Þjóðviljinn - 16.02.1980, Síða 9

Þjóðviljinn - 16.02.1980, Síða 9
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 16. febrúar 1980. Laugardagur 16. febrúar 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Hótel Loftleiðir: NÝTT SÍLDAR ÆVINTÝRI Nýtt sfldarævintýri hófst aö Hótel Loftleiöum f gærkvöld, en þetta er i annað sinn sem hóteliö ásamt fyrirtækinu Islensk mat- væii býður gestum til sliks. Gefst nú fólki enn á ný tækifæri til aö upplifa sildarárin i myndum og réttum. Blómasalurinn á Hótel Loftleiðum, þar sem sildarævin- týrið fer fram, hefur veriö skreyttur myndum og ýmsu öðru, og til þess að auka á stemninguna leikur Sigurður Guðmundsson tónlist i samræmi við þátima sem hin fyrri sildarævintýri geröust. Þá skemmtir Skagakvartettinn tvö fyrstu kvöldin og syngur vin- sæl sjómannalög frá þessum ár- um. Kvartettinn skipa þeir Sig- urður Ólafsson, Sigurður Guð- mundsson, Höröur Pálsson og Helgi Júliusson. Auk sildarréttanna gefst gest- um sildarævintýrisins kostur á að kynnast nýjum réttum svo sem gravlúðu og reyksoðinni lúðu, ufsa og karfa. Þá verður heitur kjötréttur i potti og saladhlaðborð með alls kyns úrvalsgrænmeti. — Þetta er þó fyrst og fremst kynn- ing á sild og I Vikingaskipi verða á boðstólum eigi færri en 20—30 sildarréttir. Sildarævintýrið stendur til 24. febrúar. Salarkynni Hótels Loftleiða eru sérstaklega skreytt þessa dagana I til- efni sildarævintýrisins. — Ljósm. — gel — Meimingardagar Eins og sagt hefur verið frá i Þjóðviljanum standa nú yfir Menningardagar mennta- og fjöl- brautaskóla. Fara þeir fram I húskynnum menntaskóianna við Sund og I Hamrahlið. 1 Hamrahliðinni hefst dagskrá i dag kl. 14.00. Nemendur ýmissa mennta- og fjölbrautaskóla á landinu, sýna þar leikrit, syngja og leika á hljóöfæri svo eitthvað sé nefnt. Einnig verður hraðskák- mót og kvikmyndasýningar. 1 kvöld kl. 20 hefst dagskrá aftur I MH og leika þá nokkrar hljóm- sveitir i tvo tima. A morgun er tviskipt dagskrá i MS kl. 15-18 og kl. 21-23. Þar verö- ur aðallega tónlist á boöstólum, hin fjölbreyttasta, og einnig upp- lesturog ljósmyndasýning. Miða- sala er við innganginn. — ih Machiko Sakurai Margrét Pálmadóttir Halda tónleika á Akranesi í Njardvík og Hafnarfírði Ung hafnfirsk söngkona, Mar- gr^t Pálmadóttir, sem stundar söngnám viðTónlistarháskólann I Vlnarborg, er stödd hér um þess- ar mundir ásamt japanska pianó- leikaranum Machiko Sakurai sem á þessu ári lýkur námi við sama háskóla. Þær stöllur munu halda tón- ieika i Fjölbrautarskólanum á Akranesi, laugardaginn 16. febrú- ar kl. 16:00, i Njarðvikurkirkju sunnudaginn 17. febrúar kl. 17:00 og i Góðtemplarahúsinu I Hafnar- firði, fimmtudaginn 21. febrúar kl. 20:30. A efnisskránni veröa ljóð og arfur eftir Schubert Schumann, Strauss, Pál ísólfsson, Mozart, Puccini o.fl. Auk þess mun Machiko Sakurai leika einleiks- verk á pianó. Ráðuneytum Likan af nýbyggingum og eldrihúsum á þróunarsvæði Stjórnarráðsins. Skúlagata