Þjóðviljinn - 06.03.1980, Síða 10

Þjóðviljinn - 06.03.1980, Síða 10
10 SÍÐA — ÞJOÐVILJINN Fimmtudagur 6. mars 1980 -------;------—j------- Jóhannes Straumland Athugasemdir i. t nokkurra daga gömlum Þjóö- vilja (blaö 21. febr.) sé ég grein meö þviágæta nafni: „Oröskripiö „rétttrúnaöur””. Undirfyrirsögn er: „Opiö bréf til Jóhannesar Straumland frá Arnóri Þorkelssyni.” , Þaö kemur upp úr dúrfium aö þetta er vegna greinarkorns, sem birtist eftir mig I Þjóöviljanum 6. þ.m.(6. febr.). Viö yfirlestur á opna bréfinu fannst mér fyrst aö ekki væri á- stæöa til aö svara því, þar eö efni þess er nokkurnveginn samfelld- ur misskilningur á grein minni frá 6. febr. — misskilningur af þeirri gráöu sem hlyti aö vera einkamál A.Þ. Og ég hefi ekki á- huga á aö blanda mér í mjög mik- iö prívatmál. En af einhverjum óskiljanleg- um ástæöum segist A.Þ. I lok greinarinnar vona aö ég svari sér. Og þá fór ég aö hugleiöa aö þetta væri nú einu sinni samlandi minn, og ég því I rauninni skyld- ugur til aö sýna honum þjóöleg- heit. Ég mun því hripa hér nokkr- ar athugasemdir viö grein A.Þ. — þótt óneitanlega hafi ég annaö betra viö tfmann aö gera. Fyrst vil ég drepa á nokkrar éetningar I opna bréfinu, sem eru meö vissum hætti sjálfstæö lista- verk. A.Þ. segir orörétt: ,,AÖ tala um guö og tilveruna sem eitt og hiö sama er rökfræöileg hunda- lógík” (tilv. lýkur). Af samheng- inu sést aö Arnór þykist meö þessari klausu vera aö andmæla einhverju sem ég hafi skrifaö (en ekki t.d. aö tala um indversk trúarbrögö). Þetta er mjög sér- kennilegt. Viö umhugsun sá ég aö tilefniö gat ekki veriö annaö en eftirfarandi setning í grein minni 6. febr.: ,,En botninn veröur náttúrulega alltaf suöur í Borgar- firöi meöan menn ekki koma sér saman um hvaö þeir eiga viö meö oröum eins og „guö” og „til- fera”” (tilvitnun lýkur). Þetta sagöi ég i framhaldi af hugtakinu „tilvera guös”. Allir læsir menn sjá aö túlkun A.Þ. er, mjög vægt til oröa tekiö, misskilningur af dularfyllra tagi. Annaö sérkennilegt listaverk er svona, (orörétt): „Ég ætla ekki aö elta ólar viö þá Jóhannes Straumland og Jesús Krist um þaö slagorö: „Aö vera til áöur en nokkur varö til.”” (tilvitnun lýk- ur). „Slagoröiö” (!?) er aö vlsu af- bökun hjá A.Þ. og þessvegna ó- skiljanlegt hvers vegna hann hefur þaö I gæsalöppum, en maö- ur veit samt hvaöhann er aö fara. Ekki þykir mér mikiö þótt A.Þ. vilji ekki „elta ólar” viö mig um þessi orö, þar eö ég er ekki höf- undur þeirra, en hitt er náttúr- lega göfugmannlegt af honum og mikiö lltillæti, aö ætla einnig til viöbótar aö sleppa Jesú Kristi viö ólareltinguna. Og má nú segja aö þar hafi fCfÍStur sloppiö vel.' (En hefur Arnóri Þorkelssyni aldrei dottiö I hug aö Jesús Kristur væri á- byrgöarmaöur oröa sinna, og borgunarmaöur fyrir þeim? Ég veit ekki betur en hann hafi borg- aö þá ábyrgö alveg fullu veröi. Og meira aö segja gert þaö einn og hjálparlaust.) 1 framhaldi af þessu kemur A.Þ. svo meö Spádómabókina eins og fjandann úr sauöarleggn- um; — mín vegna heföi hann eins mátt koma meö slmaskrána. Ég vil I me»stu hógværö benda hon- um á, að Jesús Kristur var ekki Spádómabók, heldur var hann trésmiöur, sem sagöist vera skapari himins og jaröar. A.Þ. segir orörétt: „J.S. ræöst meö látum á presta, frjálslynda marga, og ýmsa kuklara og Jesúnlöinga og andatrúarmenn og andans spekinga og segir aö þessir menn umhverfist ef þeir heyra orbiö rétttrúnaö nefnt”. Ja, tarna var skrítin þula! 1 grein minni I Þjóöv. 