö vara viö þvi aö festa i lögum aö leikhUsráö skuli móta stefnu”. Þetta eru aö sjálfsögöu fyrir- varar sem eiga fullan rétt á sér og vísa til þess aö hér kynni aö vanta heppilegt orö yfirþaö sem —«9 ........ I raun og veru er á seyöi: ekki ■ „stefna” i listrænum skilningi | heldur „stefna” (eöa menn- m ingarpólitik.cultural policy,) aö | þvi er varöar skynsamlega J framgöngu opinberra aöila 1 Z leiklistarmálum — bæöi um I fjárhagsleg efni um menntun ■ leikhUsfólks og fyrirgreiöslu viö | samstarf hinna ýmsu arma ■ leikhUsslifs. Þetta allt heitir i I lögum aö skapa leiklist þroska- J vænleg skilyröi eöa eitthvaö á ■ þá leiö, og i slikri viöleitni er aö I sjáifsögöu einskonar „stefnu- í mótun” fólgin, þótt oröiö sjálft | kunni aö orka tvimælis. ■ Hœgrafólk og listir Hægrafólk aftur á móti, þaö ■ hefur sterka tilhneigingu til | aö setja upp kryppuna ■ hvenær sem haföir eru | fram tilburöir til aö setja a fram eitthvaö sem kalla mætti J menningarpóiitlk. Eins og áöur _ var rakiö, þá finnst þeim liggja I ýmsir fiskar undir steini þegar ■ aö þeim hlutum er vikiö. Sumir | þeirra halda fram sinum trUar- ■ setningum um afnám rikisaf- | skipta, einnig af menningar- J málum, aörir viöurkenna aö ■ visu, aö ekki sé hægt aö afhenda I listir markaöslögmálum alfar- J iö, en sýna um leiö mikla tregöu | á þvi aö taka til bæna þann * óskapnaö og þann nánasarskap | sem stendur Islensku listalifi a fyrir þrifum. Stundum finnst ■ manni, aö hægrisinnar ýmsir J séu meira en sáttir viö þaö, aö _ koma málum svo fyrir, aö I ýmsarfylkingar listamanna séu ■ aö strlöa innbyröis um I naumlega skammtaöa f jármuni I meöan þeir sjálfir standa ■ álengdar og þvo hendur sinar | meö sælu yfirbragöi frjáls- ■ hyggjunnar svonefndu. shorid Hallsteinn Sigurösson viö verk sin IFÍM salnum. Mynd — Eik. Hallstemn Sigurðsson sýnir í FÍM salnum t dag kl. 3 opnar Hallsteinn Sigurösson sýnlngu i FiM salnum v/Lauganesveg á 15 skúlptúr- verkum unnum i járn. Myndirnar eru allar frá siöustu 3 árum. Hallsteinn stundaöi nám viö Myndlista- og handiöaskólann frá 1963-66, siöan framhaldsnám I London til 1972, auk þess sem hann hefur fariö I námsferöir til Italiu og Grikklands. Þetta er 4. einkasýning Hall- steins hér á landi, en hann hefur tekiö þátt I fjölda samsýninga bæöi heima og erlendis. Sýningin veröur opin til 17. febrúar dagiega frá kl. 15-22,-ig

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.