Þjóðviljinn - 15.02.1980, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 15.02.1980, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 15. febrúar 1980. Umgengni á Hlemmi hefur veriö góö þó auövitaö vilji stundum út af 'bregöa. Ljósm. — gel. Mikii breyting hefur oröiö til batnaöar á aöstööu strætisvagnafarþega SVR á Hlemmtorgi og sýna þess- ar myndir vel muninn. Þjónustumiöstööin ú Hlemmi: „Sælgætissósíalistar ” og áhyggjur íhaldsins Viðtal við Guörúnu Ágústsdóttur; formann stjórnar SVR Sjoppan umdeilda. Ljósm. —gel. Nokkur reynsla er nú komin á reksturinn á Hiemmi en þjón- ustumiöstööin þar var opnuö 1. september 1978. Eins og fram kom i Þjóöviljanum fyrir skemmstu var hagnaöur af sjöpp- unni umdeildu rúml. 8 miljónir króna á siöasta ári og stjórn SVR ákvaö einróma aö halda rekstri hennar áfram i núverandi mynd.. Þjóöviljinn ræddi um Hlemm viö formann stjórnar SVR, Guörúnu Agústsdóttur i gær og spuröi hana fyrst hvort reksur þjónustumiö- stöövarinnar væri nú kominn I endanlega mynd. Guðrún sagöi aö rétt fyrir jólin heföu oröiö nokkrar breytingar á Hlemmi en þá tóku tvö ný fyrir- tæki til starfa þar. Er þar um aö ræöa sölu ávaxta og ýmissa matvæla annars vegar og ljós- myndastofu og lyklasmiö hins vegar. Guörún sagöi, aö greini- legt væri aö fólk kynni vel aö meta lyklasmiöinn á Hlemmi og aö sjálfsögöu væri þægilegt fyrir þá sem endurnýja þyrftu passa- eöa ökuskirteini á Lögreglustöö- inni beint á móti aö fá skyndi- myndir i réttum stæröum af- greiddar þarna. Auk þessara fyrirtækja er á Hlemmi blómaverslun, leikföng, snyrti- og hreinlætisvörur, og veitirigasala aö ógleymdri sjopp- unni og farmiöasölunni. Einnig eru almenningssimar og salerni og til stendur aö koma upp póst- kassa i húsinu. Umgengnin góð AÖstandendur Hlemms eru á- nægöir meö umgengnina, sagöi Guörún, og eftir rúmlega eins árs rekstur sér varla á nokkrum hlut. Hins vegar var eölilega kvartaö undan þvi aö salernin voru ekki opin á morgnana nema frá kl. 10 vegna þess aö umsjónarmenn þrifu þau fyrir þann tinia. Þvi hefur nú verið breytt, þannig aö þau eru opnuö á sama tlma og biöskýliö á morgnana. Hins vegar hefur oröiö að gripa til þess ráös að loka þeim eftir kl. 21 á kvöldin, vegna slæmrar um- gengni þar inni og veröa menn þvi aö sækja lykil og láta opna fyrir sér eftir þann tima. Þúsundir manna koma á Hlemm á degi hverjum og sagöi Guörún aö þar væri upplagt tæki- færi fyrir nemendahópa eöa lúörasveitir aö troöa upp á sunnu- dögum eöa aöra frídaga, en skrif- stofa SVR veitir leyfi til sllkra uppákoma. Sjoppureksturinn Þó almenn ánægja viröist hafa veriö meö reksturinn á Hlemmi fram til þessa, þá hefur þó mikiö veriö rifist um sjoppureksturinn. Guörún sagöi aö þaö virtist fara óskaplega I taugarnar á sumum einstaklingsframtaksmönnum ef hiö opinbera ætlaöi sér aö reka eitthvaö það fyrirtæki sem hugsanlega gæti skilaö ágóöa eins og sjoppan geröi. Hún sagöi aö ákveöiö heföi veriö aö reka sjopp- una vegna góörar reynslu af Kalkofnsvegi, en þar ráku Stræt- isvagriar Reykjavikur farmiöa- sölu og sælgætissölu i 9 ár á árun- um 1959—1968. Agóöi af sælgætis- sölunni nam á þeim árum á þriöju miljón króna. Rekstur af þessu tagi er þvi engan veginn nýr af nálinni hjá SVR, sagði Guörún og nafngift eins og „sælgætissósial- istar”, sem okkur var gefiö gæti þvi eins átt viö um ihaldiö ef viö heföum þeirra húmor. Fyrrverandi stjórn SVR sam- þykkti aö taka reksturinn I sinar hendur, en þáverandi borgarráö féllst ekki á þaö. Nýtt borgarráö byrjaöi hins vegar á þvi aö heim- ila SVR rekstur sjoppunnar og viö gengum inn I hæsta tilboö, 275.000 