Þjóðviljinn - 04.07.1980, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 04.07.1980, Blaðsíða 7
Föstudagur 4. júll 1980. ÞJÖÐVILJINN SIÐA 7 MINNING Olafur Stephensen F. 18. júlí 1934 — D. 25. júní 1980 Símhringing. Helfregn. Góður vinur og samstarfsmaöur var rétt I þessu að látast skyndilega enn á besta aldri, tæpra 46 ára. Tregi. Söknuður. Hvað meö konuna, börnin? Þaö syrtir aö þrátt fyrir glampandi hádegissólina, geislar hennar blikna og hætta að verma. Hann var nýkominn heim, glaður og hress, úr námsferð til Englands og i framhaldi af þvl stuttri hvildarreisu til suðlægari landa með konu sinni og drengj- unum tveim þar sem þau hittu dótturina eftir nær árlanga úti- vist. Að morgni næsta dags er fariö i laugarnar til að fá sér sundsprett, eins og svo oft haföi veriö gert i fritimum á siðari árum, og þar ber að fráfall hans með svo sviplegum hætti. Hjarta- mein varð honum að aldurtila. Ólafur Stephensen læknir var fæddur i Reykjavik, sonur Eiriks Ólafssonar Stephensen, sem látinn er fyrir allmörgum árum og konu hans Gyðu Finnsdóttur, sem enn er á lífi öldruð orðin. Ólafur ólst upp meö foreldrum sinum, næstyngstur fjögurra systkina. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum i Reykjavik árið 1954 og embættisprófi I læknisfræði frá Háskóla lslands veturinn 1962. Eftir kandidats- nám á ýmsum sjúkrahúsum var honum veitt almennt lækninga- leyfi árið 1964. Hugurinn stóð til frekari menntunar. Hann stund- aði framhaldsnám I barna- lækningum á Landspitalanum, við læknaháskóla New York borgar I Bandarlkjunum og við háskólasjúkrahúsiö i Uppsölum, Sviþjóð. í ágúst 1970 hlaut hann viðurkenningu sem sérfræðingur i barnalækningum. Ólafur réðist sem aðstoðar- læknir að barnadeild Landspital- ans i júni 1969 en áður eöa árið 1963 hafði hann gegnt þar kandi- datsstöðu um 1 árs skeið. 1. júni 1970 var hann fastráðinn að barnadeildinni sem sérfræöingur og gegndi þvi starfi til dánardæg- urs. Asamt öörum rak hann læknisstofu i Reykjavik þar sem hann veitti þjónustu I sérgrein sinni eftir þvi sem viö varð komiö vegna sjúkrahússtarfanna. Þá gaf hann sig nokkuð að skóla- lækningum og hafði áhuga fyrir þeim málum. Siðari árin var hann og stundarkennari við læknadeild Háskóla Islands. I framhaldsnámi sinu haföi ölafur lagt sig sérstaklega eftir að kynnast greiningaraöferðum og meðferð hjartasjúkdóma hjá börnum og féll það þvi I hans hlut, eftir að hann kom að Barnaspital- anum að hafa meö slik börn að gera. Þessi hópur sjúklinga sem er talsvert fjölmennur þarfnast náins eftirlits og natni af hendi læknisins, umönnun þeirra er timafrek og aðstandendur verða að eiga kost á stöðugri ráðgjöf. Svipað er aö segja um annan en sem betur fer, minni hóp barna með langvinnan sjúkdóm „Fibrosir cystica” sem varð hlut- skipti Ólafs að sinna. Var hann ráðgjafi og fræðilegur bakhjall þeirra óformlegu samtaka sem um þessa sjúklinga hafa verið mynduð. Ólafur var vel menntaður læknir og lagði sig i framkróka um að viðhalda þekkingu sinni og kynna sér nýjungar með lestri fræðirita