Þjóðviljinn - 15.02.1980, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 15.02.1980, Blaðsíða 7
Föstudagur 15. febrúar 1980. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Einkunnarorö Alþjóöaárs fatlaöra 1981: „Full |)átttaka og jafnrétti” Undirbúningur er nú hafinn hér á landi aö Alþjóöaári fatlaöra á næsta ári, en samþykkt um þaö var gerö á 31. allsherjarþingi Sameinuöu þjóöanna. Meö sam- þykkt sinni ákvaö þingiö, aö 1981 skyldi helgaö þeim markmiöum aö bæta hag fatlaöra á ýmsum sviöum, sem nánar eru greind í ályktun þingsins. í október á siöasta ári ákvaö fé- lagsmálaráöherra aö skipa þriggja manna nefnd til aö „ann- ast kynningu þessa máls, svo og aö hafa forgöngu um undirbúning og skipulagningu framkvæmda hér á landi i samræmi viö nefnda ályktun allsherjarþings Samein- uöu þjóöanna”. Félagsmálaráö- herra skipaöi Arna Gunnarsson, alþingismann, formann nefndar- innar. Ólöf Rikharösdóttir, full- trúi, var skipuö i nefndina sam- kýæmt tilnefningu Endur- hæfingarráös og Sigriöur Ingi- marsdóttir samkvæmt tilnefn- ingu öryrkjabandalags tslands. — Nefndin hefur þegar haldiö nokkra fundi og Carl Brand, framkvæmdastjóri Endur- hæfingarráös, hefur veitt henni margvislega aöstoö. Fjármálin 1 fréttatilkynningu sem nefndin hefur sent frá sér segir, aö þegar sé ljóst, aö talsvert fjármagn þurfi svo aö störf hennar fái boriö verulegan árangur. Stjórnvöld höföu ekki tryggt fjármuni og ákvaö nefndin þvi aö sækja um tiltekna upphæö fyrir starfsáriö 1980. Fyrir hönd nefndarinnar hefur félagsmálaráöuneytiö sótt um framlag til fjárveitingar- nefndar, er yröi á fjárlögum 1980. Aö öörum kosti yröi ógjörlegt fyrir nefndina aö gegna störfum. Samstarf við marga. Alþjóöaár fatlaöra er ekki ein- göngu tengt þeim, sem eru likam- lega fatlaöir, heldur tekur þaö til fötlunar af öllu tagi. Leita þarf samstarfs viö mikinn fjölda fé- laga og stofnana. Þau félög er vinna aö málefnum fatlaöra hér á landi eru Blindrafélagiö,Blindra- vinafélag tslands, Geöverndarfé- lag tslands, Gigtarfélag tslands, Foreldra- og styktarfélag heyrnardaufra, Heyrnarhjálp, Samband islensra berkla- og brjótsholssjúklinga, Styrktarfé- lag lamaöra og fatlaöra, Styrktar- félag vangefinna i Reykjavik, Sjálfsbjörg, landssamband fatl- aöra, Heyrnleysingjafélagiö, Fé- lag asthma- og ofnæmissjúklinga, Félag sykursjúkra, Félag Psoriasissjúklinga, Landssam- tökin þroskahjálp, Iþróttasam- band fatlaöra og svo mætti lengi telja. Fjölmörg önnur félög, stofnanir og opinberir aöilar koma inn i þessa mynd. Lög og reglugerðir Einn þýöingarmesta þáttinn i undirbúningi Alþjóöaárs fatlaöra telur nefndin vera aö stuöla aö meiri samræmingu og endurbót- um á núgildandi lögum og reglu- geröum um málefni fatlaöra. Ekki færri en 16 lög og reglúgerö- ir snerta þá beint og óbeint. Þetta eru: Lög um endurhæfingu, lög um aðstoð viö þroskahefta, lög um almannatryggingar, lög um vinnumiölun, lög um ráöstöfun erfðafjárskatts og eröafjár