Þjóðviljinn - 21.05.1980, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 21.05.1980, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 21. mai 1980 ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON: Herstöðin 1 Keflavík er lykilþáttur í bandaríska kj amorku vopnakerfinu „Vmsir þekktir alþjóðlegir sérfræöingar hafa komist að þeirri niður- stöðu að það sé i raun ekki hægt að nota slfk hugtök eins og varnarstöö og árásarstöð þegar um háþróaðan tæknibúnað i ógnarjafnvæginu er að ræða.” „Fyrirliggjandi gögn benda til þess að herstöðin á tslandi sé orð- in lykilþjónustuaöili við kjarn- orkuvopnakerfi Bandarikjanna hvað snertir uppiýsingaöflun og eftirlit og í versta falli geymslu- staður, varanlegur eða tima- bundinn fyrir þær sprengjur sem flugvélar geta flutt og búnar eru kjarnaoddum.” Þannig komst Ólafur Ragnar Grimsson að orði við umræður um skýrslu Ólafs Jóhannessonar utanrikisráðherra um utanrikis- mái á Alþingi s.l. laugardag. í ræðu sinni gerði Ólafur Ragnar sérstaklega að umtalsefni þá niðurstöðu skýrslunnar að aðal- hiutverk herstöðvarinnar væri eftirlit með kafbátum og hernaðarflugvélum. Mótmælti Ólafur Ragnar harðiega þessari niðurstöðu utanrikisráðherra, sem hann taldi alranga samanber áður tilvitnuö ummæli hans. Hér á eftir veröa birtir kaflar úr ræðu ólafs Ragnars er fjalla um eöli herstöðvarinnar f Keflavik: Breytt eðli herstöðvarinnar „Hér er komiö að miklum kjarna máls. Ég er algjörlega ósammála þessari greiningu sem þarna er sett fram. Ég tel að þaö sé mjög alvarleg blekking ef þjóðþing Islendinga og islensk stjórnvöld hafa ekki áttað sig á þeirri eölisbreytingu sem tækni- breytingar i vopnabúnaði og her- afla hafa gert á herstöðinni I Keflavik. Hér er um að ræða eðlisbreytingar sem fela i sér að frá hertæknilegu sjónarmiði sé þessi herstöð oröin grundvallar- þáttur I þvi árásarkerfi sem Bandarlkin hafa verið að þróa á Norður-Atlantshafi sem grund- vallarþátt I ógnarjafnvægi stór- veldanna. Eðli þessa ógnarjafnvægis og tenging herstöðvarinnar við það er með þeim hætti að þaö eru yfir- gnæfandi likur til þess, að her- stöðin f Keflavík sé að verulegu leyti tengd kjarnorkuvopnakerfi Bandarikjanna, jafnvel svo aö þar séu einhvern tima um sinn eða jafnvel aö staðaldri vopn sem hægt væri að nota til kjarnorku- árása. Orö eins og „eftirlitsstöð” dylja þá miklu ógn vopna- búnaðarins sem felst f hlutverki þessarar stöðvar. Við skulum fara aðeins um þaö nokkrum orð- um til þess aö skýra með ná- kvæmari hætti hvað ég á við. ógnarjafnvægi stórveldanna Frá þvi upp úr 1960 hefur meginþátturinn f vfgbúnaðar- kapphlaupi stórveldanna tengst ógnarjafnvæginu. En hvað felst þá I þessu ógnarjafnvægi? Jú, f því felst að stórveldin hafa vopnabúnaö sem getur tortfmt mannvirkjum, tækjabúnaði og mannlifi hvert hjá Oðru með sem stórvirkustum hætti á sem skemmstum tima. Til þess aö þetta geti gerst þurfa aðilar að búa yfir mjög háþróuöum upplýs- ingakerfum og mjög háþróuöum vopnabúnaöi. A siðasta áratug snéristþróun þessa ógnarjafnvæg- is nær alfarið upp f þá mynd aö það beinist fyrst og fremst aö þvi aö skipuleggja gagnkvæma eyö- ingu á