og námsferðum til út- landa. Olafur tók þátt I ýmsum félags- málastörfum. Þar á meðal sat hann um skeið og á ýmsum timum I stjórnum Læknafélags Reykjavlkur, Félags islenskra barnalækna og Barnalæknasam- bands Norðurlanda. Þar að auki voru honum falin ein og önnur trúnaðarstörf á vegum lækna- samtakanna og Læknaráðs Land- spitalans. Hverju þvi verkefni er ólafi var fengið I hendur gaf hann sig allan aö og reyndi aö leysa af kost- gæfni. Læknisstarfið átti við hann og honum farnaöist vel á þeim vettvangi enda var hann þeim hæfileikum búinn sem til þarf, skarpri greind og staðgóðri þekkingu, ásamt sterkri löngun til að hjálpa og likna. Frá þvi fundum okkar ólafs bar fyrst saman fyrir 17 árum féll mér vel við hann og þeim mun betur sem kynnin urðu nánari og samfelldari slðustu 11 árin i sam- bandi viö störf okkar á Barna- spltala Hringsins. Ólafur var að eðlisfari fremur dulur, hlé- drægur og fáskiptinn, flikaði ekki tilfinningum sinum i margmenni, en er við ræddum saman á kyrr- látari næðisstundum var hugur- inn opinn, tjáningin óbeisluð og ég reyndi manninn að hlýju og vinarþeli. Hann tranaöi sér aldrei fram, sóttist ekki eftir veg- tyllum eða völdum. Það voru aörir sem komu auga á mann- kosti hans og völdu hann til ýmiss konar trúnaðarstarfa. Hann var umtalsgóður, traustur og hrein- skiptinn. Þótt Olafur hefði sig venjulega litið i frammi haföi hann sinar skoðanir á mönnum og málefnum og hélt þeim einarð- lega fram ef þvi var aö skipta. Ólafur hafði notalega kimni- gáfu, án allrar rætni, varpaöi fram hnyttilegum athuga- semdum og naut þess að skemmta sér I góöra vina hóp. Hann var listhneigöur, hafði yndi af tónlist, var sjálfur söngvinn, hafði góöa tenórrödd og um árabil hefur hann verið virkur þátttak- andi I starfsemi karlakórsins Fóstbræður. Listaskyn hans var þroskað á fleiri sviðum, hafði t.d. snemma áhuga fyrir leiklist og ljóðalestri. Ljóst er af starfsferli Olafs að viða er skarð fyrir skildi við frá- fall hans og sæti hans verður vandfyllt. Þar fyrir utan eru svo hin mennlegu samskipti sem Ólafur átti þátt I að skapa með persónu sinni og aldrei verða söm þegar hann er horfinn. Sannast nú, eins og svo oft áður, aö enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Þann 23. júli 1960 kvæntist Ólaf- ur skólasystur sinni úr menntaskóla, Guðrúnu Theodóru Sigurðardóttur, sálfræðingi. Börnin eru þrjú, Sigriður Stein- unn, 19 ára, nemandi I menntaskóla, Eirikur nýlega orð- inn 13 ára og Sigurður Sverrir sem verður 12 ára slðar á þessu ári. Ólafur var heimakær og lagði mikla rækt við fjölskyldu slna, mérvirtist hún ávallt vera aöal- atriðiö I huga hans. Hann var ekki einungis góður eiginmaður og faöir, heldur jafnframt vinur þeirra og félagi I daglegu lifi. Sem ég sit á þessari stundu I vinnuherbergi mlnu get ég vel Imyndaö mér Olaf horfandi á mig álengdar hlýjan og kankvisan á svip yfir amstri minu við að finna hugsunum minum og tilfinning- um búning I rituöu máli, en I svipnum er jafnframt áminning um að skynsemi skuli ráða og ekki dugi aö hafa uppi