Þjóðviljinn - 16.02.1980, Síða 6

Þjóðviljinn - 16.02.1980, Síða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 16. febrúar 1980. Á slbustu JafnréttissIOu var sagt frá umræöufundi Alþýftu- bandalagsins um konur I atvinnuilfinu. Þær umræöur ieiöa til Igrundunar um stööu þeirra kvenna, sem komast ekki út á vinnumarkaöinn. Okkur lék hugur á aö forvitnast um afstööu þeirra, heimavinnandi húsmæöra, og sóttum Ellsabetu Bjarnadóttur, 29 ára húsmóöur, heim. Jrs: Nú ert þú heimavinnandi húsmóöir, hvers vegna ertu heima? Eliasbet: Þaö er varla hægt aö segja aö ég hafi átt nokkurra kosta völ. Ég hef einfaldlega ekki efni á aö vinna úti. Ég á tvö böm undir skólaaldri, er gift manni sem hefur möguleika á meiri tekjum en ég og þar sem ég er gift á ég ekfci fcost á neinni annarri dagvistun en hjá dagmæörum. Jrs: Geturöu ekki notfært þér þaö? Elisabet: Dagmömmukerfið er stórgallaö, eiginlega neyöar- lausn. Þaö er þó ekki viö dag- mömmurnar sjálfar aö sakast heldur borgaryfirvöld sem fria sig ábyrgö og veröa sér úti um ódýra lausn. Pláss fyrir bæöi bömin hjá dagmömmu myndi kosta mig um 200 þúsund á mánuði. Félagsmálastofnunin greiöir þetta verö að vlsu niöur fyrir einstæöar mæöur. Jrs: Varstu útivinnandi áöur en börnin fæddust? Eilsabet: Já, þangaö til seinna barniö fæddist. Ég ætlaöi aö vera heima i eitt ár eftir seinni barnsburöinn en þegar ég kannaöi málin i haust þá átti ég ekki kost á gamla starfinu minu aftur. Þaö var viö rikisspitalana og þar eru breyttar aöstæöur Nína Björk gestur í laugardags- kaffi vegna niöurskuröarins og ekki ráöiö nýtt fólk fyrir þær konur sem hætta. I Noregi t.d. geta konur tekiösér frl I alltaö eitt ár eftir barnsburö og eru atvinnu- rekendur skyldugir til aö taka þær aftur I sama starfiö. Svo ég staldri aðeins viö niöurskuröinn á spítölunum, þá bitnar hann haröast á konum. Heimavinn- andi konur ættu aö beita sér gegn honum, þvi hverjireiga aö hjúkra þeim sem hent er heim eftir allt of fáa legudaga? Jrs: Hvaöa launum ættir þú kost á ef þú færir út aö vinna? Ellsabet: Miöaö viö gamla starfiö, þá fengi ég nú 278 þús. á mánuöi og minna ef ég gengi I aöra verkakvennavinnu. Þá sér núttúrlega hver maöur aö þegar frá er dreginn dag- mömmukostnaöur, bensln- kostnaöur og skattar af Guömundur Hallvarösson Katrln Didriksen Eirikur Guöjónsson Hildur Jónsdóttir Ingibjör g Haraldsdóttir. Umsjón af hálfu Þjóðviljans: Ingibjörg Haralds- dóttir , ,Heimavinnandi atvinnu- leysing j ar” laununum, þá kæmí maöur maöur llklega út I minus, a.m.k. á sléttu. Og til hvers er maöur þá aö bæta þessu á sig? Heimilisstörfin eru eftir þegar maöur kemur heim, ekki gera þau sig sjálf meðan viö erum I vinnu. Jrs: Þaö hljóta aO vera ógrynni af giftum konum I þessari sömu stööu. Elisabet: Tvlmælalaust, þaö mætti kalla þær „heimavinn- andi atvinnuleysingja”. Þetta er hvergi skráö, kemur hvergi fram opinberlega, en þaö segir sig bara sjálft aö þegar ekki eru næg atvinnutækifæri fyrir konur sem vilja fara út að vinna á mannsæmandi launum, þá er ekki hægt aö kalla þaö annaö en atvinnuleysi. Giftar, ófaglæröar konur meö smábörn eiga engra kosta völ. Þegar börnin eru svo komin upp og mæöurnar leita sér aö vinnu, þá rekast þær á allskonar veggi. Þær hafa enga reynslu, eöa svo álitur atvinnu- markaöurinn, og þjást oft af vantrausti á sjálfar sig. Þær geta ekki skráö sig atvinnulausar, og þú þarft fyrst aö missa vinnu sem þú hefur haft i einhvern tlma til aö eiga rétt á einhverjum bótum og þar aö auki má eiginmaöurinn ekki hafa meira en 4 1/2 miljón I árstekjur. Flestar giftar konur eiga þess vegna aldrei rétt á neinu. En hvert eiga konur að fara? Þaö skortir vinnustaöi fyrir Elisabet; efnahagslegt sjálf- stæöi mikilvægt vegna sjálfs- virðingar hverrar fulloröinnar konur. Ég get nefnt dæmi: Hjá nýrri stofnun sem auglýsti 13 stööur ræstingakvenna lausar sóttu 300 konur um og ég geri ráð fyrir aö allar hafi veriö ófaglæröar og flestar heima- vinnandi. Og annað dæmi: Fyrirtæki auglýsti eftir konu I léttan iðnaö og 60 konur sóttu um þetta eina starf. Þessi dæmi segja meira en mörg orö. Félagsleg staöa kvenna i dag er þannig aö þær eru I