Þjóðviljinn - 10.05.1980, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 10.05.1980, Blaðsíða 7
Laugardagur 10. mal 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 FÁTÆKTARSÆLAN Keramíkmynd- verk í Djúpinu NU um helgina opnar Guöný Magnilsdóttir sýningu á keramlk- myndverkum i Galleri Djúpinu I Hafnarstræti. HUn stundaöi nám I Myndlista- og handiöaskóla Islands og lauk prófiUr keramlkdeild. Guöný hef- ur tekiö þátt i keramik-sýningum bæöi hérlendis og erlendis en þetta er fyrsta einkasýning hennar. 24 verk eru á sýningunni og öll til sölu. Sýningin er opin 10. til 21. mai kl. 11 til 23 alla daga. Grafík að Kjarvalsstöðum t dag veröur opnuö grafiksýn- ing aö Kjarvalsstööum á verkum þekktra þýskra expressionista. A sýningunni eru 121 grafik- mynd frá árunum 1905—1920. Kemur hUn frá Osló á leiö um Noröurlönd. Sýningin stendur yfir til 18. mai, og er opin alla daga frá 2—10, nema i dag veröur hUn opnuö almenningi kl. 4. Sýnlng Karls Kvaran 1 Asmundarsal stendur yfir sýning á verkum eins atkvæöa- mesta merkisbera afstraktlistar hér á landi, Karls Kvarans. Sýnir hann um þrjátiu myndir sem flestar eru unnar meö kinversku bleki. Sýningin var opnuö um siöustu helgi og stendur til 18. mai. Aösókn hefur veriö allgóö og nokkrar myndanna selst. Meö- fylgjandi mynd tók — gel — af listamanninum viö opnun sýning- arinnar. Mikiö á Þjóöviljinn gott. Fá blöö i heimi eiga þvlliku aö fagna, aö lesendum sé svo annt um efni þess, aö þeir hnakkrifist inn- byröis og láti ritstjórnina litinn friö fá fyrir afskiptasemi. Þaö mætti næstum halda, aö þaö væri sælt aö vera fátækur viö þessi skilyröi. En ást og umhyggja eru einatt blandin afbrýöisemi og ráöriki. Kærleikurinn blæs nefnilega upp og er meinbæginn, hvaö sem Páll postuli segir. Þetta er ofurskiljanlegt. Kaup- endur, lesendur og styrktarmenn Þjóöviljans vita, aö þeir eiga þetta blaö og varla nokkrir aörir. Sama veröur ekki sagt um neitt annaö dagblaö. Þau eru fyrst og fremst fjármögnuö af auöfyrir- tækjum (nema Alþýöublaöiö af rikinu) og gætu haldiö áfram aö koma út, þótt enginn lesandi keypti þau. 1 ööru lagi eru velunnarar Þjóö- viljans sjálfstæöasta fólkiö i landinu, þar sem hver hefur slna skoöun og stendur oft einn uppi meö sannleikann. Kaupendur Morgunblaösins og annarra blaöa eru hins vegar múgur, sem vill láta mata sig. Þaö er þvi ekki aö undra, þótt þessir ráöriku og sjálstætt hug- andi einstaklingar vilji skipta sér af meöferöinni á sameiginlegri eign. Og fari jafnvel i hár saman Ut af henni. Fáir munu vita undir hvaöa terror ritstjórn Þjóöviljans vinnur. Þaö er til dæmis algengt aö bestu menn segi- blaöinu upp af þvi aö þeim likar ekki tiltekinn höfundur, eöa um- ræöuefni. Og löngum hafa ekki fengist menn til aö fjalla um myndlist eöa tónlist, af þvi þeir kikna undir gagnrýninni á gagnrýnina. Þaö er mesta furöa, hvaö Sverrir Hólmarsson heldur Ut. 1 öllum gauraganginum nú á Ut- mánuöum var fremur auövelt aö vera sammála siöasta ræöu- manni, þar sem bæði sækjendur og verjendur höföu mikiö til sins máls. Eitt atriöi i frumhlaupi Böövars vil ég þó gera aö umtals- efni, en þaö er fullyröing hans (eöa klaufalega framsett háö?) um valinn mann i hverju rúmi, sem þó kæmi fáu góöu frá sér. Þaö er alténd fásinna aö á Þjóö- viljanum sé eintómt „einvalaliö” heldur er fólk þar upp og ofan eins og gengur. Einn kann þetta vel og annar hitt, en fátt um höfuösnill inga fremur en á öörum dag- blööum. Alkunn er vissulega sú freistni aö hugsa eins og Bjarni skáldi um 1600: Allt haföi annan róm áöur i páfadóm Þaö mun mega fullyrða aö hlut- fall snilldarmanna 1 pólitlskri leiösögn hafi veriö hærra á sjötta áratugnum en þeim áttunda. An þess aö vanmeta nokkra aöra skal hér nefnt þrieykiö Magnús Kjartansson, MagnUs Torfi ölafs- -son og Asmundur Sigurjónsson, meöan þeir voru upp á sitt besta, afburöamenn hver á sinu sviði. (Hitt er sjálfsagt tilviljun, aö - þetta voru allt dúxar Ur mennta- skóla, eins og reyndar Einar