krónur á mánuöi I húsaleigu fyrir plássiö, en þaö er miklu hærra en meöalverö á öðrum básum á Hlemmi, sagöi Guörún. Áhyggjur ihaldsins Reksturinn hefur fariö mjög fyrir brjóstiö á mönnum og þaö hefur verið fylgst náiö meö hon- um, sagöi Guörún. Þegar til umræðu var f járhagsáætlun borgarinnar upp á litla 38 mil- jaröa króna þá var aöalumræöu- efniö drög aö f járhagsáætlun SVR þar sem fram kom aö rekstur sjoppunnar myndi ekki skila nema tæpum þremur miljónum áriö 1979. Þetta þótti eölilega mjög lágt og reiknuðu menn út að ef borga þyrftiaöstööugjöld af sjoppunni þá yröi enginn ágóöi af henni. Af þessari ástæöu fluttu borgarfulltrúar Sjálfstæöis- flokksins um þaö tillögu aö rekst- ur sjoppunnar yröi fluttur I hend- ur einkaaöila. A þessum sama borgar- stjórnarfundi baö ég um aö tillög- unni yröi visaö til stjórnar SVR, þar sem endanlegt uppgjör lægi ekki fyrir ennþá. Þegar rekstrar- reikningur var siöan lagöur fyrir stjórn SVR 30. janúar kom I ljóst aö ágóöinn var mun meiri en á- ætlaö haföi veriö i fyrstu, eöa 8.369.754 krónur. Fyrri áætlun kom mér mjög á óvart enda var ágóöi á fyrstu 4 mánuöunum 1978 tæpár 3 miljónir eöa hiö sama og áætlaö var aö yröi allt áriö 1979. Aö fengnum þessum niöurstöðum sá stjórn SVR ekki ástæöu til aö samþykkja tillögu Birgis Isleifs og þvi veröur rekstrinum haldiö áfram óbreyttum. Þaö skiptir ef til vill ekki höfuö- máli,hvoru megin peningarnir liggja, hjá SVR eöa sælgætissöl- unni, en flest hefur veriö tint til til þess aö reyna aö hafa ágóöann ekki svona mikinn. Við velunnar- ar sælgætissölunnar höfum hins vegar haft okkur litiö I frammi viö aö koma ágóöanum upp, en finnst þó ekki óeölilegt aö SVR taki þátt I húsaleigukostnaöi sjoppunnar, þar sem SVR hefur aöstöðu til farmiöasölu I henni. Þar voru seldir farmiöar fyrir 700 Guörún Agústsdóttir miljónir á siðasta ári. Viö rædd- um þvi I stjórninni hvort ekki væri eðlilegt aö SVR greiddi helming húsaleigunnar en þá væri ágóöinn af sjoppunni kominn yfir 10 miljónir. Eg vil benda á að ef gróöasjón- armiöið væri látiö ráöa algjörlega væri hægt aö hafa talsvert meira upp úr þessum rekstri. T.d. er af- ar litil sala eftir kl. 9 á kvöldin og væri þvi freistandi aö loka sjopp- unni þá og sleppa viö aö greiöa laun I þrjá tima dag hvern. Én þar sem þarna fer fram upplýs- ingaþjónusta viö farþega SVR og miöasala, útvegun á skiptimynt i simana og til aö greiöa fargjöld, þá hefur þjónustan viö farþegana veriö látin sitja i fyrirrúmi fyrir gróöasjónarmiðinu. Ég get ekki stillt mig um aö geta þess einnig aö þaö starfsfólk sem þarna vinn- ur hefur reynst afar vel. í tillögu Sjálfstæöisflokksins kom fram aö sá einkaaöili, sem tæki viö rekstrinum sæi jafnframt SVR aö kostnaöarlausu um sölu á farmiöum. Þessu get eg ekki ver- iö sammála hvort sem ágóðinn af sjoppunni er mikill eöa litill, þar sem þaö er hæpiö að einkaaðili legöi sig fram á sama hátt og nú er viö aö þjóna farþegum SVR, — alla vega er ekki hægt að treysta þvi. — En hvaöa munur væri pen- inalega á rekstrinum, ef einka- aöili ræki sjoppuna? Ef einkaaðili ræki þetta fyrir- tæki heföi hann I brúttótekjur rúmar 8 miljónir króna, án þess aö koma sjálfur nálægt rekstrin- um. Ef hann ynni sjálfur viö sjoppuna ásamt t.d. eiginmanni sinum og fengi unglinga til aö hlaupa I afgreiöslu viö og viö og lokaöi kl. 9 á kvöldin, þá væri hagnaöur hátt i 30 miljónir króna, sem eru dágóð árslaun fyrir hjón. Enda hafa margir beöiö mig aö látasig vita ef færa á þetta fyrir- tæki i hendur einkaaöila,! sagöi Guörún Agústsdóttir aö lokum. — AI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.