Þjóðviljinn - 03.04.1980, Page 9
Fimmtudagur 3. aprll 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9.
Framkvœmdasjóður öryrkja og þroskaheftra:
þings|á
,/Meginefni málsins er
það að í stað 450 miljóna
króna (erfðaf járskattur
meðtalinn) til öryrkja og
þroskaheftra á f járlögum í
fyrra er sambærileg tala í
fjárlögum nú 1432 miljónir
króna" sagði Helgi Seljan
er Þjóðviljinn leitaði álits
hans á þeim ummælum
stjórnarandstæðinga að
fjárlög ríkisstjórnarinnar
feli í sér niðurskurð á
framlögum til
Framkvæmdasjóðs
öryrkja og þroskaheftra en
Helgi Seljan á sæti f fram-
kvæmdastjórn sjóðsins.
'„Til viöbótar þessum 1432
míljónum’,’ sagöi Helgi ennfrem-
ur, „er um aö ræöa nokkra
miljónatugi þar sem viöhald vist-
Fjárlög
afgreidd
Fjárlög voru afgreidd frá
Alþingi siödegis í gær. Viö þriöju
og siöustu umræöu fjárlaga f gær
voru allar breytingartillögur
fjárveitingarnefndar i heild sem
og breytingartillögur meirihluta
fjárveitingarnefndar samþykkt-
ar, en breytingartillögur ein-
stakra þingmanna stjórnarand-
stööunnar voru felldar, aö undan-
skilinni tillögu frá Pétri Sigurös-
syni þess efnis aö undanþiggja fé
þaö skemmtanaskatti sem aflaö
er til byggingar dvalar- og
sjúkraheimila.
Auk fjárlaga voru þrenn önnur
lög afgreidd. Hér er um aö ræöa
breytingar á lögum um sjúkra-
tryggingargjald, landflutninga-
sjóö og lífeyrissjóö sjómanna.
Nánari grein veröur gerö fyrir
þessum lögum eftir páska.
—þm
------------\
Felixstowe
alla mánudaga
Weston Point
annan hvern
mióvikudag
Hafðu samband
EIMSKIP
SÍMI 27100
heimila er tekiö inn i daggjöld
þeirra sem færir töluna upp i nær
1500 miljónir króna.”
Meö lögum nr. 47/1979 um aö-
stoö viö þroskahefta var Fram-
kvæmdasjóöur öryrkja og
þroskaheftra.sem hér var nefnd-
ui; stofnaöur. Helgi var beöinn aö
rekja aödraganda þess máls.
Gerbreytt afstaða til
þroskaheftra
„Þaö ber aö fagna gerbreyttri
afstööu bæöi á Alþingi og meöal
þjóöarinnar til þroskaheftra”
sagöi Helgi. „Sú breyting er mikil
á minum þingtima þó ekki sé
hann langur. Ein fyrsta tillaga
min á þingi var um vistheimili
fyrir vangefna á Austurlandi og
Vestfjöröum (meöflutningsmenn
Karvel Pálmason og Vilhjálmur
Hjálmarsson). Þessi tillaga
mætti tregðu og fram kom frá-
visun i fyrstu og þurfti tvö þing
til að fá tillöguna samþykkta.
Endurskoöun laga eöa ný lög
um þroskahefta komu fyrst fram
i tillögu frá mér ásamt þing-
mönnum úr öllum flokkum, en
þeirri tillögu var visað frá og þótti
þarflaus. En meö áframhaldandi
baráttu, sérstaklega Landssam-
takanna Þroskahjálpar komst
málið á hreyfingu og frumvarp
sá dagsins ljós i fyrra.
Lög um þroskahefta
Ab áðurgreindu frumvarpi var
mjög vel unnið af nefnd á vegum •
ráðuneytis og Þroskahjálpar. Á
þeim lögum sem þingiö sam-
þykkti I fyrra er byggt I dag. í
þeim lögum var ekki upphaflega
gert ráö fyrir neinum sérsjóðum,
heldur eölilegum fjárlagaveiting-
um til þessara þarfa enda var lit-
ið á þaö sem samfélagslega
skyldu aö þroskaheftir heföu
jafnrétti á viö aðra, einnig i fjár-
framlögum. Um sama leyti var á
feröinni frumvarp úm Fram-
kvæmdasjóö öryrkja og þroska-
heftra og á slðustu stundu var
þessum frumvörpum steypt sam-
an.
Sambræösla þessara frum-
varpa ruglaði nokkuö myndina.
Sumt var sérmerkt úr sjóönum,
annað algjörlega utan viö, m.a.
vistheimilin, sem eru buröarás-
inn I þessu i dag og uppbygging
viöa um land að hefjast. Einnig
gekk Framkvæmdasjóöurinn inn
á sama sviö og erföafjársjóði er
ætlað til byggingar endur-^
hæfingaraöstööu. Ég tel aö hér sé
nauðsyn á samræmingu og breyt-
ingu. Ohugsandi er að setja nýjan
sjóö viö hliðina á Framkvæmda-
Ný nefnd
til að
vinna að
reykinga-
vörnum
Heilbrigðis- og trygginga-
ráöherra hefur skipað 5 manna
nefnd til að endurskoöa ráðstaf-
anir til að draga úr tóbaksreyk-
ingum með hliðsjón af reynslu
undanfarinna ára.
