Þjóðviljinn - 19.04.1980, Page 8
8 SÍQA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 19. april 1980
Flestir landsinenn sem komnir
eru tii vits og ára þekkja áreiöan-
lega til Hjörleifs Sigurössonar
listmálara. Hann hefur um langt
skeiö veriö leiöandi i samtökum
sinum FÍM, skrifaö fjölda greina
um myndlist i blöö og.timarit,
kynnt ungum sem öldnum söfn
borgarinnar og siöast en ekki sfst
unniö merk störf I þágu verka-
lýössamtakanna sem forstööu-
maöur Listasafns ASÍ um árabil
og starfsmaöur Menningar- og
fræöslusambands alþýöu.
Þaö var þvl meö nokkrum
söknuöi sem vinir Hjörieifs
kvöddu hann og konu hans, Elsu
Miu Einarsdóttur, fyrir rösku ári
er þau fluttu búferlum til Lófóten
I Noregi en þar geröist Else Mla
bókasafnsstjóri á Vestvogey.
Ég er I rauninni mjög ánægöur meö þaö að geta nú sinnt málverkinu flestar stundir dagsins enda veitir
ekki af. Ég hef stundum sagt bæöi I gamni og alvöru aö ekki dygöu færri en tvö lif til aö ná umtals-
veröum árangri. — Ljósm.: —eik.
þröngt um mig í
gömlu sporunum
Ennfrekari ástæða er þvi nú
til fagnaöar er Hjörleifur er
kominn færandi varninginn heim.
Hann opnar i dag sýningu á nýj-
um verkum sinum i FÍM-salnum
að Laugarnesvegi 112 og stendur
hún til 4. mai n.k..Af þvi tilefni
tókum við hann tali á dögunum og
komum viða við.
Skynsamlegt
að breyta til
Hjörleifur, hver var ástæöan til
þess aö þú fluttir til Noröur-
Noregs 1 fyrra?
Ástæðan var nú fyrst og fremst
sú að okkur datt i hug að breyta til
— og auðvitað langaði Elsu Miu
til að koma til ættarlands sins og
vera þar a.m.k. um nokkurt
skeið. Ég vildi gjarnan losa mig
viö störfin, sem höfðu hlaðist á
mig hér heima og höfðu kannski
aðallega með stjórnun aö gera,
þannig að ég átti erfiðara með að
sinna viðfangsefnum minum sem
málari. Ég hafði um nokkurt
skeið haft hug á þvi að breyta til.
Fannst þaö skynsamlegt.
Hvernig hefur ykkur liöiö þarna
i Noröur-Noregi og hvernig likar
ykkur fólkiö sem þiö kynnist þar?
Það er nú alltaf erfitt að reyna
að skilja eða skilgreina hugi fólks
eða segja frá hvernig lifi þaö lifir,
Þó held ég að við Islendingar
ættum einna helst að geta skilið
þetta, þvi að margt er svipað.
Okkur hefur liðið vel. Viö erum aö
visu komin á stað þar sem viö
kynnumst nýju fólki svo aö segja
á hverjum degi. Og megingallinn
er kannski sá að þarna eru hópar
fólks — ýmissa sérfræðinga að
sunnan — sem dvelja aðeins
stuttan tima og eru farnir áður en
varir. Þetta er vitaskuld, já
dálitiö sorglegt. Nú, mér hefur
fundist það taka iengri tima að
kynnast hinum innfæddu Lófót-
búum og það er ekkert óeölilegt.
Menn eru alltaf dálitið varkárir
gagnvartþeim sem koma utanað.
Ég býst við, aö það taki nokkur ár
þangað til aðkomufólk getur
raunverulega fallið inn i nýtt
samfélag.
Eitthvert sérkennilegasta
pláss i Evrópu
Er atvinnuiífiö I Lófóten i
.Noröur-Noregi einhæft miöaö viö
aöra hluta landsins?
Ég býst við að segja megi það
með nokkrum sanni. Það eru
fyrst og fremst tvær framleiöslu-
greinar, sem þarna eru rikjandi:
landbúnaður og fiskveiöar. En
Vestvogey er nokkuð sér á parti.
Hún er fjölmennasta eyja I
Lófóten og önnur stærsta að
flatarmáli.
Hvar er hún?
Hún er i Vestur-Lófóten, þriöja
i röðinni frá oddanum ef Væreyja
og Röst eru ekki taldar meö. A
Vestvogey stunda menn land-
búnað sem aðalatvinnugrein og
hafa gert það frá alda öðli.
