Þjóðviljinn - 26.02.1980, Síða 16
DWÐVIUINN
Þriðjudagur 26. febrúar 1980
Lopapeysuprjón:
Aöalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til
föstudaga, kl. 9 — 12 f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum.
Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfs-
menn blaösins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81257 og
81285, afgreiðsla 81527 og Blaðaprent 81348.
81333
Kvöldsími
er 81348
Tímakaupið
584 krónur!
Konur sem sitja heima og
prjóna lopapeysur hafa að meöal-
tali 584 krónur á timann i kaup er
niðurstaða könnunar sem nefndin
„Endurhæfing til starfs” á veg-
um Samtaka kvenna á frama-
braut gerði nýlega. Það er lægsta
timakaup sem viö höfum heyrt af
til þessa segir nefndin I greinar-
gerð sinni.
Nefndin kannaði laun og kostn-
að kvenna sem vinna heima við
að prjdna lopapeysur, sokka og
vettlingá og var könnunin gerð á
timabilinu 1. okt. 1979—19. jan.
Slys um
borð í
Saxhamri
Margir bátar lentu i
miklum erfiöleikum á
Breiöafirði I veðurofsanum I
gær. Þeirra á meðal var Sax-
hamar SH 50 frá Rifi en hann
er 125 lesta stálbátur.
Saxhamar fékk á sig brot og
laskaöist all-mikiö, og slas-
aðist einn skipverja, mun
meöal annars hafa fót-
brotnað.
Stjórntækin á Saxhamri
fóru Ur sambandi og kallaði
hann á aðstoð. Varðskip sem
var nærri fór til aðstoöar en
þegar það kom á vettvang
hafði tekist að koma stýri
skipsins I lag og komst það
siöan af eigin rammleik til
hafnar. —S.dór
1980. Hún náði til 12 kvenna. en
þaraf voru fáeinar sem hafa þetta
sem tómstundaiðju, þannig að
marktækar voru taldar tölur 10
kvenna sem einungis prjóna lopa-
peysur. Könnunin var gerð utan
Reykjavikur, á stööum þar sem
litið annað en frystihúsin standa
konum til boöa sem vinnustaöir,
en konurnar 10 uröu að afla pen-
inga, til heimilisins til að endar
næöu saman.
Tölur eru byggöar á upphæð,
sem konurnar fá frá kaupanda að
frádregnum kostnaði á lopa, sem
þær kaupa frá sama fyrirtæki.
Ekki er innifalinn tími eða kostn-
aöur sem konurnar leggja fram
viö þvottaefni, þvott og pressun á
peysunum. Peysur voru viktaðar
hjá flestum konunum.
Lægsta verð sem borgað var
fyrir heila peysu af medium stærö
var kr. 8.300 og kr. 8.350 fyrir
samskonar peysu með rennilás.
Þar lagði kaupandi sjálfur til
rennilásinn, en það tekur 1
klukkutlma að hekla 2 jaðra og
sauma rennilásinn á peysuna, svo
pjónakonan fær aukalega 50 kr.
fyrir þennan klukkutlma.
Meðalverö, sem borgaö var
fyrir heilapeysu af medium stærð
var kr. 8.900 en kr. 9.300 fyrir
peysu með rennilás. Þar lagði
kaupandi ekki til rennilás svo
prjónakonan fékk 400 kr. meira
fyrir rennilásapeysuna — en,
rennilásar kosta frá kr. 780 til
1.000 kr. út úr búð. Pjónakónan
tapar algjörlega klukkutlmanum
sem fer I að hekla og festa renni-
lásinn á peysuna.
Athugað var söluverð á Iopa-
peysum hjá þrem fyrirtækjum,
sem selja þessar peysur á
almennum markaði og var veröiö
frá kr. 15.400 upp I kr. 20.000
hver.
Þanníg var Selsvörin yfir að llta um hádegisbilið I gær.
Kröpp lœgð gekk yfir landið:
-Ljósm.: —gel—
Banaslys á Hátfdám er
bíll fauk útaf veginum
Óhemju vedurhæd, þrumur og eldingar. Víöa skemmdir
1 fárviðrinu sem gekk yfir Vest-
firði i gær fauk flutningablll útaf
veginum yfir Háifdán og lést far-
þegi i bilnum, en ökumann sakaði
litið. Viða fuku bilar og lögreglan
átti fullt i fangi með að hemja
lausa hluti sem voru á ferð og
flugi, en ekki urðu meiri háttar
slys á fólki annarsstaðar.
