Þjóðviljinn - 15.02.1980, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 15.02.1980, Blaðsíða 16
DJOÐVILIINN Föstudagur 15. febrúar 1980. ABalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til föstudaga, kl. 9 — 12 f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum. Utan þess tima er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfs- menn blaðsins i þessum slmum: Ritstjórn 81382, 81257 og 81285, afgreiðsla 81527 og Blaðaprent 81348. U 81333 Kvöldsfml er 81348 Mér ber skylda til þess að vera á móti þessari hraðbraut segir Nanna Hermannsson borgarminja vöröur Vegur milli Arbæjarhverfis og Breiðholts sem tæki tillit til safnsins væri allt annað heldur en hraðbraut fyrir 17 þúsund bila á sólarhring. Ég held aö fólk 'geri sér ekki grein fyrir hversu gifurlegt mannvirki er hér um að ræða, sagði Nanna Hermannsson forstöðumaður Arbæjarsafnsins í viðtali við Þjóðviljann út af umtalaðri brúargerð og hraðbrautarlagn- ingu Höfðabakkans. Mér sem forstöðumanni Ar- bæjarsafns ber skylda til að vera á móti þessum fram- kvæmdum, sagði Nanna. Frá Nanna Hermannsson: Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir hversu gífurlegt mannvirki er hér um að ræða. þessari hraðbraut kæmu læti, mengun og ekki sist lýsing frá ljósastaurum sem köstuðu birtu inn á safnsvæðið. Við erum að reyna að búa til stemningu og i- mynd gamalla hverfa og þetta yrði til þess að eyðileggja hana. Þar að auki mundi þetta mannvirki skera safnið frá Ar- bæjarhverfinu, en safnið ætti ekki sist að vera það sem ein- kennir þetta hverfi frá öörum hverfum. Við finnum það strax i góðviðri undanfarinna daga að krakkarnir úr Árbæjarhverfi streyma yfir til okkar. Ég held að ibúar hverfisins hugsi sér gott til glóðarinnar að fá teng- ingu við Breiðholt en ekki þó i formi hraðbrautar sem erfitt væri að komast upp á eins og hér er um að ræða. Eins og hraðbrautin var hugs- uð fyrir þremur árum verður hún i 17—19 metra fjarlægð frá verkstæði Arbæjarsafns, i þriggja metra hæð með fláa nið- ur að safnsvæðinu, en mér eru ekki kunnugar nýjustu hug- myndir um lagningu hennar. Arbæjarsafnið er á góðu svæði og býður upp á mikla vaxtar- Framhald á bls. 13 Guðrún Jónsdóttir forstööumaöur Þróunarstofnunar: Rétt að bíða með Höfða- bakkann Ég tel ekki rétt að setja Höfðabakka og byggingu brúar yfir Elliðaárdalinn á framkvæmdaáætlun þetta árið vegna þeirra mörgu breytinga sem gerðar hafa verið á vega- kerfinu á þessum slóðum frá þvi sem aðalskipulagið gerir ráð fyrir. Það þarf að athuga málið betur, sagði Guðrún Jónsdóttir forstöðumaður Þróunarstofn- unar Reykjavikur i samtali við Þjóðviljann i gær. Eins og þessi vegarlagning og brúin er hugsuð tel ég hana frekar til tjóns vegna alls umhverfisins, og fremur væri ráðlegt að ráðist verði i Ofan- byggðarveginn jafnframt þvi sem kannað verði hvort einhver minniháttartenging milli Arbæjarhverfis og Breiðholts kæmi ekki jafnt til greina. — QFR Guðrún Jónsdóttir: Ráðlegra að fara I Ofanbyggðarveg jafn- framt þvi sem kannað verðú hvort einhver minniháttarteng- ing milli Arbæjarhverfis og Breiðholts komi til greina. Sparnaöur fyrir bíleigendur vegna lagningar Höföabakkavegar: 360 milj. kr. Þórður Þorbjarnarson: Vegur- inn er hannaður með 17 þúsund bila umferö á sólarhring fyrir augum. segir Þóröur Þorbjarnarson borgar- verkfræöingur Höföabakkinn mun fyrst og fremst gegna þvi hlutverki að dæla umferð úr Breiðholti yfir I atvinnusvæðin á Ártúnshöfða og Borgarmýri og I öðru lagi frá Kópavogi og sunnan af Nesjum með tengingu við Reykjanes- veg. Miðað við 5000 bila umferð á sólarhring og 100 kr. kostnaö fyrir hvern bileiganda á km hefur verið reiknað út að sparn- aðurinn veröi 360 miljónir króna á ári fyrir bileigendur vegna þessa vegar sagði Þórður Þorbjarnarson borgarverk- fræöingur i samtali við Þjóövilj- ann I gær. Þórður sagði að ráðgert væri á ári að tvær akreinar verði i báðar áttir og brúin verði aðeins lægri en stiflan á Elliðaánum. Gert er ráð fyrir göngubraut og hesta- braut undir brúnni. Hann sagði að Höfðabakkinn yrði i 40 metra fjarlægð frá húsum i