Þjóðviljinn - 01.07.1980, Síða 5
Þriðjudagur 1. jiili 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
Enska kennsluleikhúsid
í Tjarnarbæ
Enska kennsluleikhúsiö
„The English Teaching
Theater” hcldur sýningu I
Tjarnarbæ á morgun þriðju-
daginn 1. júli kl. 20:00
A efnisskrá er röð stuttra
leikatriða sem sýna hvernig
nýta má leikræna tjáningu i
kennslu.
Sýningin er á vegum is-
lenskra tungumálakennara,
sem hvetja kennara og áhuga-
fóik UKl leikhús aö notfæra sér
þetta einstæöa tækifæri.
126 útskrifast frá
Tækniskólanum
126 nemendur luku prófum
frá Tækniskóla Islands á
þessu ári, en um 400 nemendur
stunduðu nám við skólann á
liönu skólaári, þar af voru 26
við nám á Akureyri og 9 á Isa-
firði. Þeir 126 nemendur er nú
útskrifuðust skiptust eftirfar-
andi samkvæmt námsbraut-
um:
Byggingatæknifræöingar
urðu 13, Byggingatæknar 3,
Fyrstahlutamenn i véltækni-
fræði 8, Fyrstahlutamenn I
rafmagnstæknifræði 15, Raf-
tæknar 8, Véltæknar 5, tJt-
gerðartæknar 16, Meina-
tæknar 13, Raungreina-
deildarprófsmenn 45.
Strætisvagnamenn á þingi
í dag og á morgun verður
haldið i Reykjavík þing
„Nordisk Lokaltrafik Fören-
ing”, sem eru samtök
almenningsflutningafyrir-
tækja á Noröurlöndum.
Island hefur að ýmsu leyti
sérstöðu í þessum málum.
Þéttbýli hefur myndast hér
siðaren á hinum Norðurlönd-
unum, en þróunin aftur á mðti
orðið örari, eftir að hún hófst.
Við Islendingar hlupum t.d.
yfir sporvagnaskeiðið, en þó
má segja, aö viö stöndum að
flestu leyti jafnfætis frændum
okkar á Norðurlöndum i
almenningsflutningum nú, þar
sem um sambærilegar stæröir
er aö ræða á annað borð. Til
gamans má geta þess, að við
höfum sérstöðu i þvi, hversu
eftirsótt starf strætisvagna-
stjóra er hér á landi þrátt fyrir
fulla atvinnu, gagnstætt þvi
sem er sumstaöar annars
staöar á Norðurlöndum, þótt
atvinnuleysi sé þar nú viöa.
Yfirleitt hefur verið meiri
eftirspurn eftir þessu starfi en
þörf hefur verið á hér á landi.
Erlendir þátttakendur á
þinginu eru um 330 frá öllum
hinum Norðurlöndunum.
Þingiö er haldið I Menntaskói-
anum við Hamrahlið.
Nýr sendiherra frá Perú
Nýskipaður sendiherra Perú, Carlos Vasquez-Aylion,
hefur nýlega afhent forseta islands trúnaðarbréf sin að
viðstöddum Ólafi Jóhannessyni forsætisráðherra.
Nýr sendiherra Austurríkis
Nýskipaöur sendiherra Austurrfkis, dr. Erich Pichler
hefur nýléga afhent forseta tslands trúnaðarbréf sin að
viðstöddum Ólafi Jóhannessyni utanrikisráðherra.
Leikendur I Fiugleik hafa notað góða veðrið undanfarið og æft I garðinum heima hjá Brynju
leikhússtjóra. — Ljósm, — gei —
Flugleikur á Borginni
Hópur ieikara, sem nefnír sig
„Júli leikhúsið”, frumsýnir
leikritið „Flugkabarett” á Hótel
Borg n.k. fimmtudag.
Höfundur er Brynja Benedikts-
dóttir, Erlingur Gfslason og
Þórunn Sigurðardóttir. Brynja er
jafnframt leikstjóri.
Flutningur leikritsins tekur
klst. og lýsir flugferð með hinni
nýju og glæsilegu Elefant skrúfu-
þotu Loftferðafélagsins, Flóka
Vilgerðarsyni, frá Keflavik til
New York og til baka.
Flugstjóri I þessari ferð er Gisli
Rúnar Jónsson. Fyrsta flugfreyja
er Edda Þórarinsdóttir, önnur
flugfreyja Saga Jónsdóttir, þriöja
flugfreyja Edda Björgvinsdóttir
og fjórða flugfreyja Guölaug
María Bjarnadóttir.
Skrokk flugvélarinnar og flug-
búninga hannaöi Sigurjón
Jóhannsson. Tónlist er eftir Karl
Sighvatsson. Flugvélstjóri er
Þórir Steingrimsson.
I júli eru leikhúsin lokuð og
sjónvarpiö einnig, en hér ætlar
Júll leikhúsiö þvi að koma til
bjargar.
