Þjóðviljinn - 03.04.1980, Síða 2

Þjóðviljinn - 03.04.1980, Síða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 3. aprll 1980 Rætt við Magna Krístjánsson skip- stjóra sem er á förum til Grœnhöfða- eyja á vegum aðstoðar íslands við þróunarlöndin Sýnishorn af bátaflota og mannlifi viö sjávarsföuna. Mér leidist þetta adgerdarleysi Grjótgaröar hlaðnir i atvinnubótavinnu, en hvarvetna má sjá stalla og garöa sem geröir hafa veriö til þess aö nýta hvern dropa sem dr lofti kemur til hins itrasta. Hvað veldur þvLað einn virtasti skipstjóri landsins sem um árabil hefur verið annar af tveimur skip- stjórum á Berki NK, þvi fræga aflaskipi, tekur sig upp með f jölskyldu sína og heldur til Grænhöfðaeyja til að vinna þar fyrir að- stoð islands við þróunar- löndin? Þessa spurningu lögðum við fyrir Magna Kristjánsson skipstjóra, en hann heldurtil Grænhöfða- eyja í apríl ásamt tveimur öðrum sjómönnum og f jöl- skyldum þeirra. — Ég skal segja þér að eins og málum er nú komiö varöandi loönu-og kolmunnaveiöar, þá er þetta ekki oröin nema 2ja -3ja mánaöa vinna á ári hjá mannúog ég segi alveg eins og er aö ég nenni ekki aö liggja á bakinu heima hjá mér 9 tii 10 mánuöi ársins. Mig langar til aö vinna og þarna tel ég aö ég geti komiö aö einhverju liði i starfi sem ég hef áhuga fyrir og þvi sótti ég um þetta starf á Grænhöfðaeyjum. Tólf saman Þiö ætliö allir meö fjölskyld- urnar meö ykkur, er enginn beyg- ur i fólki? — Nei, þaö held ég ekki. Krakkarnir eru auðvitaö mjög spennt hvaö sem svo veröur þeg- ar á reynir. Fyrir þau er þetta feröala&sem I vændum er, stórt ævintýri. Nú, við eigum aö fá sæmilegt húsnæöi aö þvi aö ég best veit og vona aö þaö standist. Þarna er gott veöur allt áriö, kannski dálitiö of heitt og þurrt fyrir okkur Islendinga, en maöur sér bara til. Hvernig veröur meö kennslu fyrir börnin og unglingana? — Ég hygg aö viö veröum aö annast hana sjálf til aö byrja meö, taka meö okkur nauösynleg- ar kennslubækur. Annars eru hin- ar Norðurlandaþjóðirnar þarna með aðstoö viö Grænhöföunga, á sviöi heilbrigðismála, og þvi ekki ótrúlegt að þarna sé skandinavlskur skóli, ég veit það ekki. Rennum blint i sjóinn með margt Er búiö aö ákveöa hverskonar veiöar þiö komið til meö aö stunda? — Ég veit að þeir Grænhöfö- ungar leggja mesta áherslu á hrossamakrllveiöar, sem töluvert er af þarna og þeir telja sig hafa erlendan markaö fyrir. Eins er um aö ræöa krabbaveiðar og sjálfsagt einhverjar fleiri fiskteg- undir. Okkar hlutverk veröur aö. kenna þeim aö fara meö skip og veiöarfæri sem henta þeim best til frambúöar. Þaö mun vera ein- hver visir aö sjómannaskóla á Handverk er af mjög skornum skammti á Grænhöföaeyjum og viöast notast viö frumstæöar aö- feröir. eyjunum, aö vlsu vanbúnum bók- um og tækjum, en heimamenn munu ákveða hvaöa menn veröa meö okkur til aö læra veiöarnar. Nú stunda þeir einhverjar fisk- veiöar, ekki satt? — Jú, en mjög frumstætt. Þaö munu vera um 3 þúsund fiski- menn á eyjunum og heildarfisk- afli þeirra I fyrra nema 7 þúsund lestum. Af þvi