Þjóðviljinn - 19.04.1980, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 19.04.1980, Qupperneq 15
Laugardagur 19. aprll 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 Frá upptöku á barnatímanum um Grænland. F.v. Benedikta, Brynja, Sigriður og Einar Bragi. Ljósm. —gel— Bamatími um Grænland I dag sér Sigriöur Eyþórs- dóttir um barnatima i morgunútvarpinu, og fjallar hann um Grænland. Gestir þáttarins eru Einar Bragi rit- höfundur, Brynja Benedikts- dóttir leikari og Benedikta Þorsteinsson. Benedikta er grænlensk aö uppruna, en búsett hér á landi. Hún ætlar að syngja lög frá heimalandi sinum I þættinum og leika undir á gitar. Hún og Einar Bragi munu lika spjalla saman um Grænland og Útvarp kl. 11.20 Grænlendinga. Brynja ætlar svo aö segja frá leikritinu Inúk og tilurö þess, m.a. frá ferö leikhópsins til Grænlands. Ýmislegt fleira veröur i þættinum, t.d. les Sigriöur stuttan kafla úr Gerplu og Einar Bragi les tvö grænlensk ljóö I eigin þýöingu. Myndin af Dorian Gray Laugardagsmyndin i sjón- varpinu er Myndin af Dorian Gray, bandarisk frá árinu 1945, og byggö á hinni þekktu skáldsögu Oscars Wilde. Sagan kom fyrst út áriö 1891. Hún segir frá ungum manni, Dorian Gray, sem veröur mikill vinur lávaröar nokkurs. Þeir hittast fyrst hjá listmálara, sem er aö mála mynd af Dorian. Þegar mynd- in er tilbúin óskar Dorian sér þess, aö hann megi alltaf vera- ungur, en myndin eldist I hans staö. Honum veröur aö þessari undarlegu ósk sinni. Lávaröurinn kemur mikiö viö Sjónvarp kl.21.&5 sögu, og vinátta þeirra tveggja. Dorian Gray lifir þvi sem kallaö er „lastafullt llferni” árum saman, en gengur alltaf um meö sömu engilfrlöu ásjónuna. í aöalhlutverkum eru George Sanders og Hurd Hatfield. Þýöandi er Óskar Ingimarsson. ih Engill kemur í heimsókn Annaö kvöld les Ingibjörg Haraldsdóttir þýöingu sina á smásögunni „Mjög gamall maöur meö afarstóra vængi” eftir Gabriel Garcia Marques. Garcia Marques er Kólumbíumaöur aö uppruna, en búsettur I Mexico. Hann er afkastamikill rithöfundur og blaðamaöur. Þekktastur er hann liklega fyrir skáldsöguna Hundraö ára einsemd, sem kom úthjá Máli og menningu i fyrra, I þýöingu Guðbergs Bergssonar. Sagan sem lesin verður annaö kvöld gerist á svipuðum slóöum og Hundraö ára ein- semd: i suöur-amerisku þorpi, sem strangt tekiö er hvergi til nema I kollinum á Garcia Marques, en likist þó hundr- uðum þorpa i hinum ýmsu Útvarp kl. 21.30 löndum S-Amerlku. Þar gerast furöulegir hlutir, sem eiga rætur aö rekja til goö- sagna og þjóösagna, fremur en veruleikans. Engill kemur i heimsókn og veldur miklu fjaðrafoki i þorpinu, og reynd- ar einskonar llfsháttabylt- ingu. Stillinn sem Garcia Marques notar hefur veriö nefndur „magiskur realismi” á máli bókmenntafræöinga, en á venjulegu máli mætti kannski segja sem svo, aö þaö sem gerist I bókum hans þarf ekkert endilega aö geta gerst I hversdagslífinu, heldur gerist þaö i hugum persónanna. frá Hringið í síma 8 13 33 kl. 9-5 alla virka daga eða skrifið Þjóðviljanum lesendum Lúsar- laun „Borgari hringdi: — Mig langar til aö vekja at- hygli manna á þeim lúsar- launum sem margar stúlkur hafa i atvinnulifinu. Þær sem eru á Iðjutöxtum eöa VR- töxtum, og lika margar fleiri, t.d. sjúkraliöar. Ég er iönaöarmaöur, og ég fæ það hreinlega ekki inn i minn ferkantaða haus hvernig þær geta lifað af þessum launum, þegar viö rétt skrimtum af