Gestum verður gefinn kostur á
snarli og léttvini fyrir sýningu.
Einnig meðan á sýningu stendur.
A eftir er dansleikur fyrir þá sem
vilja. Unnt er aö kaupa aðgöngu-
miða á leikhússýninguna
einuneis, eöa á leiksýningu og
dansleik I senn.
Sýningar standa aðeins yfir I
júlimánuði og veröa fimmtudags-
föstudags- og laugardagskvöld,
en á sunnudögum ’kl. 16 verða síð-
degissýningar fyrir alla fjöl-
skylduna.
130 nýir grunnskólakennarar
Aukiö sérgreinanám
Fjórir fyrstu hússtjórnar-
kennararnir frá Kennaraháskól-
anum voru I hópi 130 grunnskóla-
kennara sem brautskráðir voru
frá skólanum nú I vor, en samtals
stunduðu um 400 nemendur al-
mennt kennaranám á skólaárinu.
Hússtjórn var tekin upp sem
valgrein við Kennaraháskólann
haustiö 1977, en námið I greininni
fer fram I Hússtjórnarkennara-
skóla tslands. A sl. hausti hófst
einnig nám tónmenntakennara
við skólann og fer það fram I Tón-
listarskólanum I Reykjavik.
Tilfinnanlegur skortur er á
kennurum I ýmsum sérgreinum
viö grunnskóla landsins, t.d. I tón-
mennt, hússtjórn og smiðum.
Allar þessar greinar er nú hægt
að nema sem valgreinar við
Kennaraháskólann, en námið
veitir auk þess almenn kennara-
réttindi á grunnskólastigi.
A sl. hausti og nú I vor hófst viö
skólann nám fyrir kennara sem
starfað höföu án kennsluréttinda
sem settir kennarar á grunn-
skólastigi I fjögur ár eða lengur
vorið 1978, þegar lög um em-
bættisgengi kennara og skóla-
stjóra voru samþykkt.
I námi þessu taka þátt 137
kennarar og er það byggt upp
sem kennaranám I Kennarahá-
skólanum og heimanám meö
verkefnagerð og bréfaskóla að
vetrinum. Þeir sem minnst nám
þurfa að stunda öðlast kennara-
réttindi á árinu 1981 en aðri ' árin
1982 eða 1983.
Fimmtán námskeið fyrir starf-
andi kennara verða á vegum
Kennaraháskólans á þessu sumri
með um áttahundruð þátttak-
endum.
Umsóknarfrestur um skólavist
næsta skólaár er til 1. júli. Mikil
aðsókn er að skólanum og þvi
óvlst aö hægt verði að veita öllum
skólavist sem sækja.
Ástæður fyrir bensín- og gasolíuhækkun:
Gengisbreytingar
og geymdur vandi
Um þessi mánaðamót er inn-
kaupajöfnunarreikningur bensfns
óhagstæður um 666 miljónir
króna og innkaupajöfnunarreikn-
ingur gasoliu óhag stæður um
1023 miljónir. Það eru gengis-
breytingar fsl. krónunnar sem
vaida þessari stöðu. Frá verð-
ákvörðun bensins I mars I ár fram
til nýju verðákvörðunarinnar um
siðustu helgi hefurgengi banda-
rikjadollars hækkað um rúmlega
13% og frá þvl Idesember I fyrra,
þegar gasoliuverö sem gilti I sið-
ustu viku var ákveðiö, nemur
hækkun á gengi dollarans 18%.
Þessar upplýsingar koma fram
I fréttatilkynningu frá rlkis-
stjdrninni þar sem raktar eru
ástæður siðustu hækkunar á
benslni og gasoliu, en bensin
hefur verið hækkað I 481 kr. pr.
liter og gasolian I 196.40 krónur
pr. llter. 1 fréttatilkynningunni
kemur fram að mestur hluti slð-
ustu hækkunar stafi af ofan-
greindu gengissigi. Einnig hafi
orðiö að mæta geymdum vanda
frá slöasta ári og færa tekjuöflun
til vegagerðar til samræmis við
áætlun fjárlaga.
Geymdi vandinn er þannig til
kominn, aö I fyrra sumar, þegar
hækkanir á oliuverði voru ör-
astar, var tekiö 3 miljaröa króna
erlent lán til að unnt væri að
dreifa hækkunum á gasoliuverði
yfir lengra tímabil en ella. Nú er
endurgreiðsla þessa láns hafin,
og ganga til hennar 5.46 krónur af
verði hvers gasollulltra.
Bensingjald, sem hækkaði um
kr. 8.50, rennur einvöröungu til
vegagerðar. Sú hækkun gjaldsins
sem nú kom til framkvæmda, var
heimil þegar I aprll, eftir að ný
byggingarvisitala lá fyrir.
— þm