fremst (neðst). x i / *x aö bua vio eigin húsakost Embætti Húsameistara ríkisins hef ur látið gera út- tekt á húsnæðisþörf ráðuneyta. Þar kemur m.a. fram skipting milli eiginhúsnæðis og leigu- húsnæðis og auk þess er spáð um húsnæðisþörf ina á næsta áratug. Úttekt var gerð á núverandi stöðu og i framhaldi af þvi tillög- ur um framtiðarhúsnæöisþarfir. Er þar tekið mið af spá um fjölg- un starfsmanna. Einnig er tekið mið af skipulagstillögum Reykja- vikurborgar um staðsetningu stjórnsýslusvæðis milli Skúlagötu og Lindargötu i tengslum við Arnarhvol og beinast athuganir á framtiðarþróun einkum að þeim stað innan höfuðborgarsvæðisins. 1 samræmi við það er lagt til hvernig leysa megi húsnæðismál Stjórnarráðsins meö nýtingu núverandi húseigna, ásamt nýbyggingum og kaupum á húsnæði á þessum stað, sem skil- greindur verður sem þróunar- svæði Stjórnarráös tslands. 12 starfsmenn frá byrjun Meö flutningi fyrstu ráðuneyta frá Kaupmannahöfn til Reykja- vikur árið 1904 hófst saga Stjórnarráðs íslands i miðborg Reykjavikur. Fyrstu ráöuneytun- um var komið fyrir i gamla stiftamtsmannshúsinu (lands- höföingjahúsinu), er þá varö Stjórnarráöshúsið við Lækjar- götu, og hafa þar verið ráöu- neytisskrifstofur fram til þessa dags. Fyrstu ráðuneytin voru dóms- og kirkjumálaráðuneyti (I. skrif- stofa), atvinnu- og samgöngu- ráðuneytið (II. skrifstofa) og fjármálaráðuneytið (III. skrif- stofa). Þar munu hafa unnið 12 starfsmenn i fyrstu. Þegar ráð- herrarnir urðu 3, áriö 1917, var i fyrsta sinn aukið við húsnæði Stjórnarráðs tslands. Var þá byggöur austurkvistur stjórnar- ráöshússins og dyravarðar- og geymsluhús á baklóðinni. Með timanum hefur siðan bætst við húsakost stjórnarráðsins, og munar þar mestu um Arnarhvol, sem ýmis ráðuneyti hafa smám saman yfirtekiö. Arnarhvoll var byggður fyrir ýmsar stofnanir rikisins á árunum 1929—1930 og 1945—1948. Leiguhúsnæði Aukning á eigin húsakosti stjórnarráðsins hefur á siöustu áratugum orðið óveruleg, og hef- ur þvi sifellt oftar veriö gripið til þess ráðs aö taka húsnæði á leigu. Eru nú átta stjórnarráðsskrif- stofur eða hlutar af þeim til húsa á niu stöðum i borginni, og eru þá leigöar geymslur ekki taldar með. Staðsetning þessa leigu- húsnæöis, ef undan er skilið Séð yfir svæðið, þar sem flest ráðuneytin hafa aðalbækistöðvar. JJtULAO/lty ÍOIL iliiilii ::: ■ —J L j im- UNQARGATA ^ I __—QXJ 1— L ' HVERFISGATA — —T (i Fyrirhugað þróunarsvæði Stjórnarráðsins milli Lindargötu og Skúlagötu, samkv. tillögum HúSameistara rikisins. geymsluhúsnæði, er i allgóðri nálægð við hinar fyrri aðalskrif- stofur, stjórnarráðshúsið og Arnarhvol. Leiguhúsnæði, sem er samtals áætlað að brúttó- grunnfleti 4633 ferm., er 48% af þeim 9753 ferm. brúttó heildar- grunnfleti, sem Stjórnarráð tslands hefur til umráða, Það mun kosta um 1,4 miljarð kr. aö byggja yfir þau ráðuneyti, sem i dag eru i leiguhúsnæði. Fjölgun starfsmanna Frá árinu 1904, þegar starfs- menn stjórnarráösins