Þjóðviljinn - 04.07.1980, Side 6

Þjóðviljinn - 04.07.1980, Side 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 4. júll 1980. LÁNASJÓÐUR ÍSLENSKRA NÁMSMANNA UMSÓKNARFRESTUR NÁMSLÁNA Umsóknarfrestur um HAUSTLÁN vetur- inn 1980—81 er til 15. júli n.k. Áæltað er að afgreiðsla lánanna hefjist, fyrir námsmenn erlendis 1. okt. 1980 fyrir námsmenn á Islandi 1. nóv. 1980. Umósknareyðublöð fást á skrifstofu sjóðs- ins að Laugavegi 77, afgreiðslutimi er frá 1-^1 eh. Simi 25011. Reykjavík, 3.7. 1980. Lánasjóður isl. námsmanna. Leninisminn er kominn út! Grundvallarrit um flokkskenningar Lenins. Fæst í Bóksölu stúdenta og hjá Fylkingunni/ Laugavegi 53 A. Fylkingin. Sumarferð Alþýðubandalagsins í Norður- landskjördæmi vestra. Breiðafjarðareyjar Alþýðubandalagið í Norðurlandskjördæmi vestra fer í sumarferð í Breiðaf jarðareyjar helgina 25,-27. júll n.k. Fólksf lutningabílar leggja af stað frá Sauðár- króki föstudaginn 25. júlí kl. 16.00. Frá Blönduósi kl. 17.30 og frá Hvammstanga kl. 18.30 og verður ekið rakleitt til Stykkishólms þar sem slegið verður upp tjöldum yfir nótt- ina. Kl. 10.00 á laugardagsmorgun verður farið með flóabátnum Baldri út I eyjar og fyrst skoðaðar Suðureyjar, en síðan komið til Flat- eyjar þar sem slegið verður upp tjöldum, kyntur varðeldur og haldin kvöldvaka á laugardagskvöldið. Á sunnudeginum verður haldið aftur til Stykkishólms með Baldri og þaðan heim I kjördæmið. Félagar eru beðnir um að tilkynna þátttöku sem allra fyrst til einhvers neðantaldra sem gefa allar upplýsingar: Sauðárkrókur: Hulda Sigurbjörnsdóttir, Skagfirðingabraut 37, s: 5289 Sigluf jörður: Júlíus Júlíusson, Túngata 43, s: 71429 Skagaströnd: Eðvald Hallgrímsson, Fellsbraut 1, s: h:4685, v: 4750 Blönduós: Sturla Þórðarson, Urðarbraut 22, s: h: 4357, v: 4356 Hvammstangi: Eyjólfur R. Eyjólfsson, Strandgötu 7, s: 1384 Orn Guðjónsson, Hvammstangabraut 23, s: 1467. Evita látin. Gyða Kristinsdóttir og Guöbergur Garðarsson — Ljósm. EUa Evita sýnd á Sögu Dansarnir eru aöalatriöið I uppfærslu Dansflokks JSB og Hljómsveitar Birgis Gunnlaugs- sonar á Evitu, söng- og dansverki um sögu Evu Peron I Argentfnu. Verkiö hefur nú veriö tekiö til sýninga á Hótel Sögu, en var frumsýnt á Akureyri I maí. Fyrsta sýning i Súlnasal Sögu var á laugardagskvöld sl. og var ákaft fagnaö af áhorfendum. Framvegis veröa sýningar einu sinni í viku, á sunnudagskvöld- um. Dansarar Ur Dansflokki JSB og nemendur Ur Jassballettskóla Báru bera sýninguna uppi, titil- hlutverkiö dansar Gyöa Kristins- dóttir, Guöbergur Garöarsson er I hlutverkiPerons, en Birgir Gunn- laugsson syngur hlutverk Che Guevara, sem er sögumaöur. Lögin eru eftir A.L.Webber, Ut- sett af ólafi Gauki, textar eftir Birgi Gunnlaugsson og dansar eftir Báru MagnUsdóttur. Sýningin er einskonar útdráttur Ur dans- og söngleiknum um Evitu, sem sýndur hefur veriö m.a. I London viö mikla hrifn- ingu, en Leikfélag Reykjavikur mun hafa tryggt sér sýningar- réttinn á leiknum I heild. Sýningin skiptist I átta atriöi, sem rekja æviferil Evu Peron frá þvi aö hún er unglingar framaö andláti hennar 33ja ára og er Utförin lokaatriöiö. 