Arbæjar- safni þar sem hún verður næst en meiningin væri að grafa veg- inn þarna niður og byggja hljóðeinangrandi garð milli safnsins og vegarins. Reiknað er með 17 þúspnd bila umferð um Höfðabakka áriö 1995 og er þá miðað við að Foss- vogsbraut verði ekki lögð. t skipulagi er gert ráð fyrir að um Ofanbyggðarveg fari 2000 bilar árið 1995. Þá sagði Þórður að fallið hefði verið frá þvi aö byggja hraðbrautir meðfram Elliðaánum, en þá gegn þvi að árnar yrðu brúaðar á 1 til 2 stöðum. Taldi hann að ekki þyrftu að verða mikil náttúru- spjöll vegna Höfðabakkavegar- ins. — GFr Sölvi Bjarnason BA 65 við bryggju á Akranesi. Heimahöfnin Tálknafjörður Fiskar fyrir Bflddælínga Nýsmíöi frá Þorgeiri og Ellert Akranesi S.l. íöstudag var hleypt af stokkunum nýju fiskiskipi hjá Þorgeir & Ellert h.f.' Akranesi. Eigandi skipsins er Tálkni h.f. I Tálknafirði, en aðaihiuthafar i þvi fyrirtæki eru Arsæll Egilsson skipstjóri og Bjarni Andrésson framkvæmdastjóri. Jóhanna Guðmundsdóttir eiginkona Ar- sæls gaf skipinu nafnið Sölvi Bjarnason BA-65. Að sögn Ársæls Egilssonar, sem verður annar tveggja skipstjóra á Sölva verður skipið gert út frá Bfldudal, samkvæmt samningi sem gerður hefur verið til sex ára við Fiskvinnsluna h.f. Heimahöfn skipsins er þó Tálknafjörður. Sigurður Brynjólfsson frá Keflavik verður skipstjóri á móti Arsæli, en stýrimenn verða Jón Þórðarson, Bildudal og Niels Arsælsson Tálknafirði. Sölvi Bjarnason BA 65 er byggt sem skuttogskip til veiða með botn- og flotvörpu, en jafnframt útbúið til veiða með nót. Aðalmál eru: Mesta léngd 46,68 m, breidd 9 m og dýpt að efra þilfari 6,40 m. Farmrými er fyrir um það bil 200 tonn af isuðum fiski i kössum eða 750 tonn af loðnu en skipið m^elist 404,5 brúttó rúmlestir. ABalvel er af Wickmann gerð og sérstaklega Framhald á bls. 13 Utflutningsbætur búvara: 2.6 míljarðar í skuld Þrátt fyrir þá venju, að greiðslur á útflutningsbótum á búvörur hæfust ekki siðar en um áramót, hafði engin króna verið greidd i þessu skyni þegar núver- andi ríkisstjórn tók við hinn 8. febrúar sl.. Þá námu reikningar, sem hrannast höfðu upp hjá Framleiðsluráði, 2.6 miijörðum kr. Nú hefur verið samið um það við fjármálaráöuneytið að þessir reikningar verði greiddir i áföng- um á næstu vikum, og hefur fyrsta greiðslan þegar farið fram, upplýsti Pálmi Jónsson landbún- aðarráðherra á Búnaðarþingi i gær. — mhg 3ja miljarða lántaka A siðasta verðlagsári skorti ná- lega 3 1/2 miljarð til þess að út- flutningsuppbætur nægðu á út- fluttar landbúnaðarafuröir. 1 ræðu Pálma Jónssonar land- búnaðarráðherra við upphaf Bún- aðarþings i gær kom fram, að rik- isstjórnin hefur nú ákveðið að flytja sérstakt frumvarp um þetta mál. Þar verður gert ráð lyrir þvi, að framreiðsluráð taki lán, er nemi 3000 miljónum kr. Annist rikissjóður endurgreiðslu lánsins, greiðslu vaxta, verðbóta og annars kostnaðar. Stefnt er að þvi að unnt verði að afgreiða þetta fé til afurðasölufyrirtækj- anna áður en þau loka reikning- um sinum við uppgjör fyrir sl. ár. — mhg. Uppsagnir á Hótel Borg Oánægja meöal starfsfólks Umdanfarið hafa 13 manns af um 60 manna starfsliði Hótel Borgar fengið uppsagnarbréf og veit Þjóðviljinn til þess að nokk- urrar óánægju gætir meðal starfsfólksins með það hvernig að úppsögnunum er staðið. Margt af þvi fólki sem nú hefur verið sagt upp er á áttræðis- og niræðisaldri en svo er annað sem ekki hefur fengið skýringar aðrar en þær að um endurskipulagningu á rekstrinum sé að ræða. Tvennt af þvi starfsfólki sem Þjóðviljinn hefur rætt um telur að skýringuna á uppsögn þess sé að finna i þvi að það hafi leitað til stéttarfélags sins til þess að ná rétti sinum i launamálum en það sé illa þolað af stjórnendum hótelsins. Þjóðviljinn ræddi við Vestarr Lúðviksson skrifstofustjóra Hótel Borgar og sagði hann að þessar uppsagnir væru vegna sparnað- arráðstafana svo að hótelið geti dafnað áfram. en i sumum til- fellum væri um að ræða tilfærslur milli starfa innan hótelsins og ekki væri loku fyrir það skotið að sumir yrðu endurráðnir. — GFr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.