Astæðan er ákaflega einföld. Hún
er sú að þarna er langsamfelldast
og breiðast undirlendi i Lófóten
og iandið mjög vel fallið til
búskapar.
Annars eru fiskiveiðar og fisk -
iðnaður þessi gamla og rika hefð,
sem fyrst og fremst hefur gert
Lófóteyjarnar þékktar um viða
veröld og að einhverju sérkenni-
legasta plássi i Evrópu —
náttúrlega fyrir utan landslagið'
sjálft. A Vestvogey eru mörg
gömul fiskiver og þar er gert út af
miklum krafti enn i dag með
nýtisku bátum og litlum togurum.
Forréttindi sunnanmanna
Viö lesum um þaö hér aö
einmitt á þessum slóöum séu átök
milli sjómanna annars vegar og
stjórnvalda og annarra þeirra
hinsvegar sem koma vilja upp
oliuvinnsiu á fiskimiöunum úti-
fyrir?
Það hafa alltaf verið mjög
sterkar raddir uppi um það, ekki
bara i Lófóten heldur I öllum
Norður-Noregi, að mjög væri
varhugavert aö fara aö bora eftir
oliu fyrir norðan 62. breiddar-
gráðu. Hún er reynar alllangt
fyrir sunnan þetta svæöi en ætl-
unin mun lika vera að bora i
hafinu við Noröur-Noreg. Ég veit
ekki betur en að norska sjó-
mannasambandið— Norges Fisk-
arlag — hafi verið búið að komast
að fullgildu samkomulagi við
rikisstjórnina um þetta mál. Bak
við samkomulagið liggja vafa-
laust einhverjar tilslakanir af
hálfu stjórnvalda og allörugg
vissa um aö ekki geti komið til
mengunar á fiskimiðunum. En
eftir olfuslysið mikla i Mexico
fóru menn aö fá nokkra
eftirþanka, enda telja margir að
hvergi i heimi búi menn enn yfir
þeirri tækni, sém geti hindrað
stórfellda oliumengun viö boranir
i hafinu eða bætt úr henni. Stjórn-
in stendur fast við fyrri ákvarð-
anir sinar i þessu efni. Aftur á
móti hafa flokkar eins og
Miðflokkurinn, sem er vaxinn upp
úr Bændaflokknum gamla,
Kristilegi Þjóðarflokkurinn og
Sósialski Þjóða.rflokkurinn
krafist endurskoðunar málsins I
heild sinni.
Hefur þú á tilfinningunni, aö
fólkiö I Noröur-Noregi liti á sig
sem annars flokks fóik, ég á viö
aö þeir, sem búa á Oslóarsvæöinu
eöa þar um kring hafi
margháttuö forréttindi?
A þvi er litill vafi i huga minum.
Og það sem stingur i augu
aðkomumanna er fyrst og fremst,
aö norðanfólkið viröist stundum
ekki fylgja réttmætum kröfum
sinum eftir sem skyldi. Og þó.
Mér dettur i hug að nefna sam-
göngumálin i þessu sambandi.
Þegar ákveðið hafði verið að
byggja ný strandferðaskip i stað
hinna gömlu og úreltu — sem
sigla enn i dag meðfram
ströndinni allt frá Bergen til
Kirkenes og koma við á fjöida
hafna með farþega og vörur —
hugöist ráðuneytið hafa þau
fremur litil. Langflestir ibúar I
Norður-Noregi óskuðu hins vegar
eftir stórum og rúmgóðum skip-
um. Þetta olli harðvitugum
deilum og endirinn varö sá að
byggja skyldi einhvers jkonar
millistærð strandferðaskipa.
Annars er Hurtigruta — en svo
nefnast strandferðaskipin i dag-
legu tali — fullpökkuð ferða-
mönnum um sumur, svo að sjálfir
ibúarnir komast varla að. Þá
hafa vegirnir t.d. i Lófóten ekki
verið byggðir nema fyrir sumar-
umferö. A vetrum hrynja þeir
saman og verða næstum ófærir i
leysingum og vetrarveörum.
Vekja athygli alheims
á aðstöðu Sama
Nú, hvernig er samstaöa þeirra
þarna fyrir noröan innbyröis?
Hafa ekki oröiö einhverjir
árekstrar viö Sama?
