Þjóðviljinn - 12.07.1980, Síða 4
Sérrit Þjodviljans um ALMENNINGSÍÞRÓTTIR OG ÚTIVIST
12. julí 1980
almenningsíþróttir
og utivist
NOBMUINN
Umsjón:
Ingólfur Hannesson
Ljósmyndir:
Gunnar Elísson
Útlit:
Björn Björnsson og Har-
aldur I. Haraldsson
Iþróttahreyfing á krossgötum
Hugleiðing á ölympíuári
„Gleöi af vöövaáreynslu, lotning
og fegurö,
Starf f þágu fjölskyldu
og samfélags,
þetta þrennt i órjúfanlegri
einingu,
þaö er ólympiuhugsjónin”.
Eftir rúma viku hefjast ólym-
piuleikarnir i Moskvu og er óhætt
aö segja aö aldrei fyrr i sögu leik-
anna hafi staöið eins mikill styrr
um þá. Hin fagra ólympiuhug-
sjón, sem tlunduð er hér aö ofan,
hefuralgjörlega falliö i skuggann
fyrir hagsmunabrölti áhrifamik-
illa einstaklinga og rikja. Sú saga
er vfst öllum kunn.
Hinn gullni meðalvegur
vandrataður
Hér heima hafa væntanlegir
ólympíuleikar orðiö tilefni til
nokkuö fjörugra umræöna um
þaö hvort íslendingar eigi aö taka
þátt i þeim eöa sitja heima. Þau
undur og stórmerki hafa gerst I
þeirri umræöu aö heimasetu-
menn eru flestir úr þeim flokki
manna sem áður hafa viljað stia I
sundur iþróttum og stjórnmálum,
þó aö þetta tvennt sé, hafi veriö
og veröi vissulega spyrt saman.
Þetta eru þeir menn sem hvorki
hreyföu legg né lið til andmæla
þegar Heimsmeistarakeppnin
var haldin I Argentlnu áriö 1978,
þvf landi pólitiskra ofsókna.
Sennilega er þetta allt saman
spurning um þaö hvort tilgangur-
inn helgi meöaliöeöa ekki, en þaö
er önnur saga.
Aövitað er mönnum frjálst aö
mótmæla, en þá má hræsnin ekki
ráöa rlkjum. Ef menn vilja
standa uppréttir I þvi aö hvetja
íslendinga til þess aö sitja heima
meöan ólympiuleikarnir fara
fram, þá veröa þeir hinir sömu aö
sjá afleiöingarnar fyrir. Þaö er
t.a.m. furöulegt aö vilja skera á
iþróttaleg samskipti, en um leiö
auka efnahagsleg tengsl viö viö-
komandi aöila. Þaö hlýtur aö
vera erfitt aö finna hinn gullna
meöalveg í þessum málum.
Afleiöingar bramboltsins i
kringum ólympíuleikana i
Moskvu eru margvislegar og
veröur t.d. ekki annaö séö en aö
þaö hrikti heldur betur i undir-
stöðum marga hinna alþjóölegu
Iþróttasamtaka. Samskipti
iþróttamanna austurs og vesturs
veröa vafalitið mjög stirö I
framtiöinni og þar meö er búiö aö
leika grátt þaö uppbyggingar-
starf sem unniö hefur veriö á
þessum vettvangi.
Á meöan umræöan um Moskvu-
leikana hefur veriö i fullum gangi
hérheima og erlendis hefur mest-
öll iþróttahreyfingin þagaö þunnu
hljóöi, eins og hún vilji sem
minnst af þessu máli vita. Þarna
átti auövitaö aö koma til öflug,
málefnaleg umræöa, en forystu-
sauöirnir hafa hingaö til látiö sér
nægja stuttoröar yfirlýsingar. Þá
hefur hin svokallaöa olympiu-
nefnd veriö fámál, hverju svo
sem þaö sætir.
íþróttahreyfingin á að
vera baráttuafl
Þetta leiöir hugann aö þvi
mikla umróti, sem nú viröist vera
i íslenskri Iþróttahreyfingu.
