Þjóðviljinn - 02.07.1980, Side 6

Þjóðviljinn - 02.07.1980, Side 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miftvikudagur 2. júli 1980. .Eeykvikingar — stöndum saman gegn siendurteknum árásum á llfskjör okkar en flýjum ekki land Aðalheiður Jónsdóttir. Byggdastefnu- og landbúnaðar„hrollvekjan” Ég ætla að nota hér þetta si- endurtekna orö: byggðastefna, þó aö mér finnist það eitthvert hvim- leiðasta orð i Islensku máli eins og nú standa sakir, en þar sem eitt af þessum athyglisverðu byggðastefnumálum er efst á baugi verður vart hjá þvi komisT að nefna það. Það mun vera nú sem stendur eitt mesta hagsmunamál lands- byggðarinnar, að helmingi dýr- ara verði fyrir Reykvikinga aö tala hér hiísa á milli en fyrir fólk þar að hringja hingað. — En ég spyr: Er þetta réttlæti? Þaö á kannski að vera til þess að auð- velda Reykvikingum að borga fyrir afleysingaþjónustu hjá bændum og önnur friðindi þeim tii handa? — Er byggöastefnan I þvi fólgin að rýra kjör fólks hér á Reykja- vlkursvæöinu svo sem veröa má og hvað verður langt þangað til við veröum látin borga ferða- kostnað landsbyggðafólks hingað til Reykjavlkur? — Það hljóta all ir að sjá að þessar linnulausu árásir frá landsbyggðinni og alþingismönnum. hljóta að hafa mjög skaðleg áhrif á llf fólks hér. Póst- og slmamálastjóri lét svo ummælt, að allir stjórnmála- flokkarnir væru sammála I þessu simamáli og vildu drlfa það sem fyrst I framkvæmd, — En hvernig væri annars að póst- og slma- málastjóri ásamt öðru starfsfólki þeirrar stofnunar og hinum og öðrum forréttindahópum mættu fara að borga fyrir sinn síma eins og venjulegt fólk. — Þaö er alveg ljóst að meö þessu fyrirkomulagi veröur slmi sá munaöur, sem lág- tekjufólk hér I Reykjavlk hefur ekki ráö á að veita sér. — Það er alveg furöulegt, að allir stjórn- málaflokkarnir skulistanda með landsbyggðinni I öllum hennar ósvlfnu kröfum, sem látlaust dynja yfir okkur hér. Þaöerekk- ert um þaö, að varla er fyrr búiö að bera þær fram en þær eru stað- festar sem lög frá Alþingi. Eng- inn flokkur þorir annað en sam- þykkja ósómann. — Atkvæðavæg- iö I landinu er á þá lund að það beinlínis valdar þetta fólk I hvaða ósvffni sem er. En er nú ekki mál aö linni? — Vilduð þiö ekki reyna að átta ykkur á þvl, alþingis- menn, hvað er að gerast? — Viö skulum taka dæmi beint úr veru- leikanum: Sagt er að 170C^sautján hundruð, íbúðir á höfuðborgar- svæöinu séu I eigu bænda eöa landsbyggöaríólks og þessar Ibúöir standi auðar mest-allt árið nema þegar þeir eru að leika sér I borginni. — Er liklegt að hinn al- menni launamaður hér þurfi aö láta af hendi fjármuni eða eitt- hvaöaf sinum llfsþægindum til að jafna kjörin? — Eru ekki lægstu laun eitthvað um 270 þús. kr. á mán. og er ekki leiga á þriggja herbergja Ibúö um 140 þús. kr. á mán. eöa meira? — Hversvegna látið þið ekki bændur og annaö landsbyggðarfólk sem býr I frlu eða næstum frlu húsnæði borga einhvern hluta af þessari leigu? — Eða getið þiö forsvarað það fyrir sjálfum ykkur eöa öðrum að skylda fólk hér, sem ekki getur eignast þak yfirhöfuöiðog býr við þessar aöstæður, til að borga aö miklu leyti oliu- rafmagns- og slmagjöld fyrir stóreignamenn úti á landsbyggðinni? — Þetta eru svo blygöunarlausar árásir á llfs- kjör fólks hér að þær veröa að taka að enda. Og svo sannarlega vil ég vona aö Reykvlkingar standi saman um að krefjast þess að hætt verði þessum gegndar- lausa fjáraustri til bænda og fólks þar Uti á landsbyggðinni nema eftir nákvæma rannsókn á að þeir komist þá ekki af hjálparlaust. Það virðist þurfa alveg ótrú- lega rangsnúið hugarfar til þess að vera alltaf að leita aö þvl hvort Reykvlkingar hafi ekki I ein- hverjum atriðum betri aðstöðu en landsbyggðarfólk, og ef svo er, að jafna þá þarum, en hversu margt sem er miklu ódýrara þar úti má það allt