Þjóðviljinn - 21.05.1980, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 21. mai 1980
UOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóðfrelsis
Clgefandi: Otgáfufélag Þjóðviljans
Framkvænidastjóri: Eiftur Bergmann
Hitstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Kjartan Olafsson
Fréttastjóri: Vilborg Harbardóttir
Auglýsingastjóri: Þorgeir Olafsson.
Rekstrarstjóri: VJlfar Þormóósson
Afgreiöslustjóri: Valþór Hlöbversson
Blaóamenn: Alfheibur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Gubjón Fribriks-
son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús'H Glslason, Sigurdór Sigurdórsson.
Þingfréttir: Þorsteinn Magnússon.
Iþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson
Ctlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson,
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elfas Mar.
Safnvöröur: Eyjólfur Arnason.
Augiýsingar: Sigrföur Hanna Sigurbjö'rnsdóttir.
Skrifstofa :Guörún Guövaröardóttir.
Afgreiösla : Kristin Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára Siguröardótt ir
Sfmavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir.
Bffstjóri: Sigrún Bánöardóttir.
llúsmóöir: Jóna Siguröardóttir.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
Ctkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson.
Hitstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Sföumúla 6, Reykjavfk, siml 8 13 33.
Prentun: Blaöaprent hf.
Hér þarf skýr orð
• Vitað er að á tímabilinu frá 1. febrúar til 1. maí s.l.
hækkaði framfærslukostnaður hér á landi um nálægt
13%.
• Þann 1. júní n.k. á kaup að hækka af þessum ástæðum
um 11—12%, en sem kunnugt er hækkar kaupið ekki
alveg að f ullu til jaf ns við hækkun f ramfærslukostnaðar
vegna skerðingarákvæða í kjarasamningum og lögum.
• Hugmyndir hafa um það heyrst, að ríkisstjórnin ætti
nú fyrir 1. júní að gangast fyrir enn frekari skerðingu
verðbóta á almenn launin, umf ram það sem gildandi lög
og samningar kveða á um.
• Það skai sagt hér og nú að ekkert slíkt kemur til
greina.
• Verkalýðshreyfingin á nú í erfiðum kjarasamningum
þar sem atvinnurekendur hafa krafist meiriháttar
skerðingar á núgildandi reglum um verðbætur á laun og
þar með verulegrar kauphækkunar. Það er ekki hlutverk
núverandi ríkisstjórnar að leggja Vinnuveitendasam-
bandinu liðtil að knýja fram þeirra ósvífnu kröfugerð.
• Gegn dólgslegri kröf ugerð Vinnuveitendasambandsins
stendur sú hógværa kröfugerð um launajöfnun, sem Al-
þýðusamband íslands hef ur markað og verkalýðshreyf-
ingin ætlar sér að bera fram til sigurs.
• Samkvæmt efnahagslögunum, sem sett voru fyrir
rúmu ári síðan skerðast verðbætur á laun sjálf krafa, ef
viðskiptakjör fara versnandi. Þess vegna hef ur það áfall
í utanríkisviðskiptum, sem við urðum fyrir á síðasta ári
nú þegar sagt til sín í lækkuðum verðbótum á laun. Engin
sanngirnisrök mæla meðþví að kaup hjá almennu launa-
fólki eigi samt að lækka nú enn frekar. Slíkt er fráleit
krafa. Þeir sem bera hana fram gera ekki annað en
spilla fyrir í erfiðum kiarasamninaum.
• Það sem hér að ofan hefur verið sagt á við um hið al-
menna launafólk, með dagvinnukaup á bilinu frá ein-
földum og allt að tvöföldum verkamannalaunum og kjör
þess. Alþýðubandalagið lagði hins vegar fram þá tillögu
í ríkisstjórn Olafs Jóhannessonar fyrir um það bil ári
síðan, að þeir sem hafa hærra kaup en tvöföld verka-
mannalaun fengju ekki greiddar fullar verðbætur á laun
sín, heldur fengi sá, sem hefur heila miljón á mánuði í
dagvinnulaun sömu krónutölu í verðbætur og hinn sem
hefur hálfa miljón.
• Hliðstæð krafa er nú uppi af hálfu Alþýðusambands
fslands í yf irstandandi kjarasamningum, og þess einnig
kraf ist að þeir sem allra lægst hafa launin fái hlutfalls-
lega hæstar verðbætur. Slíkt fyrirkomulag stuðlar að
jaf nari launum. Auðvitað er líka hugsanlegt að ná aukn-
um launajöfnuði og sérstökum kauphækkunum fyrir
láglaunafólk með öðrum hætti í kjarasamningum. Hér er
aðferðin ekki aðalatriðið heldur markmiðið, — bætt kjör
láglaunafólks og kjarajöfnun.
