Þjóðviljinn - 03.04.1980, Qupperneq 15
Fimmtudagur 3. april 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15
— Páskasjónvarp
1
Fimmtudagsleikrit útvarpsins kl. 20.05:
Sjónvarp föstudaginn langa kl. 17.00:
Páskaútvarp
Föstudagurinn
langi kl. 21.10:
Macbeth
Stórverk breska leikrita-
snillingsins Williams
Shakespeares/ Macbeth/
verður á dagskrá sjón-
varpsins á föstukvöldinu.
Leikritiö, sem flutt veröur,er i
uppfræslu fyrir sjónvarp, leikiö af
félögum i The Royal Shake-
speare Company.
Leikstjóri er Philip Casson, en I
aöalhlutverkum eru'þau Ian Mc-
Kellen og Judi Dench.
Leikritiö tekur um tvo og hálfan
tima I flutningi, og þýöandi er
Dóra Hafsteinsdóttir.
Macbeth veröur aöalviöfangs-
efni Sjónvarpsins á föstukvöld
inu. Á myndinni sjást þau Ian
McKellen og Judi Dench sem
fara meö aöalhlutverkin
I leiknum.
Páskaleikrit útvarpsins, sunnud kl. 13.20:
Páskamorgunn
eftir Þóri S. Guöbergsson
Þetta leikrit er skrifaö skömmu
eftir ógnir slöustu heimsstyrj-
aldar. Þaö er eins konar vitna-
leiösla þar sem fram koma per-
sónur frá ýmsum öldunai og úr
óliku umhverfi. Flest hefur þetta
fólk veriö liflátiö fyrir einhverjar
sakir, og nú,þegar þaö horfir til
baka, finnst þvl stórlega hafa
veriö brotiö á sér. Aöeins tveir,
Jesús og Júdas, sakfella engan.
Þetta er I rauninni ákæra gegn
blindni og skammsýni
mannkynsins, en þó kemur fram
slik trú á sigur lifsins aö maöur
fyllist bjartsýni þrátt fyrir allt.
Pá'r Fabian Lagerkvist fæddist
I Vaxsjö i Smálöndum áriö 1891. I
æsku var hann mikill aödáandi
Darwinskenningarinnar, stund-
aöi um tíma nám i bókmenntum
og listasögu viö Uppsala-háskóla
og fékkst viö blaöamennsku. Ariö
1916 kom fyrsta ljóöasafn hans I
anda expresslonismans og nefnd-
ist „Ótti ’. Hann dró sig I hlé frá
skarkala heimsins um 1930 og
settist aö á eyjunni LidingÖ. í
táknrænum leikritum slnum
hefur Lagerkvist teflt hugsjóna-
stefnu mannsins fram gegn of-
stæki og valdbeitingu allra tlma.
A páskadag, 7. april, kl. 13.20,
veröur flutt leikritiö, „Páska-
morgunn’,’ eftir ÞóriS. Guöbergs-
son. Leikstjóri er Þorsteinn ö.
Stephensen. Meöal leikenda eru
Valgeröur Dan, Helga
Bachmann, Valur Glslason og
Helgi Skúlason. Flutningur leiks-
ins tekur um hálfa klukkustund.
Hann var áöur á dagskrá i út-
varpi á páskadag 1969.
Leikritiö er byggt á frásögn
guöspjallanna um upprisu Jesú.
Þar segir frá litlu stúlkunni
Elisabetu, sem er blind, Salome
móöur hennar og Stefanusi gamla,
langafa telpunnar, sem einnig
býr þar I húsinu. Hann trúir á hiö
gamla lögmál Gyöinga og finnst
margt I kenningum „smiösins frá
Nasaret” vafasamt og allt aö þvi
hættulegt. En svo gerist atburöur
sem veröur jafnvel til aö opna
augu þeirra vantrúuöu.
Þórir S. Guöbergsson er fæddur
I Reykjavik áriö 1938. Hann lauk
stúdentsprófi 1958 og stundaöi
siöan nám i guöfræöi viö Haákóla
Islands. Framhaldsnám I Osló
1963-64 og I Stafangri 1973-76.
Starfsmaöur Islenskra kristni-
boðsfélaga um skeiö, en hefur
lengstum stundað kennslu. Frá
1964 hefur Þórir skrifaö margar
barna- og unglingasögur og nokk-
ur leikrit. „Sigur páskanna”,
„Endur fyrir löngu” og
„Heilbrigð sál I hraustum
llkama” hafa veriö flutt I útvarp-
inu, auk „Páskamorguns” og
Leikfélag Reykjavikur sýndi
„Kubb og Stubb” 1966.
mín
Lofið mönnunum að lifa
Komdu aftur, Sheba
Fimmtudaginn 3. aprll
(skfrdag) kl. 20.05 veröur flutt
leikritiö „Lofiö mönnunum aö
lifa” (Lat manniskan leva) eftir
Par Lagerkvist. Þýöing er eftir
Tómas Guömundsson, Jón Þórar-
insson samdi tónlistina og Páll S.
