Þjóðviljinn - 16.02.1980, Page 5
Laugardagur 16. febrúar 1980. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5
Flokksþing var haldiö i Varsjá
Pólverjar í efna-
hagslegri klipu
A mánudaginn var hófst
b áttunda þing Verkamanna-
■ flokksins pólska, kommúnista-
‘ flokksins. En um þetta leyti eru
. tiu ár liðin sfðan núverandi
I formaöur hans, Gierek, tók við
1 af Wladyslaw Gomulka, sem
| hafði hrökklast frá völdum eftir
■ uppþot meðal verkmanna i
I Eystrasaltsborgum landsins.
[ Þá var farið af stað með ýmsar
| umbætur, sem efldu bjartsýni
I með fólkinu, en ýmislegir efna-
[ hagslegir örðugleikar siðari ára
| hafa gert sitt til að eyða henni.
■ Gierek hefur að sjálfsögðu
I talað um einingu flokks og
m þjóðar, og hann hefur hvatt til
■ að menn leggi sig fram og sýni
■ aukna ábyrgðartilfinningu og
■. hann mun efla vonir um betri
| tima. En hætt er við að fátt
■ muni breytast. Hin pólska
I pólitiska forysta sýnist um
" margt ráðalitil i efnahagsmál-
■ um, og hún neyðist til að taka i
■ vaxandi mæli tillit til hinnar
? sterku kaþólsku kirkju landsins,
| sem sýndi mátt sinn með eftir-
■ minnilegum hætti þegar pólski
I páfinn, Jóhannes Páll annar,
. B heimsótti ættland sitt i sumar
■ leið. Auk þess vofir það alltaf
| yfir, að verkamannaóeirðir
■ hefjist aftur — siðast kom til
I meiriháttar átaka 1976 og sú
b sprenging hafði langvarandi
■ áhrif i landinu.
■ Skuldabyröi mikil
Rtistjóri vikuritsins Polityka,
■ Rakowski, skrifar á dögunum
■ grein um þessi mál i breska
J vikuritið Guardian. Hann
• dregur ekki dul á að efnahags-
I mál Pólverja séu i talsverðum
J hnút, skuldabyrðin við útlönd
I mikil og neyði Pólverja til að
■ auka útflutning umfram það
I sem ástandið á innanlands-
b markaði leyfir. Þetta leiðir til
■ vöruskorts tilfinnanlegs — sem
J og þaö að kaupmáttur launa
■ hefur tvöfaldast I landinu á tiu
Frá Varsjá: Þið hafið fjárfestof mikið, sagði kanslarinn.
árum — án þess að aukið vöru-
framboð fylgdi. Crt úr þvi
ástandi kemur svartamarkaðs-
brask og önnur óreiða.
Of miklar f járfestingar?
Sumt af þessum vand-
kvæðum kemur að utan, segir
Rakowski. Stórhækkað hráefna-
verð og orkuverð hefur leikið
viðskiptajöfnuðinn grátt, sem
og stöðnun i efnahagslifi ýmissa
vestrænna viðskiptavina Pól-
lands. Þá hefur sjálf efnahags-
stefnan ekki verið syndlaus.
Rakowski kveðst hafa rætt
einhverju sinni við Schmidt
kanslara Vestur-Þýskalands,
um efnahagsvandamál Pól-
lands og kanslarinn hefði þá
sagt sem svo, aö Pólverjar
hefðu lagt i of miklar fjár-
1
festingar — og benti þá út um
glugga, á langar, nýjar ibúða-
blokkir i Varsjá. Rakowski
kveðst hafa svarað sem svo, að
þetta mætti rétt vera, en hvern-
ig vildu menn útskýra það fyrir
ungu fólki, sem biði með
óþreyju eftir þeim nýju ibúðum
sem verið var að reisa?
Það var, segir Rakowski, full-
ur skilningur á þvi fyrir um það
bil tiu árum að við þyrftum að
leggja út i miklar fjárfestingar
til að styrkja alþjóða stööu
pólsks efnahagslifs. A þeirri
braut voru framin ýmisleg
heimskupör, en ýmislegt, segir
hann, hefur áunnist, fyrirtækin
eru miklu betur tæknivædd, þótt
nýting þeirra sé ekki sem
skyldi. Viö ættum, segir rit-
stjórinn, að hafa allgóðar
forsendur til að byrja nýtt fram-
faraskeið.
Tiltöluleg mildi
Rakowski hrósar Gierek og
hinni pólitlsku forystu fyrir
það, að hún hafi sýnt sveigjan-
leik i viðureign sinni við andófs-
menn. Það er að sönnu rétt, að
pólsk yfirvöld eru mild i sinni
framgöngu við þá sem hugsa
„öðruvisi” ef þau eru borin
saman við granna sina hina
næstu — i austri, vestri og suðri.