• í yf irstandandi kjarasamningum verður um þessi mál
öll f jallað á réttum vettvangi. Þar verður dæmið um
f yrirkomulag á greiðslum verðbóta á laun gert upp. Auð-
vitað koma þar ýmsar breytingar til greina, m.a. breyt-
ingar, sem draga úr rétti hálaunafólks til fullra verð-
bóta. En skerðing á núverandi rétti almenns launafólks
með innan við hálfa mil jón í dagvinnutekjur á mánuði til
verðbóta kemur ekki til greina. Hér er ekki talað um
krónutölu kaupsins heldur kaupmáttinn. Finni ríkis-
stjórnin ieiðir til að færa niður verðlagið, þá er vel, og þá
lækka verðbótagreiðslur á laun sjálfkrafa.
• Alþýðuflokkurinn barðist fyrir því af ofurkappi allt
síðasta ár, að lögbinda veröbótagreiðslur á almenn laun
við 4% á þriggja mánaða fresti, hvað sem verölagshækk-
unum liði. Framkvæmd þessarar kröfu heföi þýtt að
krónutala kaups hefði aðeins hækkað um 17% á heilu ári,
á sama tíma og verðlagið hefði a.m.k. hækkað helmingi
meira. Það var Alþýðubandalagið, sem hindraöi þaö aö
þessi krafa næöi fram. Þess vegna sprengdi Alþýðu-
flokkurinn þá ríkisstjórn ólafs Jóhannessonar og tók
stefnu á viöreisnarstjórn.
• Saman munu Alþýðubandalagið og verkalýöshreyf-
ingin standa gegn slíkum kröfum nú, hvort sem Vinnu-
veitendasambandiö, Alþýöufiokkurinn eöa aðrir bera
þær fram.
— k.
klippt
Úrelt snið
tJtvarpsumræöurnar frá Al-
I þingi á mánudagskvöldiö voru
J meö heföbundnu sniöi. Þjóövilj-
Iinn geröi sér þaö til dundurs aö
hringja i 50 heimili og spyrja
J hvort nokkur væri aö hlusta á
| magnþrungnar ræöur þing-
* manna. 1 ljós kom aö i þessu
| handahófskennda úrvali i
■ Reykjavik, á Akureyri og á Sel-
■ fossi voru aöeins 8 aö hlusta eöa
I" ætluöu sér aö hafa opiö fyrir út-
varpiö um sinn.
Á fjörutiu og tveimur heimilum
| voru heimilismenn annaöhvort
■ aö horfa á sjónvarpiö — flestir
| — eöa öörum hnöppum aö
" hneppa og létu visku þingmanna
Ium ógnvekjandi efnahagshorfur
fram hjá sér fara.
Aö sjálfsögöu var ekki um
I marktæka könnun aö ræöa á
■ neinn hátt, en hún rennir þó
| stoöum undir þann grun sem
■ margir hafa aliö meö sér aö þaö
■ séu aöeins harösoönir þjóö-
J málaskúmar sem enn hafa end-
Iingu I sér til þess aö hlusta á
stjörnmálaumræöur frá alþingi.
Hér er þaö áreiöanlega formiö
| sem ræöur mestu, og svo sam-
■ keppnin viö sjónvarpiö. I eld-
Ihúsdagsumræöum er lftiö um
rökræöur, heldur flytja þing-
I menn heimastila slna aö mestu
I óbreytta. Talnaflóöiö sem þeir
■ ryöja út úr sér er ekki gott út-
| varpsefni, enda finnst mörgum
■ manninum nóg um aö ráöa fram
| úr talnaefni þótt á blaöi sé.
j Beint sjónvarp
Einn viömælenda klippara i
I könnuninni sagöi aö sér fyndist
■ einlægast aö umræöum á Al-
| þingi yröi einnig sjónvarpaö viö
■ þessi tækifæri, og ef svo væri,
■ myndi hann ekki slökkva á
J kassanum, enda væri þá um lif-
Iandi efni aö ræöa. I þessu sam-
bandi má benda á aö sums-
? staöar erlendis er þaö fariö aö
| tiökast aö sjónvarpa beint frá
■ föstum þingatburöum, svo sem
I frá 1. umræöu um fjárlög. í Svi-
® þjóö til aö mynda er sjónvarpaö
Iheilt sfödegi frá fjárlagaum-
ræöu og viröast reglur sænska
~ þingsins vera talsvert sjón-
I vörpulegar, þvl aö leiötogum
_______________
Litlu meiri hlustun á þingmenn I útvarpi en Iþingsölum.
hugasemda og stuttra svara
þannig aö umræöan veröur lif-
leg en ekki eintómt þus.
Þaö hlýtur aö vera athug-
unarefni fyrir Alþingi aö breyta
um form á eldhúsdagsumræö-
um og taka til skoöunar hvort
ekki megi sjónvarpa þeim beint
og jafnvel öörum þáttum I
störfum þingsins til ánægju
fyrir land og lýö.
