Þjóðviljinn - 15.02.1980, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 15.02.1980, Blaðsíða 9
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 15. febrúar 1980. Föstudagur 15. febrúar 1980. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 Ef undirstöðurnar hallast er husinu hætt Pálmi Jónsson, landbúnaöarráöherra ávarpar Búnaöarþing. Frá setningu Búnaöarþings i gær. Mynd — gel Er framleiösla sauöfjárafuröa til útflutnings þjóöhagslega hagkvæm? Hólar I Hjaltadal. Taka þarf sem fyrst ákvaröanir um framtlö Bændaskólans þar. Aö þessu sinni kemur Búnaöar- þing saman viö nokkuö sérstæöar aöstæöur i islensku þjóölifi. Allt frá þvi er siöasta Búnaöarþingi lauk hefur veriö ókyrrt og jafnvel stormasamt á vettvangi stjórn- mála. Tvær rlkisstjórnir hafa gengiö á þessu timabili og sú hin þriðja tekið við fyrir fáum dögum. Ókyrrleiki á stjórnmálavett-^ vangi, tið stjórnarskipti samfara kosningum og stjórnarkreppu ' hafa alvarleg áhrif á ýmsa þætti stjórnmála, ekki síst þegar erfið- leikar sækja aö. Fátt hefur verið um heillega stefnu. Fjárlög ásamt lánsfjáráætlun eru óaf- greidd. Mikilvægum ákvörðunum hefur verið skotið á frest, vanda- málin hafa hrannast upp. Afleiðingarnar af þessu ástandi koma nú viða fram. Þannig biöa nú ákvörðunar og úrlausnar fjöl- mörg vandamál, er snerta land- búnaðinn og bændastéttina. Þetta mun þó ekki bundið viö land- búnaöinn einan, heldur við ýmsa aðra málaflokka. Til lausnar á öllum þessum vandamálum er okkur á ýmsan hátt þröngur stakkur skorinn. Hann markast meðal annars af krappri stöðu rikisfjármála og hinu almenna efnahagsástandi, sem er fylgi- fiskur verðbólguþjóðfélagsins. I málefnum landbúnaðarins er ástandið þó þannig, að óhjá- kvæmilegt er aö ráðast að þeim fjölmörgu hnútum sem myndast hafa og leysa þá, suma með mjög skjótum hætti, aðra á nokkuð lengri tima. Flestum mun og vera ljóst, að endanlegu markmiði verður ekki náö I öllum greinum á svipstundu. Réttara er þó að segja, að endanlegu markmiöi verði kannski aldrei náð vegna þess, aö þegar einn áfangi hefur náðst er sifellt annar i augsýn og svo mun það veröa i þvi þjóð- félagi, sem tekur sifelldum breyt- ingum i samræmi viö þá kosti, sem land okkar býður. Brýnustu verkefnin Þau viðfangsefni, sem ég tel aö nú sé brýnast aö vinna að á vegum landbúnaðarráðuneytis- ins, eru eftirfarandi: 1. Málefni, sem frestast hafa vegna hins pólitiska ástands i landinu. 2. Mál, sem snerta afleiöingar harðindanna á siöasta ári. 3. Mótun nýrrar stefnu i landbúnaöarmálum. 4. Lagabreytingar og ýmsar aðgerðir til aö tryggja fram- kvæmd hinnar nýju stefnu. Varöandi fyrsta liðinn er rétt aö minna á, sem öllum er kunnugt, að á síðasta verðlagsári skorti nálega 3 1/2 miljarð til þess aö út- flutningsuppbætur dygðu til að bæta upp útflutning landbúnaöar- vara. Þetta var þó nokkuö lægri fjárhæð en lengst af var talið að verða myndi. Hinn 5. júni s.l. skipaði þáver- andi landbúnaðarráðherra Stein- grimur Hermannsson nefnd til þess m.a. að vinna að tillögum um lausn á þessu máli. Nefndin skilaöi áliti hinn 28. júli og lagði til, að útvegað