En þaö væri mikið oflof aö
segja að sambúö yfirvalda og
hinna óþægu til fyrirmyndar Nú
um siðustu helgi var gerð
húsleit hjá nokkrum andófs-
mönnum og 13 þeirra var stung-
ið inn. Ekki fylgdi það fréttinni
hve lengi þeir ættu að sitja inni.
1 gær var svo kosin ný forysta
flokksins: Gierek er áfram i
leiðtogasæti, en Jarosiewicz
forsætisráðherra sýnist á leið
,,út i kuldann” — hann var mjög
gagnrýndur af ræðumönnum og
ekki endurkosinn i stjórn flokks-
ins. Blóraböggul þurfa allir að
finna sér.
— AB.
Jöfn foreldraábyrgð
Sólveig ólafsdóttir formaður Kvenréttindafél. islands er lengst t.v. á myndinni, þá kemur Jónina
Guðnadóttir og Ester GuOmundsdóttir, en þær stöllur voru f forsvari á blaöamannafundinum um ráö-
stefnuna. (Ljósm. — gel).
Ráðstefna á
vegum KRFÍ
Kvenréttindafélag Islands boð-
aði i gær til blaðamannafundar i
tilefni þess að það hefur ákveðið
aö efna til ráðstefnu undir heitinu
Jöfn foreldraábyrgö að Hótel
Borg 23. febrúar næstkomandi,
kl. 13—18. Alþjóðasamband
kvenréttindafélaga, sem KRFl á
aðild að, valdi þetta viðfangsefni
vegna alþjóðlega barnaársins
1979 og beindi þvi til aðildar-
félaga, að þau gengjust fyrir um-
ræðufundum um það. Enda þótt
barnaárið sé um garð gengið,
þykir félaginu brýnt, að sú um-
ræða, sem þá fór fram um velferö
barna, verði ekki látin niður falla.
Ráðstefnunni er ætlað að skapa
vettvang fyrir sérfræðinga og
áhugamenn til þess m.a. að skil-
greina, hvað felst i hugtakinu
„Jöfn foreldraábyrgð” og benda
á úrræði, er geta stuðlað að auk-
inni jöfnun hennar. KRFÍ hefur
boðið margvislegum félögum,
samtökum og einstaklingum, er
sinna uppeldis- og fræðslustarfi,
en jafnframt fulltrúum
stjórnvalda, aðilum vinnumark-
aðarins og fleirum, sem áhuga
hafa á málefninu.
Ráöstefnan hefst með setningu
formanns KRFl, Sólveigar Ölafs-
dóttur, en siöan veröa flutt
framsöguerindi. Hefur umræðu-
efni ráðstefnunnar verið skipt i
fjóra meginþætti og verða frum-
mælendur sem hér segir;
Fyrst talar Guðrún Erlends-
dóttir, dósent, um löggjöf, er
snertir börn og ábyrgð foreldra
fyrr og nú. Mun hún og gera grein
fyrir frumvarpi til barnalaga,
sem legiö hefur fyrir Alþingi
nokkur undanfarin ár.
Næsti þáttur fjallar um heimili
og fjölskyldu. Björg Einarsdóttir,
skrifstofumaður, mun hafa fram-
sögu um verkaskiptingu foreldra
innan veggja heimilisins sem
mótandi afl i að skapa imynd
foreldra iaugum barna. Um hlut-
verk foreldra utan heimilis við
tekjuöflun, félagsstörf og
tómstundir, svo nokkuð sé nefnt,
talar Þórir S. Guðbergsson,
félagsráðgjafi.
Þriðji efnisþáttur verður um
foreldraábyrgð annars vegar og
ábyrgð hins opinbera hins vegar.
Guðfinna Eydal, sálfræöingur,
talar um það hvar mörkin milli
þessara tveggja aöila séu eða
eiga að vera, en siðan mun Bessi
Jóhannsdóttir fjalla um það,
hvernig opinberir aðilar geta
komið á móts við það sjónarmið,
aö ábyrgð á börnum jafnist á
foreldrana meir en nú er t.d. með
útvegun dagvistarrýmis,
samfelldum skóladag, mötuneyt-
um i skólum os.frv. Kári Arnórs-
son, skólastjóri, mun hafa siðustu
framsögu i þessum þætti um
innra starf i skólum og fræðslu,
sem stuðlað getur að þvi að draga
úr verkaskiptingu og gera
einstaklinga af báðum kynjum
ábyrga fyrir eigin framfærslu.