Kröpp lægð gekk yfir landiö I
Vinnuverndanika bygg-
ingamanna hófst í gær
„Vinnuumhverfi er hluti af llfs-
kjörum fólks. t vinnuverndarvik-
unni reynum við að vekja. athygli
á þvl hvernig ástandið er og hvað
þarf að gera til þess að bæta úr,”
sagöi Tryggvi Þór Aðalsteinsson
fræöslufulltrúi MFA á fundi með
fréttamönnum I gær. Vinnu-
verndarvikan, sem Fræöslumiö-
stöð Sambands byggingamanna
gengst fyrir, hófst I gær og
stendur út þessa viku.
1 vinnuverndarvikunni verður
vakin athygli á þörfinni á bættum
aðbúnaði og auknu öryggi á
vinnustöðum.
Alla þessa vikur verða vinnu-
staða- og félagsfundir, þar sem
spjallað veröur um þessi mál og
sýndar myndir. Auk þess veröur
fjallað um vinnuvernd I útvarpi,
sjónvarpi og blööum.
Hugtakiö vinnuvernd nær yfir
allt, sem gerter til aö fyrirbyggja
vinnuslys, eiturverkanir eöa llk-
amsslit, og er til verndar öryggi
og velferö verkafólks. Vinnu-
vernd er þvl meðvituð viðleitni til
að gæta fyllsta öryggis á vinnu-
stað og tryggja aðbúnað og vel-
llöan verkafólksins.
Aöilar að Fræöslumiðstöð
Sambands byggingamanna eru
Múrarafélag Reykjavlkur,
Sveinafélag húsgagnasmiöa, Tré-
smiöafélag Reykjavlkur, Tré-
smiðafélag Akureyrar og allflest
félög og deildir byggingariðn-
aðarmanna úti á landi. 1 vinnu-
staöafundunum taka einnig þátt
Múrarafélag Reykjavlkur, Verka
mannafélagiö Dagsbrún og leitaö
hefur veriö til Iðju, félags verk-
smiöjufólks.
— eös
gærmorgun, fór ört dýpkandi og
fylgdi henni mikil veðurhæð og
þrumur og eldingar um vestan-
vert landið. Veðurhæöin var 9—10
vindstig, en komst I 12—13 vind-
stig I hviðunum. Flug lá að mestu
leyti niðri, þó var flogið til Akur-
eyrar snemma morguns, en
þaöan komst vélin ekki aftur suð-
ur.
Ekki er unnt að skýra frá nafni
mannsins sem fórst er hlaðinn
flutningabfll fauk útaf veginum
yfir Hálfdán. Slysiö varð um
þrjúleytið I gærdag og var svo
hvasst á veginum, sem liggur
milli Tálknafjarðar og Blldudals,
að björgunarsvéitarmenn, sem
komu á slysstað, uröu að skrlöa
til að komast að bllnum og mönn-
unum tveim, sem I honum voru.
ökumaöurinn slapp lítt meiddur.
Snemma I gærmorgun fauk bfll
út af veginum á Hellisheiði og
valt um koll og seinna fauk annar
á Sandskeiði út af veginum og
voru ökumaöur og farþegi fluttir
á slysadeild en munu ekki hafa
veriö alvarlega slasaðir. A bila-
stæöi við Engjahjalla I Kópavogi
fauk kyrrstæöur Datsunbill um
koll og fór heila veltu þannig að
hann kom niður á hjólin aftur en
var töluvert mikið skemmdur.
Enginn var I bilnum. Þá fuku
tveir bllar út af veginum skammt
frá Akranesi og einnig blll á
öákjuhliðarveginum milli
lsafjaröar og Bolungarvlkur.
Einnig fuku bilar inni I Skutuls-
firöi en engin alvarleg slys urðu á
mönnum.
A Bjargarstlg 2 I Reykjavik
fauk skorsteinn af húsi og
skemmdi bll sem stóð undi^og við
Engjahjalla I Kópavogi fuku
steypumót og varð að loka vegin-
um frá Alflíólsvegi og niður I
Engjahjallann um hrlð meðan
hættuástand skapaöist þar.