yrði fé, er næmi 3000 miljónum króna i þessu skyni, og stóðu að þeirri tillögu meirihluti nefndarinnar, sem skipaður var fulltrúum þriggja stjórnmálaflokka og fulltrúum bændasamtakanna. Minni hluta nefndarinnar skipaði fulltrúi Alþýðuflokksins. Þegar núverandi rikisstjórn tók viö haföi ekkert gerst i þessu máli annað en að þingmannafrumvörp höfðu verið flutt um þetta efni á Alþingi. Rikisstjórnin hefur nú ákveðiö að flytja sérstakt frumvarp um þetta mál. Verður þar gert ráð fyrir þvi að Fram- leiösluráö landbúnaðarins taki lán,ernemi3000miljónum króna. Rikissjóður annist endurgreiðslu lánsins, enn fremur greiðslu vaxta, verðbóta og annars kostnaöar. Mun ég óska eftir þvi við Alþingi, að frumvarp þetta verði afgreitt svo fljótt sem verða má, i þvi skyni að unnt verði að afgreiöa þetta fé til afuröasölu- fyrirtækjanna áður en þau loka reikningum sinum viö ársuppgjör fyrir siðastliðið ár. Við verðákvörðun hinn 1. desember s.l. var frestað af þáverandi rikisstjórn að taka inn i veröið hækkun á vinnslu- og dreifingarkostnaði mjólkur og mjólkurvara, sem sexmanna- nefnd haföi þó oröiö sammála um. Rikisstjórnin hefur haft þetta mál til endurskoðunar og mun ákvörðun hennar væntanlega liggja fyrir I þessari viku, þannig að um næstu helgi komi til fram- kvæmda leiðréttingar á þessum liö. Vaxtakostnaöur vegna geymslu á kindakjöti hækkaði skv. ákvörðun sexmannanefndar hinn 1. desember s.l. um 5 kr. fyrir hvern geymslumánuö. Þessi hækkun vaxta stafaði af vaxta- hækkun þáverandi rikisstjórnar. Þessi kostnaður hefur á undan- förnum árum veriö greiddur niður af rikissjóði, en það fékkst ekki gert aö þessu sinni af þáver- andi rikisstjórn. Rikisstjórnin hefur nú til athugunar leiörétt- ingar á þessum lið. Sú venja hefur gilt á undan- förnum árum, að greiðslur út- flutningsbóta hvers árs hafa hafist þegar um áramót. Jafnvel hefur verið réynt að greiða fyrir þvi að nokkur hluti þeirra fengist fyrir áramót til að mæta út- flutningsbótarétti, sem skapast hafði i upphafi verðlagsárs frá 1. september. Að þessu sinni hafði engin króna verið greidd af út- flutningsbótafé, þegar núverandi rikisstjórn tók við hinn 8. febrúar. Reikningar höfðu þó hlaöist upp hjá Framleiðsluráði vegna út- flutnings, er námu samtals um 2,6 miljörðum króna. Þegar hefur verið samið um það við fjármála- ráðuneytið að þessir reikningar verði greiddir i áföngum á næstu vikum og hefur fyrsta greiðsla þegar farið fram. Það er ákaflega mikilvægt að greiðslur útflutningsbóta geti farið fram með nokkuð reglu- legum hætti, eftir þvi sem reikn- ingar berast, meðan útflutnings- bótaféð endist. Sá dráttur sem hefur orðið á greiöslu útflutnings- bóta að þessu sinni hefur valdið bændum og fyrirtækjum þeirra miklum erfiðleikum, en þeir erfiðleikar voru þó ærnir fyrir. Þvi miður eru horfur þær á þessu verðlagsári, að miklar f jár- hæðir skorti til þess, að útflutningsbótafé dugi svo fullri verðtryggingu verði náð. t stjórnarsáttmála núverandi rikis- stjórnar segir svo um þetta eíni: „Leitað verði samkomulags um viðunandi lausn á fyrirsjáan- legum vanda vegna halla