6. febr. stendur orörétt: ,,--, sem hér á Islandi eru kallaðir „frjálslynd- ir” prestar (og aörir „frjáls- lyndir I trúarefnum”) — en þaö eru þeir sem finnst „rétttrúnað- ur” vera eitt voðalegt skammar- Frá Unglingaheimili ríkisins Unglingaheimilið leitar að leiguhúsnæði i Reykjavik eða nágrenni fyrir göngudeild og sambýli, annað hvort i einu stóru ibúðarhúsnæði eða sitt i hvoru lagi. Kaup á húsnæði gætu komið til fljótlega. Leigusalar sendi tilboð til Unglinga- heimilisins Kópavogsbraut 17 eða hafi samband við forstöðumann i sima 42900. f ÚTBOÐf Tilboð óskast I gerð undirstaða og tengilagna fvrir vatns- geyma á Grafarholti fyrir Hitaveitu Heykjavfkur. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Frlkirkjuvegi 3, Reykjavik, gegn 15.000.- kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 8. apríl 1980 kl. 11 f.h.. INNKAUPASTOFNUN REYK7AVIKURBOR(ÖAR FriUirkjuvegi 3 — Sími 25800 Ll Útboð | Tilboð óskast i að útvega, smiða og setja | upp loftræstikerfi fyrir 3. og 4. hæð i Borg- t artúni 6. útboðsgögn fást afhent á verk- \ fræðistofunni Fjölhönnun hf. Skipholti 1 i Reykjavik gegn 30 þús. kr. skilatryggingu. í Tilboð verða opnuð á sama stað kl. 14.00 ! fimmtudaginn 20. mars 1980. við opið bréf yrði, en spiritismi aftur á móti, og annað auöviröilegt kukl, dýrðleg- ur Stórisannleikur, — ” Þetta er I eina skiptiö I grein minni 6. febr. sem ég nefni hið voöalega orð „rétttrúnaður”, (skárri eru þaö nú lætin!!). Og hvar er þaö nú, Arnór minn góöur, sem ég tala um aö eim hverjir „umhverfist”? Ja, ég spyr nú bara svona, til gamans. Og meðal annarra orða: hvaö þýöir oröið „Jesúnlöingar”? Þetta orö hefi ég aldrei séö fyrr, og veit ekki vel hvað þýöir. En mig grunar aö þaö sé bull. Næsta listaverk (orörétt): „Orðiö rétttrúnaöur er ruddalegt oröskrlpi oflátunga og lýsir best tilhneigingu J.S. og annarra rétt- trúnaöarmanna, — — ” (tilv. lýkur). I þessum fáu oröum fannst mér þrennt athyglisvert. Fyrst vil ég nefna þaö, sem léttvægast er, — en sem mér finnst afskaplega skemmtilegt, nefnilega orðin: ,,— — J.S. og annarra rétt trúnaðarmanna,-------” (letur- breyting mln, J.SJ.Þessu hefi ég ab sjálfsögöu enga löngun til aö svara, — aöeins benda þeim sem þekkja mig á brandarann. Annaö athyglisvert er notkunin á orðinu „orðskrípi” (sem einnig kemur fram í fyrirsögn). Samkv. almennum málskilningi þýöir „orðskrlpi” orö, sem er mál- fræðilega rangt myndað eöa af- bakaö, eöa merkingarlega séö vitleysa. En A.Þ. leggur I þaö annarskonar skilning, nánast aö það þýöi orö meö ljóta og rudda - lega merkingu, (og eignar þaö oflátungum!!). 1 beinu framhaidi af þessu vil ég nefna hiö þriöja og þaö sem mér finnst merkilegast viö setninguna, nefnilega þessi stórfurðulega tilfinningaafstaöa til orösins „rétttrúnaöur”: Ég drap á það I grein minni 6. febr. aö þaö væri til hjá ýmsum jafnvel prestum, að þeim þætti orðið vera skammaryröi; og er A.Þ. afskaplega skemmtilega skýrt dæmi þar um. En yfirgnæfandi meirihluta isl. þjóöarinnar er þessi tilfinningaafstaða gjörsam- lega óskiljanleg. Hjá þessum þorra þjóöarinnar vekur oröiö „rétttrúnaður” enga tilfinninga- ólgu. Mér er alveg lífsins ómögu- legt aö æsa mig upp út af oröinu „rétttrúnaöur” — hvorki meö eöa móti. Þetta er eins og hvert annað fræöiorö, — vel aö merkja I sínu rétta samhengi, slnu „náttúrlega umhverfi” ef svo mætti segja, — nefnilega i trúarbrögöunum, — þar sem þaö táknar raunar mjög eðlilega afstööu. (En aftur á móti I afleiddri merkingu, t.d. i pólitik, er þaö hinsvegar I óeölilegu sam- hengi, röngu umhverfi, og getur þá raunar táknaö hættulega hluti. Eöa er i besta falli út i hött, — nokkurskonar and-pólitik). Ein afskaplega skemmtileg setning er i grein A.