okkar. Þessar stúlkur eru meö eitthvaö I kringum 59.000 kr. á viku, og I þessum starfsgreinum tiökast engar yfirborganir. Þaö þarf þónokkur ár til aö komast i efsta taxta, og þá er hækkunin sáralitil. Mér finnst þetta vera til háborinnar skammar, og löngu kominn timi til aö lagfæra þetta. Hvað á að birta? Á lesendaslðu Þjóöviljans 25,- 3. er minnst á lesandabréf um vændi, sem haföi birst þá skömmu áöur. Þaö er gefiö I skyn aö þetta bréf heföi ekki átt aö birta vegna þess aö þaö var „I algjörri andstööu viö skoöanir umsjónarmanns siöunnar og reyndar allra blaöamanna Þjóöviljans.” Slöan segir blaöamaöur aö vel væri þegiö aö fá ábendingar um hvaö eigi aö birta og hvaö ekki. Ég hef álitið aö lesendasiöan væri og ætti aö vera til aö gefa lesendum kost á aö koma skoöunum sinum á framfæri, hverjar sem þær væru og hvort blaðamenn Þjóöviljans væru á sama máli eöa ekki. Ef slik rit- skoöun á aö tíökast þá er Þjóö- viljinn ekki lengur besta blaöiö og þá lognast lesendasiöan útaf. Þá er Þjóöviljinn oröinn Ihalds- samari en Mogginn. Sllkt má aldrei gerast. Ég hef fengiö birt bréf I Velvakanda og þau voru sannarlega ekki I samræmi viö skoöanir blaöamanna Moggans. Aftur á móti finnst mér að gjarnan mætti hafa eftirlit meö málfarinu, bæði á lesenda- bréfum og ööru lesmáli blaös- ins. Þar hefur mér fundist skorta nokkuð á. Mig minnir aö vændisbréfiö væri ritaö á góöu og hæversku máli. Sama verður ekki sagt um kynllfsþættina i Sunnudagsblaöinu. Þar rekst maöur á sóöalegt götustráka- mál. Ég er ekkert á móti klámi þar sem þaö á viö. Sumar klám- visur eru afburöa listrænn kveö- skapur. En sóöalegt oröbragö I blaöagreinum er óþarft og setur leiöindasvip á annars gott mál- efni t.d. kynfræöslu. Ég hef lesið flestar, ef ekki allar bækur Hall- dórs Laxness, en ég minnist þess ekki aö hafa rekist þar á eitt einasta klúryrði. Hann var þó löngum ófeiminn aö segja álit sitt og skoðanir hans komust sannarlega til skila. Snill- ingnum tókst þetta án þess aö vera klúr, þaö ættu fleiri aö reyna aö temja sér. Aö siöustu. Flestir lesendur hafa yfir einhverju að kvarta I bréfum sinum. Þaö hef ég lika. Meöfram Stekkjarbakka I Breiðholti er breitt, grasi vaxiö svæöi nokkuö hundruö metra langt. Einhverntima I mars, þegar grasrótin var orðin þiö ofan á klakanum, sá ég hóp reiömanna meö 15—20 hesta þeysa eftir þessu túni meö þeim afleiöingum aö grasrótin tættist I sundur undan hófasparkinu. Þessar skemmdir ná yfir nokkur hundruð metra meö- fram götunni og fyrir fáum dögum sá ég ný för. Ef gert veröur viö skemmdirnar meö þökum, kostar þaö mörg hundr- uö þúsund krónur. Og nú vil ég spyrja. Eru ekki til nein lög eöa reglugerðir, sem gera borgar- yfirvöldum f ært aö stugga þessu hyski út úr borgarlandinu, meö truntur sinar, áöur en þaö veld- ur miljónatjóni? Ragnar úr Seli Karl gamall náöi eitt sinn hrafnsunga lifandi og kom heim meö til kerlingar sinnar. Þeim þótti gaman aö krumma og ætluðu aö ala hann. Gestur kom á bæinn og sýna þau honum fuglinn. Hann spyr hvaö þau ætli meö þaö aö ala hrafnskratt- ann. „Viö höfum heyrt,” mælti kerling, „aö hrafninn geti oröið þrjú hundruö ára gamall og ætlum viö aö vita hvort þaö sé satt.” Gamlir munir Klæöningskjulla, notuö til aö vefja vantana á seglskipum (vantur er taug úr mastri út á borðstokk) (Þjóöminjasafniö — Ljósm.: gel)

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.