Þjóðviljinn - 26.04.1980, Síða 2

Þjóðviljinn - 26.04.1980, Síða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 26. aprll 1980 Af dreifbýLisfréttum útvarpsins [ vikunni voru merk tímamót, nánar tiltekið sumardagurinn fyrsti. Á slíkum „tímamót- um" hefur skapast sú ágæta hefð hjá sjón- varpi og útvarpi að hafa samband við dreif- býlið, sjálfsagt meðal annars til þess að byggðastefnan lognist ekki útaf. I útvarpinu er þetta venjulega gert með þeim hætti að hringt er í „f réttaritara" stof n- unarinnar, sem jafnframt er venjulega einn af framámömnum hinna smærri en jafn- framt merkari byggðarlaga I landinu. Síðan tíundar „f réttaritarinn" símleiðis það sem merkast hefur borið við I heimabyggð hans. Útvarp og sjónvarp brugðust sannarlega ekki skyldu sinni I tilefni af sumardeginum fyrsta, en það verður að segjast að öll eru við- tölin furðu keimlík. Þau gætu satt að segja öll verið einhvern veginn svona: „Nú verður rætt við Hallstein Sveinsson námsstjóra í Skarnavík. „Hallsteinn! Hvað er helst tíðinda úr Skarnavík?" „TjaSumarkoman varð með þeim hætti að vetur og sumar f rusu saman. Nú, við reikn- um með því að í vel gróin tún komi grænn litur með vorinu en ef til vill eitthvað seinna í kal- bletti. Bændur vænta þess hér I Skarnavík að sauð- burður hef jist með hefðbundnum hætti í vor þar sem fengitíminn var á venjulegum tíma f vetur. Annars hefur verið hér einmuna tíð. Þó vill það bera við, ef kólnar í veðri, að frjósiá poll- um og snjói í fjöll. Elstu menn hér spá því að brátt fari að heyrast í farfuglum,og ef þeir reynast sann- spáir þá má reikna með því að sumarið sé í nánd. An þess að ég vilji neitt um það fullyrða á þessu stigi málsins, þá þykir mér liklegt að fé verði rekiðá f jall þegar búiðer að rýja, það er að segja það f járins sem ekki verður haft í heimahögum, en eins og ég sagði er þetta fremur mín eigin ágiskun en staðhæfing. Flestir bændur hér í Skarnavík munu hafa hug á því að hef ja slátt, þegar tún eru nægi- lega sprottin og mun það af heyfengnum, sem ekki verður þurrkaður, verða votheysverkað- ur. Súrheysverkun hefur gefist hér ágætlega, þegar ekki hefur verið hægt að þurrka heyið vegna vætutíðar. Margir hér eru farnir að hugsa sér gott til glóðarinnar um vinnu í sláturhúsinu í haust, en eftir heyannir hefst sláturtíðin og það er raunar þá f yrst, sem hægt er að gera sér grein fyrir meðalfallþunga dilka. Af útgerðinni er það helst að segja að nýtt skip bættistá dögunum I fiskiflota Skarnavík- ur, sautján tonna trilla: Pétur forseti. Menn hér binda miklar vonir við þetta skip, einkum ef eitthvað aflast. Þess vegna mun Pétur for- seti hefja róðra eins fljótt og unnt er. Hér I Skarnavík voru hátíðahöldin á sumar- daginn fyrsta með hefðbundnum hætti. Klukkan ellefu um morguninn var f jölskyldu- guðsþjónusta, en prestur var skiptipresturinn Robert Hálfdown. Sú nýbreytni var við þessa f jölskylduguðs- þjónustu að f ólk í óvígðri sambúð f ékk að taka þátt í henni, þó ekki væru allir á einu máli um réttmæti þeirrar ráðstöfunar, en séra Robert Hálfdown lagði áherslu á að þessi háttur yrði á hafður við þessa f jölskylduguðsþjónustu og varð þetta til þess að kirkjusókn varð f jórum sinnum meiri en ella hefði orðið. Klukkan hálftólf hófst síðan víðavangs- hlaupið og voru keppendur þrír, allir úr ung- mennafélagi Skarnavíkur. Það háði keppend- um nokkuð að niðaþoka var skoilin á þegar hlaupið hófst og villtust hlaupararnir allir af leið. Klukkaneittátti síðan barnakröfugangan að hef jast, en henni varð að fresta, þar sem skátarnir, sem jafnframt voru fánaberar urðu að hef ja leit að víðavangshlaupurunum. Um kaffileytið f