Þjóðviljinn - 26.04.1980, Side 3
Laugardagur 26. april 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3
Árni Blandon og Tinna Gunnlaugsdóttur I hlutverkum útlagans og
smalastúlkunnar. Ljósm. Jóhanna ólafsdóttir, Þjóóleikhúsið.
Smalastúlkunni og
útlögunum frábær-
lega vel tekid
Leikrit Siguröar málara og
Þorgeirs Þorgeirssonar „Smala-
stúlkan og litlagarnir” var frum-
sýnt fyrir fullu húsi á sumardag-
inn fyrsta og var leiknum mjög
vel tekið 1 fullskipuöum salnum.
Sérstaka athygli vakti frábær
frammistaða tveggja ungra leik-
ara, þeirra Arna Blandon og
Tinnu Gunnlaugsdóttur, sem nú
leika I fyrsta sinn stór hlutverk á
sviði Þjóðleikhússins. Þá vöktu
þekktari leikarar eins og Krist-
björg Kjeld og Baldvin Halldórs-
son i hlutverkum Priorsins og
Möngu griökonu mikla hrifningu
og eins túlkun Arnars Jónssonar
og Guðrúnar Stephensen.
Leikstjóri er Þórhildur Þor-
leifsdóttir og leikmynd og bún-
inga geröi Sigurjón Jóhannsson.
Var þeim og leikendum fagnað
vel aö lokinni sýningu en búningar
Sigurjóns, sem hann byggir á
verkum Bruegels, fá mikiö lof.
Leikritiö er sýnt i tilefni 30 ára
afmælis Þjóöleikhússins en Sig-
uröur málari má teljast einn af
frumkvöölum þess, þótt ekki yröi
bygging þess aö veruleika fyrr en
löngu eftir dauöa hans. I þvi efni
var Siguröur löngu á undan sinni
samtiö eins og reyndar i mörgu
ööru.
Leikritið var sýnt i annaö sinn i
gærkvöldi, en sýningar fyrir
fastagesti eru 8. Næsta sýning er
á sunnudagskvöld. — AI
íslensk skemmtisnekkja meö öllum búnaöi til úthafssiglinga, aö
verömæti um 18,2 milljónir. Dregin út í ágúst.
100 bílavinningar á 2 og 3 milljónir hver, þar af tveir valdir bílar:
Ford Mustang í maí. Peugeot 305 í október.
Auk þess glæsilegur sumarbústaöur, 10 íbúöavinningar á 10 milljónir
og 35 milljónir, 300 utanferöir á 500 þúsund og ótal húsbúnaöarvinn-
ingar.
Sala á lausum miöum og endurnýjun ársmiöa og flokksmiöa
stendur yfir.
Dregiö í 1. flokki 6. maí.
ÍTIIÐI ER mÖGULEIKI
Dúum ÖLDRUÐUm
ÁHYGGJULAU/T ÆVIKVÖLD
e
Leiguflug Sverris Þóroddssonar sendir Tryggingaráöi
bréf varðandi óeðlilega samkeppni um sjúkraflug:
Ásakanir á hend-
ur Arnarflugi
Hefur við engin rök að styðjast, segir Jón Kristins-
son flugrekstrarstjóri Arnaiflugs
F élagsheimilið
varð fyrir valinu
Fyrir nokkru barst
Tryggingaráði bréf frá
Leiguflugi Sverris Þór-
oddssonar með ásökunum
um að Arnarflug væri að
sölsa undir sig sjúkraflug
með óeðlilegum hætti en
Leiguflug Sverris hefur
undanfarin ár haft nætur-
vakt vegna sjúkraf lugsins.
Jón Kristinsson flug-
rekstrarstjóri Arnarflugs
sagði að hann væri vægast
sagt hissa á þessum ásök-
unum enda hefðu þær ekki
við rök að styðjast.
Asakanirnar I bréfinu voru á þá
leið aö Arnarflug heföi boöiö um-
boösmönnum sinum, sem margir
eru flugvallarstjórar úti á landi,
10% ef þeir útveguöu sjúkraflug
og heföi þetta m.a. oröið til þess
aö kallaö heföi veriö á flugvélar
frá Reykjavik þó aö vélar frá
Sverri væru beint yfir viðkom-
andi staö. Þá fylgdi sögunni aö
þegar Arnarflug sendir Trygg-
ingastofnun reikning bæti það
fyrrgreindum 10% ofan á hann og
hafi þannig fengiö meira úr být-
um en önnur flugfélög.
Þegar Þjóöviljinn haföi sam-
band viö Arna Yngvason flug-
mann sem séö hefur um sjúkra-
flugiö fyrir Sverri Þóroddsson
vildi hann ekki staðfesta aö
þessar ásakanir heföu veriö
bornar fram I bréfinu en sagöi aö
félagiö heföi sent Tryggingaráði
bréf þar sem beöið var um af-
stööu þess hvort halda ætti nætur-
vörslunni áfram.