Þeim, sem skilja nauðsyn
Iþróttaiökunar I nútlma vel-
feröarþjóöfélagi, fjölgar stööugt.
Þetta fólk leitar inn I hreyf-
inguna, sem er aö mörgu leyti
vanbúin aö taka viö hinum aukna
fjölda. Fjögun hefur haldist I
hendur viö aukinn árangur af-
reks- og keppnismanna okkar og
þessir 3 hópar knýja á, að sér
veröi sköpuö viöhlltandi aöstaöa.
Þama er spurningin um að skapa
heildarstefnu Iþróttamála og
samtök Iþróttamanna — Iþrótta-
samband tslands — eiga aö hafa
forystuna. ÍSÍ á aö vera baráttu-
afl Iþróttamanna, bæöi innáviö
sem útáviö, hvort sem sú barátta
kallast pólitísk eöa ekki. Raunar
má aldrei veröa flokkspólitlskur
litur á baráttunni, en ég yröi
ánægöur ef fariö væri aö kalla
Iþróttahreyfinguna þvi neikvæöa
(?) nafni þrýstihópur. Iþrótta-
menn geta og eiga aö mótmæla
„skilningsleysi stjórnvalda” likt
og bifreiöaeigendur.
Viö byggingu Iþróttamann-
virkja rikir sú regla I fjár-
mögnun, aö riki og sveitarfélag
leggja fram 80% á móti 20% frá
viökomandi félagi. Aö vissu
marki hefur regla þessi ýtt mjög
undir framkvæmdir I íþrótta-
málum, en hún hefur einnig sína
stóru ókosti. Sá er þar mestur er
lýtur aö stjórnun sveitarfélaga á
uppbyggingunni. Þannig hafa hin
gömlu og fjársterku félög dregiö
til sih framlög rikis og sveitar-
félags i slauknum mæli, á meöan
hin „féminni” félög haf ekki
getaö ráöist I nauösynlegar fram-
kvæmdir. Ungu félögin eru yfir-
leitt staösett I barnmörgum
hverfum, þar sem þörfin fyrir
Iþróttamannvirki er hvaö mest.
Hér vantar stjórnun upp-
byggingarinnar þannig að fjár-
magniö renni þangaö sem þörfin
er mest, og um þetta mál þarf
Einar Karl Haraldsson
íþróttir, útilíf,
Iþróttahreyfingin aö leggja orö I
belg.
Eins og minnst var á hér aö
framan er aukning íþrótta-
iökenda stööug. Menn veröa varir
viö þetta alls staöar á landinu og
um leiö veröa viöhorfin gagnvart
Iþróttum og útivist jákvæöari.
Meö reglubundinni llkams-
áreynslu styrkjum viö okkur and-
lega jafnt og llkamlega. Sé þaö
ekki gert veröur hrörnunar vart
fyrr en ella og snöggt og mikið
álag getur jafnvel leitt til dauöa.
Þessa hluti er I rauninni óþarfi aö
tiunda fyrir þá sem til þekkja.
Hérna er einnig verk aö vinna
fyrir Iþróttahreyfinguna, þ.e. aö
kynna vel fyrir almenningi
nauösyn iþrótta og útvistar. Þaö
veröur aö segjast eins og er aö
þessi þáttur hefur oröiö illilega
útundan hjá ISI og skrautsýning
eins og íþróttahátiö breytir þar
litlu.
Islensk Iþróttahreyfing er svo
sannarlega á krossgötum þessa
dagana. Hún þarf aö aölaga sig
breyttum aöstæöum og þaö gerist
ekki nema meö umræöu og aftur
umræöu, sem veröur aö eiga upp-
tök sln I innsta kjarna hennar.
Þetta er I rauninni llfsspursmál
hreyfingarinnar.