Pálsson stjórnar flutningi henn-
ar, en leikstjóri er Helgi Skúla-
son. t heistu hlutverkum eru
Siguröur Sigurjónsson, Þórhallur
Sigurösson, Þorsteinn Gunn-
arsson, Erlingur Gislason og Þor-
steinn ö. Stephensen. Tækni-
menn: Runólfur Þorláksson og
Ástvaldur Kristinsson. Flutn-
ingur leiksins tekur um fimm
stundarf jóröunga.
Hann haföi mikil áhrif á sænskar
bókmenntir og hlaut Nóbelsverð-
laun 1951.
Meöal þekktari verka hans má
nefna skáldsögurnar „Barrabas”
(siöar breytt I leikrit), ,J5auöi
Ahasverusar” og „Landið
helga”. Kannski er Lagerkvist þó
kunnari fyrir leikrit sin, svo sem
„Jónsmessudraum á fátækra-
heimilinu” (sem Leikfél.
Reykjavikur sýndi veturinn 1946-
47), „Viskusteininn 1948 (fluttur I
útvarpi 1971) og „Lofiö
mönnunum aö lifa” 1949. Lager-
kvist lést I hárri elli fyrir
nokkrum árum.
Par Lagerkvist nóbelsverölauna-
hafi og höfundur leikritsins.
Leikritiö Komdu aftur, Sheba
min, eftir William Inge, var búiö
til sjónvarpsflutnings af Sir
Laurence Olivier áriö 1950, og
hlautsama ár viöurkenningu sem
besta leikritið I Englandi áriö
1950.
Leikritið fjallar um miöaldra
hjón. Bóndinn er drykkfelldur en
reynir að bæta sitt ráð. Konan er
engu betri, bæði hiröulaus og
værukær og saknar æsku sinnar.
A heimili þeirra hjóna býr einnig
ung stúlka sem leigir þar her-
bergi, og kemur hún allmikiö viö
sögu I leiknum.
Leikstjóri er Silvio Narizzano,
en I aöalhlutverkum Laurence
Olivier, Joanne Woodward,
Carrie Fisher og fl..
Þýöandi er Rannveig Tryggva-
dóttir, en þessi mynd var sýnd
áöur þar.r. 19. febrúar á sl. ári.
Carrie Fisher sem leikur ungu
stúlkuna á heimilinu, Mariu, og
Nicholas Campell sem leikur
Turk I hlutverkum slnum i mynd-
inni um hana Shebu.
AUGLYSING
um aðalskoðun bifreiða
í lögsagnarumdæmi Kefiavlkur-
flugvallar fyrir árið 1980.
Aðalskoðun bifreiða fer fram i húsakynn-
um bifreiðaeftirlitsins að Iðavöllum 4,
Keflavik, eftirtalda daga frá kl. 08.45 til
12.00 og 13.00 til 16.30:
Þriðjudaginn 8. april J-1 til J-75
Miðvikudaginn 9. april J-76 til J-150
Fimmtudaginn 10. april J-151 til J-225
Föstudaginn 11. april J-226 og þar yfir.
Við skoðun skal framvisa kvittun fyrir
greiðslu bifreiðagjalda, svo og gildri
ábyrgðartry ggingu.
Vanræki einhver að færa bifreið til skoð-
unar á auglýstum tima, verður hann lát-
inn sæta ábyrgð að lögum og bifreiðin tek-
in úr umferð hvar sem til hennar næst.
Lögreglustjórinn
21. mars 1980.
á Keflavikurflugvelli,
Lífeyrissjóður bænda
Stjórn Lifeyrissjóðs bænda hefur ákveðið
að taka upp nýjan lánaflokk fyrir þá sjóð-
félaga, sem greitt hafa iðgjöld frá stofnun
sjóðsins 1971, hafa náð 6,0 réttindastigum i
árslok 1978 og hafa ekki fengið lán frá
Stofnlánadeild landbúnaðarins til bú-
stofnskaupa eða ibúðabygginga (viðbót-
arlán vegna aðildar að Lifeyrissjóðnum).
Lán verða allt að 3,0 miljónum króna i
hverju tilviki með fullri verðtryggingu og
2,0% vöxtum. Lánstimi verður allt að 15
árum.
Nánari upplýsingar fást i sima 91-25444
hjá Lifeyrissjóði bænda eða Stofnlána-
deild landbúnaðarins. Umsóknir ásamt
veðbókarvottorði skulu sendar Stofnlána-
deild landbúnaðarins, Laugavegi 120,
Reykjavik.
Sögufélag
Aðalfundur Sögufélags verður haldinn
laugardaginn 19. april að Hótel Borg
(Gyllta sal) og hefst kl. 14.00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Helgi Skúli Kjartansson sagnfræðingur
flytur erindi: HÚSBÆNDUR OG HJ(J — i
fólksfjöldasögu íslands.
Stjórnin.
Félag
járniðnaðar-
manna
Afmælishátíð
i tilefni 60 ára afmælis félagsins verður
haldin i Vikingasal Hótel Loftleiða laugar-
daginn 12. april n.k. og hefst með borð-
haldi kl. 19.00 stundvislega.
Vönduð skemmtiatriði
Aðgöngumiðar eru afhentir á skrifstof-
unni að Skólavörðustig 16.
Afmælisnefndin.