rikis- sjóös til vinnuheimila, lög um grunnskóla, lög um heyrnleys- ingjaskóla, lög úm heilbrigðis- þjónustu, lög um ráöstöfun og fræöslu varöandi kynlif og barn- eignir og um fóstureyöingar og ófrjósemisaögeröir, lög um toll- skrá, byggingareglugerö nr. 292/1979, reglugerö um félags- mála- og upplýsingadeild Trygg- ingastofnunar rikisins, lög um heimilishjálp i viölögum, reglu- gerö um heimilisþjónustu fyrir aldraöa, reglugerö um öryrkja- vinnu og réglugerö um sér- kennslu. Tilboð um stuðning. Fljótlega eftir aö ALFA-nefnd- in var skipuö, barst henni bréf frá JC-hreyfingunni á tslandi. Þar segir m.a.: ,,...aö á landsþingi samtakanna i mai s.l. var ákveö- iö, aö landsverkefni hreyfingar- innar á starfsárinu 1980-1981 yröi; Leggjum öryrkjum liö.Var þetta gert með hliösjón af ákvöröun S.Þ. um alþjóölegt ár fyrir ör- yrkja 1981. Starfsár okkar er frá mal til mai. Þaö er von okkar aö Junior Chamber tsland geti oröiö öryrkjum og samtökum þeirra aö liði meö starfi sinui’. Frfmerkjaútgáfa ALFA-nefndin hefur ritaö póst- og simamálastjórninni bréf um útgáfu sérstaks frimerkið 1981 i tilefni alþjóöaárs. Þaö mál er nú til athugunar hjá frímerkjanefnd, en Sameinuöu þjóöirnar hafa þegar hafiö frimerkjaútgáfu af þessu tilefni. Samstarf við þingflokka ALFA-nefndin hefur ritað öll- um þingflokkum bréf og óskaö eftir samstarfi viö þá. Þá er framundan mikið starf til aö tengja saman alla þá aöila, er hér á landi vinna aö málefnum fatl- aöra. Hafin er öflun margvis- legra gagna og unniö er aö þýö- ingu álykturiar allsherjarþings S.Þ. um alþjóöaár fatlaöra ’81. Þegar þýöingin er tilbúin veröur hún fjölfölduö og send þeim, sem hlut eiga að máli. Þá eru einnig fyrirhuguö fundahöld með full- trúum þeirra félaga, sem nefndin hefur samvinnu við um undirbún- ing alþjóðaársins. Full þátttaka og jafnrétti Sameinuöu þjóöirnar hafa sent frá sér margvisleg gögn um undirbúning alþjóðaársins. Þar kemur m.a. fram, aö haldnar verða nokkrar alþjóölegar ráð- stefnur um málefni fatlaöra, en einkunnarorö ársins veröa „Full þátttaka og jafnrétti”. — A hinum Noröurlöndunum er hafinn undir- búningur fyrir alþjóöaáriö op hafa borist ýmis gögn þaöan un skipulagiö. Geöhjálp ber fram kröfur sínar: Geðsjúklingar njóta hvorki lágmarks heilbrigðisþjónustu né almennra mannréttinda Fundur haldinn 15. janúar 1980 I Geðhjálp, félagi geösjúklinga, aö- standenda og velunnara, sam- þykkir eftirfarandi ályktun, sem send hefur veriö yfirvöldum fé- lags-og heilbrigöismála. t okkar þjóöfélagi njóta geð- sjúklingar hvorki lágmarks heil- brigöisþjónustu né mannréttinda yfirleitt. Viö bendum á, aö ekki eru til sjúkrarúm nema fyrir brot af þeim geösjúklingum sem á þurfa aö halda.og þar aö auki eru mörg þeirra sem til staöar eru gjörsamlega ófullnægjandi. Al- gengt er aö geösjúklingar þurfi aö blöa eftir plássi á geösjúkrahúsi i fangageymslum lögreglunnar og þeir geðsjúklingar sem framiö hafa afbrot sitja inni i almennum