voru 12, og til 1. april 1979, þegar starfsmenn ráöuneyta voru 311, hefur starfs- mönnum fjölgað um 299. Nemur þessi áukning að meöaltali um 4 starfsmönnum á ári i 75 ár. Sé þessi tala borin saman viö fjölgun starfsmanna á siðustu árum (11,2 stööugildi á ári 1975—1978), þá kemur i ljós að starfsmönnum hefur fjölgað æ hraðar með árun- um. S ta r f s m a n n a s p á i n er lágmarksspá, og er hún byggð á starfsmannaaukningu áranna 1970—1978. Hún er sundurliðuö fyrir hin ýmsu ráðuneyti, og hef- ur verið unnin i samráði viö við- komandi ráðuneyti. Spáin fyrir einstök ráðuneyti er lögö saman i heildarspá, sem gefur heildar- niðurstöðuna, áætlaða meöaltals starfsmannaaukningu yfir þró- unartimabilið. Sú meðaltalsaukn- ing, 12 stööugildi á ári (lágmark), er siðan höfð til viðmiðunar við útreikning á heildarhúsnæöis- þörf. Samnýting 48% af hús- næði Stjórnar- ráðsins er leigu- húsnæði 1 staö þess að skipta ýmiskonar þjónustustarfsemi og fella hana inn i skrifstofur hinna ýmsu ráöu- neyta, er lagt til að hér veröi stefnt að samnýtingu. Þaö er þó ljóst, að slik samnýting á sér- hæföum sviðum er háð afgreiðslufjölda þeirra viöfangs- efna, sem þjónustudeildinni er ætlað sjá um. Með samnýtingu er stefnt að betri þjónustu, um leið og hagkvæmni á að aukast i tækjanýtingu, húsnæðisnýtingu og öllum rekstri. Samtals er áætluö lágmarks- aukning á brúttóhúsnæði ráðuneytanna næstu 20 árin um 8030 ferm. Heildaraukning á eigin húsnæði (brúttógrunnfléti) yrði þvi um 12.663 ferm, ef koma ætti þeim ráðuneytum, sem nú eru i leiguhúsnæði, fyrir I eigin húsnæði á þróunartimabilinu. Góð staðsetning Uppbygging Stjórnarráös Islands milli Skúlagötu og Lindargötu samræmist ákjósan- lega þörfum Stjórnarráðsins til framtiðarþróunar, jafnvel fram yfir skipulagstimabilið. Staösetn- ing svæðisins er góö i miöborg Reykjavikur og innan svæðisins er Arnarhvoll, núverandi aðal- skrifstofa ráöuneyta. Uppbygg- ing i næsta nágrenni Arnarhvols auðveldar þvi raunhæfa aukningu á húsnæði stjórnarráösins i smáum áföngum. Svæðiö er enn að miklu leyti ómótað, og vand- fundið er jafn samfellt svæði til þróunar, sem þó er vel staðsett i nálægð miöstjórnar stjórnsýslu og fjármála- og viðskiptalifs landsins. Auk Arnarhvols og Sölvhóls- götu 7, sem hýsa stjórnarráðs- skrifstofur, á rikissjóður ýmsar fasteignir á svæöinu, en lóöar- Uppbygging ákjósanleg á milli Skúlagötu og Lindargötu stærð allra þessara eigna rikis- sjóðs, sbr. lóðaskrá Reykjavikur, eru samtals 14.566 ferm. og nýtanlegt húsnæði á þeim lóðum er samtals 17.515 ferm að brúttó- grunnfleti. Heildarstærð alls svæðisins mun vera sem næst 18.576 ferm. og heildarflatarmál fasteigna 23.431 ferm. Fjölbreytilegt svipmót Fyrirkomulag uppbyggingar i tillögugerðinni er i aðalatriðum hugsað á þann hátt, að byggt er i núverandi húsalinur með götum (randbygging); og er megin svip- móti gatna haldið. Gert er ráð fyrir, að öll núverandi steinhús standi, en nýbyggingar