Þá munu járnplötur víða hafa
verið á ferðinni og skúrar fuku
um koll t.d. á ísafirði.
Lögreglan hafði þvl nóg að gera
I gær m.a. við að aöstoöa skóla-
börn sem voru á ferli en sums
staðar var gripiö til þess ráðs aö
loka skólum eða gefa foreldrum I
sjálfsvaldhvort þeir sendu börnin
I skóla eða ekki.
Þrumur og eldingar fylgdu
óveðrinu m.a. I Reykjavlk og
Vestmannaeyjum. Elding. fór I
slmallnu milli Hvolsvallar og
Selfoss og varð sambandslaust
þar á milli. Einnig skemmdist
loftnet við Kothraun og var erfitt
að ná slmasambandi við Snæ-
fellsnes af þeim orsökum.
— GFr/vh
Hart deilt um ráðningu starfsmanna í bæjarstjórn Kópavogs
Pólitískar ofsóknir á hendur umsækjanda
Eins og skýrt var frá I Þjóðvilj-
anum sl. föstudag standa nú yfir
harðar deilur innan meiri-
hlutans ibæjarstjórn Kópavogs út
af ráðningu I stöðu deildarverk-
fræðings við Tæknideild bæjarins.
Óskað eftir umsögn
1 samtali við Þjóðviljann I
gær staöfesti Egill Skúli Ingi-
bergsson formaöur Verk-
fræðingafélags Islands frétt
þess efnis að óskað hefðí verið
umsagnar félagsins um með-
ferö á umsókn Guðmundar
Magnússonar um starf
deildarverkfræöings hjá
Kópavogskaupstað. Kvaðst
hann hafa boðað stjórnarfund
I félaginu I kvöld og yrði þar
fjallaö um mál þetta.
— v.
A bæjarstjórnarfundi sl. föstudag
var tíllaga Richards Björgvins-
sonar fhaldsfulltrúa um að fresta
ráðningu I umrætt starf felld með
6 atkvæðum gegn 5. Klofnaöi þar
með meirihlutinn út af máli þessu
og skipuðu bæjarfulltrúar
Framsóknar, Jóhann H. Jónsson
og Jón Sigurðsson, sér I sveit með
fulltrúum Sjáifstæðisflokksins i
bæjarstjórn.
Aðdragandi máls þessa var
ýtarlega rakinn I Þjóðviljanum á
föstudaginn var og skal nú greint
frá umræðum á bæjarstjórnar-
fundinum þar sem tillaga þessi
var leidd til lykta
A fundi þessum, sem stóð
frameftir kvöldi, urðu allsnarpar
umræöur. Kvaddi sér hljóðs
Björn ólafsson formaður bæjar-
ráðsog rakti gang málsins frá þvl
skipurit tæknideildar var
samþykkt I nóvember sl. Hrakti
hann lið fyrir liö „röksemdir”
Jóhanns H. Jónssonar foringja
framsóknarmanna gegn ráðningu
I stöðuna. Mergurinn málsins
væri auðvitað sá að samblástur
væri gegn Guömyndi Magnússyni
vegna þess að hann væri yfir-
lý'stur sóslalisti, enda heföu engin
rök á faglegum grundvelli komiö
gegn honum.Væri þvl nú svo kom-
ið aöeinstakir meirihlutamenn
heföu brugðið fæti fyrir eðlilega
uppbyggingu deilda bæjarins og
nytu að sjálfsögðu til þess góös
stuðnings ihaldsins I bæjarstjórn
Kópavogs. Efling tæknideildar-
innar þýddi einfaldlega aö minna
fé þyrfti að verja til aðkeyptrar
hönnunar og að spara mætti
miljónatugi meö þvl að láta
tæknideild bæjarins sinna sem
flestum verkefnum. Lagði Björn
þunga áherslu á að hér væri um
grófar atvinnuofsóknir aö ræða
og mjög hæfur verkfræðingur lát-
inn gjalda stjórnmálaskoöana
sinna.
Ásmundur Ásmundsson bæjar-
fulltrúi minnti á að tillaga um
frestun á ráðningu I umrætt starf
kæmi upp eftir ýtarlegar
umræöur allra þerra aðila sem
Framhald á bls. 13