hegningarhúsum fyrir sjúkdóm sinn og er engu likara en geösýki sé talin refsiverö á tslandi. Geödeild Landsspitalans er nú tilbúin til notkunar og viö krefj- umst þess aö hún taki til starfa strax. Viö krefjumst þess aö sjálfræöissvifting geösjúklinga veröi lögö niöur, en í staöinn skuli álit þriggja manna, sem allir hafi annaö hvort læknis- eöa sálfræöi- menntun, nægja til aö setja geö- sjúklinga i þá meöferö sem ofan- greindum aöilum þykir nauösyn- leg. Aöstandendur geösjúklinga skulu á engan hátt vera ábyrgir fyrir sjálfræöissviftingu, þar sem slikt er hættulegt bæöi geösjúk- lingum og aöstandendum. Viö krefjumst þess aö neyöar- þjónusta veröi opin allan sólar- hringinn, þar sem hægt veröi aö hringja og fá hættulega veikt fólk flutt samstundis á sjúkrahús, af mönnum sem lært hafi meðhöndl- un geösjúkra. Viö krefjumst þess, aö þeir geö- sjúklingar sem þurfa aö vera á lyfjum eða mæta á göngudeildir, en gera ekki, eins og algengt er, séu undir eftirliti læknis eöa sál- fræöings sem heimsæki þá a.m.k. vikulega og oftar ef þörf krefur. Fylgist meö ástandi þeirra og að- standenda þeirra og reyni aö greiöa úr þeim vandamálum sem skapast kunna. Viö krefjumst aukinnar þjón- ustu sálfræðinga inni á sjúkra- húsum og teljum sumt af þvi,sem félagsráögjafar nú starfa viö, geti sálfræöingar betur gert. Viö krefjumst aukinna likam- legra rannsókna á geösjúkling- um. Viö krefjumst þpss, aö engin geösjúklingur sé rekinn nauöugur frá geösjúkrahúsi. Viö krefjumst þess að geösjúk- lingar, sem koma sjálfir og leita hjálpar, fái hjálp þegar þeir biöja um hana, en séu ekki látnir biöa þar til þeir gefast upp, hins vegar teljum viö mjög heimskulegt aö ætlast til þess, aö allir geösjúk- lingar biöji um hjálp sjálfir, þvi margir eru ekki færir um það. Viö teljum þaö skyldu félags- ráögjafa, aö útvega geösjúkling- um vinnu eöa skólavist og aö hjálpa þeim að standa sig i þvi sem valist hefur. Viö krefjumst þess, aö öllum geösjúklingum veröi hjálpaö til aö stunda nám eöa vinnu eftir óskum og getu hvers og eins á vernduöum vinnustööum, sem þarf aö fjölga mjög, og utan þeirra. Viö krefjumst þess, aö þeir geö- sjúklingar, sem ekki eru færir um aö stunda neitt utan stofnunar,fái tækifæri og hjálp til aö stunda launaða vinnu, bóklegt og verk- legtnám, eftir óskum og getu inni á stofnununum sjálfum. Vinna geösjúklinga skal borguð eftir al- mennum launatöxtum, hvort sem hún er stunduð á vernduöum vinnustööum eöa utan þeirra. Viö krefjumst þess, aö á hverju geösjúkrahúsi veröi sérstakt geö- sjúklinga- og aöstandendaráö og sérstakur trúnaöarmaöur geö- sjúklinga og aöstandenda. Viö kref jumst aukinnar fræöslu um geösjúkdóma til almennings. Viö krefjumst þess siöast en ekki sist, aö þeim geðsjúklingum, sem ekki þurfa að dvelja inni á Framhald af 13. siöu. Auglýsing frá rikisskattstjóra um framlengingu skilafrests gagna samkvæmt 92. gr. laga nr. 40/1978 um tekjuskatt og eignarskatt Rlkisskattstjóri hefur ákveðið framleng- ingu á skilafresti eftirtalinna gagna til 20. mars nk. I stað 20. febrúar nk., sbr. aug- lýsingu rikisskattstjóra frá 1. janúar 1980. 