Lóð á vogarskálina
Segja má aö aukablaö þetta um
almenningslþróttir og útivist sé
afsprengi hins aukna áhuga, sem
alls staöar veröur vart viö á
þessum málum. Reyndar hafa
ýmsir þættir oröiö útundan, en
baö er ekki aöalatriöiö. Viö
viljum hreinlega leggja okkar lóö
á vogarskálina og vonandi kemur
Þjóöviljinn meira þar viö sögu á
næstunni. —XngH
Ritstjórnargrein
Meö Sunnudagsblaöi Þjóö-
viljans fylgir aö þessu sinni sér-
stakt blaö um útivist og almenn-
ingslþróttir. Undir þessi hugtök
má flokka vítt sviö athafna sem
eru þroskandi og holl fyrir ein-
staklinga um leiö og þau hafa
verulegt þjóöhagslegt gildi sem
minni gaumur hefur veriö gef-
inn hérlendis en skyldi.
Um nauösyn hreyfingar og
útivistar mætti hafa mörg orö.
Frá sjónarmiöi einstaklingsins
er gott llkamlegt ásigkomulag
og ómæld ánægja af útiveru
dýrmæfi sem fæstir meta
næginlega fyrr en heilbrigöinu
veröur ábótavant eöa útivistin
af skornum skammti af ein-
hverjum ástæöum.
Frá sjónarmiöi heildar-
innar skiptir verulegu máli aö
heilbrigöisástand þjóöarinnar
almennt sé gott. Heilbrigöisyf-
irvöld beina nú æ meir sjónum
sinum aö fyrirbyggjandi aö-
geröum, sjúkdómaleit og heil-
brigöisfræöslu I staö þess aö
einblína á lækningar á stofnun-
um.
Samvirkar aögeröir sem
miöa aö því aö bæta heilbrigöis-
ástand heillar þjóöar geta
sparaö glfurlegar f járhæöir sem
annars þarf að verja I dýra
stofnaanaþjónustu. Hér undir
heyrir barátta gegn reykingum,
ofneyslu áfengis, áróöur fyrir
bættu mataræöi, hollri hreyf-
ingu og heilbrigöari lifsvenjum
en almennt tlðkast.
A þessum sviðum er fjölda-
margt ógert á lslandi enda þótt
nokkuö hafi borið á viöleitni til
þess aö breyta almenningsálit-
inu bæöi af hálfu einstaklinga og
yfirvalda slöustu árin. Þaö er
langt frá aö þaö sé oröiö al-
mennt viöhorf aö hverjum og
einum sé hollt og skylt aö gæta
likama sins og halda honum viö.
Eins og þaö þykir sjálfsagt aö
hús og bllar fái sitt reglubundna
viöhald, þá er þaö alltof algengt
aö fólk taki ekki aö rækta lík-
ama sinn fyrr en þaö hefur feng-
iö alvarlega áminningu um aö
hann sé farinn aö lasnast.
Þetta kæruleysi og sinnu-
leysi umllkamlega velferö á sér
rætur I grónu viðhorfi sem ekki
er hægt aö breyta á svipstundu,
en má breyta meö skynsamleg-
um áróöri og fortölum. Sam-
hliöa slfkri áróöursherferö af
hálfu opinberra aöila og sam-
taka þarf aö byggja upp aðstööu
til fjölbreytilegra íþróttaiðkana
af munmeirikrafti en veriö hef-
ur og tengja saman íþróttir og
útivist. Þá er ekki síöur mikil-
vægt aö setja samræmdar
reglur um not almennings- af
landi okkar til útivistar og taka
frá þau svæöi sem til þeirra eru
ætluö I framtlðinni áöur en þau
spillast.
Mikill fjöldi fóiks tekur þátt
I starfi fþróttahreyfingarinnar I
landinu og ekki veröur annaö
séö en aö þau Iþróttamannvirki
sem reist hafa veriö séu viöast
fullnýtt. Hinsvegar viröist
nokkuö á þaö skorta aö Iþrótta-
iökun sé hluti af daglegu lifi
fólks áriö um kring og á öllum
aldri. Alltof margir stunda
iþróttir um skeiö en láta slöan
likamsræktina þoka fyrir „öör-
um brýnni” verkefnum.
Breyttir atvinnuhættir gera
þaö sérstaklega aökallandi aö
reynt sé aö breyta þessu viö-
horfi. Nútlmastörfum fylgir
mörgum kyrrstaöa eöa -seta,
innivera og andlegt álag. Þá er
mjög kvartaö undan hverskyns
streitu af störfum og samskipt-
um I því þjóöfélagi sem viö lif-
um I.