á út- flutningi búvara á þessu verö- lagsári i tengslum viö heildar- stefnumótun i landbúnaði.” Ég vil taka þaðfram, að ég mun leita eftir sliku samkomulagi viö full- trúa bændasamtakanna og vænti góðrar samvinnu i þessu vanda- sama máli á milli fulltrúa bænda og fulltrúa rikisstjórnarinnar. Mörg fleiri mál mætti nefna, sem beðiö hafa afgreiðslu á undanförnum vikum og mánuðum, sem nú eru i athugun - hjá rikisstjórninni eða i ráðu- neytinu. Sum þessara mála geta oröið til afgreiðslu næstu daga, svo sem greiðsla á jarðræktar- framlögum, sem engin króna hefur fengist til, það sem af er þessu ári, svo og greiðslur sam- kvæmt búfjárræktarlögum vegna siöasta árs. Enn er ekki full vika liöin, siðan rikisstjórnin tók við. Þvl fer að sjálfsögðu fjarri, að mér hafi enn sem komið er tekist að kynna mér öll þau fjölmörgu mál, sem fyrir liggja. Meðal nýrra laga, sem kemur i hlut ráðuneytisins að sjá um framkvæmd á, eru lög um búnaðarfræðslu nr. 55/1978. Lög þessi fela m.a. I sér þær grund- vallarbreytingar á búnaðar- náminu, að það lengist úr einu ári i tvö ár. Sú tilhögun hefur i för með sér aukna þörf fyrir skóla- rými, miðað við óbreytta aðsókn. Þessi staöreynd gefur enn aukið tilefni til þess, að hið fyrsta veröi teknar ákvarðanir, sem varða framtið bændaskólans á Hólum i Hjaltadal, sem nú er I miklum öldudal. Ljóst er að til viðbótar viö forna frægö og helgi staðarins sem menningarseturs allt frá 1106 og bændaskóla frá 1882 blasir nú við aukin þörf hús- rýmis fyrir búnaðarfræðsluna i landinu. Nýlega hefur svokölluð Hóla- nefnd skilað endanlegu áliti og skólanefnd Hólaskóla sent frá sér tillögur varðandi upp- byggingu og framtið staðarins, sem nauðsynlegt er, að rikis- stjórnin taki afstöðu til hiö allra fyrsta. Undir öðrum lið nefni ég mál, sem snerta afleiðingar harðind- anna siðastliöið ár. Árið 1979 varð hið kaldasta á þessari öld. Þetta var harðindaár, einkum um norðanvert landið og fylgdu harðindunum gifurlegir erfiö- leikar og óhemjulegt tjón á mörgum sviðum, einkanlega fyrir bændastéttina. Harðindin s.l. ár ollu þvi meöal annars, að stofnaö var til mikils auka fóður- kostnaðar s.l. vor. Vanhöld urðu þá meiri á búpeningi heldur en venja er til, uppskera jarðar- gróða varð miklu rýrari en i meðalári, bæöi á úthaga og túnum, og heyfengur varð vfða knappur. Þetta gerðist þrátt fyrir það, að mun meira hafði verið kostað til áburðarkaupa heldur en i meðalári, þar sem bændur vildu með þvi reyna að ná uppskeru af túnum sinum. Verulegur upp- skerubrestur varö bæði á garð- ávöxtum og grænfóðurökrum. Dilkar urðu rýrari en árið áður sem nam 1,3 — 1,4 kg að meðaltali yfir landiö en viöast hvar 2 — 2,5 kg um norðanvert landið. Allt hefur þetta valdið gifurlegri tekjuskeröingu hjá bændum, sem nemur miljónum á hvert bú. Mikiö starf hefur verið unniö, m.a. á vegum stjórnskipaðra aefnda, til þess aö athuga þessi mál. Nefnd sem skipuð var hinn 24. september s.l. af þáverandi iandbúnaðarráðherra til að gera dllögur til úrbóta vegna þess ilvarlega ástands, sem skapast lefur á noröanverðu landinu vegna harðinda og lélegs