eilifri tog- streitu. Afturhaldsöflin reyna að breiöa yfir þessa slæmu stööu meö þvl aö telja þeim trú um aö þær séu ómissandi heima og svo er aliö á samviskubiti útivinnandi kvenna yfir aö þær annist ekki nógu vel um börnin sin. Svo er annaö, heimavinn- andi konur taka aö líta niöur á sig, þvi þær eru ekki efnahags- lega sjálfstæöar, en einmitt efnahagslegt sjálfstæöi er glfur- Framhald á bls. 13 í klóm öryggisins Vita Andersen Skömmu eftir aö jólabóka- flóðinu lauk kom út Ijóöabók, sem óþarflega hljótt hefur veriö um, sennilega vegna þess aö hún missti af lestinni I vertíðinni miklu. Þetta er bókin 1 klóm öryggisins (Trygheds- narkomaner) eftir dönsku skáldkonuna Vita Andersen, I þýöingu Nlnu Bjarkar Arna- dóttur. Otgefandi er Lystræn- inginn. Vita Andersen er fædd I Kaup- mannahöfn áriö 1944, og í klóm öryggisins er fyrsta ljóöabók hennar, kom út 1977. Slöan hefur hún sent frá sér a.m.k. eitt smá- sagnasafn, sem heitir á dönsku Hold kjæft og vær smuk. Þessar bækur hafa öðlast fádæma vin- sældir I Danmörku, enda eru þær mjög athyglisveröar. Ljóö og sögur Vitu Andersen eru mjög persónuleg og byggö á hennar eigin reynslu. Hún ólst aö miklu leyti upp á upptöku- heimilum, og átti mjög erfiöa bernsku. Mörg ljóða hennar fjalia einmitt um bernskuárin, um óttann og öryggisleysiö sem hrjáöi hana og sem hún hefur ekki enn losnað viö, a.m.k. ef dæma skal út frá þeim ljóöum sem segja frá reynslu hennar á fulloröinsárunum. Þaö er ekki vonarglætu aö finna i þessum ljóöum. Þau segja frá konum, sem reyna aö finna hamingjuna I verslunum og I vikuritunum myndskreyttu, konum sem eiga I vandræðum meö aö fá timann til aö liöa, konum sem eru einmana og óhamingjusamar mitt I dýrð „velferöarþjóöfélagsins”. Þau segja frá ástleysi, minnimáttar- kennd og kvennakúgun. Þessi ljóö eru ekki ort til aö vera hrópuö upp á baráttufundum, en engu aö slöur eru þau framlag til kvennabaráttunnar, vegna þess aö þau endurspegla raun- veruleikann, sem alltof margar konur þekkja. Þaö er mikill fengur aö þess- ari bók, og okkur á Jafnréttis- slðunni finnst þýöing Nlnu Bjarkar mjög góö. Viljum viö hvetja alla til að kynna sér þessa bók, og þvi til áréttingar birtum viö hér tvö ljóö úr bók- inni. Vita Andersen: TVÖ LJÓÐ Fallega herbergið Herbergiö var fallegt veggirnir voru á litinn eins og ferskjur gólflistarnir voru háir og afsýröir á gólfinu var þykkt hvltt hiröingjateppi mitt I laxableiku herberginu lá dýna meö pjötluteppi þakin púöum I viöeigandi litum barnsraddir bárust inn I herbergið Hún sat útl horni herbergisins hulin teppi reri fram og aftur snökktandi lágum dýrslegum hljóðum eins og I mikilli neyö lengi haföi hún setiö skyndilega reis hún upp braut teppið vandlega saman og lagöi þaö snyrtilega á dýnuna strauk höndunum um andlit sitt og hár svo þaö yröi eölilegt hún gekk út úr herberginu lokaöi huröinni á eftir sér og sagöi fullkomlega eölilegri röddu: lagiö þiö til núna pabbi fer aö koma heim. Breytingatimabilið Hún beiö þess aö eitthvaö myndi gerast hún vissi ekki hvaö bara eitthvaö bréf auglýsingabæklingur aö siminn myndi hringja hjónaband hennar var oröiö svo sjálfsagöur hlutur þau þekktu hvort annaö svo v'el aö orö voru óþörf hann haföi aldrei veriö margoröur en hann haföi veriö góöur maður fariö I vinnuna á hverjum degi aldrei veriö atvinnulaus nú var hann næstum alveg þögull lokaöur inni sjálfum sér og náöi aldrei til hans þaö er ekkert aö segja sagöi hann þegar hún spuröi en samt hversdagslega fannst henni oft hún yröi vör viö hatur hans á henni hann ýtti ónotalega viö henni um nætur svo hún vaknaöi varö fúll ef kaffiö var ekki tilbúiö um leiö og hann iauk upp augunum á morgnana og vildi svo ekkert fá sér ef þaö var ekki tilbúiö lét skrjáfa I dagblaöinu á þann hátt sem hann vissi aö hún þoldi ekki ákvaö aö þau skyldu sjá þetta eöa hitt I sjónvarpinu hækkaöi á miöstööinni þó þaö væri ekki nauösynlegt hún varö aö hlusta á kvartanir hans yfir háum hitareikningum og þaö var hún sem varö aö sjá til aö peningarnir dygöu kannski hún ætti aö skilja viö hann allavega myndi þá eitthvaö gerast.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.