Þjóðviljinn - 03.05.1980, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 03.05.1980, Qupperneq 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 3. mal 1980 þessi fáu blöð/ stundum kannske lesendabréf- in, mér datt það í hug, jafnvel leikhús- krítíkkerinn, ediktunnuna (?) og oftar en ekki hljóta böndin að berast að Flosa" (Ibr. mín). Og framar f greininni eru líka nokkur vel valin orð, sem ég hlýt að taka til mín, en þar segir orðrétt: „Hvað eru miðaldra nöldurseggir að hnýsast í unglingasíðu Þjóðviljans" — og síðar: „Og hver á að létta áhyggjunum af ungum dreng, sem er með minnsta tippið í bekknum?" AF KYNORUM Ég hef verið særður djúpu sári. Steinunn Jóhannesdóttir, ein af mínum ágætustu sam- verka- og vinkonum um árabil, hefur veist ó- maklega að mér tilfinninganæmum, róman- tískum og viðkvæmum vini sínum, komið að mér óvörum, læst í mig klónum og tekið mig aftanfrá. Þetta skeði um síðustu helgi og það í „Blaðinu okkar" undir yfirskriftinni „Mér datt það i hug". Og ég verð að segja, að þegar ég var búinn að lesa greinina þá datt mér sisona íhug aðflest gæti Steinunni dottið í hug. En sagt er að tíminn græði öll sár og svo er um þessa vikugömlu opnu und; hún grær svo hratt að mig er farið að klæja í hana. Ég er meira að segja búinn að fyrirgefa Steinunni þetta fólskulega upphlaup og vona að með tímanum gleymist mér að þetta vanhugsaða níðingsverk hafi nokkurn tfma verið framið. Já, sáttfýsi mín er slík, að ég er til í að f ara að dæmi frelsarans og rétta henni hina kinn- ina, jafnvel rasskinnina, ef henni kynni að þykja það skemmtilegra. En þar sem Þjóðviljinn er nú einu sinni mjög víðlesið blað, kemst ég ekki hjá því að fara nokkrum orðum um grein Steinunnar, svo að alþjóð fari nú ekki að gera sér rangar hug- myndir um mig sem slíkan. Ég held að réttast sé að byrja á byrjuninni og fara nær orðrétt með upphafið að grein Steinunnar. En til þess að ég geti tekið þetta upphaf til min, eins og svo f jölmargt annað í greininni, þá séég mig tilneiddan að bæta inn smáorðinu „ekki" með breyttu letri á f jórum stöðum og stytta upphaf Steinunnar ögn: Tilkynni, þjóð mín — ég á ekki von á barni. Enn eitt móðurlíf er ekki tekið til starfa með hjálp samferðamanna minna, sem ekki hafa verið til i að gera það sem ekki má nefna á síðum Þjóðviljans, því þá hættir fólk að lesa Blaðið, nema í laumi, kannske læst inná klósetti áður en það þurrkar sér um botninn á því. Lítill aðskotahlutur — iykkja var ekki fjarlægð úr neðra hálsi mínum og náttúran látin hafa sinn gang. Sem sagt. Ef upphaf greinarinnar ætti við mig, þá eru fyrstu þrjú ekki-in augljós (s.s. hvers vegna ég á ekki von á barni með sam- ferðamönnum mínum, sem ekki hafa verið til í að gera hitt). Afturámóti er ástæðan til þess að ég setti „ekki" framanvið þá staðhæfingu að lykkja væri aðskotahlutur í neðri hálsinum í skrokkn- um á einhverjum, sú að hér örlar á misskiln- ingi hjá Steinunni. Lykkja er nefnilega ekki aðskotahlutur i líkama nokkurs manns, sístaf öllu í neðra hálsi. Lykkja og neðri háls eru