hey- fengs, skilaöi áliti 10. október s.l.. Nefndin gerði Itarlegar tillögur i áliti sinu, m.a. um aðstoö Bjarg- ráðasjóðs við bændur eftir vissum reglum til þess að mæta þessum vanda. I stjórnarsáttmála núver- andi rikisstjórnar er tekið fram, að Bjargráðasjóði verði útvegað lán vegna harðindanna 1979. Jafnframt, að tekjustofnar sjóðsins verði teknir til endur- skoðunar 1 þeim tilgangi, að hann geti gegnt hlutverki sinu. Enn hefur eigi unnist tóm til, eftir að rikisstjórni tók við, að athuga þessi mál eins og skyldi, m.a. um stöðu Bjargráðasjóðs og mögu- leika hans til þess að veita aðstoð I þessu efni. Eins og kunnugt er, heyrir Bjargráðasjóður undir félags- málaráðuneytiö. Ég tel þvi eðli- legt aö haft verði samráð á milli landbúnaðarráðuneytisins og félagsmálaráðuneytisins um þessi mál, þar á meðal um endur- skoöun á lögum sjóðsins i þá átt, eins og segir i stjórnarsátt- málanum, aö endurskoða tekju- stofnana I þeim tilgangi, að hann geti gegnt hlutverki sinu. Hlut- verk Bjargráöasjóðs er að vera eins konar tryggingar- og neyðar- sjóöur fyrir fólkið i landinu, þegar verulega bjátar á vegna óvenju- legra áfalla, afurðatjóns eða fóðurskorts, einnig annarra áfalla, svo sem netatjóns sjó- manna o.fl.. Tekjustofnar sjóðsins eru sum- part bundnir i krónutölu og hafa þvi veriö að eyðast i verðbólgunni á undanförnum árum. Sjóðurinn hefur þvi verið að fjarlægjast það að geta sinnt þvi hlutverki, sem hann var stofnaður til. Það er þvi hin mesta nauðsyn að taka þessi mál öll til athugunar og efla sjóðinn, svo hann geti gegnt hlut- verki sinu. Jafnframt er nauösynlegt að hafa skjót viöbrögð viö útvegun fjármagns eftir þvi sem hægt er, til þess að milda þau áföll, sem bændastéttin hefur orðið fyrir i hinum gifur- legu harðindum á siöasta ári. I þriðja lagi er þörf á mótun Ræöa Pálma Jónssonar landbúnaðar. ráðherra við setningu Búnað- arþings i gœr nýrrar stefnu i landbúnaðarmál- um. í málefnasamningi rikis- stjórnarinnar segir, að stefnan i málefnum landbúnaðarins verði mörkuð með ályktun Alþingis og við það miðað að tryggja afkomu bænda, sporna við byggðaröskun og fullnægja þörfum þjóðarinnar fyrir búvörur til neyslu og iðnaðar. Þessi stefna hefur ekki að fullu verið mótuð enn þá en settir verða til þess þrir menn, einn frá hverjum aðila, sem myndar rikisstjórnina, til þess að semja þingsályktunartillögu, sem siðan verður lögð fyrir Alþingi og væntanlega afgreidd. öllum eru kunnar þær þings- ályktunartillögur, sem fluttar voru á Alþingi i fyrra um stefnu 1 málefnum landbúnaðarins en náðu þá eigi afgreiðslu. Þessar tillögur þarf að samhæfa með aö- ild fulltrúa Alþýðubandalagsins, þannig að rikisstjórnin sem heild geti staðið einhuga að þeirri stefnu sem mörkuð verður. Úttekt á gildi umframfrantleiðslu Ég legg á það mikla áherslu að gerð verði úttekt á þjóöhagslegu gildi hinnar svokölluðu umfram- framleiðslu i landbúnaðinum, þ.e.a.s. þeirri framleiðslu sem er umfram innanlandsneyslu og hráefni til iðnaðar, sem innan- landsneyslunni fylgir. Þessari út- tekt verði ekki hvað sist beint að sauðf járframleiöslunni