Þjóðviljinn - 10.05.1980, Blaðsíða 9
Laugardagur 10. mai 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
Byssustúss I Miöbæjarportinu
varpsávárp tians. Eina viötaliö i
Morgunblaöinu er viö Howard
Smith, nýskipaöan sendimann
Breta.
En menn rýna mikið i erlendar
fréttir og leggja stundum út af
þeim. Og þá kemur reyndar i ljós,
að Morgunblaöiö og Visir reyndar
lika, eru hárnákvæm i sinu hlut-
leysi. Það er mjög erfitt að lesa
þaö af Morgunblaðinu, hvort þvi
finnist betur eða ver um aö Þjóö-
verjar sækja fram á öllum vig-
stöövum — ef sleppt er almennum
samúðarorðum um hörmulegt
hlutskipti frændþjóðanna, Dana
og Norðmanna, sem hafi dregist
inn i hildarleikinn o.s.frv.
Það er ekki ófróðlegt, að
Alþýöublaðinu, sem er, ásamt
Timanum, meira fyrir að tala
meö vinsemd um Breta, finnst
alveg nóg um fréttahlutleysi
Morgunblaðsins. Það efast meira
að segja um aö þetta hlutleysi sé
ekta. I leiðara blaðsins 23. mai
eru Morgunblaðsmenn sakaðir
um að reyna aö gefa almenningi
,,sem hæstar hugmyndir um
afrek Þjóðverja” og meira að
segja stinga undir stól fréttum”
sem gætu orðið álitshnekkir fyrir
þýska nasismann”. Morgur-
blaðið tekur slikar ásakanir
óstinnt upp og segir það óvina-
fögnuð ef að „þetta hernumda
þjóðarkrili” ætti að hefja inn-
byrðis deilur um það „hvorum
megin einstaklingar þjóðarinnar
ættu að skipa sér meö samúð eöa
andúð gegn ófriðaraðilum”. Vill
Morgunblaðið sem allra minnst
um þetta segja, a.m.k. á þessum
punkti sögunnar, þegar eins lik-
legt var að herir nasista hefðu
fullan sigur i styrjöldinni.
Um þetta efni segir Þjóðviljinn
fyrir sinn hatt, að það verði að
taka striðsfréttir auðvaldsins
með fyrirvara, svo mjög séu þær
mengaðar lygi.
Forðum í Flosaporti
Lifið gekk annars sinn vana-
gang þessa maidaga. Lóan var
komin i Tjarnarhólmann.
Frumsýnd var revian Forðum i
Flosaporti, og Guðbrandur Jóns-
son heimtaði 3000 krónur i skaða-
bætur af höfundum hennar fyrir
að hann er látinn koma fram i
reviunni og segja: Ég greiði
hvorki hár mitt né reikr'nga!
Emil Thoroddsen breytti tiisvar-
inu i: Eg greiði hvorki hár mitt né
annað, og Guðbrandur varð enn
æfari. 3000 krónur voru mikið fé,
Visir auglýsir hús til sölu á 35
þúsund krónur. Sigurbjörg Han-
sen „gengur i hús og gerir alls-
konar fótaaðgeröir.”. Silli og
Valdi eiga allt i hvitasarr.u-
matinn: „Hjá okkur eruð þaö
þér sem segið fyrir verkum.” -
Undarleg yfirlýsing birtist i öllum
dagblöðum frá Andrési Andés-
syni klæðskera. „Að gefnu tilefni
mótmæli ég rógburði þeim sem
um mig hefur gengið að ég kærði
og léti sekta þá viðskiptamenn -
sem i vinsemd við verslun mina,
koma með fataefni á karla og
konur til sauma” Andrés segir að
þeir verði dregnir fyrir rétt. sem
halda uppi sliku niði.
Neftóbak
og lausakonur
Hannes á horninu i Alþýðu-
blaðinu hefur hittkarl sem segir:
„Þótt ljótt sé frá að segja kerrrur
engin afleiðing styrjaldarinnar
eins ægilega við mig og vöntunin -
á neftóbaki, og þegar ég hugsa
neftóbakslaus til næstu daga,
vikna og mánaða, þá hrýs mér
hugur við”. En það er annað sem
komið er á dagskrá i blöðunum
svo til um leið og hernámið hófst,
en það er ástandiö margfræga.
Dálkurinn „Úr daglega lifinu” i
Morgunblaðinu, segir strax frá
þvi 12. mai, að öllum blöskri
„framferði götudrósanna” sem
sé vansæmd fyrir Reykjavik. Ef
herinn verður lengi, segir þar,
„verður ekki hjá þvi komist að
gripa til ráðstafana sem áöur
voru hér óþekktar til að stemma
stigu við ósiðsömu háttalagi þessa
vesalings kvenfólks”.
Blaðamaðurinn vill helst smala
konum þessum i afskekktar
.vinnub'úöir!
Jónas frá Hriflu skrifar 16. mai
kjallara i Timanum og er strax
kominn i ástandsbuxurnar. Hann
segir að hernum standi „litil
ásóknarhætta af öðrum liðsafla
en her hinna illa uppöldu og
gálausu kvenna”. Framsóknar-
föringinn talar með ómældri
fyrirlitningu um „láglýö” höfuð-
staðarins sem sniglast með for-
vitni kringum herinn og segir:
„011 þessi niöurlægjandi snikju-,
forvitnis- og hengsliskynning sem
boðin hefur verið af hinum sanna
láglýð bæjarins er vel fallin til
þess eins að draga aðkomu-
mennina niður — en jafnframt aö
draga þá inn i islenskt þjóöllf”.
Þjóðviljinn tekurþessi skrif upp
i grein 19. mai. Blaðið undrast, að
þáverandi stjórnarblöð eins og
sjá engin önnur vandamál i sam-
bandi við hernámið en að dát-
'arnir „mæti hér vændiskonum og
illa siðuðum börnum” (Jónas frá
Hriflu hafði likt Reykjavfkur-
börnum við „snikjandi blökku-
mannakrakka” og hneykslast
mjög). Um þetta segir Þjóðvilj-
inn: „Hvernig stendur á þvi að
þessi virðulegu blöö virðast aldrei
muna eftir þvi að til séu siöferði-
leg vandamál I sambandi við kyn-
hvatir karla og kvenna, nema
þegar Islenskt kvenfólk kemst i
óþarflega náin kynni við útlend-
ing? Og hvernig stendur á þvi að
þessi viröulegu blöð beina heift
sinni og hneykslan ætið að kven-
fólkinu en karlmannanna er
aldrei við getið?” Nokkuð gott hjá
Þjóbbanum, sem I leiðinni vill
stefna að þvi aö „á sviði
kynferðismálanna finnist hvorki
seljendur né kaupendur”.
Þjóðviljinn skrifar hinsvegar
meira en önnur blöð um að nú
muni islenskir sjómenn i meiri
háska en áður, einnig að vigbún-
aður Breta geri Reykjavik að
eftirsóknarverðu skotmarki i loft-
árásum. 1 þvi blaði er að finna
þann eina spádóm um framtiðina,
sem við höfum rekist á I þessari
blaðaflettingu og er hann svona:
„Við getum verið vissir um að
breska heimsveldið hefir bæki-
stöðvar fyrir flugher og flota á
landi hér um ófyrirsjáanlega
framtið ef það heldur velli i styrj-
öldinni” (leiðari 16. mai).
Breska heimsveldið hélt
reyndar ekki velli, en i þess stað
kom hið bandariska. Og það er
hér enn eins og allir vita.
áb tók saman.