1. Landbúnaðarafurðamiða ásamt sam- talningsblaði. 2. Sjávarafurðamiða ásamt samtalnings- blaði. 3. Greiðslumiða, merktra nr. 1, um aðrar greiðslur sem um getur i 1. og 4. mgr. 92. gr., aðrar en þær sem koma fram á iaunamiðum, svo sem þær tegundir greiðslna sem um getur i 2.—4. tl. A-liðar 7. gr. nefndra laga, þó ekki bætur frá Tryggingastofnun rikisins. Reykjavik 14. febrúar 1980 Rikisskattstjóri. Auglýsing um skoðun bifreiða í lögsagnarumdæmi Kópavogs Samkvæmt umferðarlögum tilkynnist hér meö aö aðal- skoöun bifreiöa 1980 hófst mánudaginn 11. febrúar og veröa skoöaðar eftirtaldar bifreiöir svo sem hér segir: Mánud. Þriöjud. Miðvikud. Fimmtud. Föstud. Mánud. Þriöjud. Miðvikud. Fimmtud. Föstud. Mánud. Þriöjud. Miðvikud. Fimmtud. Föstud. Mánud. Þriöjud. Miðvikud. Fimmtud. Föstud. Mánud. Þriðjud. Miövikud. Fimmtud. Föstud. Mánud. Þriöjud. Miðvikud. Fimmtud. Föstud. Mánud. Þriðjud. Miðvikud. Fimmtud. Föstud. Mánud. Þriðjud. Miðvikud. Þriðjud. Miövikud. t. 11. febrúar IV 13. 14. 15. Y- 1- Y- 200 Y- 201 — Y- 400 Y- 401 — Y- 600 Y- 601 — Y- 800 Y- 801 — Y-1000 18. febrúar Y-1001 — Y-1200 19. ” Y-1201 — Y-1400 20. ” Y-1401 — Y-1600 21. ” Y-1601 — Y-1800 22. ” Y-1801 — Y-2000 25. febrúar Y-2001 — Y-2250 26. ” Y-2251 — Y-2500 27. ” Y-2501 — Y-2750 28. ” Y-2751 — Y -3000 29. ” Y -3001 — Y-3250 mars 3. 4. ” 5. ” 6. ” 7. ” 10. mars 11. ” 12. ” 13. ” 14. ” 17. mars 18. ” 19. ” 20. ” 21. ” 24. mars 25. ” 26. ” 27. ” 28. ” 31. mars 1. apríl 2. ” 8. ” 9. ” Y-3251 — Y -3500 Y-3501 — Y-3750 Y-3751 — Y-4000 Y-4001 — Y -4250 Y-4251 — Y -4500 Y-4501 — Y-4750 Y-4751 — Y -5000 Y-5001 — Y-5250 Y-5251 — Y-5500 Y-5501 — Y-5750 Y-5751 — Y-6000 Y-6001 — Y-6250 Y-6251 — Y -6500 Y-6501 — Y-6750 Y-6751 — Y-7000 Y-7001 — Y-7250 Y-7251 — Y-7500 Y-7501 — Y-7750 Y-7751 — Y-8000 Y-8001 — Y-8250 Y -8251 — Y -8500 Y-8501 — Y-8750 Y-8751 — Y-9000 Y-9001 — Y-9250 Y-9251 — Y- og yfir. Bifreiöaeigendum ber að koma meö bifreiöir sínar aö Ahaldahúsi Kópavogs viö Kársnesbrautog veröur skoö- un framkvæmd þar mánudaga — föstudaga frá kl. 8:15 til 12:00og 13:00 til 16:00. Viö skoðun skulu ökumenn bifreiö- anna leggja fram fullgild ökuskirteini. Sýna ber skilriki fyrir þvi aö bifreiöagjöld fyrir áriö 1980 séu greidd, og lög- boðin vátrygging fyrir hverja bifreið i gildi. Hafi gjöld þessi ékki veríð greidd, vérður skoðun ekki framkvæmd, en bifreiöin stöövuö þar til gjöldin eru greidd. Vanræki einhver aö koma bifreið sinni til skoöunar á rétt- um degi, veröur hann iátinn sæta sektum samkvæmt um- feröarlögum og lögum um bifreiöaskatt og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Þetta tilkynnist öllum sem hlut eiga að máli. Umskráningar veröa ekki fram- kvæmdar á skoðunarstað. Bæjarfógetinn i Kópavogi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.