vopnabúnaði hvers annars, þannig að hvert rfki fyrir sig sem hæfi árásina fyrst gæti við fyrstu atlögu grandaö sem mestu af þeim gjöreyðingarvopnum og hergögnum sem flyttu þessi ger- eyöingarvopn hjá hinu rikinu. Hvað Norður-Atlantshafiö snertir þá er þetta ógnarjafnvægi fyrst og fremst byggt á þremur þáttum: hlustunarkerfi, flugvél- um Og kjarnorkukafbátum. Það er svo hlutverk herstöðvarinnar i Keflavik að vera lykilþáttur i þessu ógnarjafnvægi á Norður- Atlantshafi með eftirfarandi hætti: Hlustunarkerfi i sjónum 1 fyrsta lagi liggja út frá Snæ- fellsnesi og Hornafirði kaplar út i sjó, sem eru tengdir við flókiö duflakerfi. Þau dufl eru búin þús- undum hljóönema sem flytja hljóðmerki um ferðir kafbáta um höfin. Þessir kaplar koma hér i land og héðan eru svo send boð I hina stóru Norfolk-tölvu herafla Gjöf sem hitti i mark Sfðastiiðinn föstudag afhentu börn ólafs Magnússonar i Fálkanum og Þrúðar G. Jónsdótt- ur Listasafni Alþýðu að gjöf tvö málverk. Annað þeirra er eftir Einar Jónsson (1863-1922) frá Fossi f Mýrdal og er þar horft að Kirkjubæjarklaustri og öræfa- jökli, málað 1914. Hitt er eftir Gisla Jónsson frá Búrfellskoti I Grimsnesi og er þar horft yfir Þingvelii. Verkið var sýnt 1928. GIsli naut nokkurrar tilsagnar i málaralist hjá Einari norður á Akureyri. Gjöfin hittir skemmti- lega i mark þar sem nú stendur yfir i Listasafni Aiþýðu sýning á verkum Gisla Jónssonar og verð- ur hún opin til 25. mai. Syningin er opin virka daga kl. 14-18 og sunnudaga kl. 14 til 20. Vesturveldanna sem er aðalmið- stýringartæki Bandarikjanna i skipulagningu ógnarjafnvægis- ins. An þessa kapla- og hlustunar- kerfis, sem hér kemur á land, væri ógerlegt fyrir Bandaríkin aö reka grundvaliarþátt sinn I upp- lýsingaundirstöðum ógnarjafn- vægisins á þessu svæði. Þessu til viöbótar flytja svo flugvélar, sem hér eru staðsettar, hljóðnema- baujur út á hafiö með reglulegu millibili þar sem þeim er varpað niður. AWACS-flugvélarnar skapa árásarhættu 1 öðru lagi byggist ógnarjafn- vægið á Noröur-Atlantshafi á Orion- og AWACS-flugvélum. Orion-vélarnar hafa verið hér um nokkurn tima en AWACS-flug- vélarnar sem hér eru staösettar, eru á engum öðrum stað á Noröur-Atlantshafi. AWACS- vélarnar eru fljúgandi stýritæki, sem þar aö auki eru búin þeim kostum að þær geta truflað allt hlustunarkerfi Sovétrikjanna þegar hugsanlegur árásarfloti stefnir að Sovétrikjunum. Ég tel aö það hafi fáar breytingar skap- aö jafn mikla árásarhættu fyrir Island á sfðari árum eins og stað- setning AWACS-flugvélanna hér. Það er alveg ljóst aö það er eng- inn þáttur sem hugsanlega kann aö ógna eins mikiö þvi sem Sovét- menn kalla sitt öryggi eöa sem Sovétmenn, ef til árásar kæmi, hefðu hvað mestan áhuga á að eyðileggja. Orion-flugvélarnar sem hér eru staösettar eru þess eðlis að þær eru byggöar til að flytja B-57 kjarnorkusprengjuna. Við skul- um ekki gleyma þvi að stjórnvöld Bandarikjanna hafa aldrei viljað játa þvi eða neita hvort á Islandi. séu staðsettar kjamorkusprengj- ur, hvað svo sem islensk stjórn- völd hafa sagt f þeim efnum. Þeir sem til þekkja vita að slik yfirlýs- ing stjórnvalda Bandarikjanna, að