Gleymnir kratar
Fyrir utan kjaftinn á Sverri
Hermannssyni voru umræö-
urnar á mánudagskvöldiö, fyrir
þá fáu sem hlustuöu, einkum
skemmtilegar þegar þeir Al-
þýöuflokksmenn voru aö eigna
sér frumvörpin sem þingiö
hefur nú veriö aö afgreiöa á
færibandi, eftir aö loks komst á
starfhæf rlkisstjórn I landinu.
Þeir gleymdu þvl kratarnir aö
sjálfir höföu þeir ekki meiri
áhuga á húsnæöismálalöggjöf-
inni, aöbúnaöi og öryggi á
vinnustööum, breytingu á sjó-
mannalögum, lögskráningu sjó-
manna og fleiri stórmálum sem
nú loks er veriö aö koma I höfn,
en aö þeir hlupu frá þeim öllum
á sl. hausti eftir aö vinstri
stjórnin haföi samþykkt aö
veita þeim brautargengi.
Lítil málafylgja
Ekki voru þau heldur betur
hugsuö hjá Magnúsi Magnús-
syni aö nú slöari hluta vetrar
hafa veriö geröar á þeim fjöl-
margar breytingar og sumar
svo róttækar aö um grund-
vallarstefnubreytingu er aö
ræöa. Þannig voru geröar 67
breytingar í 137 liöum viö hús-
næöismálafrumvarp Magnúsar.
Þá voru hugmyndir krata um
breytingar á sjómannalögunum
I sambandi viö tryggingar og fri
I veikinda- og slysatilfellum sjó-
manna sumar hverjar í beinni
andstööu viö kröfur sjómanna-
samtakanna og varö aö breyta
þeim I grundvallaratriöum.
Þeir tala mikiö og sumir
snjallt kratarnir, en mála-
fylgjumenn eru þeir litlir og
linir viö aö koma málum i.
trygga höfn. Þaö gera aörir
betur.
— ekh.
og shoríd
Skúli Alexandersson í útvarpsumrœðunum:
Lokunar- og bannstefna
liefur slæmar afleiðingar
A undanfömum árum hefur
veriö beitt aflatakmörkunum til
verndunar á fiskistofnum á miö-
unum hér viö land og stundum
beitt á þann hátt aö eölileg sam-
ræming veiöa og vinnslu hefur átt
sér staö. Þetta hefur tekist sæmi-
lega meö slld, humar, rækju og
hörpudisk.
Nú I s.l. viku var gefin út reglu-
gerö frá sjávarútvegsráöu-
neytinu um tilhögun þorskveiöi-
takmarkana á tlmabilinu 1. mal
til 15. ágúst.
Þessi reglugerö er mér mikil
vonbrigöi. Eg haföi gert mér
vonir um þaö aö meö þessari
fyrstu reglugerö um veiöitak-
markanir sem hinn nýi sjávarút-
vegsráöherra Steingrimur
Hermannsson haföi nokkuö svig-
rúm til aö undirbúa, yröu stigin
fyrstu skrefin frá hinni óheppi-
legu bannstefnu sem fylgt hefur
veriö.
Þessi bannstefna tekur ekki til-
lit til breytilegra aöstæöna til
veiöa eftir árstíöum, og lands-
hlutum, afkastamöguleika fisk-
vinnslustööva né þess aö leita
þess fyrst og fremst aö tryggja
gott hráefni frá fiskiskipi svo og
aö fá góöa nýtingu hráefnis I fisk-
vinnslustöövunum.
Lokunar- og bannstefnan hefur
þaö I för meö sér aö hugsaö er um
þaö I alltof rlkum mæli aö afla
sem mest á sem stystum tima.
Þaö aö setja veiöibann á þorsk
snertir svo margfalt fleiri þætti
en þaö eitt aö þorskurinn skuli
ekki veiddur. Veiöibann hefur til-
tölulega lltiláhrif á einu svæöi en
mikil á ööru.
Yfir sumarmánuöina er smá-
bátaútgerö snar þáttur I tekju-
öflun heilla byggöarlaga viöa um
land. Sllka staöi skiptir þaö miklu
máli aö á 10 dögum af þessu tlma-
bili séu veiöar bannaöar. Veiöi-
bann á þorsk á tslandi er þaö stór
ákvöröun og hefur I för meö sér
þaö margþættar afleiöingar aö til
sllks á ekki aö ^ripa fyrr en aörar
leiöir hafa veriö reyndar. Hvaö
myndu aörir starfshópar á lanai-
nu en sjómenn og fiskvinnslufólk
Framhald á bls. 13
Skúli Alexandersson: Hugsaö um
þaö eitt að afla sem mest á sem
stystum tlma.