Þjóðviljinn - 04.07.1980, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 04.07.1980, Blaðsíða 1
UÚDVIUINN Föstudagur 4. júlí, 150. tbl. 45. árg. — Handarbakavinna Lítið virðist enn hafa þokast í samkomuiags- átt í samningaviðræðun- um við BSRB og eru margir samninganefnd- armanna orðnir lang- þreyttir, að því er fram kemur í viðtölum við tvo nefndarmanna I upphaf i fundar í gær. Sjá 3. síðu Verkfall flugmanna á laugardag: SiAustu fréttir: Á fundi sinum I gærkvöldi ákváöu flugmenn aö fresta fyrra laugardagsverkfalli sinu sem átti aö veröa nú 5. júli til þess aö skapa svigrúm til frekari viö- ræöna. Var þetta gert aö til- mælum Steingrims Her- mannssonar samgönguráöherra, en hann fundaöi meö þeim sfö- degis i gær. Stjórn Flugleiöa sat á fundi allan daginn i gær og ályktaöi I lok fundar aö hún gæti ekki geng- iö lengra til móts viö kröfur flugmanna heldur en hún geröi á samningafundi i fyrrinótt, enda væri hún meö þvi móti aö afsala sér vissum hluta af framkvæmdastjórn félagsins. Sveinn Sæmundsson blaöa- fulltrúi Flugleiöa sagöi I samtali Ný fiskveiðistefna: Afboðað að tilmælum samgönguráðherra viö Þjóöviljann i gærkvöldi aö yfirvofandi verkfall þætti hörö aögerö á erfiöum timum og Flug- leiöir heföu þegar oröiö fyrir miklu tjóni vegna þess. Þegar heföi mikiö af afpöntunum borist og nú er á leiöinni til landsins erlend leiguflugvél til aö taka hóp sem Flugleiöir áttu aö flytja. Þá sagöi Sveinn aö meöal þess sem flugmenn kreföust væri aö ákveöa hvaöa flugvélategundir ættu aö vera I förum á ákveönum leiöum en slikt myndi hafa mikla óhagkvæmni i för meö sér. Þeir vildu færa allt I fyrra horf eins og timarnir heföu ekkert breyst. — GFr Detta úr lofti dropar stórir.og viröist svo sem góða veöriö hafi yfirgefiö okkur hér á Suövesturhorninu I bili. Þessir feröalangar láta þaö ekki á sig fá, heldur snæöa úti viö og hengja föt til þerris! Myndin var tekin á tjaldstæöinu i Laugardal i gær. Mynd gel. Margvíslegar aðgeröir í gangi til að bœta hag flystihúsa Vonbrigði með fréttir um nýjar uppsagnir Kvóta- kerfi á svæði eða hús Nýlega hefur veriö skipuö nefnd til aö undirbúa frumvarp um nýja fiskveiðistefnu til aö samhæfa betur fiskiveiöar, vinnslu og markaöi en nú er. Meðal hugmynda um slika stefnu er aö setja kvótakerfi á einstök fiskvinnsluhús svo aö þau taki ekki viö meiri afla en afkastageta þeirra leyfir eöa þá aö setja siikt kvótakerfi á einstök landsvæöi. Þaö var Steingrimur Her- mannsson sjávarútvegsráöherra sem sagöi frá nefndarskipuninniá blaöamannafundi I gær, en hann situr sjálfur i henni og ennfremur þrir fyrrverandi sjávarútvegs- ráöherrar, þeir Lúövík Jóseps- son, Matthias Bjarnason og Kjartan Jóhannsson, og svo Stefán Guömundsson. Þaö má þvl segja aö hér sé um mikla þunga- vigtarnefnd aö ræöa. Steingrlmur sagöi aö sú fisk- veiöistefna sem nú er framkvæmd væri vægast sagt vafasöm þar sm mikil áhersla væri lögö á veiöarnar meöan litiö væri hugsaö um vinnslu og mark- aöi. Sagöi hann þaö fáránlegt aö 2/3 hlutar þorskaflans kæmu kannski aö landi fyrstu 4-5 mán- uöi ársins svo aö húsin gætu alls ekki unniö úr honum og fyrsta- flokks bátafiskur yröi jafnvel aö gúánói. Sagöi hann aö i hinum mikla afla fyrri hluta þessa árs heföi hlutur hráefnis i framleiöslu frystihúsana sums staöar hækkaö Úr 50% i 60%. —GFr. sagði Steingrímur Hermannsson sjávarútvegsráðherra „Undanfarna daga og vikur hefur verið gripið til ýmissa aðgerða til að bæta hag frystihúsanna og það er von mín að þær verði til þess að halda uppsögnum í lágmarki, en ég