standa óhaggaö. — En það er nú ekki svo sem hér sé allt tínt og upp taliö, sem vert er að skoða nánar. Vissulega er það fleira sem getur orðiö bændum féþúfa og okkur út- gjaldaliðir eins og t.d. ef þaö skyldi detta I blessað veðrið að veröa eitthvaö válynt og ekki nógu tillitssamt við bændur þá reka bændur og stjórnvöld hverji sinni hverjir sem stjórnarherr- amir eru upp ramakvein og segja: „Nú veröur þjóöin aö styðja við bak bænda”, — og el landið sem þeir eiga einir þegar þeir eru að moka upp úr því f jár munum, skyldi finna upp á þvi að gera þeim einhverja glennu, þá afneita þeir þessu sama landi. Þá er pao ekki lengur þeirra eigið land, sem guö gaf. Nú heitir þaö einfaldlega náttúruhamfarir, sem öll þjóðin á og ber ábyrgð á. Þá eru það þeir hinir sömu sem urðu að greiöa himin- háar f járhæðir fyrir að fá að nýta þær orkulindir sem landið hafði upp á að bjóöa, er nú veröa að borga tjón landeigandans. Er þetta eitthvaö sem hægt er að skilgreina sem réttlæti? — Hér skal til samanburöar tekið atvik sem geröist I Reykjavlk fyrir nokkrum árum: Heilu þökin fuku af fjölmörgum húsum bæði járn og pappaklæöning. Þetta var geysimikið tjón fyrir marga, sem vissulega áttu fullerfitt með að standa undir gjöldum af nýlega keyptum íbúöum, þótt slikt áfall hefði ekki duniö yfir. En hvað var gert þessu fólki til bjargar? — Jú, einhverjir Ibúöaeigendur fóru á fund mannsins með „geislabaug- inn” og komu aftur úr þeirri reisu uppljómaðir af hans dýrölegu „auru”, sungu honum lof og dýrð og sögðu: „Allt okkar tjón veröur bætt”. En hvað gerðist, — jú, þeir sem áttu einbýlishúsin fengu bætt sitt tjón, en þeir sem bjuggu I blokkum máttu blta I það súra epli aö fá ekki neitt. Þeirra eign var ekki nógu stór. — „Svo fór um sjóferö þá”. Verum þess minnug, Reyk- víkingar, að við höfum hér enga sem gæta hagsmuna okkar, hvorki I þessu bæjarfélagi eöa á Alþingi. Þar eiga allir flokkar samstöðu hversu sundurlyndir sem þeir annars eru. Tæpast tekur nokkur mark á Krötum, þó aö þeir reki við og við upp eitt- hvert gól, Þeir þurftu ekkert að minnast á meðan þeir voru I rlkisstjdrn, að auðlindir landsins skyldu vera þjóöareign. Þá mátti hvert fátækt sveitarfélagiö eftir annað og þjóðin öll borga geig- vænlegt gjald fyrir að fá að nýta orkulindimar. Nú er sagt að ekki sé svigrúm til kauphækkana, en hvað kom til að svigrúm var til kauphækkana bænda? — Var það af þvi aö þeir eru allt I senn: launþegar, fram- leiöendurogvinnuveitendur, sem sagt „þrefaldir I roðinu”. — Þaö er annars merkilegt að þiö skuliö ekki gera atvinnurekendur hér aö launþegum lika, þegar þeim gæti hentað það eins og t.d., að þeir fái greitt orlofsfé úr rlkissjóði. Nú spyr vist margur, hvað muni gerast I kaupgjaldsmálum, hvort þaö muni geta skeö, aö há- launahóparnir heimti margfalt hærri bætur á laun en lálaunafólk fær. Þaö er alveg furðulegt að þetta ranglæti skuli enn ríkja en fólk I lægri launaflokkunum ætti orðið að sjá, aö þeirra höfuöaríd- stæðingar eru hálaunahóparnir innan þeirra eigin félagssam- taka, hvort heldur er A.S.l. eöa B.S.R.B. Þar er engu meiri rétt- lætiskennd en hjá atvinnu- rekendum. Það er svo augljóSt aö þeir vilja ekki jafna kjörin á nokkurn hótt. — Þeir geta auð- vitað sungið Internationalen eða önnur þessháttar ljóð, en svo lengi sem frumskógalögmálið er gildandi I félagssamtökum þeirra, verða þau ekki annað en óskapnaður, enda þótt lög þeirra kveði á um frelsi, jafnrétti og réttlæti. En nú langar mig að spyrja ykkur, stjórnarherrar góðir, hverjar eru viðmiðunarstéttir bænda þegar verið er að skammta þeim kjörin; er það kannski sá launahópur, sem hefur 270 þús. kr. á mán.? Þetta væri mjög gaman aö fá upplýst. Einnig væri gaman að fá að vita hvað bændur fá I kaup fyrir að sitja sitt eigiö þing hér í Reykjavlk; svo er ég viss um aö