Þ. Hún er svona: „Hversvegna hafa þeir ekki reynt að gera Martin Luther King aö guði?” (leturbr. min J.S.)4Ef A.Þ. er aö spyrja mig aö þessu, þá vil ég aö hætti frænda minna á trlandi svara meö ann- arri spurningu, sem er raunar Itrekun: Já, hversvegna i ósköp- unum hafa þeir ekki reynt þaö? Þaö er alveg gjörsamlega ó- skiljanlegt. Þessi dularfulla gáta um Mart- in Luther King veröur vist seint ráöin. 11. Efst i grein sinni, — eftir fáein inngangsorö, segir A.Þ. aö ég vitni i Karl Marx um þaö, aö efnib sé til og efnisheimurinn raun- verulegur heimur en ekki blekk- ing. En I næstu tveimur setning- um tekur hann málið raunar út af dagskrá meö þeim hætti aö ætla má aö hann hafi ekki forsendur til aö skilja hvaö Marx er aö fara og um hvaö máliö snýst. Ég læt þaö þvi liggja. En siðan uppbyrjar mis- skilningurinn fyrir alvöru: Þaö er algjör misskilningur A.Þ. að ég hafi vitnaö orörétt i Karl Marx. Ég sagöi einmitt að takayrðimið af heildarafstööu hans, og hana mætti orða meö þeim hætti sem ég gerði. Þar meö er skipting Arnórs á þvi sem^ég sagöi, I eitthvað sem ég heföi haft réttilega eftir Marz og annaö sem ég heföi haft rang- lega eftir honum, meiningarlaust hjal og úr sögunni. Það er eitt sem A.Þ. varar sig ekki á: Karl Marx var ekki grautarhaus. Og hann notaöi ekki „billeg” áróðursbrögö, — eins og henti rússnesku kratana löngu seinna. Að blanda Brynjólfi Bjarnasyni sérstaklega I min ummæli, var nú óþarfi. (Ég gæti i þessu sambandi miklu fremur nefnt Björn Franz- son fyrir hartnær 40 árum). Þaö er aö visu alltaf ánægjulegt þegar Brynjólfur Bjarnason er nefndur á nafn, en þó þvi aöeins aö þaö sé ekki gert á afglapalegan hátt, eins og A.Þ. gerir þvi miöur þarna. Þaö eru nú I fyrsta lagi engin tiöindi aö Brynjólfur Bjarnason skilji marxisma. A þvi sviöi stendur honum llklega eng- inn jafnfætis hér á landi og þótt vlðar væri leitaö. Hann er einn af fremstu hugsuöum marxismans á þessari öld. En hitt er þó verra hjá Arnóri aö hann lýgur þvl hreinlega upp, aö ummæli Brynj- ólfs úm marxiska afstööu til „guöshugmyndarinnar” séu af hans hálfu notuð sem rök fyrir „framhaldslifi”. Vangaveltur Brynjólfs Bjarna- sonar um hugsanlegt „fram- haldslif” koma þessu máli ekki við, nema á mjög óbeinan hátt, enda leggur hann þær hugleiöing- ar ekki fram meö tilliti til trúar- bragða sérstaklega, hvorki kristinnar trúar né annarra, held- ur algjörlega á heimspekilegum og rökfræöilegum grundvelli. Um fjöllun hans er raunverulega visindaleg og rök hans viturleg. Sá sem skilur af hverju ég kalla rök hans viturleg, skilur lika hversvegna mér finnst heldur lft- ið koma til spiritisma. Spiritism- inn tekur óútskýrö fyrirbæri, — sem vafalitiö hafa fylgt mann- kyninu frá upphafi, — og notar þau sem skiptimynt I loddara- leik. Þetta hefur ekkert að gera meö vlsindalegar rannsóknir I dulsálarfræði, né annað þ^ð, sem ris undir visindanafni. Næst I grein A.