verð að segja eins og er að ég hef orðið fyrir vonbrigðum með fregnir um nýjar uppsagnir sem sagt hefur verið frá í blöðunum að undanförnu," sagði Steingrímur Hermannsson sjávarútvegsráðherra á blaðamannaf undi sem hann boðaði til í gær. Þær aögeröir sem nú eru i gangi eru eftirfarandi: 1. Undirbúningur aö tillögum um breytta fiskveiöistefnu til aö samhæfa betur en nú er veiöar, vinnslu og markaöi, en frá þessu atriöi er sagt I annarri frétt i blaöinu I dag. 2. Ný markaösöflun sem miöar aö þvi aö ekki komi til lokunar vegna birgöasöfnunar. Ma. hefur nýlega veriö geröur viöbótar- samningur um sölu á 5000 lestum til Sovétrikjanna. Steingrimur sjávarútvegsráöherra sagöi á blaöamannafundinum aö viö heföum lagt of mikla áherslu á Bandarikjamarkaö en vanrækt Evrópumarkaöinn. Nú væri 3 manna nefnd á vegum söluaöila til aö kanna markaöi i Evrópu og auk þess væru opinberir aöilar aö vinna aö markaösöflun þar. 3. Þá hefur veriö tekin sú ákvöröun af sölusamtökunum aö leggja éherslu á aö framleiöa blokk fremur en flök vegna meiri samdráttar i sölu flaka. Veröiö fyrir flökin hefur veriö 1.50—1.60 dollarar en fyrir blokkirnar um 1 dollar. Veröjöfnunarsjóöur hefur Steingrfmur Hermannsson sjávarútvegsráöherra ásamt Boga Þóröar- syni aöstoöarmanni ráöherra til vinstri og éni Arnaids ráöuneytisstjóra hægramegin. —Ljósm. —gel— samþykkt aö lita á þessi umskipti borga 20 kr. uppbót á hvert pund á framleiöslu sem veröfall og af blokk. Þetta mun bæta afkomu frystihúanna um 2—3%. 4. Þá hefur Seölabankinn ákveöiö aö bæta hlutfall afuröa- lána til bráöabirgöa úr 75% 1 85% og von er til þess aö næstu daga veröi ennfremur tekin ákvöröun um hækkun afuröalána. 5. Þá er nú veriö ao vinna ao skuldbreytingu á vanskilalánum viö Otvegsbankann, en þau eru talin nema 8—10 miljöröum króna. Steingrimur Hermannsson sagöi aö þaö væri misskilningur aö birgöasöfnun sjávarafuröa væri rót vandans. Hún yki aöeins vandann sem fyrir væri. Grundvöllur vanda frystihúsanna núna lægi aftur til ársins 1979 þegar kostnaöur heföi hækkaö um 50% meöan fiskverö hækkaöi um 30%. Siöan hafa allar fiskverös- hækkanir veriö bættar meö gengissigi og sagöi Steingrimur aö hinum ársfjóröungslegu kollsteypum yröi aö ljúka. — GFr Ölafur Jóhannesson utanríkisráðherra: Vill herskólagenginn mann til ráðuneytisstarfa Ólafur Jóhannesson utanríkisráðherra „hefur hugsað sér" að ráða her- a skólagenginn islendingtil istarfa í utanríkisráðu- neytinu. Þetta kom m.a. fram á blaðamannafundi í gær, sem haldinn var í tilefni af fertugsafmæli utanríkisþjónustunnar n. k. þriðjudag. Svavar Gestsson, félagsmála- ráðherra, sagði i gær að ný staða hernaðarsér- fræðings hefði ekki svo mikið sem verið orðuð innan ríkisstjórnarinnar. Ölafur Jóhannesson vildi ekki ræöa nánar hvert yröi verksviö hernaöarráögjafans I utanrikis- ráöuneytinu, en gat þess aö þrlr Islendingar væru nú viö nám i herskóla I Noregi. Hann neitaöi aö svara þvi hvenær ætlunin væri aö ráöa sérfræöinginn og eins þvl hvort einn þessara þriggja manna væri i sigti. Þjóöviljanum er ekki kunnugt nema um tvo Islendinga sem valiö hafa sér hernaöarbrölt Nato-Noregs sem framhalds- menntun. Svo vel vill til aö ann- ar þeirra er Kjartan Gunnars- son, lögfræöingur fyrrum Heim- dallar- og Vökuforkólfur, og virtur félagi I Samtökum ungra áhugamanna um vestræna samvinnu. Þaö skyldi þó aldrei vera aö hann væri sá sem ólafur Jóhannesson hefur I huga?— AI Veröur Kjartan Gunnarsson fyrsti Islenski hernaöartæknir- inn?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.