til þess að fá úr þvi skoriö með hagrænu mati, hvort ekki er rétt að stefna áfram að sauðfjárframleiðslu sem er umfram neyslu þjóðar- innar, með tilliti til þess, hvað sauðfjárframleiöslan veitir gifur- leg atvinnutækifæri, ekki einasta i landbúnaðinum heldur langt út fyrir hann. Fáum mun dyljast, aö verði tvær höfuðgreinar landbúnaðar- ins, framleiðsla nautgripaafurða og sauðfjárafuröa, aðeins mið- aðar við innanlandsneyslu, þá verður torsótt að tryggja tekjur bænda til jafns viö aörar stéttir og halda byggðinni við. Þaö þarf þvi að athuga gaumgæfilega hvort ekki er hagkvæmt fyrir þjóð- félagiö I heild að halda áfram að framleiða sauðfjárafurðir til út- flutnings, enda þótt það kosti þjóðfélagið nokkuð i útflutnings- bótum. Sauðfjárframleiöslunni fylgir bæði útflutningur iönaöar- vara, sem er veigamesti stofninn i útflutningsiðnaði landsmanna, aö undanskilinni stóriöju, og hún hefur i för meö sér þörf fyrir margs konar þjónustu og atvinnu fólks i þéttbýli sem og i strjál- býli. Þarfir þess fólks, sem við þetta starfar, þyrfti að taka til athugunar aö mæta með öðrum hætti, ef þessi atvinnugrein skerðist stórlega. Hér er um stór- mál að ræöa, sem þarfnast itar- legrar athugunar. Rikisstjórnin hefur það meðal sinna stefnumála, að rannsókna- og leiðbeiningarstarfsemi land- búnaðarins verði i auknum mæli beint að nýjum búgreinum, svo sem fiskeldi, loðdýrarækt og bættri fóðurframleiðslu, i þvi skyni aö auðvelda aölögun fram- leiðslunnar að markaðsað- stæðum. Ennfremur eru það stefnumáí rikisstjórnarinnar, aö hraöa byggingu nýrra graskögglaverk- smiöja og að gert veröi sérstakt átak til markaösöflunar. Óhætt er aö fullyrða að ýmsar nýjar búgreinar gefi góðar vonir, Sumir telja mögulegt, að fiskeldi geti orðið jafnöflug atvinnugrein hér á landi og arðgæf, er stundir liða, eins og sjávarútvegurinn er i dag. Hvað sem um þetta er, þá er hitt vist að þarna liggja ónotaðir gifurlegir möguleikar, sem þarf að vinna að þvi að nýta okkur til hagsældar. Þann 5. febrúar s.l. skipaöi fyrrverandi landbúnaðarráð- herra, Bragi Sigurjónsson, nefnd til að huga að auknum möguleik- um fiskeldis á Islandi og gera til- lögur i þeim efnum. Þetta var hið mesta nauðsynjaverk og vonast ég til að nefnd þessi starfi vel og skili skynsamlegum tillögum. Áætlanir um byggingu gras- kögglaverksmiöja i Hólminum i Skagafirði og i Saltvik i Suöur- Þingeyjarsýslu voru gerðar fyrir nær átta árum. Mikiö undirbún- ingsstarf hefur veriö unniö viö þessar verksmiöjur, en framkvæmdir eru skammt á veg komnar. Þaö er mikil nauðsyn að þoka þessum verksmiðjum áfram eftir þvi sem fjárhagsástæður leyfa. Ég tel eðlilegt aö hið fyrsta verði skipaðar stjórnir fyrir verk- smiðjurnar, -þannig að þær geti farið að beita sér fyrir málefnum sem verksmiðjurnar varða, m.a. að athuga um fjármögnun þeirra aö hluta I heimahéruðum. Ný landbúnaöarstefna þarf að taka mið af hagsmunum þess fólks,sem sveitirnar byggir, bæði aö þvl er snertir lifskjör og félagsleg réttindi. Hún þarf að taka miö af þvi aö framleiðsla bú- vara verði a.m.k. nægileg fyrir þarfir þjóðarinnar I