einfaldlega þekkt bæjarnöfn, nánar tiltekið Lykkja á Kjalarnesi og Neðri-Háls í Kjós. Sú kenning er meira að segja að verða ríkjandi meðal örnefna- fræðinga að hér sé komin skýringin á orðinu „náttúrunafnakenning". Og hvað því viðvíkur að „þurrka á sér botn- inn" með Þjóðviljanum. Slíkt hef ég ekki þor- að síðan amma mín trúði mér f yrir því að slík- ar skeihingar væru stórháskalegar; gætu or- sakað blýeitrun á vondum stað. En nú verð ég að f ara að koma að því, sem mér sárnaði mest í grein Steinunnar, en það eru þessi hennar óbreyttu orð: „í Þjóðviljanum er hamast gegn kynlífs- síðunni í nafni hins hreina sósíalisma. Það er að vísu svolítið á reiki, hvar þessi kynlffssíða er í blaðinu, stundum virðist átt við jaf nréttis- síðu Rauðsokka, stundum unglingasíðuna, öllum þessum aðdróttunum hlýt ég að verða að svara. Þjóðviljinn hefur að undanförnu legið undir því ámæli að vera leiðinlegt blað, einkum vegna skorts á sósíalskri umf jöllun og öðrum húmor, gríni og gamni. Nú er það staðreynd að ekkert af efni Þjóðviljans er jafn spreng- hlægilegtog kynlífssíðan, og þau eru sannar- lega ótalin skiptin, sem kynlífs- jafnréttis- og unglingasíðurnar hafa gert Þjóðviljann að eftirsóknarverðasta grínblaði þjóðarinnar, blaði sem allir geta hlegið að. Og hver þarf að lesa „skrípó", þegar krítikkerunum tekst upp? Þegar allt þetta er haft hugfast og með hlið- sjón af þeim hlýhug, sem ég ber til „Blaðs- ins", er óhugsandi að mér kæmi nokkurn tfm- ann í hug að veitast að þvi efni, sem „Blaðið" hef ur sósíalskast og broslegast uppá að bjóða. Hvað Rauðsokka áhrærir f inn ég mig knúinn til að upplýsa það, að ég er annar tveggja karla, sem voru á stofnfundi Rauðsokka í friðum hópi föngulegra meyja í Þjóðleikhús- kjallaranum fyrir tíu árum. Sem sagt, maður ræðst ekki á sjálfan sig. Ekki trúi ég því, að Steinunn mín viti ekki hvernig á að létta áhyggjunum af ungum dreng, sem er með minnsta tippið í bekknum. Það hefði nú verið kallað tittlingaskitur í minu ungdæmi. Hins vegar finnst mér að til ástarauka ætti veikara kyn þessa lands að einbeita sér að því að létta áhyggjunum af miðaldra nöldurseggj- um, sem eru með minnsta tippið í bænum, þó rétt sé að vísu það sem Einstein sagði þegar hann lagði fram afstæðiskenningu sína: Ástin vex hjá eðlilegum konum er þær höndla karlsins mesta stáss. Svo fer það bara eftir umbúðonum hvað innihaldið tekur mikiðpláss. Flosi ra Laus staða Starfsmaður óskast til þess að hafa um- sjón og eftirlit með húsbyggingum og við- haldi skóla i Kópavogi á komandi sumri. Tæknifræðingsmenntun æskileg. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Kópavogsbæjar i félagsheimilinu Fannborg 2. Umsóknum skal skila til undirritaðs fyrir 10. mai n.k. Bæjarverkfræðingur Fundur um Nicaragua verður haldinn i Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut kl. 15.00 í dag Dagskrá: Georg Black, formaður bresku Nicaragua- samstöðunefndarinnar flytur ræðu og svarar fyrirspurnum. Ingibjörg Haraldsdóttir les þýðingar á Ijóðum eftir nicaraguönsk skáld. Haukur