Þjóðviljinn - 01.07.1980, Síða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 1. júll 1980.
Benedikt Gröndal, formaöur
Alþýðuflokksins:
Óska Vigdísi
og þjóðinni
til hamingju
„Alþýöuflokkurinn hefur haldiö
sig algerlega utan viö þessar
kosningar og ég hef sem for-
maöur flokksins fylgt þeirri
stefnu”, sagöi Benedikt Gröndal,
formaöur Alþýöuflokksins.
Þegar úrslitin lágu fyrir sendi
ég sigurvegaranum heillaóska-
skeyti og hét henni samstarfi og
stuöningi Alþýöuflokksins. Ég
óska henni og þjóöinni til ham-
ingju meö sigurinn, og vona aö
henni farnist vel i embættinu eins
og forverum hennar
„Þetta eru þriöju almennu for-
setakosningarnar og þjóöin hefur
gert þær allar sögulegar”, sagöi
Benedikt. „1 fyrstu kosningunni
hafnaöi þjóöin forystu stjórn-
málaflokkanna i vali forseta, i
öörum kosningunum hafnaöi hún
reyndum stjórnmálamanni fyrir
glæsimenni úr menningarllfi og
þessar þriöju kosningar veröa án
efa taldar sögulegar vegna þess
aö þaö skyldi vera kona sem var
kosin. Hún flokkast einnig undir
leiötoga I menningarlifinu og er
kosin fram fyrir frambjóöendur
sem ef til vill hafa meiri reynslu i
stjórnarfarslegu og pólitisku lifi.
Þetta segir sina sögu um sterkt
lýöræöi og mjög sjálfstæöa kjós-
endur”, sagöi Benedikt aö lokum.
— AI
Dr. Gunnar Thoroddsen
forsætisráöherra:
Samfagna Vigdísi
„Þegar nú þjóöin hefur skoriö
úr I lýöræöislegum kosningum
um val milli fjögurra ágætra
frambjóöenda, þá samfagna ég
Vigdisi Finnbogadóttur meö sig-
urinn og árna þjóöinni og henni
heilla,” sagöi dr. Gunnar Thor-
oddsen forsætisráöherra, einnn
þeirra embættismanna lýöveldis-
ins sem hvaö nánast samband
hefur viö forseta tslands.
Dr. Gunnar iét i ljós þá ósk aö
Vigdis veröi farsæll forseti og
sagöi aö kjör hennar ætti aö veröa
til þess aö örva konur til þátttöku
i stjórnmálum. Æskilegra væri
aö fleiri konur sætu á þingi en hér
heföi veriö. — AI
Fréttir af forseta-
kosningunum erlendis
Það var
aldrei...
Aöfaranótt 30. júni var feröa-
maöur á leiö um Skeiöarársand.
Hann sló tjaldi sinu undir Lóma-
gnúp og lagöist aö sofa. Þegar
hann haföi sofiö skamma stund
dreymdi hann aö laukst upp
gnúpurinn og út kom bergrisi
mikill og hóf aö kasta af sér vatni.
Bergrisinn kvaö viö raust á
meöan á þvi stóö:
Þaö var aldrei þjóöin kaus.
brtr af hennar bestu sonum
læöast um og lúta haus.
Löngum stafar illt af konum.
Hristi bergrisinn af sér dropann
svo dunaöi viö og laukst svo aftur
gnúpurinn. Feröamaöur vaknaöi
og mundi visuna.
Forsetakosningarnar:
Misþung
atkvæði
hefðu engu
breytt
Hver heföu úrslit forsetakosn-
inganna oröiö ef þaö misvægi at-
kvæöa er rikir I Alþingiskosning-
um heföi gilt I þessum kosning-
um? Ef atkvæöi frambjóöend-
anna fjögurra eru umreiknuö
meö misþungu vægi eftir kjör-
dæmum kemur i ljós aö úrslitin
heföu I reynd oröiö mjög svipuö.
Vigdis heföi fengiö 33.7% i staö
33.6%, Guölaugur heföi fengiö
31.6% I staö 32.2% Albert fengiö
21.9% I staö 19.8% og Pétur fengiö
12.8% i staö 14.0%.
Forsetakosningar eru aö þvi
leyti sérstæöar og frábrugönar
Alþingiskosningum aö þar er
landiö allt eitt kjördæmi og þvi
vega atkvæöi manna alveg jafnt.
1 Alþingiskosningum er vægi at-
kvæöa hins vegar allmisjafnt
eftir kjördæmum. Mestur er
munurinn á milii Reykjanes- og
Vestfjaröakjördæmis, en atkvæöi
á Vestfjöröum vegur nær 5 falt á
viö atkvæöi i Reykjanesi.
— þm
Kjör V igdisar Finnbogadóttur
sem forseta Islands hefur þegar
vakiö mikla athygli I blaöaheim-
inum, enda eru staddir hér frétta-
menn viöa aö til aö fylgjast meö
rás viöburöa.
Erlendar fréttastofur hafa
einnig sina tiöindamenn sem
senda fréttir og einn slikur er
Þorsteinn Thorarensen. Frá
fréttastofu Reuters bárust I gær
eftirfarandi fréttir af forseta-
kosningunum sendar af Þ.Þ.:
Frú Vigdis Finnbogadóttir var I
dag kosin forseti Islands. Hún er
fyrsta konan I heiminum sem
kosin er forseti i almennum kosn-
ingum. Hún er vinstri sinnuö og
NATO-andstæöingur og bar
sigurorö af þremur karlfram-
bjóöendum.
