Þjóðviljinn - 26.04.1980, Side 5

Þjóðviljinn - 26.04.1980, Side 5
Laugardagur 26. april 1980 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 5 Slökun og mynd- ræn tjáning Síðasta sýningar- helgi Slöustu forvöö eru nú aö sjá verk meistaranna á sýningu Menningarsjóðs Kópavogs I Nor- ræna húsinu þar sem þetta er slð- asta sýningarhelgin. 1 Sunnu- dagsblaði Þjóðviljans, á mogum er grein um verkin, listamennina og sýninguna. Sigrlöur Björnsdóttir mvndlistarmaður stjórnar dags- námskeiöum (intensive Work- shops) sem ætluö eru starfsfólki á sjúkrahúsum og vistheimilum og haldin veröa aö Freyjugötu 16 nokkrai* næstu helgar. Viöfangs- efnin á þessum námskeiðum eru: slökun, myndræn tjáning og um- ræöur. Sigriður sagði, að markmiöið með þessum námskeiðum væri aö gefa starfsfólki stofnanna kost á að kynnast af eigin raun þvi fyrir- bæri sem kallað er á útlensku máli Art Therapy og ekki er til heiti yfir á islensku. Þarna er um að ræða listræna tjáningu sem aö- ferð til meðhöndlunar og/eða endurhæfingar sjúklinga. Sagðist Sigriður vona að fólki fyndist námskeiðið skemmtilegt og góð hvild frá daglegri streitu, hjálp til að lita I eigin barm og tækifæri til að leysa úr læðingi eigið afl og hugmyndir, sem að gagni geta komið I samskiptum við annaö fólk. Sigriöur hefur staðið fyrir slik- um námskeiðum erlendis, og byggir hún þau á starfi sinu við Maudesley-geðsjúkrahúsið i London. Innritun og upplýsingar um námskeiðin eru i sima 1 71 14 á morgnana. -ih Brian Pilkington sýnir Brian Pilkington opnar i dag sýningu á 20 málverkum i Djúpinu við Hafnarstræti. Brian er fæddur i Liverpool árið 1950, en hefur verið búsettur hér á landi i tæp 4 ár. Hann hélt fyrstu sýningu sina hérlendis áriö 1977, i Sólon lslandus. Málverkin sem þá voru sýnd voru einkum af dæmi- geröum Englendingum il ensku umhverfi, en á sýningunni sem hann opnar I dag gefur að lita myndiraf islensku fólki 1 íslensku umhverfi. Sýningin verður opnuð kl. 15 i dag og stendur til 9. mai. Hún verður opin daglega frá kl. 11 til 23. -ih Bassaleikur í Djúpinu Vestur-þýski bassaleikarinn Peter Kowald leikur einleik á tónleikum sem Galleri Suöurgata 7 gengst fyrir I Djúpinu við Hafnarstræti kl. 16.00 I dag. Kowald hefur hér viökomu á leið sinni til Bandarikjanna, þar sem hann mun stunda hljóm- leikahald á næstunni. Hann hóf hljómlistarferil sinn um 1960, hef- ur einkum starfað innan svo- kallaðrar „frjálsrar tónlistar” og þykir einn fremsti bassaleikari á þvi sviöi I V-Þýskalandi i dag. Flaututónleikar Birna Bragadóttir heldur A efnisskrá eru verk eftir flaututónleika I sal Tónlistarskól- HSndel, Bach, Roussel og ans i Reykjavik kl. 14.30 á morg- Reinecke. Þórunn H. Guðmunds- un sunnudag. dóttir leikur með á pianó. Velunn- Er það burtfarar- arar skólans eru velkomnir á próf hennar frá skólanum. meðan húsrúm leyfir. Kanntu aö hirda trén í garðinum? Fræöslufundur veröur haldinn i Skðgræktarstööinni i Fossvogi, i dag kl. 2 eh. Þar veröur sérstak- lega ieiöbeint meö uppeidi á trjám og runnum, svo sem sáning umplöntun, græðlingaklipping, og fjölgun plantna á þann hátt. Þá verður sýnikennsla i klippingu og snyrtingu runna, gróöursetning trjáplantna og færsla stærri trjáa. Sigurður Blöndal skógræktar- stjóri, Hulda Valtýsdóttir fram- kvæmdastjóri Ars trésins ásamt sérfræðingum Skógræktarfélags- ins veröa til viðtals um skógrækt og trjárækt og er þarna einstakt tækifæri til að fá upplýsingar frá fagfólki. Jafnframt þessari fræðslu verður hægt að fá ýmsa bæklinga og rit um trjárækt og garðrækt á staðnum. Kvikmyndasýningar veröa i húsi félagsins frá kl. 3-5. Sýndar verða skógræktarmyndir. Allir eru velkomnir, tekið verð- ur á móti nýjum félagsmönnum, o Ake Leijon- hufvud hér í heimsókn Sænski rithöfundurinn ÁKE LEIJONHUFVUD er um þessar mundir gestur Norræna hússins. Hann er fæddur árið 1945. Fyrsta bókin sem hann sendi frá sér var ljóðasafnið „Potatis- plockarna ger sig av för dagen” sem kom út 1967 og ári siðar kom annað ljóðasafn,„Ge dem deras ögon tillbaka”. Fyrsta skáldsag- an, „Vaksduken”, kom út 1970, „Schaktningen” kom út 1971 og „Hemresan” 1974, hvort tveggja skáldsögur. Arið 1978 kom enn út skáldsaga, „Anna och Christian”, sem vakti mjög mikla athygli. I henni er sagt frá samskiptum hjóna og lætur höfundur þau standa i sviðsljósinu til skiptis með þvi að láta þau koma fram i öörum hvorum kafla. I bókinni kemur lika litil dóttir hjónanna fram, og verður hún vitni aö magnþrungnum reikningsskilum þeirra, þar sem þau lenda m.a. I handalögmálum, og hefur það mikil áhrif á sálarlíf barnsins. Þessi bók hlaut óvenju góðar móttökur, ekki einungis i Sviþjóö, heldur einnig I Danmörku. ÁKE LEIJONHUFVUD mun kynna ritverk sin i Norræna hús- inu þriöjudaginn 29. april kl. 20:30, og eru allir velkomnir á fyrirlesturinn. * AÐ HOTEL LOFTLEIÐUM 25.APRÍL TIL 2. MAÍ 1980 i I VIKINGASAL, BLÓMASAL, VÍNLAN OG RÁÐSTEFNUSAL Breskur matreiðslumeistari frá Mayfair Hotel. Fjórréttaður matseðill öll kvöld. Breskir skemmtikraftar Magnús Magnússon, hinn kunni sjónvarpsmaður, ræðir við gesti. Matargestir fá happdrættismiða. Vinningur vikudvöl í London fyrir tvo, fargjöld, gisting og matur innifalinn. Stuðlatríó leikur fyrir dansi. Ókeypis kvikmyndasýningar um helgar. Magnús Magnússon flytur tvo fyrirlestra um Víkingasýninguna í London. Sjáið gimsteina bresku krúnunnar! Kynningarrit um Bretland liggja frammi. Borðapantanir og nánari upplýsingar hjá í símum 22321 og 22322. ÍVerið velkomin ~«!Kz —ÚWL'if • 39. «9»«.- HÓTEL LOFTLEIÐIR BRESKA FERÐAMÁLASTJÓRNIN BRESK VIKA

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.