Þ. kemur mis- skilningurinn á þvi sem ég sagði um oröin „guö” og „tilvera” — og ég benti á fyrr I þessum athuga- semdum, — en eftir þaö rofar aö- eins til i bili og kemur ágætur kafli þar sem Arnór, til þess aö uppfræöa mig, tekur saman (aö visu I talsvert einfaldaöri mynd, sem vonlegt er) stutt 'hrafl af barnaskólalærdómi um þróun lifsins á jöröinni og þróun manns- ins, —efni sem maöur las raunar um á 10 ára aldrinum, langt út- fyrir barnaskólalærdóminn. En söm er Arnórs gerbin. Hann seg- ist vilja fræða mig á þessu sviði, og þakka ég honum fyrir það. En sú fræösla er nú kannski ekki neitt afskaplega aökallandi hvaö mig snertir. Þaö væri þá helst aö hann segöi mér nánar frá þvi hvernig „náttúruskilyröin” fóru aö því aö búa til „bakteriuna”. Visindamenn vita þaö nefnilega ekki ennþá En á þaö ber aö lita, aö þaö er nú ekkert vist aö þeir hafi sömu greindarvisitölu og A.Þ. En eftir hinn fróölega núttúru- fræöikafla slær nú heldur betur flötu á ný, og eftir þaö má heita aö greinin sé einn samfelldur mis- skilningur. 1 þeim misskilningi viröist þaö gegnumgangandi þema, að þegar ég tala um kristindóm heldur A.Þ. aö ég sé aö tala um gyðingdóm, og ræöa hans verður samkvæmt því góöan daginn I axarskapt. Þetta, aö rugla gjörsamlega saman gyöingdómi og kristin- dómi, er ekkert sérstakt fyrir A.þ., heldur einmitt mjög al- gengt. Svo A.Þ. er vafalaust I góöum félagsskap. Síöan greinir Arnór Þorkelsson frá þeim tiðindum, aö undirritaö- ur hafi „ráöist á Rússa”. (Ja, þá mega Rússar nú vlst fara aö vara sig!!) En mergurinn málsins er sá, aö ég benti ósköp einfaldlega á þá augljósu staöreynd, að það væri mikil kaldhæöni örlaganna aö áróður Rússa gegn trúarbrögöum heföi aðallega lent á kristindómi og þeir hafi rekiö áróöur gegn honum á sömu forsendum og gegn öörum trúarbrögðum. Sem- sagt á röngum forsendum I grundvallaratriði. Ef A.Þ. finnst aftur á móti aö ég hafi „ráöist á Rússa” fyrir and- stööu þeirra gegn trúarbrögðum yfirleitt, þá hlýtur það aö stafá af þvl að Arnóri finnist ég ekki hafa talaö af nógu djúpri auðmýkt og aödáun um túlkun Rússa á marxismanum. En þaö verður þá bara aö hafa þaö. Ég hefi aldrei lært aö tala af auömýkt um heilagar kýr, — hvort sem þær ágætu beljur heita Rússar eöa eitthvaö annaö. Og ætla mér ekki að læra þaö I framtíðinni. Gott væri aö A.Þ. og fleiri vildu átta sig á eftirfarandi: And- staöa gegn kristinni trú er aö sjálfsögöu algjörlega fullgild af- staða.sem enginn þarf aö biöjast afsökunar á, svo fremi hún bygg- ist á raunverulegri sannfæringu samkvæmt bestu samvisku! En til þess aö geta veriö andvígur einhverju er alveg frumskilyrði aö vita hvað þetta eitthvað er, hvort sem I hlut á kristindómur eöa eitthvaö annaö. Þaö dugar t.d. ekki aö andmæla kristindómi, meö því aö salla niöur gyöing- dóm. Sama, aö breytanda breyttu, gildir um fylgismenn einhvers máls. Jæja, — nú má ég ekki vera aö þessu lengur, Arnór minn góður. Ég vil aðeins I lokin leggja fyrir þig tvær spurningar. Og ég skal hafa þær alveg afskaplega ein- faldar og auöskildar: 1. : Er Jesús Kristur grundvöllur kristinnar trúar eöa ekkl? 2. : Var Jesús Kristur sýnilegur, eða ekki? Þessum spurningum getur þú dundaö viö aö svara svona meö sjálfum þér, þegar þú hefur ekki annað þarfara að gera. Húsavlk, 26.02. 1980. Jóhannes Straumland. • Blikkiðjan Asgarði 7, Garðabæ onnumst þakrennusmíði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmiði. Gerum föst verðtiiboð SÍMI53468 Blaðberar athugið! Rukkunarheftin erii tilbúin á afgreiðslu blaðsins. Vinsamlega sækið þau strax,svo skil geti farið fram sem fyrst. MOWIUINN Siðumúla 6, simi 81333.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.