viðtækri merkingu. Og hún þarf að taka mið af þvi aö byggöakeðja sveit- anna veröi ekki rofin. Samofin heild Þessum og fleirum markmið- um landbúnaðarstefnunnar þarf að ná á þann hátt að þau fari sam- an við hagsmuni þjóöfélagsins i heild. Landbúnaðarframleiðslan þarf að nálgast það mark sem þjóöfélaginu eru hagstæðast og beita til þess sveigjanlegum verð- tryggingarákvæðum og samning- um um þau til nokkurra ára I senn. En þetta verður ekki gert með þvi aö krefjast harkalegra sam- dráttaraðgerða, skerða sjálfstæði bænda, lama framtaksvilja eöa rýra eignarrétt þeirra. Þess vegna þarf stefnan i landbúnaði aö varðveita eða ryðja braut þeim framleiðslugreinum, sem þjóðinni eru hagstæðastar, hvort heldur sem er á sviði hefðbund- inna eða nýrra búgreina. 1 fjóröa lagi þarf aö tryggja framkvæmd landbúnaðarstefn- unnar með nauðsynlegum laga- breytingum, til að mynda á fram- leiðsluráðslögum. Ýmissa fleiri aðgerða kann að þurfa að gripa til, svo framkvæmd stefnunnar verði tryggö, sem skýrist betur þegar hún hefur verið fullmótuð. Búnaöarþing á sér alllanga sögu. Þaö hefur gegnt mikilvægu hlutverki, sérstaklega að þvi er snertir ráðgjafar- og undir- búningsstarf við landbúnaðarlög- gjöfina og breytingar á henni á ýmsum timum. Ég leyfi mér aö láta þá ósk i ljós og von, að mér auðnist að eiga gott samstarf við Búnaöarþing, Búnaðarfélag Islands, Stéttar- samband bænda og aörar stofn- anir landbúnaðarins þann tima, sem ég kann að gegna starfi land- búnaðarráðherra. Ég mun meta ráð ykkar mikils. Ég get ekki lof- að að ég fari alltaf eftir þeim, en ég vænti þess, að skoðanir okkar geti oft farið saman. Eins og áður er vikið að, á land- búnaöurinn nú i miklum erfiöleik- um, og þeim af ýmsum toga. A margan hátt er þar vandratað og ákvarðanir þarf að taka, sem kunna að orka tvimælis. Þær veröur að taka i ljósi þess, aö islenskt þjóðfélag er ein samofin heild. Við megum þó vel minnast þess, að landbúnaðurinn er einn af hornsteinum þjóðfélagsbygg- ingarinnar og ef undirstöðurnar hallast er húsinu hætta búin. Margt bendir til aö nú sé svo komiö. Þess vegna þarf land- búnaðurinn stuönings við á mörg- um sviöum. Ég óska Búnaðarþingi farsæld- ar i störfum til heilla fyrir land- búnaöinn og þjóðina i heild. YiðtalHdagsins Skólafólk er skemmtilegt S.l. þriöjudag frumsýndi Aristofanes, leiklistarklúbbur Fjölbrautaskólans I Breiðholti, söngleikinn Kabarett eftir Joe Masteroff, Fred Ebb og John Kander, i þýöingu Óskars Ingi- marssonar. Leikstjóri er Sigrún Björnsdóttir. Við tókum Sigrúnu tali og inntum hana eftir þvl, hvernig gengiö hefði að starfa með krökkunum. — Viö byrjuöum þetta starf með námskeiði I haust, þar sem ég kenndi framsögn, undirstöðu- atriði i raddbeitingu og ýmislegt i sambandi við sviðshreyfingar. Þátttakendur voru 30, en hefðu þurft að vera færri og timinn hefði þurft aö vera lengri, til að hægt væri aö ná raunverulegum tæknilegum árangri. En þetta var semsé upphafiö. Um miöjan nóvember byrjuöum viö svo að lesa saman, og fórum nokkuö hægt af staö. Desembermánuður varð okkur ódrjúgur vegna prófa og jólahalds, og