Fjóröi og siðasti umræöuþáttur
fjallar um vinnumarkaðinn, þær
aðstæður, er þar rikja og hömlur,
sem hann setur jafnri ábyrgð
foreldra. Ennfremur verður rætt
um mögulegar úrbætur, s.s.
foreldraleyfi, sveigjanlegri
vinnutima o.fl. Framsögu um
þennan þátt hafa Bergþóra Sig-
mundsdóttir, þjóðfélags-
fræðingur og Haukur Björnsson,
fr a m kv æm da st j ór i.
Að framsöguerindum loknum
munu hópar f jalla um þau efni, er
að ofan greinir, en niðurstöður
þeirra verða siðan ræddar eftir
þvi sem timi vinnst til.
Sólveig ólafsdóttir, formaður
KRFl, mun slita ráöstefnunni kl.
18.
78%
aukning
útflutnings-
verdmætis
Ullar- og skinna-
vörur fluttar át
fyrir 11,9
miljarða í fyrra
A árinu 1979 nam útflutningur
unninna ullar- og skinnavara
11.862 miljónum króna, en var á
árinu 1978 6.662 miljónir. Aukning
á útflutningsverðmæti milli ár-
anna er þvi 5.200 miljónir i krón-
um talið eða 78%. Til samanburð-
ar má geta þess, að heildarút-
flutningur landsmanna jókst um
58% á sama timabili.
1 fyrra voru flutt út 1147.5 tonn
af ullarvörum og 743.4 tonn af sút-
uðum skinnum og vörum úr þeim.
Eins og áður er langmestur
hluti skinnavöruútflutningsins
forsútaðar gærur. Samtals voru
fluttar 880 þús. sútaðar gærur,
þar af 685 þús. forsútaðar gærur
til Póllands og Finnlands og 195
þús. gærur voru fluttar út fullsút-
aðar fyrst og fremst til Danmerk-
ur, Sviþjóðar, Noregs og Banda-
rikjanna. Alls voru flutt út 9.6
tonn af fullunnum skinnaflikum
á móti 7.5 tonnum 1978. Umtals-
verð aukning var á sölu til Svi-
þjóðar, en útflutningur fullunn-
inna skinnaflika hefur átt erfitt
uppdráttar.
Það sem setur mestan svip á
útflutning ullarvara er hin mikla
aukning á prjónavöruútflutningi
milli áranna 1978 og 1979. Að
magni til er aukningin 44% og
verðmætið i krónum talið hefur
rúmlega tvöfaldast. Langstærsti
kaupandi að prjónavörum eru So-
vétrikin. Útflutningur þangaö
jókst úr 77 tonnum i 172 tonn og
var þó 100 tonnum minni 1979 en
1977. Annað mesta viðskiptaland
okkar i útflutningi prjónavara eru
Bandarikin, en þangað voru flutt
74 tonn. Þar á eftir koma Vestur-
Þýskaland, Kanada og Bretland.
Útflutningur á ullarlopa og
bandi var nær sá sami og 1978 en
talsverður samdráttur varð i sölu
ytri fatnaðar og ullarteppa. Sala
á ullarteppum jókst verulega á
vestrænum mörkuöum eða úr 26.5
tonnum i 38.5 tonn 1979. Ytri fatn-
aður — kápur — er eingöngu seld-
ur á vestrænum mörkuðum og
meðalverð þeirrar vöru i krónum
talið á hvert kiló er mjög hátt, eða
22.669 krónur.
Eftirspurn eftir islenskum
prjónavörum var mjög mikil á
siðasta ári, og siðari hluta árs var
ekki hægt að fullnægja henni.
Ekkert lát er enn á eftirspurninni
og flestar eða allar saumastofur
hafa nú yfirdrifin verkefni, en
undanfarið hefur oft verið verk-
efnaskortur á þessum tima árs.
Gjaldeyris-
deildir
bankanna
lagðar niður
A ársfundi Félags isl. stór-
kaupmanna i fyrradag sagöi
Tómas Arnason viðskipta-
ráðherra að nú stæði til að
leggja gjaldeyrisdeildir
bankanna niður til að auka
svigrúm og frelsi i gjald-
eyrisviðskiptum. Við tekur
samstarfsnefnd um gjald-
eyrismál og hefur nýlega
veriö skipað i hana. 1 henni
sitja Þórhallur Asgeirsson,
tilnefndur af viðskiptaráöu-
neytinu, Björn Tryggvason,
tilnefndur af Seðlabankan-
um, Helgi Bergs, tilnefndur
af Landsbankanum og Ar-
mann Jakobsson, tilnefndur
af Útvegsbankanum.
— GFr