Samstaðan er vist svona upp og
ofan eins og hérna hjá okkur. Og
málefni Samanna hafa ætið verið
talsvert vandamál, skilst mér.
Virkjunin fyrirhugaða á Alta-
Kautokeino-vatnasvæöinu virðist
snerta þá alveg sérstaklega.
Menn hafa t.d. bent á, að
hreindýraræktin muni biða tjón
við framkævmdirnar. Ráðu-
Baldur
*
Oskarsson
rœðir við
Hjörleif
Sigurðsson
listmálara
sem opnar
í dag sýningu
á myndum
frá Lofoten
neytismenn vilja ekki gangast við
þessu og telja röskunina óveru-
lega bæði hvað snertir búskap
Samanna og lifriki náttúrunnar.
En það sem hefur gerst núna upp
á siðkastið er hins vegar það —
sem margir vita kannski þegar —
að hætt hefur verið viö virkjunina
i bili. Ástæðan er i fyrsta lagi sú,
að hundruð manna hindruðu
framkvæmdirnar i marga
mánuði. Fólkið sat þarna
meginhluta siðasta sumars og
fram á haustið.
Hvaöa fóik var þaö? Voru þaö
Samar eöa fyrst og fremst
aökomumenn?
Það var fólk úr öilum áttum.
Samar höfðu að mestu leyti stjórn
á mótmælaaðgerðunum sjálfir,
að ég hygg. Að minnsta kosti
þegar fjölmiðlar komu á
vettvanginn. En einnig voru
þátttakendur viðsvegar að úr
Noregi, frá hinum norrænu
þjóðunum og erlendir umhverfis-
verndarmenn. Nú, en stöðvunin
kom til framkvæmda þegar
nokkrir ungir Samar slógu upp
tjöldum sinum fyrir framan Stór-
þingsbygginguna i Osló og
hugðust svelta sig til bana
málstaðarins vegna. Þeir voru
vel komnir á veg með það þegar
stjórnvöldin gugnuðu. En tilgang
ur þeirra var samt miklu viðtæk-
ari. Þeir vildu i sem stærstum
dráttum vekja athygli umheims-
ins á þeim órétti sem Samar hafa
veriö beittir um iangan aldur aö
þvi er snertir landsréttindi,
menntunarmál og fjölmargt ann-
aö.
Ég held að margir hafi rangar
hugmyndir um Samana, telji þá
aðeins þjóðflokk, sem frá aldaöðli
hafi stundað hreindýrarækt og
feröast milli hásléttunnar og
strandarinnar með dýraflokka
sina. En það eru lika til Sjó- Sam-
ar i Noregi, fólk sem settist
snemma að á ströndinni og
stundar fiskiveiöar alveg eins og
Norðmennirnir, sem flestir munu
hafa komið þangað siðar. Mér
skilst að Sjó-Samar hafi aðlagast
betur norsku samfélagi. I dag eru
Samar allsundurleitur hópur og
eiga ekki að öllu leyti sömu hags-
muna aö gæta. En nú virðast
stjórnvöld viija rannsaka hver sé
réttur þeirra sem frumbyggja
norðurhjarans alveg eins og
Indjánanna i Ameriku.
Hefur þú kynnst eitthvaö
heföum Samanna t.d. hvaö
varöar listir og önnur menningar-
verömæti?
Litið meira en áður og aðeins
um fjölmiðla. Ég veit að þeir
reyna að halda i heiðri hinum rót-
gróna listiðnaði sinum. 1 dag eiga
þeir góða listamenn, sem skera
sig talsvert úr.
I næsta nágrenni
stórveldis
Áöur en ég vik aö þvi aö ræöa
frekar um menningarlif og listir
langar mig aö spyrja þig: finnst
þér áberandi aö þaö sé mikill ótti
hjá Norömönnum og þá hjá þeim
sem nyrst búa viö innrás frá
Sovétrikjunum?
Ég vil ekki taka svo djúpt i
árinni. Aftur á móti virðist fylgja
þvi sérstök tilfinning að lifa svona
i næsta nágrenni viö stórveldi. Og
ekki er þvi að neyta að stundum
veröa árekstrar milii norskra og
sovéskra fiskimanna i Barents-
hafinu til að mynda. Auk þess má
nefna, að i Norður-Noregi eru
nokkrir herflugvellir og vafalaust
má segja hið sama um viðbún-
aðinn handa landamæranna i
austri. Þetta skapar vitaskuld
einhverja spennu I samskiptun-
um. Sovétmenn voru vinsælir
fyrst eftir strið en þaö virðist nú
liðin tið.