segja má að æfingarnar hafi ekki byrjað af fullum krafti fyrren fyrstu dag- ana i janúar, en siðan var lika unnið sleitulaust. Þetta var mikið vinnuálag fyrir krakkana. Þau eru I skólanum til 5.30 eða 6 alla daga, og æfingarn- ar voru á kvöldin, frá 8 til 12, og svo um helgar. Siöustu vikuna fyrir frumsýningu gat ég losaö þau eitthvaö úr skólanum siðdeg- is og var þá æft að deginum lika. — Atvinnuleikarar eru frægir fyrir aga og ábyrgöartilfinningu, en hvernig gengur aö halda uppi aga hjá skólafólki? — Það var ekkert vandamál. Að visu var nokkur aödragandi að þvi hjá þeim flestum aö þau skynjuöu þá ábyrgö, sem þau höfðu tekist á hendur. En þegar þau höfðu áttað sig á kröfunum sem geröar vour til þeirra var þetta ekkert vandamál. Þetta er sjötta árið sem ég vinn með skólafólki á menntaskólastigi og hef ég sett upp einar tólf sýningar á þessum tima, þar af eina með atvinnuleikurum, Skugga-Svein, sem ég setti upp á Akureyri. Reynsla min af menntaskóla- krökkunum er sú, aö þetta sé sá hópur sem mér finnst einna skemmtilegast aö vinna með. Þau eru orðin nægilega þroskuð til þess aö þaö er hægt að gera til þeirra miklar kröfur, bæði vits- munalega og hvað snertir vinnu- álag. En þau lita á sig sem byrj- endur og taka þarafleiðandi leið- sögn mjög vel. Þaraöauki er þetta llfsglatt fólk, óþreytt og skemmtilegt. Leikgleðin og fjörið eru alveg ótrúleg, einkum með tilliti til þess að þau fá litinn svefn meðan æf- ingarnar standa yfir, og þetta bætist ofaná fullan vinnudag hjá þeim. — Hvernig stóö á þvf aö „Kaba- rett” varö fyrir valinu? —- Verkið var valið með tilliti til þess, að I fyrsta lagi er þetta skemmtilegt verk og áhugavert, og i ööru lagi eru i þvi margir leikarar, svo að flestir i leik- klubbnum fengu tækifæri til aö spreyta sig. 22 leikarar koma fram, fyrir utan tónlistarmenn og sviðsfólk og aöra sem aö sýning- unni unnu. Sigrún Björnsdóttir leikari og leikstjóri Söngur og dans eru stór þáttur i þessari sýningu. Sönginn æfði ég sjálf, með aðstoð Nönnu Þórarinsdóttur, en ég skikkaði Guðriði dóttur mina i að æfa dansana. Það er heill dansflokkur sem kemur fram i sýningunni. Svo er lika hljómsveit og hana skipa að mestu leyti nemendur skólans. — Sýningarnar fara fram I Breiöholtsskóla. Hvernig er aö- staöan þar? — 1 fjölbrautaskólanum, sem er 1400 manna skóli er engin að- staða til leiksýninga. En i Breið- holtsskóla er salur með leiksviöi, og prýðileg aöstaða að mörgu leyti. Eini ókosturinn er sá, að það er dálitið þröngt á bak við, þannig að skiptingar ganga ekki alveg nógu hratt fyrir sig. Leiktjöldin voru gerð af nemendum á myndlistarsviði, en búningana fengum við lánaða hér og þar. Frumsýningin var svo s.l. þriöjudag, og var leiknum mjög vel tekið, þrátt fyrir nokkur óhöpp, sem vonandi verða ekki endurtekin. Næstu sýningar eru á mánudag og þriðjudag i næstu viku. — Hvaö er svo framundan hjá þér? — Um siðustu mánaðamót byrjaði ég að æfa Mutter Courage eftir Brecht, með nemendum Menntaskólans við Sund og er frumsýning fyrirhuguð þar 16. mars. — ih

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.