Frú Finnbogadóttir sem er
fimmtug aö aldri vann naumasta
sigur sem um getur i forseta-
kosningum hér. Hún sagöi eftir aö
sigurinn var ljós aö þetta væri
eins og i ævintýri.
„Ég er stolt, ekki vegna
sjálfrar min, heldur vegna is-
lenskra kvenna. Mér er sagt aö
þetta sé i fyrsta sinn sem kona er
kjörinn forseti lýöveldis i lýö-
ræöislegum kosningum”, sagöi
hún.
Hinn nýi forseti hefur ekki
neina reynslu af pólitisku starfi,
hún hefur fengist viö kennslu,
veriö leiösögumaöur, sjónvarps-
stjarna og leikhússtjóri.
Andstæöingar hennar bentu á
aö hún væri vinstri sinnuö og
styddi kröfur um brottför hersins.
Þá segir i næsta skeyti:
Frú Finnbogadóttir studdi
friöarhreyfingu kommúnista
dyggilega á yngri árum og sótti
ráöstefnur i Sovétrikjunum og
Kina. Hún tók árlega þátt i Kefla-
vlkurgöngum gegn bandariska
hernum, en hún lagöi áherslu á
þaö I kosningabaráttunni, aö hún
heföi aldrei veriö félagi i
Kommúnistaflokknum!
„Ég veit ekki hvort ég er
kommúnisti. Ef barátta fyrir
jafnrétti og réttlæti er sama og
kommúnismi þá er ég þaö”, sagöi
hún.
1 siöustu sjónvarpsræöu sinni
sagöist hún einfaldlega vera
friöarsinni og gegn allri hervæö
ingu”. (lauslega þýtt—ká)
jnr — ■iirmr. ja
Erlendir blaöamenn fjölmenntu til landsins til aö fylgjast meö forseta-
kosningunum. Kerstin Matz frá Expreseen i Stokkhólmi tók ritvélina
meö sér I Klúbbinn til aö vera viö öllu búin.
Dr. Ólafur
Jóhannesson,
utanríkisráöherra:
r
Anœgju-
leg
kosning
„Þessi spennandi kosning var
ánægjuleg vegna þess aö þjóöin
heföi veriö sæmd af hverjum
þessara' fjögurra manna,” sagöi
dr. ólafur Jóhannesson, utanrik-
isráöherra. „Ég efast ekki um aö
aliir fylki sér nú aö baki
Vigdisar.”
„Segja má aö þaö sé viöburöur
aö kona nái kosningu til þessa
embættis, þó aö sjálfsögöu sé
ekkert undarlegt viö þaö,” sagöi
ólafur ennfremur. „Ég tel þær
jafn hlutgengar sem karimenn en
kjöriö vekur meiri athygli fyrir
vikiö. Eftir þvi sem ég þekki til
hefur ekki staöiö á stjórnmála-
flokkunum aö taka viö konum tii
trúnaöarstarfa svo framarlega
sem þær hafi gefiö kost á sér.”
— AI
Svanhildur llalldórsdóttir: Hvatning fyrir konur
„Eins og þegar
ég varö fyrst
verulega ástfangin”
segir Svanhildur Halldórsdóttir,
kosningastjóri Vigdísar
Ég er álika rugluö og þegar ég
varö fyrst verulega ástfangin eöa
þegar ég eignaöist börnin min”,
sagöi Svanhildur Halldórsdóttir,
kosningastjóri Vigdisar Finn-
bogadóttur, þegar Þjóöviljinn
haföi samband viö hana I gær en
Svanhildur vakti mikla athygli i
kosningabaráttunni vegna
rólegrar framkomu og ferskrar
og óheföbundinnar framkomu af
kosningastjóra aö vera.
Svanhildur sagöi aö kjör
Vigdisar væri ákaflega merkilegt
vegna þess hún væri fyrsti forseti
af kvenkyni sem kosinn væri I
heiminum i lýöræöislegum kosn-
ingum og hún væri aldeilis á þvi
aö þétta ætti aö vera hvanting til
þess aö konur létu nú ekki deigan
siga heldur gengju ótrauöar fram
i baráttunni. Annars sagöist
Svanhildur aldrei hafa haft
minniminnimáttarkennd, hvorki
gagnvart konum né körlum, enda
væri hún alin upp af sérdeilis
sjálfstæöri konu sem heföi m.a.
veriö ein af 50 stofnfélögum i
Sparisjóöi Reykdæla.
Þá sagöi Svanhildur aö kjör
Vigdisar vekti óneitanlega mikla
athygli á þvl út um heim hversu
viösýnt og fordómalaust þjóö-
félag viö byggjum viö en þaö ætti
jafnframt aö hvetja okkur til aö
lita i eigin barm og heröa okkur
til aö gera betur.
Svanhildur sagöi aö kosni^ga-
baráttan heföi veriö fjarskalega
lærdómsrlk fyrir sig og hún heföi
kynnst fleira fólki en hún heföi
áöur gert á heilli mannsævi en
jafnframt kennt sér aö þekkja
eigin hæfileika og gera öörum þá
ljósa.
— GFr