1 tilefni sýningarinnar býöur Hótel Saga kvöldveröargestum upp á argentinskan mat sýn- ingarkvöldin, og er tekiö á móti boröapöntunum á föstudögum, en sýningin sjálf hefst.kl. 9 á sunnu- dagskvöldum. — vií In memorian Hallur Hallsson Skjdtt hefur sól brugöiö sumri þvi séö hef ég fljúga fannhvftan svaninn Ur sveitum til sóllanda fegri. Svo kvaö Jónas Hallgrimsson þá er hann frétti andlát Bjarna skálds Thorarensens, og okkur sem best þekktum Hall Hallsson tannlækni er nú llkt innan brjósts viö sviplegt fráfall hans. Sá er þetta ritar kynntist Halli ellefu ára gömlum I fyrsta bekk Gagn- fræöaskóla Reykvikinga. Leiö ekki á löngu áöuren ég var oröinn heimagangur hjá honum á heim- iliforeldra hans, Halls tannlæknis Hallssonar og Amallu SkUla- dóttur. Ég átti þá ekki heima hér I bæ og fór svo aö ég varö heima- maöur hjá þeim Halli um árabil. Aö loknu stúdentsprófi voriö 1937 var Hallur viö nám I læknadeild Háskóla tslands einn vetur, en hélt siöan utan til aö læra tann- lækningar I Kaupmannahöfn. Ég hef grun um aö hann heföi helst kosiö aö lesa bókmenntafræöi eöa leggja stund á tónlist, — hann var þá þegar vlölesinn og auk þess góöur pianóleikari — en hann vissi aöfööur hans var áhugamál aö hann læröi tannlækningar, og hann virti hann svo mikils — og aö veröleikum—aö þaö mun hafa ráöiö. Stríösárin I Danmörku voru honum og öörum löndum merki- leg reynsla og þar kynntist hann konuefni slnu Anne-Marie sem lifir hann ásamt sex börnum þeirra. Aö námi loknu komust þau haustiö 1943 til Svlþjóöar I trássi viö feröabann þýska hers- ins, og þar vann Hallur hjá Folk- tandvlu-den I Kalix I Noröurbotni. Þau undu vel hag slnum þar og minntist Hallur þess oft slöan. En skömmu eftir stríöslokin héldu þau til lslands ásamt fyrsta barni sínu. Viö sem liföum okkar bernsku- og æskuár I skugga heimskreppu og yfirvofandi heimsstyrjaldar vorum ekki bjartsýn á fram- tíöina, hvorki sjálfra okkar né alls mannkyns. Skólafólk var yfirleitt félaust og kveiö auk þess atvinnuleysi aö námi loknu. Vitringar vöruöu og viö lang- skólanámi, jafnvel læknar áttu aö vera orönir of margir. „StUdents- próf er góö menntun og ættu mennyfirleitt aö láta þaö nægja”, mátti lesa I einu dagblaöinu og var höfundur einn af áhrifa- mönnum þjóöarinnar. Þegar litiö var til Utlanda blasti viö sigur- ganga fasismans I hverju iandinu á fætur ööru. Til voru þeir hér heima sem fögnuöu þessu bæöi leynt og ljóst. En hinir sem sáu voöann sem voföi yfir alþýöu heimsins, ánauö og andlegt ófrelsi.settu traust sittásamfylk- ingu verkamanna og annarra lýö- ræöissinna heima fyrir. En á al- þjóölegum vettvangi treystu menn þvl aö Sovétrlkin yröu þaö bjarg sem öldur fasismans mynd brotna á aö lokum. — Hallur Hallsson átti þvi láni aö fagna aö þurfa ekki aö striöa viö fátækt I æsku. Faöir hans, Hallur eldri Hallsson, var mikils metinn tann- ladcnir hér f Reykjavik, eins og allir Reykvlkingar sem farnir eru aö reskjast munu kannast viö og þótt viöar væri leitaö. Hallur eldri haföi brotist til mennja af eigin rammleik. Hann var fágætur mannkostamaöur og orölagöur fyrir hagleik og vandvirkni I starfi sfnu. Hann var þrekmaöur og naut góörar heilsu og stundaöi slna vinnu fram á siöasta dag. Hann dó 78 ára gamall áriö 1968. Hallur eldri haföi alla tlö veriö heimakær maöur og lltt látiö til sin taka utan vinnustaöar og heimilis, en hann — og þau hjón bæöi — voru einlægir alþýöu- sinnar jafnt á kreppuárum sem slöar. Halluryngri var llkur fööur sln- um um margt, undi vel heima aö loknu dagsverki, en lét þó ekki fram hjá sér fara góöa tónleika eöa lista- og leiksýningar. Friöar- og jafnréttismál voru honum áhuga- og alvörumál frá æsku- árum og hann lét sig ekki vanta á mannfundi þar sem varaö var viö hættu af herstöö og kjarnorku- vopnum. Enda þótt hann tæki lít- inn þátt I félagsllfi var hann mannblendinn, maöur glaöur og reifur. Um viömót hans hlýtt og traustlegt geta þeir boriö sem til hans hafa leitaö sem tannlæknis eöa átt viö hann önnur skipti. Eiginkonan og börnin, vanda- menn og vinir, munu eiga I sjóöi meöan lífiö endist minningar um vammlausan dreng. B.E

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.