Olgeirsson áöur og Arni Bermann islöar.) Þetta þýddi hins vegar ekki aö blaöiö I heild væri betra en nú. Enda störfuöu þá miklu færri viö þaö. En þaö voru dugnaöarforkar og hugsjónaforkar, sem unnu tveggja manna verk og lögöu nótt viö dag. Sllk vinnuþrælkun er aö visu ekki til fyrirmyndar. Enn verra var þó hitt, aö þeir fengu kaup sitt sjaldnast greitt fyrr en eftir dúk og disk, jafnvel svo aö mánuöum og misserum skipti. Eftirá geta menn ugglaust hugsaö meö hlýju til slikrar hug- sjónavinnu, en fáir myndu þó vilja hverfa aftur til þessara „góöu gömlu tima”. Hlutfall snilldarmanna hefur almennt minnkaö I pólitiskri forystu á siöari áratugum, til dæmis á Alþingi og hjá flokks- blööum. Þjóöviljinn og Alþýöu- bandalagið hafa ekki fariö var- hluta af þessari þróun sem á sér flóknari forsendur en hér er rúm til aö Utskýra. En hún hefur i för meö sér keöjuverkun, sem I skemmstu máli má oröa svo: Yfirmenn kunna þvi eölilega betur, aö undirmennimir séu ögn óklárari i kollinum en þeir sjálfir. Frumskilyröi aöstoöarráöherra er t.d. aö vita minna en ráöherr- ann sjálfur. Foringjar stjórn- málaflokkanna vilja slöur aö rit- stjóri málgagnsins sé þeim 'snjallari. Sömuleiöis kann rit- stjóri þvi illa, ef blaöamennimir geta rekiö hann á stampinn... Þessi þróun hefur af vissum ástæöum leikiö Alþýöubandalagiö öllu haröar en aöra flokka, enda Ur hærri sööli aö detta. Hér er um aö ræöa þá áráttu, aö ganga fram hjá sósialistum i trúnaöarstööur. Upphaf þessa má rekja til verstu kaldastriösáranna um og eftir 1950, þegar afturhaldiö meö bandariska auðvaldiö og CIA aö bakhjarli ætlaöi svo sannarlega aö einangra sósialistana og herpa þá saman I smáflokk á borö viö skaölitla kommúnistafiokka I Skandinaviu. A þeim árum þótti skiljanlega •llfsnauösyn • aö brjótast út Ur þessari herkvi, og menn fögnuöu hverjum liösmanni utan raöa sós- ialista, sem ekki haföi látiö hatursáróöurinn trylla sig. Þess vegna gat Hannibals ævintýriö veriö réttlætanlegt á sinum tima, þótt hann setti auðvitað upp á sér stýri, þegar á leiö. NU er þessi einangrunarhætta löngu Ur sögunni og rússagrýlan orðin karlæg á slöum Morgun- blaösins. En þá rekst maöur á næstum þjóöfræöilegt lögmál: HjátrUin lifir langt um lengur en forsendur hennar. Þaö tók læröa menn á 17. öld aö visu heila kyn- slóö aö sigrast á brjóstviti alþýðunnar og 'innræta henni galdratrú. En þaö þurfti 200 ár til aö losa þjóöina aftur viö þennan ófögnuö, eftir aö hinir skriftlæröu sneru viö blaöinu... Af þessum sökum hafa þeir yfirleitt átt meira upp á pall- boröiö hjá Alþýöubandalaginu sem ekki höföu veriö yfirlýstir sósialistar fyrir; svo ekki sé talaö um, ef þeir komu Ur öörum flokkum, eöa höföu einhvern tima hlaupist Ur rööum sóslalista, ell- egar a.m.k. hrakyrt þá I Morgun- blaösstil. Afleiöingin er sú, aö i trúnaöarstööur hafa valist ýmiss konar miölungsmenn sem höföu þaö helst til slns ágætis, aö hafa ekki uppgvötaö sóslalistann I sér fyrr en Alþýöubandalagiö var oröiö stórt og sterkur flokkur. Maöur heföi ekki oröiö hissa þótt Vilmundi eöa Hrafni Gunn- laugssyni heföi veriö tekiö fagnandi þegar verst lét. MINNING Þorgrímur Guðmundsson Fæddur 3. júní 1898— Dáinn 16. apríl 1980 Skuld viö eigum Grimi aö gjalda. Góö og trygg hans reyndist lund. Til einherjanna hann mun halda, var hreinn og beinn á hverri stund. Saman unnum viö I VIÖi, þar vitnar iöjumannsins hönd. Ég vona minum vini liöi vel á hinni nýju strönd. Vinnumerktar haföi hendur. Hvild og gleöi starfiö bjó. Viö engan var hann óvin kenndur. Aldrei hræddist brot og sjó. Sumum mönnum virðist vitiö vera llkt og hermdarlaun, þegar hvorki starf né stritið styrkir þá I lifsins raun. Fyrstur oft aö verki var hann, vann svo löngum fram á nótt. Arin mörgu mjög vel bar hann, mikinn haföi kraft og þrótt. Þjóöarauöur yröi meiri, ef engum brygöist traust og von og aö menn viö ættum fleiri eins og Þorgrim Guömundsson. Aöalsteinn Gislason

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.