undust svo hlaupararnir niðri undir Neðra Hundagerði svo skrúðgangan gat hafist um hálf f jögur. Þá var komin úrhellis rigning og háði það hornaflokki Skarnavíkur nokkuð. Gengið var sem leið liggur f rá barnaskólan- um tvo hringi kringum hraðfrystihúsið og niður á síldarplan. Þar hóf ust síðan skemmti- atriðin með því að lítið söngdúó söng og síðan var glíma og fánahylling. Þá komu fram trúðar og léku listir sínar og hraðfrystihús- stjórinn hélt hátíðarræðu. Segja má að öll þessi skemmtiatriði hafi vakið mikla kátínu. Hátíðahöldunum lauk síðan með dansleik á vegum kvenfélagsins, en að honum loknum var efnt til veðreiða. Sem sagt þetta er nú það helsta að frétta héðan úr Skarnavík." „Þakka þér fyrir Hallsteinn. Rætt var við Hallstein Sveinsson, náms- stjóra, fréttamann okkar í Skarnavík". Eða eins og bókfært var á síðasta útvarps- ráðsfundi, þar sem f jallað var um það, á hvað leggja skyldi áherslu I fréttum I vor: I fréttum vorum ekkert er jafn áríðandi eins og hvernig ærin ber . útá landi. Flosi. Sýning Sendiráð Tékkóslóvakiu, Þýska Alþýðulýðveldisins, Póllands og Sovétrikjanna ásamt útflutnings- bókamiðstöðinni „Mezdunarodnaja Kniga” gangast fyrir sýningu á bók- um, grafik, plakötum, frimerkjum og hljómplötum í tilefni 110. afmælis- dags V.I. Lenins. Sýningin er opin að Hallveigarstöð- um v/Túngötu kl. 14—19. Sýningunni lýkur á morgun,sunnu- dag. Aðgangur ókeypis. ra Kjörskrá ^7 Kópavogs vegna kjörs forseta íslands sem fram á aö fara 29. júnl 1980 liggur frammi almenningi til sýnis á bæjarskrifstofunni i Kópavogi frá 29. apríl til 6. júni 1980 kl. 9.30—15.00 mánudaga til föstudaga. Kærur vegna kjörskrár skulu berast skrifstofu bæjarstjóra eigi siöar en 7. júni 1980. 29. apríl 1980 Bæjarstjórinn í Kópavogi <!íi Hér var verið að æfa siðasta þátt, frá vinstri:Elisabet Þorgeirsdóttir, Guðrún Eyþórsdóttir og Reyni Sigurðsson. Litli leiklúbburinn á Isafiröi: „Hart í bak” eftir Jökul Jakobsson, frumsýnt i byrjun mai Undanfarnar vikur hafa staðiö yfir æfingar á leikritinu „Hart i bak” eftir Jökul Jakobsson hjá Litla leikklúbbnum á lsafiröi. Er fyrirhugaö aö frumsýna leikritiö i byrjun mai í 'Alþýöuhúsinu á ísafirði. Þegar blaöamaöur Þjóöviljans var á ferö á Isafiröi á dögunum var litiö inná æfingu hjá Litla leikklúbbnum i húsi leikklúbbsins I Hnifsdal. Margrét öskarsdóttir leikstýrir „Hart i bak” en meö helstu hlut- verk fara Kristján Finnbogason, sem ieikur kafteininn, Reynir Sigurösson.Guörún Eyþórsdóttir og Elisabet Þorgeirsdóttir. Margrét Oskarsdóttir sagöi aö all mikiö lif væri i starfsemi Litla leikklúbbsins. S.l. haust sýndi klúbburinn Fjalla Eyvind eftir Jóhann Sigurjónsson og yfirleitt væru sýnd tvö leikrit á ári hjá Litla leikklúbbnum. Hún sagöi aö i klúbbnum væri nú dálitill hópur fólks sem heföi oröiö nokkra reynslu sem leikarar en þar sem hér væri um áhugahóp aö ræöa yröi alltaf aö sækja út fyrir þenn- an hóp, til þess aö ofbjóöa ekki fólki viö timafrekar og strangar æfingar, sem oft á tlöum yröi aö fórna vinnu fyrir. En áhuginn er mikill og þvi hefur tekist aö manna i leikritin. Litli leikklúbburinn á hús i Hnifsdal, sem nefnist Sel og þar fara æfingar á leikritum fram, utan slöustu vikuna fyrir frum- sýningu, þá er æftl Alþýöuhúsinu, þar sem sýnt er. Sem fyrr segir, verður „Hart I bak” frumsýnt I byrjun mal og sagöi Margrét aö vanalega næöust 8 til 10 sýningar á ísafiröi. Kristján Finnbogason I hlutverki kafteinsins I „Hart I bak” eftir Jökul Jakobsson, sem Litli leik- kiúbburinn á tsafiröi frumsýnir i byrjun mai. Myndin er tekin á æfingu áöur en leikbúningar voru tilbúnir.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.