harmatöl- ur. Ég hlýði. Ég bið Ólaf að með- taka að leiðarlokum þakkir frá okkur öllum, mér og minum, starfsfólki Barnaspitala Hrings- ins, sjúklingum hans og aðstand- endum þeirra fyrir samveruna, góða viökynningu og alla hjálp. Ég leyfi mér, fyrir hönd sömu aðila, að votta eiginkonu Olafs, börnum og öðrum ættingjum okkar dýpstu og innilegustu sam- úð. Oll él birtir upp um siöir. Við skulum ylja okkur við bjartar minningar. Vikingur H. Arnórsson Starfsfólk Landspltalans stóð höggdofa 25. júnl sl., þegar lát Ólafs Stephensens læknis fréttist á sjúkrahúsinu. Þessi vinsæli samstarfsmaöur hafði verið hrif- inn á brott skyndilega og óvænt af hjartasjúkdómi, sem ekki haföi gert boð á undan sér. Olafur fæddist 18. júll 1934 1 vesturbænum I Reykjavlk. For- eldrar hans eru Eirikur og Gyöa Stephensen. ólafur stundaði nám i gamla barnaskólanum við Tjörnina, siðan I Gagnfræðaskóla Vesturbæjar við öldugötu og I Menntaskólanum I Reykjavik. Hann var góður námsmaöur, kátur félagi, og tengdist þá vináttuböndum við fjölmarga, og entust þau til æviloka. Að loknu stúdentsprófi 1954 hóf hann nám I læknadeild Háskóla tslands og tök kandidatspróf I febrúar 1962 Næsta ári var varið til aö gegna námskandidats- og héraðslæknis- störfum. Ólafur sigldi til framhaldsnáms i barnalækningum sumarið 1964 til New York, vann á Bellevue sjúkrahúsi þar I borg til 1966, en fluttist þá til Uppsala. Þar starf- aði hann næstu 3 árin á barna- deild Akademiska spitalans og fékkst einkum við rannsóknir og lækningar barna með hjartasjúk- dóma. Hann hlaut sérfræðiviður- kenningu I barnalækningum 1970. Nú var löngu námi lokið og starf hér heima tók viö. Ólafur réðst sérfræðingur á Barna- spitala Hringsins (barnadeild Landspitalans) 1969. Um þetta leyti tók til starfa rannsóknastofa i hjartasjúkdómum á Land- spitala. Þar stundaöi Ólafur rannsóknir á börnum með hjarta- galla auk starfa sinna á barna- deildinni. Þetta voru böm á öllum aldri. Oft þurfti hann að greina hjartagalla hjá nýfæddum börnum, taka ákvörðun um meðferð, hringja til London til að biðja um sjúkrahúsvist fyrir börnin og jafnvel fylgja þeim flugleiðis þangað, ef þau voru mjög veik. Vandasamar rann- sóknir, vökur og áhyggjur voru ekki taldar eftir. ólafur var eini bamalæknirinn, sem hafði sér- hæft sig á þessu sviði. Er nú skarð fyrir skildi. Einn stofnenda læknastofunnar I Siðumúla 34 árið 1972 var Ólafur Stephensen. Þar skoðaði hann börn, sem til hans var visað.og fylgdi eftir þeim, sem áttu við vandasama sjúkdóma að striöa. Varhann stjórnarformaður sam- eignarfélags okkar I læknastof- unni, þegar hann féll frá. Ólafur fylgdist mjög vel meö I sérgrein sinni. Hann las timarit ogbækur, fór árlega á læknaþing, þar sem fjallað var um barna- sjúkdóma almennt eða hjarta- sjúkdóma barna. Hann var valinn til að vera fulltrúi íslands i nor- rænni samvinnu um meðferö barna meö sjaldgæfan lungna- sjúkdóm og sótti fundi vegna þess. Einnig skrifaði hann I ladcnatimarit um sérgrein sina. Auk þess sem að framan er taliö, starfaöi hann sem skóla- læknir