Brýn nauðsyn að kynna
málstað islendinga
Er mikil athygli manna þarna á
Jan-Mayen málinu?
Mjög mikil. Ég efast um að hún
sé meiri annarsstaðar i landinu.
Menn telja — og þá kannski aðal-
lega útgerðarmenn og fiskimenn
— að stjórnvöldin sýni íslending-
um alltof mikla linkind og eru
alltaf að heimta útfærslu við Jan-
Mayen þegar i stað.
Hafa íslendingar aö þinu viti
gert eitthvaö markvisst I þvi aö
kynna málstaö sinn I Noregi?
Ég hef ekki oröið var við það.
Aftur á móti er aliö á þvi sýknt og
heilagt t.d. I landshlutablöðunum,
að tslendingar séu mjög heimtu-
frekir, þótt réttur þeirra sé
nánast enginn. Sagt er að þeir
virði ekki einu sinni samhljóða
álit norskra og islenskra fiski-
fræöinga um loðnuveiðarnar og
takmörkun þeirra. Samt hef ég
hitt allmarga einstaklinga, sem
skilja málstað okkar. Og þekktan
lögfræðing heyrði ég halda þvi
fram i útvarpssamtali að Islend-
ingar hefðu mikið til sins máls.
En þegar veriö er að tala um
kynninguna af okkar hálfu er
alveg bráðnausynlegt að beina
henni út til fjöldans, ekki sist þar
sem fiskurinn er svo að segja lifiö
sjálft.
Félag áhugafólks
um myndlist
Nú, ef viö vikjum frá þessu
aftur aö þvi, sem þú ert mest
bundinn viö I Noregi,þ.e. lista- og
menningarlifi. Er þaö fjölbreyti- <
iegt á þessum slóöum?
Já, það er mjög vaxandi og fjöl-
breytilegt en þá verðum við að
tala um landshlutann i heild sinni.
Ekki dugir að miöa við borg eins
og t.d. Reykjavik. Fjarlægðirnar
innan Norður-Noregs eru svo
geysilegar.
Er erfitt fyrir fólk á þessum
slóðum aö helga sig list sinni
einvörðungu?
Ætli það ekki. Það er erfitt i dag
viðast um heiminn, jafnvel hjá
velþekktum listamönnum. Lista-
fólk I Norður-Noregi stundar oft
aðra vinnu samhliða glimunni við
hin listrænu viöfangsefni t.d.
kennslu i skólum. I landshlut-
anum hefur það með sér samtök,
er vinna að hagsmunamálum
þess á ýmsa lund og standa llka
fyrir sýningum i byggðum og
borgum. Við hlið þeirra starfar
félagsskapur áhugamanna um
myndlist. Hann er öllum opinn og
stofnar gjarnan til happdrættis
um góð myndlistarverk að aflok-
inni sérhverri sölusýningu.
Alþýðuleikhús og
vísnasöngur.
En þaö er kannski ekki jafn-
almennur áhugi fyrir myndlist og
maöur verður var viö t.d. hér i
Reykjavik?
Tæpast. En eins og ég sagði
áðan er varla hægt að bera saman
þéttbýli I höfuðborg eins og
Reykjavik og dreifbýlissvæði
Norður-Noregs. En ég ætti
kannski aö minnast á aðra list-
grein. Ég hef reynt að fylgjast
dálitið meö henni lika, þótt úr
fjarlægö sé. Leikhóparnir eru
mjög áberandi þarna. Þeir fara
vitt og breitt um norðurfylkin og
koma stundum aö sunnan. Til aö
mynda sá ég prýöilega leik-
sýningu i Stamsundi i Vest-
vogeyju. Hún fjallaði um verka-
lýðsbaráttu á nýtiskan hátt.
Eru þetta jafnt áhugahópar
sem atvinnumenn?
Ætli það væri ekki best að likja
þeim við Alþýðuleikhúsið. Þetta
er fólk sem vinnur af óslökkvandi
áhuga og reynir að standa á eigin
fótum fjárhagslega en nælir sér
þó i einhverja styrki i byggðar-
lögunum, sem það sækir heim og
kannski fær það lika stuðning frá
bæjum og fylkjum. Slikt er ekkert
óvenjulegt i Noregi. En svo vildi
ég nefna visnasöngvarana og
visnahópana. Þeir eru ákaflega
áberandi og blómstra kannski