hvorki játa eða neita, er gerö til þess að hlffa stjórnvöldum þar sem slik vopn eru staösett. Kjarnorkukafbátar 1 þriðja lagi er ógnarjafnvægiö hér á Norður-Atlantshafi byggt upp á kjarnorkukafbátum sem bæði af hálfu Bandarikjanna og Sovétrikjanna eru árásarkafbát- ar, búnir kjarnorkuvopnum. Eitt af þvf sem skort hefur nánari um- ræðu hér á Islandi er hver sé tæknibúnaður og tæknilegt eðli þeirra kjarnorkukafbáta sem hér eru aðallega f höfunum i kringum okkur. 1 ljósi þess sem hér hefur veriö rakið er ekki hægt annað en að komast að þeirri niðurstöðu að það séu y firgnæfandi likur til þess aö herstöðin f Keflavik sé lykil- þáttur f kjarnorkuvopnakerfi Bandarikjanna. Við skulum gera okkur grein fyrir því aö hvergi i heiminum er stöð, sem er jafn- mikilvæg f tæknilegu tilliti fyrir vfgbúnað stórveldis, i jafn mikilli nálægð við ibúamiðstöð eins og herstöðin i Keflavik er. Með þvi aö staðsetja herstööina þar sem hún er, er verið að stofna lffs- „Við skulum gera okkur grein fyrir þvi að hvergi i heiminum er stöö, sem er jafnmikilvæg I tæknilegu tilliti fyrir vigbúnað stórveldis i jafn mikilii nálægð við ibúamiðstöð eins og herstöðin I Keflavfk er.” öryggi meir en helmings fslensku þjóöarinnar i hættu. Mikilvægt skotmark Það hefur stundum verið sagt af talsmönnum herliösins hér aö það væri landfræðileg lega Is- lands sem skapaði árásarhættu. Ég tel þvert á móti að það sé eitt af megineinkennum vfgbúnaðar- kapphlaupsins á siðustu 20 árum að þaö sé ekki landfræðileg lega sem fyrst og fremst skapi sllka árásarhættu hér á Noröur- Atlantshafi, heldur staðsetning þess tækjabúnaðar sem skiptir meginmáli i aö úrskurða sigur eöa ósigur eftir að til átaka kem- ur milli stórveldanna. Það er aö minum dómi tækjabúnaður stöðvarinnar sjálfrar og tengsl hennar við annan tækjabúnað I ógnarjafnvægishluta Bandarikj- anna sem gerir það að verkum að herstööin hér er öruggt skotmark, eitt mikilvægasta skotmarkið ef til átaka kemur i þessum heims- hluta. Þróun tækjabúnaöar felur þaö i sér aö landið býr við árásar- hættu. Lykilþáttur í árásarkerfi Þá hefur það veriö önnur meginröksemd stuðningsmanna herstöövarinnar að hér væri um varðstöð að ræða. Ég tel þvert á móti að þær tæknibreytingar sem oröiö hafa i vopnabúnaðinum geri það að verkum að f besta falli er ekki lengur hægt aö greina á milli hvað eru varnartæki og hvað eru árásartæki i þessum efnum. Ýmsir þekktir alþjóölegir sér- fræðingar hafa komist aö þeirri niöurstööu að það sé i raun ekki hægt að nota slik hugtök eins og varnarstöö og árásarstöð þegar um háþróaðan tæknibúnaö i ógnarjafnvæginu er að ræða. Þess vegna megi alveg eins færa að þvf sterk rök að stöðin hér sé lykilþáttur i árásarkerfi þvi sem beint er aö Sovétrikjunum eða öðrum rikjum i þessum heims- hluta.” — þm Frá málverkaafhendingunni f.v. Sigrföur ólafsdóttir, Magnea ólafsdóttir, Guöbjört ólafsdóttir og Hannibal Valdimarsson formaöur stjórnar Listasafns Alþýöu. Aörir gefendur eru Haraldur V. óiafsson, Oddrdn og Kristin Ólafsdætur, Svanlaug R. Vilhjálmsdóttir, Ólafur M. Ólafsson og Marta Ólafsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.