marga langar að vita, hvort alþingismenn og ráö- herrar úr bændaliði hafa nógu góða bakstoö, hvort þaö er alveg öruggt að þeir fái sinn hlut af hýr- unni. Það var hér á árum áöur, þegar launafólk neyddist til aö fara I verkfall, að bændahöfðinginn, Gunnar Guðbjartsson, vildi um- svifalaust flytja þaö til Slberlu eða Klna. Hversvegna hlýddi ríkisvaldiö ekki þá? — Það skyldi þó aldrei hafa verið að þeir hafi óttast, að bændur þyrftu þá að fara að leggja meira að sér þegar fyrirvinnunum fækkaði. Verkalýðsflokkar Það hefur tltt verið talaö hér um verkalýðsflokka. Þeirra raunasaga verður ekki rakin hér. — Þaö er að vlsu margþekkt fyrirbæri aö villa á sér heimildir, en að nokkur hinna Islensku stjórnmálaflokka skuli vera svo blygðunarlaus að nefna sig verkalýösflokk jafnframt þvl að starfa á þann hátt er þeir gera er meiri óskammfeilni en hægt er að bjóða. — Kratar hafa nú fyrir löngu slðan sýnt sitt rétta andlit og auövitaö máttu allir vita að afturgengnir yrðu þeir verri en nokkru sinni fyrr. En ekki er ég viss um að stuöningsmenn Al- þýöubandalagsins hér I Reykja- vlk hafi ætlast til eða búist við aö það stæöiaö öllum þessum skolla- leik og að viðbættu þvl aö líða það aðhálaunahóparnir fái hærri dýr- tíöaruppbót en láglauna- fólk. — Engu ætla ég að spá um fylgisaukningu eða fylgistap I framtlðinni, en ekki er ég viss um að pólitlk sé trúaratriði hjá öllum eins og t.d. þeim, sem kosið hafa lhaldið hér I Reykjavlk I hálfa öld og ætla að halda þvl áfram á hverju sem gengur. — Ég verö aö segja aö ég harma þaö hvernig málin standa, hver afstaöa ykkar Alþýðubandalagsmanna er I landbúnaðar- og byggðastefnu- málum, þvl aö ýmsu góðu hafið þiö komiö til leiðar og aldrei skriöiö fyrir erlendu valdi eða svikið þjóð ykkar við samninga- borð; en þrátt fyrir það þá hljótið þið aö hafa glatað hugsjón ykkar um réttlátara þjóðfélag, nema þvl aðeins að hún hafi aldrei veriö annaö en orðaflaumur og pappírsplagg, en hvort heldur er sýnist mér að eftir standi aöeins llfvana beinagrind. — Og veröur þá ekki að gefnu tilefni graf- skriftin þessar gamalkunnu setn- ingar: „Hið góöa sem hann vildi gerði hann ekki, en hið illa sem hann ekki vildi það gerði hann”. — Og svo „Amen eftir efninu”. Fyrir alla muni fallið ekki I sama blekkingafenið og Kratar, sem drógu sitt lifvana flokkshræ upp Ur djúpinu, svo að nú reikar þaö um eins og illvíg afturganga I þjóðfélaginu; breytið heldur um nafn I samræmi vð starfshætti ykkar. — Væri ekki ágætt nafn Bændaflokkur eða Nýi Fram- sóknarflokkurinn! þá gætuð þið væntanlega oröiö hugsjón ykkar trúir. Þá ættu llka bændur og annað landsbyggöafólk að geta hætt að trúa á Rússa-grlluna. Eitt kosningatromp þeirra var að segja fólki að þeir væru orðnir heiðarlegir og ýmsir fullyrtu, aö þeir hefðu meira að segja verið farnir aö trúa þvl sjálfir. — Svo siðast en ekki slst á Framsókn eitt stórt glansnúmer: — mann- inn, sem hætti,en hætti svo við að hætta. — Það má þó segja, að ekki var laust við hann lánið, frekar en fyrri daginn, annars hefði hann sennilega misst af dansinum við Frydenlund. Aö lokum þetta: — Reyk- vlkingar, stöndum saman gegn siendurteknum árásum á llfskjör okkar, en flýjum ekki land. Nógu lengi höfum viö þagaö við ranglætiog kjaraskerðingu, tekið þvl öllu með þegjandi undirgefni, jafnvel japli alþingismanna um aö atkvæðavægi I landinu þurfi eitthvaö að jafna, þó að mjög verði aö fara varlega I það vegna landsbyggðarinnar. — Látum ekki landsbyggðavæl og Ulfaþyt kæfa okkur. Fram til sigurs! — Krefjumst þess af Al- þingi aö áður en þessu kjörtíma- bili lýkur verði fullkomin mann- réttindi okkar að hafa verið lög- leidd, ekki að óverulegum hluta heldur til jafns viö hvern annan þegn þess lands. — Að öðrum kósti kjósum ekki! U

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.