Aö hluta byggist streituum-
kvörtunin á misskilningi þvi öll-
um athöfnum fylgir andleg og
likamleg streita. Spurningin er
um jafnvægiö og hiö hóflega
álag sem stuölar aö velliöan og
heilbrigöi. Um þaö þarf ekki aö
deila aö Iþróttaiðkun og útivist
eykur streituþol fólks og andlegt
jafnvægi. Þeir sem stunda
likamsrækt eru almennt betur i
stakk búnir til þess aö mæta
álagi daglegs llfs en þeir sem
láta hann vera.
Einhverjir segja sjálfsagt
aö hér sé veriö aö búa til for-
múlu fyrir auknum afköstum til
hagsbóta fyrir auöstéttina. Ef
skólaspeki af þvl tagi má alveg
eins snúá upp I nauösyn þess aö
efla mönnum þrek tilpólitlskrar
athafnasemi sem alltof fáir
virðast hafa afgangsorku til.
Sóslalistar hafa veriö held-
ur sinnulausir um stefnu I
iþrótta- og útivistarmálum. Er
þaö I samræmi viö áhugaleysi
stjórnmálaflokka almennt um
þessar athafnir I þjóöfélaginu. í
stefnuskrá Alþýöubandalagsins
er tam. ekkert aö finna um
iþróttir I annars merkum kafla
//Samvirkar aðgerðir
sem miða að því að bæta
heilbrigðisástand heiilar
þjóðar geta sparað gífur-
legar fjárhæðir sem
annars þarf að verja í
dýra stofnanaþjónustu.
Hér undir heyrir barátta
gegn reykingum, of-
neyslu áfengis, áróður
fyrir bættu mataræði,
hollri hreyfingu og heil-
brigðari lífsvenjum en al-
mennt tíðkast."
um menntastefnu. Afleiöingin af
áhugaleysi stjórnmálaflokk-
anna er m.a. sú aö Iþróttahreyf-
ingin íslenska er stefnulltiö rek-
ald og íþróttastefna rlkisvalds-
ins öll I þoku.
Areiöanlega væri af þvi tals-
verö bót fyrir íþróttahreyfing-
una ef henni tækist aö fá stjórn-
málamenn og flokka til þess aö
meta starfsemi hennar til fjár
út frá heilbrigöissjónarmiði.
Heilbrigöismálin eru einn fjár-
frekasti útgjaldaliöur rikis og
sveitarfélaga og iþróttahreyf-
ingin gæti tekiö aö sér stórkost-
leg sparnaöarverkefni fyrir
heilbrigöisyfirvöld.
Rannsóknir hafa t.d. sýnt aö
auka má þrek barna og
unglinga um 100 til 150% á ári
meö réttum og hollum æfingum
og aö þjálfum á unglingsárum
endist betur en sú þjálfun sem
fengin er eftir aö fólk hefur náö
fullum þroska. Vafalitiö mætti
reikna þaö út I sparnaöi fyrir
heilbrigöiskerfiö ef börnum og
unglingum væri skilaö þrek-
meiri og heilbrigöari út I amstur
fulloröinsáranna en nú er. En
sannleikurinn er sá aö Iþróttir
og útivera eru viöa hornreka i
islensku skólakerfi.
Hér hefur veriö lögö áhersla
á gildi llkamsræktar en engri
rýrö skal þó kastaö á keppnis-
iþróttir. Sú skemmtun sem felst
i þeim fyrir þátttakendur og
áhorfendur, samskipti
milli landaog staöa, fordæmi og
metnaðureinstaklinga og þjóöa,
er þess eölis aö fæstir vildu án
þeirra vera. Þaö er hinsvegar
viöfangsefni Iþróttastefnu aö
marka þeim bás og hlutverk, og
gæta þess aö kepppnisíþrótt r
verði ekki hér á landi fórnar-
lömbsvæsinnar markaöshyggju
eöa þjóörembu. — ekh