flytja þeir út helm- inginn sem gefur 7% af útflutn- ingsverömæti þjóöarinnar. Þetta segir sina sögu um ástandiö þarna. Þaö sem þeim liggur mest á er aö fá meiri fiskafla til aö auka gjaldeyristekjur þjóöarinn- ar, sem er um 320 þúsund manns. Þjóöin liföi nær eingöngu á land- búnaði, en á sjöunda áratugnum breytti um veöráttu þannig aö siðan 1968 hefur sama og ekkert rignt á eyjunum og landbúnaður- inn hefur lagst algerlega niður aö heita má. Þvi er þaö nauösynlegt fyrir þá aö efla sjávarútveginn og ekki síst I ljósi þess aö fyrir utan eyjarnar eru aö sögn sæmilegustu fiskimiö. En viö rennum blint I sjóinn meö margt I þessum efn- um, þeir veröa aö segja til um á hvaö þeir leggja mesta áherslu eöa þá viö aö finna þaö út fyrir þá þegar viö kynnumst þessu. Aðstoð á mörg- um sviðum Hvar á eyjunum veröiö þiö? — Viö veröum I 30 þúsund manna bæ sem heitir Mindelo, en hann mun vera stærsti hafnar- bærinn á eyjunum, sem eru 10 alls. Höfuöborgin heitir Praia og er svipaö stór og Mindelo. Eiga þeir engin sæmileg skip á Grænhöföaeyjum ? — Þeir rnunu eiga 3 skip sæmi- leg, sem smlöuö voru I Þýska- landi, en mér er sagt aö þeir stundi einhverskonar stangaveiöi á túnfiski á þeim. Allir aörir bát- ar eru litlir og ýmist handrónir eöa ganga fyrir seglum og veiði- aðferöirnar állka frumstæöar. Þeir segjast eiga 2 frystihús en hversu góö þau eru veit ég ekki enn. Ekki er þetta eina aðstoðin sem Grænhöföungar fá frá þróunar- hjálpinni I heiminum? — Nei, þeir fá hjálp á mörgum fleiri sviöum, enda var ástandiö þarna oröiö mjög alvarlegt fyrir einum tveimur árum síöan, hrein hungursneyö hjá þjóðinni. Mér er sagt að fólksflótti frá eyjunum hafi verið svo mikill, aö um helm- ingur þjóöarinnar vinni erlendis, og af þvl hef ég spurnir aö Græn- höföungar þykja góöir til vinnu, bæöi heiöarlegir og duglegir. Ráðnir í 11/2 ár Hvaö er ráöningartlmi ykkar langur og hvernig eru kjörin? — Ráðningartíminn er 1 1/2 ár og viö fáum sambærileg kjör og fólk sem vinnur aö þróunaraöstoö hjá Sameinuðu þjóöunum. Attu von á tungumálaerfiöleik- um? — Auðvitaö má búast viö ein- hverjum tungumálaerfiöleikum. Heimamenn tala sérstakt tungu- mál sem er blanda úr portúgölsku og máli sem talað var á eyjunum áöur en Portúgalir komu til sög- unnar þar. Mér er sagt af þeim sem komiö hafa þarna suöur eftir að flestir skilji eitthvaö I ensku, þannig aö ég kviöi tungumála- vandræöum ekki svo mjög. Er Vikurbergiö sæmilegt skip aö fara meö? — Já, þaö held ég verði. Þaö er aö visu orðiö gamalt, en nú er veriöaö yfirfara þaö algerlega og ég vona að þaö veröi nógu gott þegar á reynir. Er þetta löng sigling niöur eft- ir? — Ég reikna meö aö viö verö- um svona um hálfan mánuö á leiöinni. Og þú ert ekki kviöinn? — Nei, þaö get ég ekki sagt. Það er mjög áhugavert aö fá aö kynnast þessu og ég vona bara aö okkur takist að veröa heima- mönnum að því liöi, sem búist er viö af okkur. Ef þaö tekst, þá höf- um viö náö því takmarki sem viö höfum sett okkur. — S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.