Þjóðviljinn - 26.04.1980, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 26.04.1980, Qupperneq 15
Laugardagur 26. april 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15 Samvinnu- skólasveifla — Við fórum upp I Borgar- fjörð i og tókum þennan þátt upp hjá samvinnuskóla- nemum i Bifröst, sagði Asta Ragnheiður Jóhannesdóttir, sem stjórnar þættinum „Samvinnuskólasveifla” I út- varpinu I kvöld. — Við lituöumst um I þessu litla þjóðfélagi sem þarna hefur myndast og kynntumst blómlegu félagslifi nemenda. Þeir eru sjálfum sér nógir á mörgum sviðum, hafa t.d. bæöi útvarpsstöö og sjón- varpsstúdió i skólanum, auk þess sem þeir gefa út vikulegt innanskólafréttablað. 011 tón- listin i þættinum er úr Bifröst. Einn nemandinn leikur t.d. á brennivinsflöskur, og notar til þess teskeið, sem hann hefur I hægri hendi, en með vinstri hendinni leikur hann á harmónikku! Hann sýnir alveg ótrúlega leikni I þessu. • Útvarp kl. 20.30 Svo leikur skólahljóm- sveitin, sem ætlar reyndar bráðum að gefa út plötu. Þar eru frumsamin lög, m.a. eitt eftir skólastjórann, Hauk Ingibergsson. Við læddumst llka inn i próf i ræðumennsku og tókum upp svolitið þar, og eins verða i þættinum visur, sem nem- endur hafa samið og hengt nafnlausar upp á sérstakan vegg. Þetta er einskonar vlsnaleikur, sem þau ætla að segja nánar frá i þættinum, — sagði Asta. —ih Kaupstaðaferö Annað kvöld sýnir sjónvarpiö annan þátt myndarinnar t dagsins önn, sem gerð var á vegum félagasamtaka á Suðurlandi. Nefnist þátturinn Kaupstaðarferð meö hest- vagni. í fyrsta þættinum var sýnd kaupstabarferb með áburðarhesta. Myndin er I tólf þáttum og sýnir ýmiskonar vinnubrögð sem tiðkuðust I sveitum á Suðurlandi áður en vélin tók völdin. Vigfús Sigurgeirsson Sjónvarp sunnudag ljósmyndari tók myndina, en dr. Haraldur Matthiasson menntaskólakennari á Laugarvatni og Þórður Tómasson safnvörður á Skógum höfðu umsjón meö verkinu og sömdu textann. —ih Grískt Nóbelsskáld ódysseifur Elytis, griska ljóö- skáldið sem hlaut Nóbels- verðlaunin I fyrra. Sjónvarp kl. 21.00 f kvöld sýnir sjón- varpið nýja sænska heimildamynd um gríska Ijóðskáldið Ödys- seif Elytis, sem hlaut bókmenntaverðlaun Nó- bels árið 1979. Elytis fæddist árið 1911 á Krít og er sonur sápuframleiðanda.Hann lagði stund á laga- nám I Aþenu og París áður en hann sneri sér að listum. Fyrstu Ijóð hans komu út 1935 Árið 1940 barðist hann með gríska hernum gegn inn- rás fasista og orti sögu- Ijóð um þá reynslu sína. Elytis hefur komist svo aö orði: „Ég tel skáldskap vera uppsprettulind sakleysis og um leiö þrunginn byltingar- afli. Það er mitt hlutverk að beina þessum kröftum gegn heimi, sem samviska min getur ekki fallist á, einmitt til þess aö færa þann heim meö stööugum breytingum meira til samræmis við drauma mina”. í myndinni i kvöld verður sýnt sitthvað úr átthögum skáldsins, og rætt er við Ódys- seif sjálfan og einnig Mikis Theodorakis, sem samiö hefur og flutt lög viö ljóð skáldsins. —ih JV Vj Hringið í síma 8 13 33 kl. 9-5 alla virka |/^^J daga eða skrifið Þjóðviljanum Bábiljan um „svar í sama biaði” Og át svo hver eftir öörum Ari T. Guðmundsson kvartar yfir þvi i lesendabréfi að hann séekki virtur svars.. Einu atriði er vert aö svara i bréfi hans (lesendasi'ðan 24. april). Þar segir hann að Þjóðviljinn hafi þann ljóta ósið að svara ádeilum i sama blaöi. Þessa flugu hefur Böövar Guðmundsson vafalaust lagt I munn ATG með skrifum sinum og étur svo hver upp eftir öðrum. I samanlagðri blaöasögu er hvergi nein regla eða hefð fyrir þvi að það sé vondur siður I blaöamennsku að svara aö- sendri ádeilu I sama blaði. Þvert á móti, stundum getur það beinlinis veriö nauðsynlegt aö birta athugasemd með ádrepu til þess að halda upp sjálfsvirðingu fjölmiöils. Það er nú einu sinni svo að ritskoðun er ekki sama og ritstjórn, þótt einlægt sé verið aö reyna aö ritstýra blöðum utan úr bæ. Þeir sem