Jón Kristinsson flugrekstar-
stjóri Arnarflugs sagöi þaö vera
fasta reglu aö umboösmenn
fengju 10% greiðslu fyrir þaö flug
sem þeir panta.enda væri þaö
ekki óeðlilegt miöaö viö þá vinnu
sem þeir þurfa aö leggja fram svo
sem aö vakna upp um miöjar
nætur, fara út á flugvöll og biöa
þar kannski langtimum saman.
Hitt væri firra aö þessum 10%
væri bætt ofan á reikning til
Try ggingas tof nunar vegna
sjúkraflugs. Þar væri fariö eftir
fastri gjaldskrá.
Þá sagði Jón þaö vera rétt aö
umboðsmenn á 2-3 stööum væri
jafnframt flugvallarstjórar en
hann bjóst við aö kvörtunin væri
einkum komin vegna þess aö um-
boösmaöurinn á Blönduósi æki
jafnframt sjúkrabilnum.
Varðandi þá ásökun aö kallað
heföi veriö á flugvélar langan veg
þó aö vélar frá Sverri væru
sveimandi yfir, sagöi Jón, aö hún
væri tilhæfulaus. Umrætt tilvik
heföi veriö á þveröfugan hátt.
Arnarflugi heföi borist pöntun og
látiö kalla upp vél frá Sverri sem
vitað var um á þessari leiö, og
látiö hana taka sjúklinginn. Sagöi
hann Þórhall Magnússon flug-
mann hjá Flugleigu Sverris vera
til staöfestingar um þetta atriöi.
Þá ræddi Þjóöviljinn viö Eggert
G. Þorsteinsson forstjóra Trygg-
ingastofnunar og staöfesti hann
aö bréfiö heföi komiö en vildi ekki
tjá sig neitt um innihald þess á
þessu stigi málsins.
Björn önundarson trygginga-
yfirlæknir staöfesti hins vegar I
samtali viö blaðiö aö I framhaldi
af þessu máli heföi hann nýlega
sent dreifibréf til heilsugæslu-
stööva þar sem fariö væri fram á
aö reynt væri aö lækka kostnað
viö sjúkraflug með þvi aö panta
alltaf hagkvæmustu vélarnar og
læknar sneru sér beint til þess
flugfélags sem taliö væri aö veitt
gæti besta og ódýrasta þjónustu.
Hvorki Arni hjá Leiguflugi
Sverris né Jón hjá Arnarflugi
töldu félögunum neinn sérstakan
akk I aö ná sem flestum sjúkra-
flugum þar sem þau væru mjög
erfiö og oft hættuleg. — GFr
Ákveðið hefur verið að
hefja undirbúning að gerð
6 framhaldsmyndaflokka
til sýningar í sjónvarpinu í
samræmi við hugmyndir
og tilboð Hrafns Gunn-
laugssonar, Egils
Eðvarðssonar og Björns
Björnssonar. Nefnast
þættirnir „Félags-
heimilið", en að sögn
Hinriks Bjarnasonar, for-
stöðumanns LSD, verða
þeir vart teknir upp f yrr en
á næsta ári.
Útvarpsráði bárust fyrir
nokkru tvö tilboö um létta fram-
haldsþætti, annars vegar
„Félagsheimiliö” og hins vegar
„Kómedia fyrir 24ra tommu
tjald” frá Auöi Haraldsdóttur,
Eddu Björgvinsdóttur og Helgu
Thorberg. Kómedian fjallar aö
sögn Hinriks um hlutverkaskipan
kynjanna en meö öfugum for-
merkjum, þar sem heimilis-
móðirin fer út aö vinna en
heimilisfaöirinn veröur eftir
heima. Hugmynd þeirra stall-
systra er aö sögn Hinriks geymd
en ekki gleymd og hugsanlegt er
að siöar veröi unniö úr henni leik-
rit en ekki framhaldsþættir.
1 Félagsheimilinu er sögusviöiö
aö sjálfsögöu félagsheimili, þar
sem ótal tækifæri gefast til sögu-
efnis meöal gesta þess, starfs-
fólks og þeirrar starfsemi sem
þar fer fram. —\i
Vikubann 1. maí
Sjávarútvegsráöuneytiö hefur
gefiö Ut reglugerö, sem bannar
þorskveiöar togbáta timabiliö 1,-
7. mai n.k., aö báöum dögum
meötöldum.
Bann þetta tekur til togskipa
annarra en skuttogara meö 900
hestafla vél og stærri, og togskipa
39 metra aö lengd og stærri,
þ.e.a.s. þeirra togskipa, sem falla
ekki undir 27 daga þorskveiöi-
banniö 1. janúar-31. april 1980.
A timabilinu 1.-7. maf n.k.
mega skip þessi stunda aörar
veiöar en þorskveiöar, enda fari
hlutur þorsks ekki yfir 15% af
heildarafl hverrar veibiferðar.
Fari þorskafli yfir 15%, veröur
þaö sem umfram er gert upptækt
samkvæmt lögum.
NÝTT HAPPDRÆTTIJÁR
UNGIR /EÍTI ALDNIR
ERU mEÐ