Þjóðviljinn - 06.03.1980, Síða 5

Þjóðviljinn - 06.03.1980, Síða 5
Fimmtudagur 6. mars 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5 ^Áfganistan: ÍÖgöngur — og Mt að smugu Tvær útskýringar á vopnaðri ihlutun Sovét- manna i Afghanistan eru öðru fremur hafðar uppi i blöðum heims- ins. Hin fyrri er sú, að Sovétmenn hafi ákveð- ið að veita miklu her- valdi til þess að gleypa fátækt riki á leið sinni niður að Persaflóa. Hin siðari er sú, að þeir hafi smám saman og hálfvegis hikandi dreg- ist inn i að reyna að bjarga kommúnista- stjórn sem var að falli kominn. I forystugrein i breska blaö- inu Guardian er sagt á þá leiö, • aö allar ákvaröanir sem teknar hafa veriö i Moskvu undanfarna tvo mánuöi bendi til þess aö seinni kenningin sé rétt. Þar segir á þessa leiö: „Liklega eru um. 70.000 her- manna i Afganistan en þaö er ■ ■ ■■ ■■■■■■■ ■■■ ■ ■■ ■ am ekki virkt hernámsliö i landi á stærö viö Spán. Rússar hafa ennfremur reynt aö taka ekki of virkan þátt i bardögum, aö und- anskildum vopnaviöskiptum i sjálfri höfuöborginni, Kabul. Þeir hafa tryggt sér stærri borgir, sem eru fáar, og helstu vegi. En afganski herinn hefur veriö aö mestu látinn um bar- dagana, meö árangri sem verö- ur æ vesældarlegri. Umsvif uppreisnarmanna fara vaxandi fremur en hitt. Jafnvel ýmsir þýöingarmiklir vegakaflar eru ekki lengur öruggir. Hr. Babrak Karmal, sem átti aö vinna hugi og hjörtu þeirra manna sem hinn blóöþyrsti hr. Amin haföi tapaö, sýnist nú þegar inni- stæöulaus glópur. Menn draga upp samanburö viö Vietnam meö varfærni: en i Afganistan er nú svo komiö aö svotil enginn berst fyrir Rússa þar nema Rússar sjálfir, rétt eins og eng- inn var til aö berjast fyrir Bandarikjamenn i Suöur-Viet- nam þegar leiö aö uppgjöf þar.” Þetta sem siöast var nefnt er meöal annars athyglisvert vegna þess, aö Morgunblaöiö hér heima hefur litiö á þaö sem meirihátar afbrot og málsvörn I reynd fyrir Sovétrikin að bera saman aöstæöur i Afganistan og Vietnam. En samanburöur hins breska borgarablaös er reyndar sá sem efst er i huga af slikum möguleikum: i báðum löndum var stórveldi aö styöja viö bakiö á sér hliöhollri en valtri stjórn, sem réöi i raun aöeins yfír helstu borgum og varla þaö. Tillaga um hlutleysi Guardian tekur og upp til um- ræöu þá tillögu sem til hefur oröiö i viöræöum vesturev- rópskra ráöamanna um þessi mál, aö reynt veröi aö ná sam- komulagi um aö gera Afganist- an aö hlutlausu riki og taki stór- veldin sameiginlega ábyrgö á þvi hlutleysi. Blaöiö dregur enga dul á þaö aö slik áform væru mjög erfiö i framkvæmd, og svipaöa fyrirvara má reynd- ar lesa viöar — t.d. i nýlegri rit- stjórnargrein sænska stórblaös- ins Dagens nyheter: „Stórveldi eru alltaf hrædd viö að skaöa sitt eigiö valdakerfi með þvi aö blása til undanhalds” segir þar. FRÉTTA- SKÝRING Þaö er og minnt á þaö, aö sov- éskir leiötogar hafa ekki meö neinum hætti tekið undir hlut- leysishugmyndir og láta sér nægja fyrri yfirlýsingar um að her þeirra fari frá Afganistan um leiö og „erlendum afskipt- um” (m.