ritstýra blöðum, hvort sem það eru almennir blaðamenn eða rit- stjdrar, eru sifellt aö velja og hafna bæði i efnistöku og fram- setningu. Fréttamat, efnis- meðhöndlun og ritstýringu greina má að sjálfsögðu alltaf gagnrýna, en endanlegt mat hlýtur aö vera i höndum rit- stjdrnar sjálfrar, enda eru blöö engar sjálfkrafa afgreiðslu- stofnanir þar sem allir aðsendir hlutir renna i gegn eins og vatn. Allsstaöar þar sem blöð eru gefin Ut i hinum vestræna heimi er allur gangur á þvi hvort ádrepum er svarað i sama blaði, I þvi næsta, eftir viku eöa alls ekki. Það fer allt eftir eðli máls og mati ritstjórnar hverju sinni. Setjum svo að ástæða þyki til að birta ádrepu.þótt hún sé stútfull af UtúrsnUningum og rangfærslum sem snerta rit- stjtírnarvinnu. Er þá ekki ein- lægast að hnýtt sé aftanl hana smáathugasemd samdægurs þai sem áréttað er hiö sanna i málinu, eöa greitt Ur mis- skilningi á málefnalegan hátt án gagnárása á viökomandi. Þetta sést amk I öllum siðuðum blöðum. A hinn bóginn getur verið ástæða til aö biða meö svar við ádrepu sem er málefnaleg og vel rökstudd, þó ekki væri néma af þeirri ástæðu að tima þurfi til að tina saman gagnrök. Eða þá að bregða upp „pólemik” I sama blaði og birta ádrepu og gagnárás tam. á sitt hvorri siöunni eins og oft er gert. Af þvi er llka augljóst hagræði ef ádrepa beinlinis kallar á, eða um þaö er beöið beint, að henni sé svaraö lið fyrir lið, aö svarið komi samdægurs, en ekki dag- inn eftir þegar blaöiö frá 1 gær ertýnt og enginn möguleiki á að bera saman spumingar og svör. Svona mætti lengi telja rök fyrir þvi að það er hrein bábilja að „svar i sama blaði” sé sér- stakur ósiður I blaöamennsku. Sá sem ekki treystir sér til þess aðskrifa betri ádrepu en svo að hún verði skotin i kaf „með svari I sama blaði” hlýtur að vera i átakanlegri málefna- fátækt. Hafi hann rökin sin megin ætti hann aö vera viss umi sigurinn,og neyti ritstjórn yfirburðaaðstööu sinnar t.d. ■ með úrtúrsnúningum eða með þvi að hafna ádrepunni, eru dagblööin á Islandi sex og öll til- tölulega opin um þessar mundir. Það er kátbroslegt að setja upp pislarvættissvip vegna ritskoðunar á islenskum dagblöðum. Einu geta menn allavega treyst: sé ádrepu hafn- að af einu dagblaöanna þá er hún aufúsugestur á hinum blöö- unum með viðeigandi formála, amk ef taliö er aö hUn komi pólitikum andstæöingi illa. — ekh Öperu í Gamla bíó Kæri lesandi! Hvernig lýst ykkur á aö fá okkur fallegt óperuhús á næst- unni meö hjúlp góöra sósíalista og allra velunnara góörar hljómlistar. Þetta er möguleiki núna ef við leggjum öll eitthvaö af mörkum I þvi efni. Þaö er til gamalt, höföinglegt hús, sem vel getur komiö I stað óperuhúss fyrst um sinn á meðan pyngjan leyfir ekki þann munaö að eignast nýtt hús, sem áreiöan- lega verður ekki fyrr en eftir fimmtiu ár. Þetta hús er Gamla bió, sem er ágætt aö mörgu leyti og hæfir vel pyngjunni núna. Hljómurinn er ágætur i húsinu — þaö er vel byggt — þaö mætti bæði nota fyrir óperu- flutning og ballettflutning eftir aö nýtt sviö hefði verið byggt I húsið. Þarna væri einnig hægt að hafa minniháttar hljómleika og fleiri hljómleikaviöburöi. Eftir að hafa hlýtt á La Traviata langar sjálfsagt marga ekki ein- göngu aö hlýða á óperur — hedur einnig sjá þær leiknar. Minni háttar balletta væri lika hægt að sýna I Gamla BIói. Fólki, sem kemur erlendis frá og býr á hótelum — vill oft ekki feröast I misjöfnu veöri um landið — eins og t.d. rigningu — þvi myndi finnast þaö kærkomin dvalarstytting aö sjá óperu eða óperettu, hljómleika eða stuttan ballett og myndi fólkiö fara miklu glaöara héðan eftir slikan viðburö. Þetta myndi laöa hingað feröafólk, þvi við getum veriö stolt yfir þvi hve góöu söngfólki viö höfum á að skipa. Ekki vil ég fjölyröa um þetta aö sinni — en hér er hug- myndinni komið á framfæri! Unnur Jörundsdóttir. lesendum

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.