i Fossvogsskóla, kenndi læknastúdentum, vann að félags- málum bæöi i stéttarfélögum ladina og læknaráði Landspital- ans. ólafur var mikill gæfumaður i öllu sinu starfi, en tæpast hefur það þó jafnast á við það, hve lán- samur hann var I einkalifi sínu. Hann krantist Guðrúnu Theódóru Sigurðardóttur sálfræðingi og skólasystur sinni og hefðu þau átt 20 ára brúðkaupsafmæli nú i þessum mánuði. Þau eignuðust 3 myndarbörn, Sigrlði Steinunni, Eirik og Sigurð Sverri. Þessi fjöl- skylda var ákaflega samhent, fylgdi ólafi á læknafundi þegar færi gafst, feröaðist saman, fór á skiði og stundaði aðra útiveru. Það var sérstaklega gaman að heimsækja þau, húsbændur voru alltaf kátir og fjörugir og börnin kynntust einnig vinum þeirra. Ólafur var meðalmaður á hæö, hann var ljósskoilhærður, blá- eygur með broshrukkur og sam- svaraði sér vel. Hann var skap- góður, glaðlyndur, blistraöi oft eða raulaði lagstúf fyrir munni sér. Léttur var hann i spori og mátti þekkja hann af göngu- laginu á göngum Landspitalans áöur en hann kom I sjónmál. Hann var ákveðinn og fastur fyrir, ef á þurfti að halda, en leysti flest mál með lagni. Söng- maður var hann góður og tón- listarunnandi og söng I karla- kórnum Fóstbræður um árabil, var hrókur alls fagnaðar I sam- kvæmum, stjórnaði fjöldasöng þegar bekkjarsystkini hans, starfsbræður eða aðrir vinir hittust. Hann var viðlesinn, sam- viskusamur og fróður I starfi, var elskur að bömum og hafði lag á að ná trúnaði þeirra og vináttu, þannig að samstarf hans við sjúk- lingana var með ágætum. Nú er þessi vinur okkar horfinn héðan. Eftir 28 ára nám, fengum viö aðeins aö njóta starfa hans i 11 ár. Fjölmörg börn hafa misst lækni sinn og vin. Skólasystkin og samstarfsmenn eru harmi slegin. En sárasti söknuðurinn er hjá eiginkonu og börnum, aldraðri móður, systkinum og tengda- móður. I dag senda fjölmargir þeim hlýjar hugsanir og samúðarkveðjur. Minningar^ hrannast upp um æskuvin, skólabróður og starfs- félaga. Vænst þykir mér um þá mynd af þessum kæra vini minum, þar sem hann tyllir sér á borðbrún eða skoðunarbekk i læknastofunni, á stutterma skyrtu meö hlustplpu um hálsinn, hýr og hjalandi framan i ungan sjúkling sinn, sem endurgeldur honum brosið. Arni Kristinsson Flesta menn dreymir að lifa farsællega. Sú farsæld getur verið með ýmsu móti, svo furðulega margvislegur er fjölbreytileiki tilverunnar. Einn myndi tiunda gæfu, annar gjörvuleika, þriðji afrek, fjórði frægð, fimmti sköp- unarmátt, sjötti heimilisgleði, sjöundi hugsjónaþrek, áttundi ljúfa fjölskylduhagi, niundi embættisframa og enn myndu menn tfunda lengi. En ekki er ég viss um að margir myndu tina til langlifi. Slikar hugsanir setja að manni þegar góðvinir og gamlir skólafé- lagar kveðja snögglega. Ólafur Stephensen ladcnir lést 25. júnl s.l. og verður jarösunginn I dag. Jónas Hallgrlmsson tefldi lifs- nautninni frjóvu gegnt langlifinu og I þeim skilningi hygg ég ólafur hafi verið farsæll maður. Hann átti góða og skynsama konu, táp- mikil og efnileg börn og öll var sú fjölskylda og er samhent