falli aö þeirri byggð, eftir þvi sem kostur er. Þó er aö þvi stefnt, að nýbygg- ingar verði liflegri i formi en núverandihúsog gangi að nokkru ýmist inn eöa út úr núverandi byggingarlinu. Hæð nýbygginga er ætlað taka mið af nærliggjandi húsum, en fylgja einnig land- halla, þannig að byggingar við Skúlagötu skyggi sem minnst á byggingar viö Sölvhólsgötu og Lindargötu. Þó er einnig aö þvi stefnt, að byggingar meðfram sömu götu hafi breytilegar hæöir, en við það verður svipmót göt- unnar fjölbreytilegra. Veröi um- fjöllunarsvæöiö tekiö undir sam- fellda Stjórnarráösbyggð, er af umhverfislegum ástæöum lögð á það áhersla að margar byggingar veröi á svæðinu, en ekki einhæfur, samfelldur byggingamassi. Rúmir þróunar- möguleikar Með skipulegri uppbyggingu i tengslum við núverandi bygg- ingar ætti að mega samnýta 49.531 ferm húsnæðis á öllu svæðinu. Er það rúmlega fimmföldun þess húsnæöis, sem stjórnarráðið hefur nú til afnota. Þróunarmöguleikar eru þvi rúm- ir og svæðið ætti að henta vel fyrir þróun Stjórnarráös Islands fram á næstu öld, ef af festu og skynsemi verður að málum staö- ið. Byggingarsamstæöan yrði almennt skrifstofuhúsnæði stjórnarráðsins, svo sem Arnar- hvoll hefur veriö, en ekki sérstæð- ar einingar helgaðar einstökum ráðuneytum. í niöurlagi greinargerðar Húsameistara rikisins segir m.a.: Það er ráðuneytunum ómetanlegt öryggi aö búa viö eigin húsakost og vera óháöir til- viljanakenndum leiguskilmálum, jafnvel þótt leiga geti um stundarsakir virst ódýrari lausn. Af greinargerðinni má sjá, að til- tækar eru fljótvirkar lausnir, ef skjótt verður viö brugöið. Þaö blasir þvi við, að stjórnvöldum ber aö taka afstöðu til þessa veigamikla máls. — Tekið saman úr greinargerð Húsameistara rikisins: —eös SKYRIHGAR: - j i Ll □ HV BYGGINGAREINING Qeldri BYGGINGAREINING ___ D 0 Q D m- HEILDARMYND MARKMIÐ SAMFELLD RÖOUN STJÓRNARRÁÐSBYGGINGA. • AÐLÖGUN AD ELDRI BYGGB - RANDBYGGING. 1—f * A0LÖGUN HÚSA AÐ LANDSLAGI -útsýni. ©'■©QQ t.i flO(K SKYRINGAR- Q NÝ BYGGINGAREINING ----iENGSL ppO BYGGINGARAFANGAR _____I2ld|[f markmk): j-T—r-r- |—c, r • FJOLBREYTTIR MÖGULEIKAR ÁFANGASKIPTINGAR U Qj - SKIPTING MILLI SKRIFSTOFU-OG bldNUSIOSVSÐA G=a 'Cn- . GOÐ UTAN- OG INNANHÚSTENGSL MILLI q j- BYGGINGAREININGA. AjOOOOOOOOOOOoÓLCf~J^( ° í g JWo SKYRINGAR mm A0ALUMFER0AR5Ð UMFERÐAR5Ð SAFNGATA /HÚSAGATA —_ AKSTURSSTEFNA fJgLC BIFR.ST5ÐI NEBANJ. <í>oo GQNGULEIÐIR UMFERÐ MARKMIÐ • UMFERO ÖKUT5KJA UM SV5ÐI0 VEROI HRINGAKSTUR - EINSTEFNA. • BIFREIÐAST50I NEÐANJARÐAR. ALM. BIFREIÐA- ST5ÐI VIO SKÚLAGÖTU. • GÖNGULEIÐIR GREIEF5RAR ISBR AÐALSKIPULAG). SKÝLDAR LEIO'R AÐ BIFREI0AST50UM. SKYRINGAR' — LOKUO GÖTUMYNO D== 5SKILEG L0KUN <3=0 TENGSL RÝMI RYMISMYNDUN MARKMIO: STYRKING NÚV GÖTUMYNOAR - BYGGT í SKÖRÐ. GÓÐ TENGSL UM SV5ÐH) MILLI SJÁVAR OG MIÐB5JAR - GÖNGUTENGSL UM INNGARÐA. Úttekt Húsameistara ríkisins á húsnæðisþörf ráðuneyta og framtíðarspá

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.