AAár Haraldsson segir frá stuðningi verkalýðshreyfingarinnar á Norðurlöndum við Nicaragua. Fundarstjóri: Pétur Reimarsson. AIþýðubandalagið í Reykjavík, SINE, Fylkingin, Stúdentaráð HÍ j íslandsmótið I í sveitakeppni ILokið er 4 umferðum i úrslit- um Islandsmótsins i sveita- keppni, er hófst á Loftleiðum sl. miðvikudag. I* Er 3 umferðir voru búnar, var staða efstu sveita þessi: 1. sveit Þórarins Sigþórssonar , 46 stig. 12. sveit Hjalta Eliassonar 44 stig. 3. sveit Sævars Þorbjörnssonar , 41 'stig. 14. sveit Öðals 36 stig. 5. sveit Skafta Jónssonar 25 stig. I gærkvöld var svo 4. umferð spiluö, en 5. og 6. umferð i dag ■ og i kvöld. A morgun lýkur svo Imótinu. Litið er hægt að segja um mótið enn, en baráttan virðist > standa á milli 3 efstu sveitanna. IÞó skýrast linur væntanlega i dag, en þá eigast við Þórarinn — Óðal, Helgi — Hjalti, Sævar — * Jón Páll og Skafti — ólafur. | Frá TBK ■ Næsta fimmtudag, hefst 3 Ikvölda Mitchell-tvimennings- keppni hjá TBK. Mótið er til- einkaö 30 ára afmæli félagsins, ■ og verða þvi vegleg verðlaun i Iboði. Spilað verður 8.,22. og 29. mai. Helgina 10.-11. mai, verður * svo 4 félaga keppnin á Akureyri, Ier fyrirhuguð var um daginn. Spilamennska hefst kl. 19.30. Spilað er i Domus Medica. Allir í velkomnir. Stuttar keppnir hjá Ásunum Enn halda Asarnir áfram eins kvölds keppnum, svo sem veriö hefur að undanförnu. Sigurvegarar sl. mánudags- kvöld urðu Esther Jakobsdóttir og Guðmundur Pétursson. Meðal efstu manna urðu m.a. Gestur Jónsson, Guðmundur Baldursson, Sverrir Kristinsson og fleiri valinkunnir menn. Spilamennska hefst kl. 19.30. Spilað er i Fél. heim. Kópavogs, á mánudagskvöldum. Bœjarkeppni Arleg sveitakeppni vina- félaganna Bridgefélags Kópa- vogs og Bridgefélags Selfoss var haldin föstudaginn 25. april. Kópavogsmenn sóttu Selfyss- inga heim og var spilað i Tryggvaskála. Sex sveitir tóku þátt i keppninni frá hvoru félag- I anna og 32' spil spiluð við sveit. Úrslit urðu að Bridgefélag I Kópavogs sigraði á öllum borð- * um og hlaut samanlagt 105 stig I gegn 15 stigum heimamanna. j Frá Bridgefél- : agi Kópavogs | Fimmtudaginn 8. mai n.k. ! verður spilaður einskvölds tvi- | menningur og verður keppnin lokaspilakvöld keppnisársins. ] Að spilamennsku lokinni veröa ! verðlaun afhent fyrir keppnis- árin 1978-1979 og 1979-1980. Veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu ] sætin i aðalsveitakeppni, ■ barometer, butler, hraðsveita- I keppni og tvimenningi. Frá Barðstrend- ingafélaginu | Nú er lokið Einmennings- * keppninni sem jafnframt var siðasta keppnin á vetrinum. I Arangurefstu manna var þessi: 1. Eggert Kjartansson 211 stig, 2. Þorsteinn Þorsteinsson 211 stig, 3. Gunnlaugur Þorsteins- son 203 stig, 4. Ragnar Björns- son 203 stig, 5. Helgi Einarsson 201 stig, 6. Þórarinn Arnason 195 stig, 7. Guðrún Jónsdóttir 193 stig, 8. Þorvaldur Lúðviksson 190 stig. Við óskum öllum gleðilegs sumars og þökkum fyrir vetur- I inn og vonandi sjáumst við öll ' heil i haust.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.