með af- brigðum I sinum mörgu hugðar- efnum. Hannbar gæfu til að hafa llknarstörf að aðalstarfi, og var I starfi sinu mikið vel metinn, sérlegur hollvinur þeirra sem minnst , mega sin I þjóöfélaginu, sjúkra barna. Hann var andlega vakandi I flestum greinum og lét sér á sinn hógværa hátt fátt mannlegt óviökomandi. Hann var listfengur og listelskur, leikhúsunnandi og málverka, bókfús og velskrifandi sjálfur og einkum átti tónlistin hug hans, enda ekki aðeins söngmaður góöur, heldur ótrúlega vel heima og með vlðan tónlistarsmekk: við áttum það til að skemmta hvor öörum með einskonar tónlistar- getraunum, og hversu oft skákaði hann mériekki með hugkvæmni sinni og næmni. Hann var kurteis maður af sjálfum sér og tillitssamur, átti þó til glettni og jafnvel mein- fyndni, enda ekki aldeilis skoðanalaus, en yfirveguö dóm- greind, prúðmennska og hjarta- hlýja voru þó rikjandi eiginleikar I fari hans. Og hann var skyggn á fegurð daglegs lifs, smekkvis á umhverfi sitt og allt far, og einnig þar er fjölskyldan samhent. En auðvitað skiptast á skin og skúrir i li'fi flestra, og svo var einnig hér. Hann barðist árum saman við bakveiki og þegar hjartað brast, og annar sjúk- dómur lagöi hann þannig að velli, kom það þeim munmeira á óvart. En ég hygg hann hafi veriö ham- ingjumaður. Það er sú hamingja, sem sprottin er af lifsnautninni frjóvu. Og þá skiptir meiru far- sæld en langllfi. Má ég færa frænku minni, Guð- rúnu Theodóru, börnum þeirra og fjölskyldu allri innilegar samúðarkveðjur. Sorgin er sár, en ekkert græðir hana betur en minning sem er svona góð og fölskvalaus. Sveinn Einarsson ólafur Stephensen barnalæknir. Kveðja frá MR. '54. Við bekkjarsystkinin, sem út- skrifuöumst frá Menntaskólanum I Reykjavik vorið 1954,kveðjum I dag bróöur okkar óla Stef. óli var giftur bekkjarsystur okkar Guðrúnu Th. Sigurðardóttur (Gunnu Dóru) og voru þau ein sjö hjóna, sem giftust innbyrðis I hópnum. Þau hafa alltaf verið mið- punktur I gleðistundum hópsins með smitandi áhuga á högum annarra, hugmyndaauðgi og sönggleði. Óli var mikill söngvari allt frá skólaárunum, er hvellur tenór hans barst úr sal og söngtlmum Hjartar i Iþöku, I Fóstbræðrum, Fjórtán fóstbræðrum og siöast en ekki sist, þegar hann sjálf- skipaður forsöngvari leiddi hópinn i söng:,, Gaudeamus igitur.. nos habebit humus”. 1 fyrra kom þessi samheldni hópuroft samantilaðhalda uppá 25 ára júbileum. Margt var þá rætt og stundum heimspekilegir þankar um lifið og framtiðar- stundir, þegar fækka færi I hópnum. En svona skjótt og óundirbúið áttum viö ekki von á stundinni. Tenórstrengurinn I MR ’54 hörpunni slitnaði án fyrirvara. Enginn vissi að hann, stinnur og grannur, fæli slikan veikleika. Nú veröur meira álag á aöra strengi og þvf samheldni og nærgætni þörf. Fyrir hönd árgangsins sendi ég Gunnu Dóru, börnunum, ömm- unum og fjölskyldunum innilegar samúðarkveöjur og óskir okkar bekkjarsystkinanna um styrka handleiðslu þeim til handa á erfiðri stund. Þorvaldur S. Þorvaldsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.