Nefnd þessi kemur i staö
„Samstarfsnefndar um reykinga-
varnir” meö þvi aö henni hefur
einnig veriö falið að annast fram-
kvæmd gildandi laga um þessi
efni i samvinnu við ráðuneytið
þar til annaö veröur ákveðiö.
1 nefndinni eiga sæti: Sigrún
Stefánsdóttir, fréttamaöur, Þor-
varöur örnólfsson, fram-
kvæmdastjóri, Auöólfur
Gunnarsson, læknir, Björn
Bjarman rithöfundur og Ingimar
Sigurösson deildarstjóri i heil-
brigðisráðuneytinu, en hann er
formaöur nefndarinnar.
sjóði. Nógu erfitt er að halda þvi
litla fjármagni inni, sérstaklega
fyrir styrktarsjóð vangefinna.
Það er jákvætt viö Fram-
kvæmdasjóðinn aö hann er verö-
tryggöur en þó er ekki séð fyrir
nema hluta þeirra verkefna sem
vinna þarf á grundvelli laganna.
Sýndarmennska Alþýðu-
flokks
I fjárlagafrumvarpi Tómasar
Arnasonar var gert ráö fyrir 20%
verðtryggingu og 15% niöur-
skuröi, en sá sami niöurskurður
gekk yfir alla stofnlánasjóöi.
Samkvæmt frumvarpinu var þvi
gert ráð fyrir 1020 miljón króna
framlagi til Framkvæmdasjóös
öryrkja og þroskaheftra. Fjár-
lagafrumvarp Alþýöuflokksins
var með sömu tölu og sami rök-
stuðningur var i báðum þessum
frumvörpum aö visa verkefnum á
sjóöinn án lagabreytinga. Frum-
varp Alþýðuflokksins var einka-
frumvarp þess flokks og þvi ljóst
hvað þeir ætlubu sér i þessu efni.
Engar sýndartillögur Alþýöu-
flokksmanna nú, breyta þeirri
staðreynd.
I fjárlagafrumvarpi Ragnars
Arnalds voru allir sjóöir skornir
niður um 30% nema Fram-
kvæmdasjóður öryrkja og
þroskaheftra, og 1020 miljónir
voru áfram i frumvarpinu. Siöan
hefur ýmislegt gerst og er i deigl-
unni, án þess að ég telji þaö full-
nægjandi, en hér er um verulega
viðleitni að ræða til úrbóta.
Miklar framkvæmdir í ár
Nú er tryggt aö á næsta ári
verður full verðtrygging á sjóön-
um milli ára. Þá hefur fjárveit-
inganefnd að tilmælum Svavars
Gestssonar, félags- og heilbrigöis-
málaráðherra, hækkaö fjárveit-
ingu tii sjóösins um 40 miljónir
króna. Sérstakur liöur var og tek-
inn upp til viðbótar til aöstoðar
þroskaheftum upp á 30 miljónir,
auk 15 miljóna króna byggingar-
styrks til Sjálfsbjargar, lands-
sambands fatlaðra.
Viöhald vistheimila er nú tekið
inn I daggjöld þeirra og er þar um
miljónatugi að ræða. Þetta ber
ekki aö vanmeta þó minnst sé á
þörfina. Eins og i upphafi var frá
greint eru samanburöatölur á
fjárlögum 1979 og 1980 þær aö nú
er gert ráö fyrir nær 1500 miljón-
um en i fyrra var sambærileg tala
450 miljónir. Þetta veröur þvi
byltingarár i framkvæmdum
fyrir þroskahefta og öryrkja, þó
enn betur þurfi aö gera. Og vist-
heimilin og sjálfseignarstofnan-
irnar verða að fá sinn hluta af
þessum 1500 miljónum, en til þess
þarf lagabreytingu og félags-
málaráðherra er meö hana i
undirbúningi.
Siðar verður gerö grein fyrir
skiptingu þessa fjármagns og ætti
þá að sjást enn skýrar aö hér er
um gerbyltingu að ræöa. En verk-
efnin eru óþrjótandi. Framtiöin
hlýtur að vera sú,svo sem aö var
stefnt i upphaflega frumvarpinu
um þroskahefta, að á hverjum
tima fáist beint og milliliöalaust
fjárveitingar úr rikissjóði til
óhjákvæmlegra framkvæmda.
Þetta á að sjálfsögðu einnig viö
um öryrkja almennt” sagöi Helgi
Seljan ab lokum. -þm
Safnlánakerfi Verzlunarbankans
gerir ráð fyrir 100 þúsund kr.
hámarkssparnaði á mánuði. Þú ræður
sparnaðarupphæðinni upp að því
marki.
Sparnaðartíminn er frá 3 mán.
upp í 48 mán. í þriggja mánaða
tímabilum. Þú velur þann tíma og
upphæð sem þú ræður við.
Þannig öðlast þú lánsrétt á
upphæð sem er jafn há þeirri sem þú
hefur safnað.
Einfaldara getur það ekki verið.
SAFMAR
-VIDIANUM
VeRZlUNflRBflNKINN
Spyrjið um Safnlánið oa fáið bækling í afgreiðslum bankans:
BANKASTRÆTI 5, LAUGAVEGI 172, ARNARBAKKA 2,
UMFERÐARMIÐSTÖÐ, GRENSÁSVEGI 13 og
VATNSNESVEGI 14, KEFL.
^ue/
•AI