ö.o. aðstoö viö upp- reisnarmenn yfir landamæri Pakistans) linni. En engu aö sföur er hin ev- rópska tillaga talin þess viröi aö henni sé nokkuð á lofti haldiö. Ekki sist vegna þess, aö Afgan- istanmáliö veröur Sovétrikjun- um æ þyngra i skauti með hverjum degi sem liöur. Bæöi vegna þróunarátakanna i land- inu sjálfu og þó ekki sist vegna þess, hvillkt afhroð Sovétrikin hafa með innrásinni leitt yfir sig i löndum þriöja heimsins. Þaö er þvi hugsanlegt, segja ýmsir fréttaskýrendur, hver öörum ó- likir, aö leiötogar i Kreml séu reiöubúnir til að skoöa hverja þá smugu sem þeim gæti staöiö opin út úr ógöngunum. — áb. I ■ I i ■ I ■ I ■ I ■ Greenpeacemenn standa í ströngu Höfrungadráp jap- anskra físki- manna Greenpeacemenn standa nú i ströngu hin- um megin á hnettinum: þeir reyna að stöðva dráp á höfrungum á Iki, litilli japanskri eyju, sem liggur á milli Japans og Kóreu. íbúar eyjarinnar réttlæta höfrungadráp þessi með þvi, að hver af þessum elskulegu skepnum éti um 50 kiló af fiski á dag, og valdi þvilikum búsif j- um á miðum eyjar- skeggja að afkomu þeirra sé stefnt i voða. Fiskimenn drepa höfrunga hundruöum saman meö spjótum, sveröum og kylfum. Þeir kalla þá „sjóræningja” vegna þess aö þeir éti frá þeim fiskinn. Ariö 1978 drápu eyjarskeggjar um þúsund höfrunga og fékk japanska stjórnin þá yfir sig mik- iö flóö mótmæla. Fregnir herma, aö i þessari lotu hafi á milli 200 og 1000 höfrungar veriö drepnir og 600 til viðbótar hafi verið veiddir I stiur og veröi þeim slátraö siðar. Susan Cate, talsmaöur Green- peacemanna i þessu máli, heldur þvi fram, aö eyjarskeggjar roti höfrungana sem þeir hafa veitt meö kylfum. Siðan séu þeir látnir i nýkeypta vitisvél sem saxar höfrungana niður I smábita. Þvi að mannfólkiö ætlar ekki aö leggja sér kjöt þeirra til munns heldur hafa þá I áburð. Green- peacemenn vilja ekki beinlinis halda þvi fram aö höfrungarnir séu settir I kvörn þessa lifandi, en illar grunsemdir hafa þeir I þvi efni. A eynni japönsku eru búsettir um 4500fiskimenn. Þeir halda þvi fram að i sjónum i kring lifi um 35000 höfrungar, og sé nauösyn- legt aö saxa á stofninn til að dæm- iö menn-fiskur-höfrungar gangi upp. Kveðja til Jóns Rafnssonar Göngumóður gröf þú hrepptir, gleymist hróður varla þinn. Minning góöa á ég eftir um þig hljóöan, vininn minn. Hlýjar öngvum hretiö stranga hrjósturdröngum lifsins á, sjúkdóms löng og samfelld ganga sæluföngin veitir smá. Siöast rúöur kröftum kenda kropin brúöi Helju varst, hetjan prúða. Allt til enda æruskrúöann fagra barst. Glöö var lund á gleöifundum, glatt var stundum hlegiö þá. Vinskap bundum er viö undum oft viö dund aö ljóðaskrá. Þú varst snilldar gáfum gæddur, gleöin fylgdi hlý og sönn. Hugur mildi og kimni klæddur kaus sér gildi I dagsins önn. Þér var listum létt að unna, löngum gistir Braga höll. Oöins þyrstur bergðir brunna, björt þar vistin fannst þér öll. Skáldamálið dýra dáöir, drakkst af skálum viskunnar, af llfi og sál þess njóta náöir, nautnin tál og falslaus var. Frá þér ljóöin listafögur lögöu glóö i hjarta manns. Ótal góöar áttu bögur enn á slóðum frónbúans. Orkumaöur ungur fékkstu afreksstaö á skáldabekk. Er meö naöi ljóöa lékstu ljótan skaöa hræsnin fékk. Auöi og hroka aldrei laustu, ekki þokaö var um spönn. t svalvindsrokum sigla hlaustu, sist var dok á frelsis önn. Aldrei skauðin dáölaus dáöir, deildir á gauöin samtiðar. Fyrir snauöa hildi háðir, hjartans auöi miölað var. Minnisþræöir geymdir gleöja gefist næöi, er hugur ann. Sinnis bræður klökkir kveöja kosta og gæöa fullhugann. Deili ég smáu draumabarni, — dauft er aö sjá um beðinn þinn. Kalin strá af kvæðahjarni krýna dáinn vininn minn. Magnús J. Jóhannsson. Stenmark kýs ELÞJSJ EÍ.AA/ eru flutt inn milliliðalaust og eru ódýrari en þú heldur Glæsilegur finnskur skiðafatnadur frá Jakki: kr. 31.775 Buxur: kr. 21.090 Laugavegi 13, simi 13508

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.